Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Jóhann Hjaltason kennari - Minning Fæddur 6. september 1899 Dáinn 3. september 1992 Engu þarf að kvíða. Nú kular úr opnum skðrðum og lækurinn hljóðnar í lautunum mér að baki. Engu þarf að kvíða klárinn fetar sinn veg stefnir inn í nóttina með stjömu í enni. (Hannes Pétursson) Jóhann afi er dáinn. Hann er horfinn sjónum. Samt fínnst mér eins og hann eigi eftir að fylgja mér áfram um ókomin ár. Margar af mínum fyrstu endur- minningum eru tengdar Jóhanni afa. Hann leiddi mig lítinn snáðan sér við hlið til að sýna mér undur veraldar, eins og kanínubú við Sogaveginn og hænsnabú við Kleppsveginn. Afi var mikill vexti og skrefstór. Ég minnist þess þó aldrei að mér hafi ekki liðið eins og við værum jafningjar. Og það var sama hvort það var skreflengd- in eða samræður um hinstu rök til- verunnar, aldrei var á honum að merkja að skref mín eða skynsemi stæðu hans að baki. Jóhann Hjaltason var gæddur þeim eiginleika sem seint verður ofmetinn, að virða skoðanir við- mælenda sinna. Fýrir barn, seinna ungling og ungan mann sem mikið lá á hjarta, var það ómetanlegt að eiga vin sem virtist eiga svör við flestu, þó að meira en hálft árhundr- að skyldi að. Afí var nægtabrunnur af allskyns fróðleik. Hann hélt til haga sögunum af lifnaðar- og starfsháttum horfinna kynslóða. Örnefnasöfnun var þó sú grein sem átti hug hans og hjarta og má segja að hún hafí verið hans ævistarf þó að kennsla hafí lengst af verið það lifíbrauð sem gerði honum kleift að sinna öðrum hugðarefnum. í sam- ræðum við afa kynntist ég mörgu af því merkisfólki sem setti svip sinn á öldina sem senn er öll. Forn- sögumar urðu líka að lifandi mynd- um í meðförum hans og lýsingar á uppvexti hans sjálfs við erfið kjör á Ströndum greyptust inn í hugann svo mér fannst oft sem væru það mínar eigin endurminningar. Mér þótti afí aldrei gamall og sá ekki fyrir að leiðir okkar ættu eftir að skilja. Ég held líka að þó að jarðneskri veru hans sé nú lokið lifí vináttan áfram. Þó ég kveðji afa með söknuði þá gleðst ég jafnframt yfír því að hafa átt samleið með slíkum ágætismanni allt frá því ég fyrst man eftir mér. Elsku amma, ég sendi þér inni- legar samúðarkveðjur. _ Agúst Þór Árnason. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Þótt ég vissi að heilsa og þrek vinar míns, Jóhanns Hjaltasonar, kennara, væri óðum að gefa sig, kom andlát hans engu að síður mér á óvart. Að vísu duldist það ekki, er ég heimsótti þennan vin minn nú í sumar, að líkamsþróttur hans héfði stórlega þorrið síðasta tímann. Aftur á móti virtist andlegur styrkur hans óbugaður. Orðræða hans og fræðaá- hugi brunnu enn skærum loga og leiftruðu í augum hans þegar mál, sem honum voru hugstæð, bar á góma. Ég hugleiddi því ekki að dauði og gröf væru á næsta leiti. Jóhann Hjaltason var fæddur að RAÐAUGi YSINGAR Flugmálastjórn Flugmálastjórn auglýsir lausa stöðu á sviði flugsamgangna, flugrekstrar og alþjóðasam- skipta. Starfið felst aðallega í að safna og vinna úr tölfræðilegum gögnum um flugflutninga og flugumferð innanlands og í millilandaflugi, gera skýrslur um þróun flugsamgangna, kanna fjárhagslega afkomu í flugrekstri og sjá um miðlun gagna til alþjóðastofnana. Umsækjandi skal hafa háskólapróf og hafa reynslu á sviði tölfræði og tölvinnslu. Við- komandi þarf að hafa gott vald á ensku auk kunnáttu í Norðurlandamáli. Almenn þekking á flugmálum er æskileg. Umsóknir sendist til Flugmálastjórnar, starfsmannahald, pósthólf 350, 121 Reykja- vík, merktar: ATP - 1092. Viðgerðarmaður Óskum eftir að ráða laghentan mann til að sjá um viðgerðir og fleira í bakaríi. Unnið frá kl. 8.00-16.00. Áhugasamir leggi inn nafn, símanúmer og upplýsingar um fyrri störf á auglýsingadeild Mbl., fyrir 22. sept., merktar: „V - 2334“. Til sölu stór Þingvallamynd eftir J. Kjarval, máluð ca. 1940-’45. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Mynd - 49“ Atvinnuhúsnæði Til leigu ca 400 fm glæsileg efsta hæð í lyftu- húsi (skrifstofuhúsnæði) við Bíldshöfða. Vandaðar innréttingar. Langtímaleigusamningur. Laus fljótlega. Áhugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Öllum svarað - 10313“. Getum bætt við okkur 5-14 ára nemendum á samræðu- og rökleikninámskeið, sem hefj- ast 21. september. Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Kennt verður á Hallveigar- stöðum og í Gerðubergi. Innritun fer fram á Hallveigarstöðum (gengið inn frá Öldugötu) frá kl. 13-19. Upplýsingar í símum 628083 og 628283. S©RPA ' SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs, Gufunesi, Pósthólf 12100, 132 Reykjavfk, sfmi 676677. Brétasími 676690. Efnamóttaka sími 676977 Útboð Sorpeiðing höfuðborgarsvæðisins bs. leitar tilboða í leigu á ruslagámum á gámastöð Sorpu við Jafnasel í Breiðholti, flutning þeirra og losun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Sorpu í Gufunesi. Tilboðum skal skila til skrifstofu Sorpu í Gufunesi eigi síðar en fimmtudaginn 1. októ- ber kl. 11 f.h. og verða þau þá opnuð í viður- vist bjóðenda er þess óska. Málefnahópur SUS um samgöngumál heldur sinn 5. fund í dag, 17. september. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði kl. 20.30. Formaður málefnahópsins er Ásgeir Þór Jónsson. Allt ungt sjálfstæðisfólk sem er með áhuga á samgöngumálum er hvatt til að mæta. Fundurinn er undirbúningsfundur fyrir málefnaþing SUS á Neskaup- stað helgina 25.-27. september. Samgöngumálahópur. Aðalfundur Heimdallar Bflskúrtil sölu Bílskúr, 23 fm, við Flyðrugranda til sölu. Upplýsingar í síma 675452. Myndlistarskóli Kópavogs Bama-, unglinga- og fullorðinsnámskeið. Innritun stendur yfir frá kl. 16-19 á skrif- stofu skólans, íþróttahúsinu, Digranesi v/Skálaheiði, eða í síma 641134. Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálstæðismanna í Reykjavík, veröur haldinn I Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 24. septem- ber kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. ATH: Skrifleg framboð til stjórnar og formanns skulu hafa borist stjórn félagsins á skrifstofu þess eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Stjórnin. V'S5i?;,y : . .. '; , ' ■ . . : + .. : , V : !;' ; :. : SmOauglysmgar FERÐAFELAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Helgarferð 19.-20. september: Þórsmörk - haustlitaferð Litadýrð Þórsmerkur á haustin gieður augað. Missið ekki af haustlitaferð Ferðafélagsins. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal, notaleg gistiaðstaöa, upphitað sæluhús, öll þægindi sem þarf. Brottför kl. 08.00 laugardag. Farmiðar og upplýsingar á skrif- stofu Ff, Mörkinni 6. Sæluhúsið í Landmannalaug- um er fullbókað 18.-20. sept. 25.-27. sept. Landmanna- laugar - Jökulgil. Feröafélag (slands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253? Dagsferðir Ferðafélags- ins um helgina Laugardag 19. sept. verður far- inn 10. áfangi og sá sfðasti f raðgöngunni til Borgarness, en hún hófst 26. apríl sl. Gengið verður á Hafnarfjall (775 m), þægileg gönguleið upp á fjalliö og útsýni einstakt. I öðru lagi verður gengiö frá Höfn í Mela- sveit, um Hafnarskóg og til Borgarness. Þegar göngu lýkur safnast þátttakendur saman i Hótel Borgarnesi til sameigin- legrar kaffidrykkju. Brottför í ferðirnar er kl. 09 frá Umferö- armiðstöðinni, austanmegin, komið við í Mörkinni 6. Verð kr. 2.300 (kaffi og meðlæti innifalið). Sunnudagurinn 20. sept. kl. 13. Dagur fjallsins: Esja - Þver- fellshorn. Esjan er alltaf áhuga- verð til gönguferða. Verið með á sunnudaginn. Verð kr. 800,-. Brottför frá Umferöarmiðstöö- inni, austanmegin, einnig getur fólk komið á eigin bílum að Esju. Við mlnnum á dagsferð að Hagavatni laugardaginn 26. sept. i tilefni af 50 ára afmæli Hagavatnsskála. Ferðafélag fslands. Hvítsunnukirkjan Völvufelli Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomni Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnirl ( kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum. Mikill almenn- ur söngur. Vitnisburðir Sam- hjálparvina. Ræðumaður Krist- inn Ólason. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. §Hjálpræðis- herinn K'rkíustr*1'2 ( kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Kafteinarnir Erlingur og Anne-Merethe stjórna og tala. Velkomin á Her. Flóamarkaðsbúðin í Garðastræti 2 opin í dag kl. 13. - 18. I.O.O.F. 11 = 17409178'A = I.O.O.F. 5 = 1749177 = Kv. Ljósheimar íslenska heilunarfélagið Kynningarfundur vegna vetr- arnámskeiðsins verður haldinn í dag, fimmtudaginn 17. septem- ber, kl. 20 á Hverfisgötu 105, 2. hæð. Innritun í símum 624464 og 674373.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.