Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Kjósa helst að samn- ingum ljúki innan árs Engin ákvörðun hefur verið tekin en ýmsir möguleikar skoðaðir, segir talsmaður Kaiser í Houston í Texas DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti óformlegan fund með John M. Seidl, stjórnarformanni og forstjóra bandaríska álfyrirtækisins Kaiser Aluminium, í London síðastliðinn laugardag. Að sögn Dav- íðs óskaði Seidl eftir viðræðum við íslensk stjórnvöld um hugsan- lega byggingu álvers á íslandi en fyrirtækið áformi að reisa nýja 200-240 þúsund tonna álverksmiðju og sagðist Davíð sannfærður um að fyrirtækið íhugaði þetta mál af mikilli alvöru. í byggingu nýrrar álbræðslu en stjómendur þess hefðu átt í viðræð- um við stjórnvöld fleiri landa en íslands um hugsanlega starfrækslu álvers sem fengist við frumvinnslu á hrááli. Þá sagði hann allt of snemmt að segja til um hver fram- leiðslugeta slíkrar verksmiðju yrði. „Það hefur ekki verið tekin endan- leg ákvörðun um byggingu nýs ál- vers. Við erum að velta fyrir okkur ýmsum möguleikum," sagði hann. Aðspurður um áhuga fyrirtækis- Davíð sagði að ákveðið hefði verið að skoða þetta mál af fyllstu alvöru og taka upp viðræður við Kaiser Aluminium en fulltrúar þess væru væntanlegir til landsins í fyrri hluta október í kynnisferð og til könnunarviðræðna við iðnaðarráð- herra og forráðamenn Landsvirkj- unar. Davíð sagði alveg ljóst að forráðamenn Kaiser myndu helst kjósa að samningum gæti lokið innan eins árs og þá væri hægt að hefja framkvæmdir. Fyrirtækið setti engin skilyrði fyrir hugsan- legri staðsetningu verksmiðjunnar íslandi en viðmælendur sínir hefðu að fyrra bragði nefnt að þeir vildu sérstaklega skoða staði bæði norðanlands og sunnan. Robert Arilan, talsmaður Kaiser Aluminium í Houston í Texas, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fundur Seidl með Davíð í Lond- on hefði verið óformlegur og við- ræður aðeins á frumstigi. Næsta skref yrði að fyrirtækið sendi lítinn hóp fulltrúa sinna til íslands, ef til vill í næsta mánuði, til frekari könnunarviðræðna en að þeim loknum myndi fyrirtækið gera upp við sig hvort það hefði áhuga á að hefja samningaviðræður. Robert Arilan sagði að Kaiser ’^' Aluminium hefði ekki tekið endan- lega ákvörðun um hvort það ræðst ins á starfsemi slíkrar verksmiðju á íslandi sagði Arilan að mikið framboð væri á raforku á íslandi og að frumvinnsla á áli væri orku- frek starfsemi. Fyrirtæki leituðust við að reisa slíkar verksmiðjur þar sem raforkuframboð væri nægilegt og orkuverð á viðráðanlegu og samkeppnishæfu verði. Stjórnendur Kaiser eru ekki bjartsýnir á að álverð hækki á ál- mörkuðum heimsins á næstunni fremur en álfyrirtækin sem mynda Atlantal-hópinn. Að sögn Davíðs eru þó aðstæður Kaiser ólíkar að því leyti að þau fjögur álver sem það starfrækir í dag eru orðin göm- ul og ekki samkeppnishæf gagn- vart nýrri álverum. Sjá nánar á miðopnu. Morgunblaoiö/Knstinn Rafmagn fór af höfuðborginni Rafmagnslaust varð á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum upp úr kl. 12 á hádegi í gær er háspennulína brann í sundur við spennuvirki á Geithálsi. Starfsmenn Landsvirkjunar, Trausti Finnsson og Kristinn Grímsson, unnu að viðgerðum í gær. A jörðinni er eldingavari sem sprakk er straumi var hleypt á Hafnarfjörð og Suðurnes að lokinni viðgerð. Breytingar á endurgreiðslum virðisaukaskatts Utgefendur færa bókagerð inn í fyrirtækin eða prentun úr landi Stefnir í aukið atvinnuleysi bókagerðarmanna, segir formaður FÍP JÓHANN Páll Valdimarsson, for- maður Félags íslenskra bókaút- gefenda, segir að fram hafi komið á fundi fulltrúa félagsins með fjár- málaráðherra og embættismönn- um fjármálaráðuneytisins í gær að ríkisstjórnin hafi ekki áttað sig á hversu alvarlegar afleiðingar það hefði að hætta endurgreiðslu innskatts af aðföngum til bókaút- gáfu. Óþjákvæmilegt sé að a.m.k. 18% kostnaðarhækkun fari út í verðlagið. Öm Jóhannsson, formaður Félags íslenzka Drentiðnaðarins, sagði að prentiðnáoinum væri stefnt í mikla hættu með þessum lítt hugsuðu skammtímalausnum. „Boðið er heim mikilli mismunun innan greinarinnar, allar langtímarekstraráætlanir eyði- lagðar. Samkeppnisstaða við erlenda Harður árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Geitháls Einn beið bana og sjö slösuðust MAÐUR um þrítugt lést, kona hans og tvö börn, svo og fjórir aðrir slösuðust í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi, skammt austan við Geitháls síð- degis í gær. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var aðdragandi árekstrarins sá að jeppabíl á leið til Reykjavík- ur var ekið inn á öfugan vegar- helming og inn í hlið rútu sem var á leið austur. Þannig dróst jeppinn aftur með rútunni. Öku- maður fólksbíls sem ekið var á eftir rútunni sá að hverju stefndi og ók út fyrir veg þannig að næsti bíll á eftir honum, Seat Ibiza fólksbíll, varð fyrir þegar jeppinn losnaði frá rútunni og þeyttist áfram. Skömmu síðar kom Volvo- bíll að austan og ók aftan á jepp- ann. í Seat-bílnum voru hjón með tvö ung börn. Eiginmaðurinn sem ók bílnum beið bana við árekstur- inn. Kona hans slasaðist alvar- lega, en var ekki í bráðri lífs- Lögregla og sjúkralið að störfum á slysstaðnum. hættu í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Annað barna þeirra slapp lítið meitt, en hitt hlaut meðal annars fótbrot. Einnig voru fluttir á slysadeild tveir menn úr jeppanum sem slys- inu olli. Ökumaður hans var hand- leggsbrotinn en farþegi úr fram- sæti minna meiddur. Maður og kona úr Volvo-bílnum sem ók aft- Morgunblaðið/Ingvar an á jeppann voru flutt á slysa- deild til athugunar en fengu að fara heim að lokinni aðhlynningu. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. markaði versnar verulega og stór- aukið atvinnuleysi hjá bókagerðar- mönnum blasir við, sem ekki er á bætandi. Það er nú 4-5%,“ sagði Örn. Jóhann Páll sagði bókaútgefendur hafa rætt það á fundi í gær að þeir myndu leita til útlanda með prentun bóka í ríkara mæli en hingað til og að útgefendur geymdu bækur í toll- vörugeymslu og leystu þær út eftir hendinni til að fresta greiðslu inn- skatts. Áhrif þessa á íslenskan prent- iðnað yrðu gífurleg. Hann segir að útgefendur muni taka fleiri þætti við vinnslu bóka inn í fyrirtækin og ráða til þess starfsmenn á launum til að komast hjá greiðslu virðisaukaskatts en það myndi draga úr viðskiptum við sérhæfð fýrirtæki í bókagerð. Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, sagði að prentiðnaðarfyrirtækin greiddu full- an virðisaukaskatt af aðföngum og útskatt en þessi aðgerð hefði engu að síður alvarlegan samdrátt í för með sér fyrir prentiðnaðinn eins og fyrir útgefendur. „Nú vinna sum út- gáfufyrirtæki sjálf undirbúnings- vinnu og prentun á meðan önnur verða að kaupa prentverkið og þyrftu þar af leiðandi að bera fullan virðis- aukaskatt. Þarna er alvarlega verið að mismuna fyrirtækjum,“ sagði Þorgeir. Hann sagði að þetta leiddi til þess að prentiðnaðarfyrirtæki færu sjálf að huga að útgáfu. Hann sagðist telja að sum fyrirtæki myndu ekki standa þessar breytingar af sér og lognast út af. „Ég leyfi mér að efast um að menn hafi hugsað þetta mál til enda, þrátt fyrir að um sé að ræða ráðamenn þjóðarinnar," sagði hann. Þorgeir sagðist vita að bókaklúbb- ar og útgefendur sem væru að huga að prentun erlendis ræddu um að senda bækur og tímarit aftur í áskrift til íslenskra lesenda en samkvæmt lögum eru blöð og bækur sem send eru erlendis frá undanþegin vsk. Forsætisráðherra um álviðræður við Kaiser Aluminium

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.