Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
STJÖRIVIUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú færð fleiri en eitt tæki-
færi til að auka tekjur þínar
í dag. Nýtt tilboð um vinnu
eða, stöðuhækkun gefur til-
efni til fagnaðar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þetta verður þér einn
ánægjulegasti dagur árs-
ins. Rómantík og upplyft-
ing eru í hávegum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) )»
Góðar fréttir um fjölskyld-
una berast í dag. Dagurinn
hentar vel til viðskipta og
fjárfestinga vegna heimilis-
ins.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gætir farið að undirbúa
smá ferð, sem verður mjög
ánægjuleg. Vinir þínir eru
þér sérlega hliðhollir í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú nærð ákveðnu takmarki
í vinnunni. Þú gætir fengið
góða gjöf eða tækifæri til
tekjuöflunar. Settu markið
hátt.
Meyja
(23. ágúst - 22. seDtember)
Málin þróast þér í hag.
Horfur á ferðalagi eru mjög
góðar. Þér berast góðar
fréttir um eitthvað sem er
þér mjög kært.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Heppnin er með þér í pen-
ingamálum og hamingjan
brosir við þér. Sumir njóta
þess að geta hjálpað öðrum.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember) HfjB
Þú gætir fengið boð um að
koma í mjög áhugavert
samkvæmi. Vinur sem er
mjög hrifínn af þér gerir
eitthvað fyrir þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þú gætir fengið tilboð um
nýja vinnu sem þér líkar
mjög vel. Einnig gætir þú
fengið nýtt tækifæri í nú-
verandi starfi. Þú ért í
sviðsljósinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Listamenn ættu að fá við-
urkenningar fyrir verk sín
í dag. Horfumar í ferða-
málum eru mjög góðar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Horfur í peningamálum eru
mjög hagstæðar og
ánægjulegar. Sumir fá lán,
arf eða kaupuppbót í dag.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) St*
Auðvelt er að ná samkomu-
lagi við aðra í dag. Gamlar
sakir eru gerðar upp og
gleðin ríkir í samvistum við
félaga.
Stjömusþána á aö lesa sem
dægraávól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
SMÁFÓLK
Stundum ligg ég hér um nætur, og það er svo einmanalegt, svo ég horfi upp til stjarnanna, og gef þeim öllum
nöfn eins og þær væru vinir minir, og ég tala við þær,... hæ, Málfríður!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Bretum gekk heldur illa á ÓL í
Salsomaggiorie; enduðu í 8. sæti í
A-riðli með 490 stig. „Skýringin?
Það er erfitt að alhæfa,“ sagði
Tony Forrester, þeirra þekktasti
liðsmaður, „en ef maður tapar 6
IMPum fyrir að leggja fram 380
fyrir 2 lauf dobluð og unnin með
tveimur yfirslögum þegar andstæð-
ingarnir eiga borðleggjandi 5 spaða
á hættunni, þá er ekki von á góðul;
Hvað gerðist? Jú, okkar menn fóru-
tvo niður í 6 spöðum redobluðum."1
Skemmtilegur og sanngjarn sögu-
maður, Tony Forrester. En hitt er
sjáifsagt rétt hjá honum að sveitar-
félagar hans, Sowter og Smolski,
spila ekki alltaf hefðbundna samn-
inga. Hér er gott dæmi um það
úr leik Breta og Suður-Afríku:
Suður gefur; allir áhættu.
Norður
♦ K95
¥ ÁK85
♦ 8
Vestur ♦ 98752 Austur
♦ Á108642 ♦ G3
¥ DG104 ||[||| ¥97
♦ 52 111111 ♦ 97643
*G Suður * ÁKD3
♦ D7
¥ 632
♦ ÁKDG10
+ 1064
Vestur Norður Austur Suður
Eber Sowter Driver Smolski
— — — 1 lauf(!)
1 spaði Dobl' 1 grand Pass
2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass
Pass 3 lauf Dobl 3 tíglar
Pass Pass Dobl Pass
Pass Pass
' neikvætt dobl
Smolski og Sowter spila eðlilegt
kerfi, þar sem rétta opnunin á spil
suðurs er auðvitað einn tígull. En
Smolski er mikill prakkari og meld-
ar ekki alltaf eftir kennslubókinni.
Sowter er greinilega ýmsu vanur
í því efni, því hann sýnir geysilega'
stillingu að sitja í 3 tíglum.
Útspilið var laufgosi, sem átti
slaginn. Nú má vestur alls ekki
leggja niður spaðaásinn, því þá
fríar hann 9. slaginn fyrir sagn-
hafá. En vestur var vandanum
vaxinn — hann skipti yfír í lítið
hjarta, svo Smolski gat aldrei feng-.
ið nema 8 slagi.
Á hinu borðinu spiluðu Suður-
Afríkumenn 2 tígla og unnu þrjá:
(I), svo Bretar töpuðu 7 IMPum á
þessu ævintýri.
(Sögulok: „Var nauðsynlegt að
redobla 6 spaða?" spurði Forrester
félaga sína. „Nú, við töldum vist
að þú myndir dobla, svo við urðum
að redobla til að græða eitthvað á
spilinu!!“)
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á Evrópumeistaramóti ungl-'
inga í Sas van Gent í Hollandi í
ágúst kom þessi staða upp í viður-
eign þeirra Alexei Alexandrov
(2.505), Hvíta-Rússlandi, sem
hafði hvítt og átti leik, og Dim-
itri Reinderman (2.410), Hol-
landi.
Alexandrov fann mát í þremur
leikjum: 45. Hh7+! — Kxh7, 46.
Dh4n— Kg7, 47. Dh6 mát. Þetta
var mikilvægur sigur í baráttunni
um Evrópumeistaratitilinn. Alex-
androv sigraði með 9 v. af 11
mögulegum, en Reinderman kom
næstur ásamt Borovikov, Úkraínu I
með 8 v. 4. Rasik, Tékkóslóvakíu '
7‘/2 v. 5.-6. Janev, Búlgaríu og
Gadjili, Aserbadsján 7 v. Sigurður
Daði Sigfússon byijaði vel en end-
aði í 21,—26. sæti með 5 v. Þátt-
takendur voru alls 34 talsins.