Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 7 Deilur um kirkjubyggingu á Víghól Málið verður leyst með nýrri lóð á öðrum stað - segir settur bæjarstjóri Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar Digranessafnaðar, segir að úrslit kosninga vegna kirkjubyggingar við Víghó! séu mikil vonbrigði. Hún segir sorglegt að öfgahópur innan safnaðarins skuli hafa náð að koma í veg fyrir að hann eignaðist kirkju, a.m.k. um ófyr- irséðan tíma. Hún segir að sóknarnefndin muni taka hlutunum rólega á næstunni og ráðfæra sig við dómprófast og biskup. Gylfi Sveinsson, sóknarbarn í Digranessöfniiði og fulltrúi í Víghólasamtökunum, segir að góð fundarsókn beri vott um vilja fólks til að taka afstöðu í mál- inu. Hann segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að ekki finnist lóð undir kirkju annars staðar í sókninni en við Víghól. Ólafur Briem, bæjarritari og settur bæjarsljóri, segir að fundin verði lausn á vandan- um með því að úthluta annarri lóð. „Ástarbréfið" svokallaða setn boðið verður upp í Osló en boðin eiga að hefjast á 3 milljónum króna. Stórt uppboð á íslenskum frímerkjum í Ósló „Ástarbréfið“ falt á 3 milljónir króna Talið að íslensk frímerki seljist fyrir 10 millj. STÓRT uppboð á íslenskum frímerkjum verður haldið á Grand Hotel í Ósló þann 26. september n.k. Það er hið þekkta uppboðs- fyrirtæki Postiljonen AB sem stendur að uppboðinu en alls er búist við að íslensku frímerkin á því fari á um 10 milljónir króna. Þekktasta frímerkið sem boðið verður upp er skildings- merki á hinu svokallaða „Ástarbréfi" en samkvæmt uppboðs- gögnum er þetta merki falt á um 3 milljónir króna. Þorbjörg sagði að úrslit kosning- anna í fyrrakvöld væru mikil von- brigði. Niðurstaðan mikil vonbrigði „Það er sorglegt að öfgahópur Morgnnverður förufálkans Ólafsvík^ FÖRUFÁLKI, sem er nokkru stærri en smyrill, sást slá nið- ur ritu sér til morgunverðar. Sýndi hann mikið harðfylgi til þess að láta ekki forvitna menn ræna sig fengnum. 9 Þrátt fyrir lítinn stærðarmun tók hann rituna í klærnar og hóf sig á loft með hana klemmda upp að bringunni. Auðveldast fiug var út yfir sjóinn. Það hent- aði auðvitað ekki. Flaug fálkinn því meðfram veginum sem liggur meðfram sjónum. Lenti hann eftir um 200 metra flug. Stóð. hann þar gapandi af mæði yfir ritunni órifinni og neyddist til þess að yfírgefa hana þar. Ekki var nokkurt lífsmark með ritunni og var hún því látin liggja. Stundarkomi síðar var fálkinn kominn aftur og byijaður áð rífa. Nú var honum horfin mæðin. Beið hann því ekki boðanna en hóf sig á loft með leifarnar af veiðinni, sem hann vissulega átti, og reyndi að njóta í „sveita síns andlitis" Helgi. innan safnaðarins skuli hafa náð því fram að koma í veg fyrir að söfnuður- inn eignaðist kirkju, a.m.k. um ófyr- irséðan tíma. Það liggur nefnilega fyrir hjá bæjarstjórn að aðrar lóðir standa ekki til boða. Þeir hafa sagt að ef þessi lóð verði ekki nýtt þá sé ekkert annað í boði sem þýðir að einhver ótiltekin ár líða þangað til að söfnuðurinn eignast kirkju ef það gerist nokkurn tíma,“ sagði Þor- björg. Hún sagði að óskyld viðhorf hefðu blandast deilunni og ýtt frá því mikil- vægasta, þ.e. því hvort fólk vildi starfsaðstöðu fyrir söfnuðinn. „Vill fólk gera eitthvað í því að koma upp safnaðarstarfi eins og verið er að gera hérna allt í kringum okkur með margbrotnu lifandi starfi, sem þjóð- félaginu veitir sannarlega ekki af,“ sagði Þorbjörg í því sambandi. „Það er verið að kvarta undan því að ekki fáist fé í barnaheimili, aldrei er nógu mikið gert fyrir gamla fólk- ið, fólk er í reiðileysi á allan möguleg- an hátt og það eru svona störf sem söfnuðirnir eru í vaxandi mæli að taka að sér, aðhlynning ýmiss kon- ar. Til þess þarf hins vegar að vera aðstaða og starfsfólk. Og ef starf- semi af þessu tagi er á vegum safn- aðanna er það léttir á hveiju bæjarfé- lagi fyrir sig vegna þess að það eru söfnuðirnir sem standa straum af þeim kostnaði sem þessu fylgir,“ sagði Þorbjörg. 1.200-1.300 sóttu fundinn Gylfi Sveinsson sagði að góð fund- arsókn í fyrrakvöld hefði ekki komið á óvart. „Fólkið vildi fá að taka þátt í þessu þegar það loksins sá að það gat gert það og lýðræðið er óskap- lega dýru verði keypt. Þetta er ekki eins og auðlind sem endurnýjar sig sjálf. Það verður að hafa mikið fyrir því að viðhalda lýðræði því annars er það frá manni tekið. Um það sner- ist allt þetta mál,“ sagði hann og minnti á að eitthvað af fulltrúum á fundinum hafi horfið af honum áður en kom til atkvæðagreiðslu. Um 1.100 tóku þátt í atkvæðagreiðslunni en Gylfi telur að 1.200-1.300 hafí verið í íþróttahúsinu þegar flest hafí verið. Hann sagði eðiilegt að sóknar- nefnd sæti áfram þrátt fyrir niður- stöðu fundarins og kvaðst ekki ótt- ast að skortur yrði á lóðum fyrir kirkju annars staðar. „Ein kirkja er ekkert vandamál fyrir okkur. Við eigum nóg af lóðum hérna. Eina vandamálið, sem er í raun ekkert vandamál, er að kalla fóikið saman og segja, við höfum þessar lóðir, vilj- ið þið einhveija af þeim og hveija viljið þið þá helst?“ Gylfi kvað ekki ástæðu til að ótt- ast að framkvæmdum yrði ekki hætt. „Lögbannsúrskurðurinn kvað á um að aðalsafnaðarfundur ætti að ákveða hvort hér yrði haldið áfram eða ekki. Það er búið að kveða upp úrskurð um að ekki eigi að halda áfram og þess vegna þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af því að það muni verða haldið áfram." Gylfi sagði að eina ástæðan fyrir því að íbúar svæðisins vildu breyta sóknarmörkunum væri sú að þau fylgdu ekki skólamörkum. Deilumál sóknarinnar „Kirkjubyggingin er deilumál inn- an sóknarinnar og snertir okkur ekki að öðru leyti en því að við úthlutuð- um lóðinni. Svo náttúrlega, ef það verður niðurstaðan eins og virðist stefna í, að henni verið skilað þá verður reynt að fínna aðra lóð handa þessari starfsemi," sagði Ólafur Bri- em. „Það er önnur lóð til og jafnvel fleiri en ein. Það verður fundin lausn á þessum vanda með því að úthluta annarri lóð.“ íslensku frímerkin eru aðeins hluti af þeim frímerkjum sem boðin verða upp en flest íslensku merkin koma úr hinu fræga Crafoord-safni. Það var sænski auðkýfingurinn Holger Crafoord sem átti þetta safn sem talið var eitt hið besta í heiminum. Við lát hans seídu erfingjar Crafoord safnið til Postiljonen AB sem síðan hefur verið að selja muni úr því. „Ástarbréfið“ er umslag með 16 skd. frímerki sem sent var frá Djúpavogi til Kaupmanna- hafnar fyrir 118 árum. Innihald þess fylgir með en það er bréf þar sem stendur skrifað: „Bréf það sem fylgir hér með er mjög mikilvægt og ég bið yður vinsam- legast að senda það áfram eins fljótt og auðið er. Ég vænti henn- ar með vissu með gufuskipinu. Svo fljótt sem auðið er. Yðar einlægur" ...(undirskriftin er ólæsileg) í bæklingnum um uppboð þetta er sérstaklega fjallað um umslag þetta þar sem fram kem- ur að það var aðeins umbúðir um annað bréf sem viðtakandi átti að koma áfram til heimilis- fangs í Kaupamannahöfn. í bæklingnum segir að þetta bréf sé meðal verðmætustu gripa í safni Crafoord og vel þekkt al- þjóðlega meðal frímerkjasafn- ara. Meðal annarra verðmætra ís- lenskra frímerkja sem boðin verða upp í Ósló má nefna par af 4 skd. frímerkjum, hið eina sinnar tegundar sem þekkt er, í mjög góðu ásigkomulagi. Lág- marksverð á þessu pari er 500.000 krónur. Einstök 16 daga skemmtiferð til Orlando og St. Petersburg Beach. Gist á Sheraton Piaza og Alden íbúðarhótelinu vinsæla. Skemmtilegar skoðunarferðir m.a. í UNIVERSAL kvik- myndaverið. Stórgóð tækifæri til hagstæðra innkaupa! FLUGLEIDIR. Verð frá 94.525 kr. á mann m.v. tvo í íbúð, án flugvallarskatts og forfallagjalds. Innifalið flug, gisting, akstur og fararstjórn Atla Steinarssonar. si'sa5i« Sami/innulerúir-Laiiilsyn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 -1 34 90 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.