Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 21 Þing- og forsetakosningar í Eistlandi á sunnudag Nær Lennart Meri sigri? FORSETAKOSNINGAR fara fram í Eistlandi næstkomandi sunnudag og bendir nú margt til þess að Arnold Riiiitel hverfi úr forsetastóli að þeim loknum. Hafa vinsældir Lenn- arts Meri fyrrum utanríkis- ráðherra og núverandi sendi- herra Eistlands í Finnlandi vaxið mjög hratt að undan- förnu og þykir flest benda til þess að hann fari með sigur af hólmi. „Það fyrsta sem ég hyggst gera er að styrkja undirstöður efna- hagsmálanna, koma atvinnulíf- inu á réttan kjöl. Til þess að svo megi verða þarf að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum og losa okkur við efnahagsnómenk- latúruna, það er að segja fulltrúa gamla kerfisins sem enn ráða ferðinni í efnahagslífinu,“ sagði Meri í samtali við finnska blaðið Hufvudstadsbladet sl. þriðjudag. Meri þykist þess fullviss að hann fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum á sunnudag og verði fyrsti þjóðkjörni forseti Eistlands eftir að landið endur- heimti sjálfstæði frá Sovétríkjun- um. Riiiitel er helsti keppinautur Meri, en enginn annar frambjóð- andi þykir eiga sigurvon. Forset- inn naut í byijun gífurlegrar hylli en fortíð hans í röðum kommúnista hefur orðið til að breyta því. Er litið á hann sem fulltrúa gamla tímans. Hann þykir heldur enginn skörungur, Lennart Meri. helst til alþýðlegur og talar til að mynda engin erlend tungu- mál, aðeins eistnesku og rússn- eskú. Fylgi hans er mest í dreif- býli og hjá fullorðnu fólki. Rúútel býður sig fram í nafni kosningabandalagsins Kindel Kodu, Oruggt heimili, bandalags sem gömlu valdhafamir stjórna meira og minna. Ættjarðarsamtökin Isamaa standa hins vegar á bak við framboð Meri og kjörorð þeirra í kosningabaráttunni hefur verið Plats Puhtaaks eða „Hreint borð“. Með því er ekki einvörð- ungu átt við að Meri hafi hreinan skjöld, heldur verði þjóðin að losna endanlega undan sovésk- um og rússneskum áhrifum, fá að vera ein og óáreitt. „Það verð- ur að loka landamærunum, þó ekki væri nema til að stöðva glæpastarfsemina. Öryggismálin verður að efla, einnig lögregluna. Við verðum að fá það á tilfinn- inguna að við séum eigin herrar í eigin landi,“ sagði Meri í sam- talinu við Hufvudstadsbladet. Hann sagði ennfremur að þjóðin yrði að læra að hugsa upp á nýtt, henni gæfist fyrst nú kostur á að temja sér annað hugarfar en það sem nómenklat- úra kommúnistakerfisins hefði innrætt henni. Þeirri innrætingu væri að ljúka og þjóðin, sem að langmestu leyti hefði enga reynslu af annarri þjóðfélags- gerð en kommúnískri, fengi loks nú tækifæri til að kynnast ein- hveiju öðru og betra. Síðasta skoðánakönnun á fylgi frambjóðendanna sýndi að Meri hafði dregið Rúútel uppi, forskot forsetans hafði minnkað í eitt prósentustig. Að sögn Hufvudstadsbladet hefur kosningabaráttan verið heldur bragðdauf og aðallega snúist um að bera frambjóðend- urna óhróðri. Hefur það bitnað meira á Rúútel vegna fortíðar hans en Lennart Meri hefur fengið að kenna á þessari her- ferð líka. Er því haldið fram að faðir hans, sem var sendiherra Eistlands í Frakklandi fyrir seinna stríð, hafi verið handbendi sovésku leyniþjónustunnar KGB. Auk forsetakosninganna fara samtímis fram þingkosningar í Eistlandi á sunnudag. ÞAÐ VAR ANNAÐWORT AÐ LENGJA ERMARNAR EÐA STYTTA VETURINN LACOSTE Kemur upp um þinn góða smekk! HANZ K R i N G L U N N I Kmver|ar vara Bandaríkjaþing við Gagnrýna skilyrði fyrir bestukjörum Pcking, Jerúsalem. Rcutcr. KINVERSKA stjórnin gagnrýndi harkalega í gær þau skilyrði sem öldungadeild Bandaríkjaþings vill að sett verði fyrir því að Kína njóti áfram svonefndra bestukjara í viðskiptum við Bandaríkin. „Sérhver aðgerð sem beint er gegn Kína mun hitta gerandann fyrir þótt síðar verði,“ sagði talsmaður Kínastjórnar. Öldungadeildin vill m.a. að kommúnistar auki mannréttindi og Kína beiti ekki óréttmætum aðferð- um í milliríkjaviðskiptum. Öldungadeildin vill að refsiað- grunur er einn af ásteytingarstein- gerðir beinist eingöngu gegn ríkis- fyrirtækjum Kínveija en þeim fáu einkafyrirtækjum, sem þar starfa, verði hlíft. Fulltrúadeildin hefur samþykkt svipaðar aðgerðir með miklum meirihluta en óljóst er hvort nægur styrkur er á þingi til að fella neitunarvald forseta. George Bush forseti vill að bestukjörin verði áfram í gildi. Samkomulag verður að nást um málið milli stjórna ríkjanna fyrir 10. október nk. samkvæmt tímaá- ætlun valdhafa í Washington. Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, staðfesti í gær orðróm þess efnis að Kína myndi ekki taka þátt í sérstökum viðræðum fulltrúa þeirra fimm þjóða sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um takmörkun vopnasölu til Miðaustur- landa. Næsti fundur fulltrúanna verður í Moskvu en Qian sagði að Kínveijar myndu eiga fulltrúa á al- þjóðlegri ráðstefnu í borginni um sömu málefni. Ákvörðun stjórnvalda í Peking er svar við þeirri ákvörðun Bush forseta að selja Tævan 150 nýtísku orrustuþotur en kommúnist- ar telja eyríkið vera uppreisnarhérað í Kína. Stjórn flokks þjóðernissinna á Tævan telur á hinn bóginn að kommúnistar séu valdaræningjar er ættu að afhenda Tævanstjórn völd í öllu landinu. Kínveijar hafa síðustu ár gerst umsvifamiklir vopnasölumenn og hafa íranar fengið hjá þeim eldflaug- ar auk þess sem grunur hefur leikið á því að Kínveijar hafi selt úr landi þekkingu á kjarnorkuvopnum. Þessi um bandarísku öldungadeildarinnar í tengslum við bestukjörin. Meirihluti með EES í Liechtenstein Ziirích. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. ÞINGIÐ í Liechtenstein fjallaði í gær um aðild ríkisins að samn- ingnum um evrópska efnahags- svæðið (EES). Meirihluti þing- mannanna 25 er hlynntur aðild. Ekki eru allir þingmennirnir hæstánægðir með samninginn, sumir te(ja illa nauðsyn að ger- ast aðili að honum en bráðnauð- synlegt þó fyrir efnahagslíf landsins í framtíðinni. Nýjustu skoðanakannanir í Li- echtenstein sýna að meirihluti al- mennings er hlynntur aðild. Þjóðar- atkvæðagreiðsla verður væntanlega haldin í desember eftir að niður- staða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss liggur fyrir. Svisslendingar taka afstöðu til EES 6. desember. Sviss og Liechtenstein hafa verið í tollabandalagi síðan 1924. Ákvörð- un Svisslendinga skiptir því miklu máli fyrir Liechtenstein. I þingum- ræðunum kom fram að það væri svo til óhugsandi fyrir Liechtenstein að standa utan við EES ef Sviss verður aðili að samningnum. Skógarhh'ð 18 • 101 Reykjavík • Sínii 91-62 33 00 ELDGJÁ, LAKAGÍGAR & KIRKJUBÆJARKLAU STUR kl. 10:00 ogfarinn Meðallandshringurmn og síðan ekið til Reykjavíkur með viðkomu í Byggðasafninu á Skógum. Áætlaður komutími til Reykjavíkur kl. 18:00. Verð 17.700 krónur á mann. * Innifalið: Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 2 nætur • 2 morgunverðir • 2 nestispakkar • 2 kvöldverðir • allur akstur og leiðsögn. Við tökum á móti pöntunum og veitum nánari upplýsingar hjá: Ferðaskrifstofu Islands, Skógarhlíð 18, sími 91-62 33 00. * Aukagjald fyrir gistingu í eins manns herbergi 1.700knímir. FERÐASKRIFSTOBV ÍSLANDS Ferðaskrifstofa íslands efnir til haustferðar um Suðurland dagana 25. - 27. september 1992. Föstudagur 25. septemben Brottför frá Ferðaskrifstofu íslands kl. 9:00. Ekin verður Fjallabaksleið og komið við í Landmannalaugum og Eldgjá á leiðinni austur á Kirkubæjar- klaustur. Gist á Hótel Eddu Kirkjubæjarklaustri. Laugardagur 25. september: Fariðfrá Kirkjubæjarkiaustri kl. 9:00, ekið inn að Laka og Lakagígar skoðaðir. A leiðinni til baka verður m.a. Fjaðurárgijúfur skoðað. Gist á Hótel Eddu Kirkjubæjarkiaustri. Sunnudagur 27. september: Farið verður frá Kirkjubæjarklaustri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.