Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAðrÐ FIMMTUDAGUR 17. SEITKMBER 1992
NÚ ER
TVÖFALDUR
1. VINNINGUR
Hve langt nær
tungumálið?
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Bókmenntahátíð 1992. Ráðhús
Reykjavíkur. John Balaban, Jon
Fosse, Olli Jalonen, Pascal
Quignard og Ingibjörg Haralds-
dóttir.
Bandaríska skáldið John Bala-
ban var sendur til hjálparstarfa í
Víetnam 1986 eftir að hann hafði
neitað að gegna herþjónustu þar.
Framlag hans á Bókmenntahátíð
1992 var að hluta til kennslustund
í víetnömsku, flutningur hans á
víetnömskum alþýðukveðskap á
frummáli og í eigin þýðingu. Langt
ljóð eftir hann sjálfan, Hin nýja
heimsskipun skoðuð, var til vitnis
um opinn ljóðstíl, frásögn og ádeilu
sem sumir Bandaríkjamenn hafa
stundað og tíðka enn. í Ijóðinu
segir frá tveimur skáldum úr vestri
og austri, frá Bandaríkjunum og
Búlgaríu, sem hittast í Aþenu og
dást að fegurð Grikklands og hin-
um klassíska arfi í skugga vanda-
mála heimsins sem fulltrúar
beggja í hópi ráðamanna eiga ekki
síst sök á. Ljóðið er svartsýnt, en
reynir að tefla fram sem mótvægi
gildum einfalds lífs og sakleysi
barns.
Norðmaðurinn Jon Fosse er
ólíkur John Balaban að því leyti
að boðskapur hans og erindi við
lesandann felst í lífí orðanna, í
stílnum sem mótast mjög af endur-
tekningum. Hann les á músíkalsk-
an hátt og hreyfír sig á meðan í
takt við hljóm orðanna og uppbyg-
John Balaban Olli Jalonen
ingu setninganna. „Það er erfitt
að lýsa skáldsögu í fáum orðum,“
sagði Jon Fosse, en skáldsagan
sem hann las úr fjallar um ungan
mann sem býr með móður sinni
og fæst við að skrifa í eirðarleysi
sínu. Annað gerist eiginlega ekki.
Fosse flutti einnig stutt ljóð um
himin og haf gætt töfrum einfald-
leika.
Finninn Olli Jalonen er meðal
þekktari skáldsagnahöfunda á
Norðurlöndum fyrir Jóhann og
Jóhann. Hann hefur samið þijár
skáldsögur um þijá menn með
sama nafni og þær eru í raun ein
bók eins og Jallonen benti á. Fað-
ir Jallonens barðist með rauðliðum
á örlagatímum í sögu Finna og
flýði til Sovétríkjanna eftir ósigur-
inn. Fjarvera föðurins hefur mótað
sagnaheim Jallonens. Kaflinn sem
hann las segir frá manni og konu
á flótta. Maðurinn er finnskur, en
land konunnar, Lífland, er ekki
lengur til og ísinn við ströndina
er að bresta undir þeim og óvíst
hvaða strendur eru framundan.
Spurt er með táknrænni merk-
ingu: „Hvaða átt er heim?“ Jallon-
en skrifar áhrifamikinn prósa og
hefur ekki út í bláinn verið kennd-
ur við „grimmd" og miskunnar-
leysi í verkum sínum.
Frakkinn Pascal Quignard las
úr skáldsögu sinni Allir heimsins
morgnar sem gert hefur hann einn
dáðasta höfund í heimalandi sínu,
en hann hefur lengi þótt athyglis-
verður. Sagan sem nú er komin út
í íslenskri þýðingu gerist á sautj-
ándu öld oger vináttusaga tveggja
tónskálda. í þeim kafla sem lesinn
var birtist svipur látinnar eigin-
konu annars tónskáldanna og
hann freistar þess að tjá hug sinn
og ást til hennar án árangurs.
Hann segir: „Tungumálið dugar
mér skammt til að segja það sem
mér býr í bijósti.“ Það er tónlistin
sem er tungumál hans, með henni
getur hann komið tilfinningum
sínum til skila. Þetta er dæmigert
fyrir Quignard sem styðst við bar-
okktónlist í verkum sínumm.
Ingibjörg Haraldsdóttir las m.a.
ljóð frá Moskvudvöl, en þótt sum
ljóða Ingibjargar séu staðbundin
er yrkisefni þeirra hið innhverfa
líf mannsins, vonir hans og von-
brigði. Nýleg ljóð og áður óbirt
eftir Ingibjörgu endurómuðu þögn
og myrka lífssýn án þess að vera
nöpur. Hið glataða var ríkur þátt-
ur þeirra.
KAUPMIÐLUN
FASTEIGNA OG FIRMASALA
AUSTURSTRÆTI 17 SÍMI62 17 00
FYRIRTÆKITILSÖLU
★ Fatahreinsun á Stór-Rvíkursvæðinu. Skipti mögul.
★ Söluturn í vesturbæ. Góð staðsetning.
★ Bónstöð á góðum stað í Reykjavík.
★ Lítil matvöruversl. í austurb. Hagst. f. hjón sem vilja
vinna saman v. eigin rekstur. Hagst. húsaleiga.
★ Meðalstór matvöruversl. í austurb. m. vaxandi veltu.
★ Sólbaðsstofur í Reykjavík og Garðabæ.
★ Bílasala á besta stað í borginni. Hagst. kjör.
★ Efnalaug í verslunarkjarna í Reykjavík.
★ Veitingastaður nálægt Hlemmi.
★ Innrömmunar- og glerslípunarverkst. í Hafn.
★ Auglýsingastofa, vel tækjum búin.
★ Skyndibitastaður í miðborginni. Vaxandi velta. Góð-
ir mögul. fyrir réttan aðila.
★ Söluturn/myndbandaleiga í Reykjavík.
★ Tískuversl. v. Laugaveg. Sanngj. verð. Gott tækifaeri.
★ Ath. Höfum fyrirt. ískiptum f. dýrari og ódýrari.
Vantar — vantar allar tegundir fyrirtækja á sölu-
skrá okkar. Mikil sala.
Olkrá vantar. Höfum fjárst. kaupanda að ölkrá.
KAUPMIÐLUN HF.
AUSTURSTRÆTI 17 (JARÐHÆÐ OG 6. HÆÐ)
SÍMI 621700
Laugavegur
- Grettisgata
FASTEIGNA OG FIKMASALA
AUSTURSTRÆTI 1 8
EYMUNDSSONARHUSINU, 5. HÆÐ
SÍMI 622424
Sigurbjörn Magnússon, hdl.
Tilboð óskast í eftirtaldar eignir:
Laugavegur 78, 370 fm - Laugavegur 76a, 262 fm
Laugavegur 76B, 296 fm - Grettisgata 59, 156 fm.
Upplýsingar gefur Þorsteinn Broddason.