Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 26
.26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
Frumvarp um lagabreytingar vegna EES á sviði samgöngumála
Heimildarákvæði um reglu-
gerðir vel skilgreind og skýr
- segir samgönguráðherra
HALLDÓR Blöndal saragöngnráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til
laga um breytingu á lagaákvæðum er varða samgöngumál, vegua aðild-
ar að Evrópska efnahagssvæðinu. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu
óhóflegt reglugerðarvald ráðherra. En samgönguráðherra telur margt
í EB/EES-gerðum tæpast eiga heima í íslenskum lagatexta. Fari betur
á því að birta slíkt í reglugerðum.
Með EES-samningnum samþykkja
EFTA-ríkin ýmsar mikilvægar reglur
EB á sviði flutningamála sem reglur
EES. EFTA-ríkin samþykkja þar
með að aðlaga hluta löggjafar sinnar
hinni sameiginlegu flutningastefnu
EB. En ákvæði samningsins þar að
lútandi gilda þó fyrst og fremst um
alþjóðlega flutningastarfsemi en ekki
um innanlandsflutninga.
Fijálsar ferðir
í upphafi framsöguræðu sinnar
minnti Halldór Blöndal áheyrendur
á að aukið frjálsræði í viðskiptum
yrði að haldast í hendur við aukið
frelsi í samgöngumálum. Hafta- og
vemdarstefna á samgöngumarkaðn-
um ynni gegn fijálsri verslun. Ráð-
herra gerði nokkuð ítarlega grein
fyrir þróun og skipan samgöngu og
flutningamála á vettvangi Evrópu-
bandalagsins, t.a.m. reglugerðum
EB um beitingu samkeppnisreglna
gagnvart flugfélögum, samræmingu
og öryggi, neytendavemd og fleira.
Umskráning skipa
Samgönguráðherra benti á að
reglugerð um umskráningu skipa frá
einni skipaskrá til annarrar innan
EB gæti haft verulega þýðingu hér
á landi. Samkvæmt henni væri aðild-
arríki óheimilt að neita að skrá skip
á tæknilegum forsendum þegar skip
hefði gilt skírteini og fullnægði kröf-
um fyrra heimalands. Þar með væri
numin á brott heimild einstakra að-
ildarríkja til að setja sérreglur um
tækni og öryggisbúnað.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði að það framvarp sem
hann mælti fyrir mætti skipta í tvo
efnisþætti. Annars vegar lagabreyt-
ingar sem væru nauðsynlegar vegna
meginreglu EES-samningsins um
jafnræði ríkisborgara aðildarríkja,
ennfremur væri lagt til að lögfest
yrði heimild til að setja reglur á sviði
samgöngu- og ferðamála, sem kveðið
væri á um í VII. og XIII. viðauka
EES-samningsins.
Samgönguráðherra minnti á að
Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins
Oeðlilegt að kynna ráðstaf-
anir fyrst utan þingsalarins
RÍKISSTJÓRNIN kynnti í fyrradag á blaðamannafundi ráðstafanir til
að efla atvinnustarfsemi í landinu, m.a. um auknar opinberar fram-
kvæmdir fyrir tvo milljarða króna á næsta ári. Óháð efnisatriðum
þessara ráðstafanna þykir stjórnarandstöðunni að ríkisstjórnin hefði
átt að gera Alþingi fyrst grein fyrir þessum fyrirætlunum. Þar sé fjár-
veitingavaldið.
í upphafí þingfundar í gær kvaddi
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv),
formaður þingflokks Samtaka um
kvennalista, sér hljóðs um gæslu
þingskapa. Glögglega kom fram í
ræðu Kristínar að henni þótti fram-
kvæmdavaldið forðum hafa seilst
langt inn á svið löggjafarvaldsins.
En nú þótti henni hafa keyrt um
þverbak. Ríkisstjórnin hefði kynnt
tillögur sínar kvöldið áður um að-
gerðir til að efla atvinnulífið. Ríkis-
stjórnin hefði lýst því yfir að á næsta
ári yrði 2.000 milljónum króna varið
til vegagerðar. „Það vill nú svo til
að Alþingi fer með fjárveitingavald-
ið,“ sagði Kristín. Það hefði verið
nær að ríkisstjóm beindi tilmælum
til Aþingis um að staðið yrði að vega-
framkvæmdum með tilteknum hætti.
Kristín minnti á að lög kvæðu á fram-
kvæmdir samkvæmt vegaáætlun.
Alveg óháð efnisinnihaldi tillagna
ríkisstjórnarinnar, hlyti þingflokkur
Samtaka um kvennalista að vera
mjög ósáttur með viðhorf ríkisstjóm-
arinnar gagnvart Alþingi sem kæmi
fram í þessari málsmeðferð ríkis-
stjómarinnar. Það væri Alþingis að
skipta vegafé.
Olafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn), formaður Alþýðubandalagsins,
sagði það venju að fjárlög íslenska
ríkisins væru birt í sérstöku þing-
skjali; fjárlagaframvarpinu. Nú hefði
það í fyrsta sinn gerst að ríkisstjórn
hefði kynnt meginatriði fjárlaga-
frumvarpsins á blaðamannafundi.
Þingið væri þó starfandi. Það væri
fullkomlega óeðlilegt að forsætiráð-
herra og fjármálaráðherra væra að
flytja þjóðinni skýrslu um væntanlegt
fjárlagafrumvarp utan við þingsal-
inn.
EES-samningurinn krefðist þess af
aðildarríkjum að þau aðlöguðu lög-
gjöf sína að þeim réttarreglum sem
samningsaðilar hefðu komið sér sam-
an um að ættu að gilda á svæðinu.
Gerðimar á sviði samgöngumála
væra sumar þess eðlis að nauðsyn-
legt væri að breyta efnisatriðum ís-
lenskra laga. En það gilti þó ekki
um fjölmargar gerðir, reglugerðir og
tilskipanir. Við aðlögun íslenskrar
löggjafar hefðu tvær leiðir komið til
greina, annars vegar að setja þær
orðrétt eða meginefni þeirra í íslensk
lög, hins vegar að setja heimildará-
kvæði í lög, en birta síðan gerðirnar
sem reglugerðir. í því framvarpi sem
hann mælti fyrir hefði síðari leiðin
verið valin.
Engar j árnbrautir í lagatexta
Samgönguráðherra benti á að
flestar reglurnar á þessu sviði væru
þess eðlis að þeim væri betur skipað
í reglugerðum en lögum. Margar
gerðir EB ættu tæpast erindi í ís-
lenskan lagatexta. Hann nefndi
t.a.m. tilskipun um bókhaldsyfirlit
yfir útgjöld vegna samgöngumann-
virkja til flutninga á jámbrautum,
vegum og skipgengum vatnaleiðum.
En Halldór Blöndal taldi sér þó
skylt að taka skýrt fram að margar
gerðir EES á sviði samgöngumála
muni hafa mikil áhrif hér á landi,
en einnig þeim væri betur skipað í
reglugerð en með beinum laga-
ákvæðum. Það mælti og með setn-
ingu heimildarákvæða að það væri
nákvæmlega vitað hvaða reglur ráð-
herra væri heimilað að setja á grund-
velli viðkomandi heimildarákvæðis.
Ráðherra hefði lítið svigrúm sam-
kvæmt heimildarákvæðinu til að
setja aðrar reglur en kvæði á um í
viðauka samningsins. Ekki væri því
hægt að tala um að þessari reglu-
gerðarleið fylgdi réttaróvissa eða
framsal valds til ráðherra.
Hver hefur valdið?
Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf)
sagði nú vera að koma fram hveijir
teldu sig lögum ráða. „Er Alþingi
þræll ríkisstjórnar?" Kristinn gagn-
rýndi það sem hann taldi óhóflegt
vald ráðherra til að setja reglugerð-
ir. Fjöldi greina í frumvarpinu hæf-
ust á orðunum: „Samgönguráðherra
er heimilt að setja reglugerðir á sviði
..." o.s.frv. Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra vísaði þessu á bug;
það væri vel skilgreint um hvað
væri heimilt að setja reglugerðir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
(SK-Vf) tók undir gagnrýni Kristins.
Ræðumaður spurði hver ætti að
fylgjast með því að reglugerðir ráð-
herra stæðust gagnvart EES-samn-
ingnum. Jóna Valgerður vildi láta
athuga þann möguleika að þingnefnd
færi yfir þessar reglugerðir. Jóhann
Ársælsson (Ab-Vl) vildi spyija þess,
að ef ráðherra teldi sig hafa svo lítið
vald til að setja reglugerðir, hver
hefði þá valdið? Jóhanni óaði við
þeirri framtíðarsýn sem hann taldi
þetta frumvarp vitna um. EB ætti
eftir að breyta reglugerðum og þá
þyrfti ísland að breyta reglugerðum.
Myndu breytingar á reglum eiga að
renna hljóðalaust „eftir flæðilínu í
samgönguráðuneytinu".
Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) sagði
þetta sérstætt framvarp því enginn
vissi um hvað það væri, því efnisat-
riði væru engin í því. Ólafur taldi
að mörgum yrði villugjarnt á laganna
vegum þegar ekki sæi til fótanna
fyrir illgresi reglugerða. Alþingi væri
óheimilt að afsala sér löggjafarvald-
inu. í ræðu sinni vitnaði Ólafur Þ.
Þórðarsson til stjómarskrár og
ýmissa lögskýringarrita, s.s. Stjórn-
skipunar Islands eftir Ólaf Jóhannes-
son.
Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf)
þakkaði fyrra ræðumanni athyglis-
verða ræðu um hlutverk og skyldur
Alþingis. Þetta makalausa frumvarp
kallaði vissulega á að menn veltu
slíkum málum fyrir sér.
Um kl. hálf fjögur var umræðu
lokið. En Jóhann Ársælsson harmaði
að ráðherra hefði ekki svarað nokkr-
um mikilvægum og viðamiklum
spurningurti. Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra upplýsti að hann
hefði orðið „höndum seinni" að biðja
um orðið áður en fundarstjóri, Pálmi
Jónsson, 6. varaforseti, hefði tilkynnt
um Iok umræðunnar. Guðrún
Helgadóttir (A-Rv) fór þess á leit
með tilvísan til þess að fundarstjóri
hefði ekki sagt orðin „ekki eru fleiri
á mælendaskrá" að aftur yrði tekið
til við þessa umræðu. Fundarstjóri,
Pálmi Jónsson, hafnaði því að opna
mælendaskrá og stóð við sinn úr-
skurð um að umræðu væri lokið.
Kuldar og þurrkar draga úr
aflabrögðum
NÚ ER laxveiðiánum lokað hverri
af annarri og víða þykir mönnum
miður að september skyldi ekki
hafa boðið upp á vætuna og breyttu
bættu skilyrðin sem menn töldu
þurfa til að veiðinni lyki betur en
raun hefur orðið á. Víða er mikill
lax, en kuldar og þurrkar í septem-
ber hafa dregið úr aflabrögðum.
Laxá bætir sig ...
Laxá í Aðaldal gaf rétt um 2.300
laxa þetta sumarið, bráðabirgðatala
var 2.286, en Orri Vigfússon for-
maður Laxárfélagsins taldi ekki öll
kurl komin til grafar og eitthvert
lítilræði myndi bætast við. Tölumar
sem Orri hafði haldbærar vora
1.654 laxar af svæðum Laxár-
félagsins, 312 af Nesveiðunum, 117
af Núpasvæðinu, 60 af Staðartorfu,
48 laxar áf Hrauni, 44 laxar úr
Presthvammi, 33 laxar úr Múla-
torfu og 18 laxar af Syðra Fjalli.
„Það veiddust alls um 170 merktir
laxar, en vorið 1991 var 301000
gönguseiðum sleppt og þriðjungur
þeirra merktur. Því virðast hafa
veiðst um 500 laxar úr slepping-
unni og ef við veiðum einn af hveij-
um þremur sem ganga í Laxá, sem
hefur verið talin mjög trúleg ágisk-
un, er um að ræða að 1.500 laxar
hafi gengið, eða um 5 prósent af
sleppingunni," sagði Orri.
Tvær laxlitlar Laxár...
Laxá í Leirársveit gaf aðeins 650
laxa, sem er afar slakt. Þurrviðra-
samt sumar hefur spilað inn í, en
þá sjaldan að rignt hefur og menn
hafa sett sig í stellingar og búið
sig til að moka upp nýrannum lax-
inum, hefur hann ekki látið sjá sig.
Lítið vatn og lítið af laxi. Lítil sem
engin veiði hefur verið í „Stubbun-
um“, Selósi og Þverá í Svínadal,
sprænunum sem renná á milli vatn-
anna fyrir ofan Laxá. Þær gefa oft
á annað hundrað laxa, en í sumar
hafa vaðstígvél dugað til að ösla
„dýpstu" hyljina.
Önnur Laxá sem hefur valdið
vonbrigðum í sumar er Laxá í Kjós,
sem má muna sinn fífil fegri. Þar
hefur veiðin farið stigminnkandi
eftir hið ótrúlega metár 1988 er
3.850 laxar veiddust. Vart verður
veiðin slakari en í sumar, rétt um
1.300 laxar veiddust.
Ýmsar ár ...
Endanleg lokatala úr Norðurá
var 1.964 laxar, nú era öll gögn
komin á borðið. Mikil aukning á
þeim bæ.
Gljúfurá, hliðará Norðurár og
kvísl úr Langá, hefur einnig tekið
vel við sér. Þar hafa veiðst um 280
laxar og er áin jafnt og þétt að ná
fyrri styrk, en á áttunda áratugnum
gaf þessi á þetta 300 til 500 laxa
á sumri. Svo var hún ónýt í mörg
ár, en er nú á uppleið á ný.
Vatnsá ofan Mýrdals hafði gefið
140 laxa og á annað hundrað sjó-
birtinga um miðja vikuna. Meiri lax
er í ánni en í annan tíma, en ánni
helst illa á sjóbirtingnum, sem vill
helst geisast hvíldarlítið inn í Heið-
arvatn. Þó fá menn góð skot á milli.
Lokatölur úr Flekkudalsá era
264 laxar og er það meira en helm-
ingi meiri veiði en í fyrrasumar.
Lokatölur úr Víðidalsá urðu
1.300 laxar sem er hörkugóð út-
koma. Mögru árin vora orðin þijú
talsins, en nú hefur vöm verið snú-
ið í sókn.
Veiðimenn sem voru á Vatna-
mótum Geirlandsár og Skaftár í lok
sfðustu viku fengu 40 nýranna sjó-
birtinga á tveimur dögum. Sáu mik-
ið af fiski, meira að segja nokkra
laxa sem létu sér nægja að elta
agnið. Mest var um 3 til 5 punda
fisk, en þetta var fyrsta alvöru skot-
ið í Vatnamótunum. Heyrst hefur
að mjög dræm veiði hafi verið í
Geirlandsá og menn hafi talist sig
góða að særa upp fisk og fisk.
Álftá á Mýram hefur gefið á
fjórða hundrað laxa sem er feikna-
góð útkoma miðað við viðvarandi
vatnsleysi á vertíðinni. Mikið af sjó-
birtingi hefur einnig veiðst, á annað
hundrað fiskar og er margt af hon-
um góður fiskur. Þar er veitt til
20. september.
Flatey á Skjálfanda
Messa í fullsetiimi kirkju
Húsavfk.
AÐ TILHLUTAN Gísla Jónatanssonar fór Kirkjukór Fáskrúðsfjarðar
ásamt sóknarpresti sínum, séra Þorleifi Kristmundssyni, Kolfreyjustað,
organista, Máté Péter og meðhjálpara, Sigrúnu Guðlaugsdóttur, í langa
reisu um verslunarmannahelgina, eða til Flateyjar á Skjálfanda og flutti
þar messu fyrir fullsetinni kirkju.
Kirkjan var í Flatey að fomu eða
síðan á söguöld. Þangað kom Guð-
mundur góði og vígði vatnsbólk og
hefur síðan aldrei vatn þrotið, svo
sem oft vill verða í eyjum. Kirkjunni
var lengst af þjónað frá Þönglabakka
en síðan 1897 var hún flutt úr eynni
að Brettingsstöðum á Flateyjardal
og sóknin lögð undir Hálsprestakall
1907 og síðar undir Húsavíkur-
prestakall. Þegar byggð lagðist niður
í dalnum flutti fólk kirkjuna með sér
og endurreisti hana í FÍatey á árun-
um 1955 til 1959.
Föst búseta í Flatey lagðist af
1968 en nokkram húsum í eyjunni
hafa eigendur og ættingjar haldið
vel við og dvalið þar um lengri eða
skemmri tíma ár hvert. í tilefni mes-
sunnar flutti Hríseyjarfeijan Sævar
fólk frá Húsavík til eyjarinnar og
veittu heimamenn gestum góðan
beina en alls voru þar um helgina
um 150 manns. Á undanförnum
áram hefur oft verið messað í Flatey-
jarkirkju um þessa helgi þó ekki sé
það alveg fastur siður og ættsterkir
Flateyingar hafa látið ferma böm sín
í Flateyjarkirkju.
- Fréttaritari
Frá messu í Flateyjarkirkju.
Morgunblaðið/Silli