Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 43 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Höfum ekkigef- iðupp alla von - sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings E)að var súrt að tapa þessum leik því með smá heppni hefðum við átt að geta skorað. Eftir slæma byijun komumst við vel inní leikinn. Við æUuðum okkur að verjast vel og byggja síðan á löngum sendingum fram en þær sendingar misfórust flestar. Menn lögðu sig virkilega fram í þessum leik og það er ánægjulegt," sagði Logi Olafs- son þjálfari Víkings eftir leikinn. Logi sagði að ef leikmenn Víkings hefðu sýnt svona bar- áttu í sumar eins og í þessum leik hefði liðið orðið ofar í deild- inni. „Þetta rússneska lið er þræigott og leikmenn þess voru góðir að spila sig út úr þröngum stöðum. En sóknarleikur þeirra var ekki mjög beittur." Um síðari leikinn í Moskvu sagði Logi: „Það verður erfitt að sækja þá heim. En við ætlum að leggja okkur hundrað prósent fram. Við höfum ekki gefið upp alla von á að komast áfram, ef við gerðum það fengjum við rassskellingu." Vorum í eRingaleik Atli Einarsson sagði að leik- urinn hefði verið mjög erfiður. „Þeir eru rosalega góðir, sér- staklega varnarmennirnir. Vörnin las leikinn vel og var fljót að koma knettinum fram. Við vorum nánast í eltingaleik allan tímann. En það var góð barátta í liðinu hjá okkur. Það var oftast síðasta sending í sókninni sém misfórst Leikur- inn í Moskvu verður miklu erfið- ari en þessi. Þar verðum við að leika aðeins aftar og treysta síð- an á skyndisóknir," sagði Atli. Átti ekki möguleika „Það var ekki svo erfitt að standa í markinu. Baráttan hjá okkur var sú sama og í fyrra og nú kannaðist maður við lið- ið,“ sagði Guðmundur Hreiðars- son. „Þó þeir hafi sótt stíft náð- um við að verjast vel og þeir áttu fá skot á markið. Eg átti ekki möguleika að veija er þeir skorðu. Hann var einn fyrir opnu marki og gat skotið í bæði horn- in. Boltinn fór i Helga og breytti þannig um stefnu og fór f hægra homið hjá mér,“ sagði Guð mundur. Ekkert ómögulegt „Þetta var ekki svo slæmt hjá okkur. Það var mikiu meiri bar- átta og vilji í liðinu í þessum leik en var í sumar,“ sagði Atli Helgason, fyrirliði Víkings. J>eir em í betra úthaldi og áttu ekki í vandræðum með að hlaupa á fuliu í níutíu mínútur. Með íslenskri heppni hefði þessi leikur alveg eins getað endað 1:0 fyrir okkur. Það er góð reynsla fyrir okkur að hafa fengið tækifæri til að spila Evr- ópuleik enda fæstir gert það áður. Síðari leikurinn í Moskvu verður erfíður. En ég spái því að við náum að setja eitt mark og vinnum síðan í vítaspyrnu keppni. Það er ekkert ómögulegt í stöðunni," sagði fyrirliðinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta um knöttlnn á miöjunnl einkenndi leikinn. Karsakov (17), sem skoraöl mark CSKA, á hér í höggi við Atli Helgason og Hörö Theódórsson. Bragðdauft ÞAÐ var enginn Evrópumeist- arabragur á leik Víkings og CSKA Moskva á Laugardals- vellinum, þar sem leikmenn rússneska liðsins fóru með sigur, 0:1, af hólmi í vægast sagt bragðdaufum leik. Annan daginn í röð var áhorfendum í Laugardalnum boðið upp á fátt sem gladdi augað og er svo komið að Evrópuleikir ís- lenskra félagsliða draga fáa áhorfendur að - aðeins 329 greiddu aðgangseyri. Rússarnir réðu að mestu gangi leiksins, sem einkenndist af miðvallarbaráttu. Þeir fóru mjög vel með knöttinn og léku honum vel á milli sín, en Sigmundur Ó. allan neista vantaði Steinarsson í sóknarlotur þeirra, skrifar sem runnu flestar út í sandinn, eins og sóknarlotur Víkinga, en þær byggðust flestar upp á löngum sendingum fram völl- inn, en oftast voru þær ónákvæmar og rötuðu ekki rétta leið. Guðmund- ur Steinsson fékk besta marktæki- færi þeirra í leiknum, en hafði ekki heppnina með sér - skaut rétt framhjá af stuttu færi á 25. mín. Eftir það náðu Víkingar ekki að ógna Dimiri Kharin, landsliðsmark- verði Rússlands, sem er talinn einn besti markvörður heims. CSKA Moskva er langt frá því að vera eins sterkt og þegar félag- ið varð meistari í Sovétríkjunum. Miklar breytingar hafa orðið á lið- inu á stuttum tíma - átta af bestu leikmönnum þess eru orðnir at- vinnumenn með liðum í Vestur-Evr- ópu og er það nú skipað ungum leikmönnum, en meðalaldur þess er aðeins 21 ár. Víkingur - CSKA 0:1 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni meist- araliða, fyrri leikur 1. umferð, miðviku- dagur 16. september 1992. Aðstæður: Mjög góðar. Mark CSKA Moskva: Dmitri Kar- sakov (75.). Gult spjald: Denis Mashkarih, fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: G.R. Ashby, Englandi, dæmdi vel. Línuverðir: P. Rejer og W.M. Jordan. Áhorfendur: 329 greiddu aðgangs- eyri. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson - Þorsteinn Þorsteinsson, Janni Zilnik, Helgi Bjamason - Guðmundur I. Magn- ússon, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Helgason, Tomislav Bosnjak (Helgi Sigurðsson 29.), Hörður Theódórsson - Guðmundur Steinsson, Atli Einars- son. CSKA Moskva: D. Kharin - A. Gus- hchin (I. Barykin 67.), S. Kolotovkin, S. Fokhin - D. Bystrov, V. Ivanov, D. Mashkarin, A. Grishin, 0. Sergeev - E. Bushmanov (D. Karsakov 55.), I. Faizulin. 0:1 B ■■ Vasili Ivanov brunaði upp vinstri kantinn og upp að enda- ■ I mörkum þar sem hann iék á Þorstein Þorsteinsson og sendi knöttinn fyrir mark Víkinga. Dmitri Karsakov, sem kom inná sem varamaður, var á réttum stað - við vítateig, og sendi knöttinn örugg- lega í mark Víkings. Ásgeir velur þvjá nýliða ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari, valdi í gær 22ja manna landsliðshóp til æfinga fyrir landsleikina gegn Grikkjum og Rússum í undankeppni HM í næsta mánuði. Þrír nýliðar eru í hópnum, tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir frá Akranesi og Hlynur Birgisson úr Þór. jr Asgeir kallaði einnig þijá leik- menn sem hann hefur ekki notað áður þá Ragnar Margeirsson ,og Ólaf Gottskálksson úr KR og Sveinbjörn Hákonarson úr Þór, en þeir hafa allir leikið með landslið- inu. Hann mun síðan velja 16 leik- menn úr þessum 22ja manna hópi vikuna fyrir landsleikinn gegn Grikkjum 7. október. Hann valdi einnig 18 leikmenn til æfínga fyrir U-21 árs leikina gegn sömu þjóðum. í því liði eru fjórir nýliðar, Óskar Þorvaldson og Ómar Bendtsen úr KR, Ásmundur Arnarsson úr Þór og Kristófer Sigurgeirsson úr UBK. Ásgeir sagði að fyrsta æfingin yrði á morgun, föstudag, og síðan yrði æft þrisvar í viku fram að Hlynur Blrglsson. Griklqaleiknum. „Við leikum einnig tvo æfingaleiki. A-liðið gegn Vík- ingum og U-21 árs liðið gegn Fram á laugardaginn og annan laugardag leikur A-liðið við Val og U-21 árs liðið við Víking," sagði Ásgeir. Hann sagði að landsleikirnir legðust vel í sig og markmiðið væri að vinna Grikkina hér heima og ná jafntefli gegn Rússum ytra. - og ÓlafurGottskálksson, Ragnar Mar- geirsson og Sveinbjörn Hákonarson kall- aðir aftur í landsliðshóp Landsliðið Landsliðshópur Ásgeirs er skipaður eftir* töldum leikmönnum: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram Friðrik Friðriksson, ÍBV Ólafur Gottskálksson, KR Aðrir leikmenn: Kristján Jónsson, Fram Valur Valsson, UBK Amór Guðjohnsen, Anderlecht Hlynur Birgisson, Þór Amar Grétarsson, UBK Rúnar Kristinsson, KR Sveinbjöm Hákonarson, Þór Bjarki Gunnlaugsson, ÍA Baldur Bjamason, Fylki Baldur Bragson, Val Andri Marteinsson, Víkingi Haraldur Ingólfsson, ÍA Hörður Magnússon, FH Amar Gunnlaugsson, ÍA Ragnar Margeirsson, KR Sigurður Grétarsson, Grasshoppers Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart Guðni Bergsson, Tottenham Þorvaldur Órlygsson, Nott. Forest 21 árs landsliðs- hópurinn U-21 árs landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðin Ólafur Pétursson, ÍBK Friðrik Þorsteinsson, Fram Aðrir leikmenn: Pétur Marteinsson, Leiftri Lárus Orri Sigurðsson, Þór Gunnar Pétursson, Fylki Óskar Hrafn Þorvaldsson, KR Sturlaugur Haraldsson, ÍA Steinar Guðgeirsson, Fram Ásgeir Ásgeireson, Fram Kristófer Sigurgeirsson, UBK Ásmundur Amareson, Þór Finnur Kolbeinsson, Fylki Ágúst Gylfason, Val Hákon Sverrisson, UBK Þórður Guðjónsson, ÍA Helgi Sigurðsson, Víkingi Ómar Bendtsen, KR Þórhallur Dan. Jóhannsson, Fylki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.