Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTBMBER 1992
Sjálfsbjörg um bæklunaraðgerðir
Biðlistarnir lengist ekki
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, hefur
samþykkt ályktun þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra og ríkis-
stjórnina að tryggja að biðlistar eftir bæklunaraðgerðum lengist ekki.
í ályktuninni segir: „Sjálfsbjörg
lýsir áhyggjum sínum vegna fyrir-
hugaðs samdráttar í starfsemi bækl-
unardeildar Landspítalans og bendir
*á að bið eftir bæklunaraðgerðum er
yfirleitt mjög kvalafull auk þess sem
viðkomandi einstaklingur er oftast
óstarfhæfur á meðan. Samdráttur á
þessu sviði kemur því niður á þjóðfé-
laginu öllu.
Sjálfsbjörg treystir því að heil-
brigðisráðherra finni leið til að koma
í veg fyrir samdrátt á þessu sviði.“
xviuigunuiituiu/j\riu oaiutíig
Hörður Áskelsson ávarpar sóknarnefnd kirkjunnar, orgelnefnd, fulltrúa fjölmiðla og nokkra sérstaka
velunnarara orgelsmíðinnar sem voru viðstaddir þegar lofti var hleypt á pípur orgelsins í Hallgríms-
kirkju í fyrsta sinn. í baksýn sést glitta í stærstu orgelpípurnar á bak við vinnupallana sem enn hylja
orgelið að miklum hluta. En á innfelldu myndinni sést Hörður Áskelsson, organisti í Ilallgrímskirkju,
leika fyrstu tónana á orgel Hallgrimskirkju.
Hallgrímskirkja
DANFOSS ,
VEIT HVAD ÞU VILT!
Mikil útbreiösla DANFOSS ofnhitastilla á
(slandi sýnir að þeir eru í senn nákvæmir og
öruggir.
Æ fleiri gera nú sömu kröfur til baðblöndun-
artækja og velja hitastilltan búnað frá
DANFOSS.
Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu
Þú stillir á þægilegasta hitann í hverju her-
bergi og DANFOSS varðveitir hann nákvæm-
lega.
Og í baðinu ertu alltaf öruggur með rétta
hitann á rennandi vatni, ekki sist fyrir litla fólkið
þitt.
Aukin vellíðan, lœgri orkukos/naður.
im
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Nýja orgelið vígt í desember
Stefnt að sölu allra orgelpípna í sérstöku söfnunarátaki
FYRSTU tónar orgelsins í Hallgrímskirkju hljómuðu sl. föstudag og
var um leið stigið fyrsta skrefið af þremur í fullnaðarfrágangi orgels-
ins. Á næstunni verður lokið við að ganga frá orgelhúsinu að utan,
og verður að því loknu hægt að taka niður vinnupalla sem nú hylja
orgelið að miklu leyti. Orgelið verður afhjúpað í október. Þá er eftir
að stilla hljóðfærið en því verður ekki lokið fyrr en skömmu fyrir
vígslúna þann 13. desember. Stefnt verður að því að þá hafi allar
pípur orgelsins selst.
Orgelið, sem er í tumrými yfir
inngöngudyrum Hallgrímskirkju, er
stærsta og voldugasta hljóðfæri
landsins. I því eru 5.275 pípur, allt
frá örlitlum upp í 10 metra háar,
smíðaðar ýmist úr tini, tinblöndu,
rauðviði eða öðrurrí eðalviði. Orgel-
húsið, sem smíðað er úr gegnheilli
eik, er um það bil 17 metra hátt og
samtals vegur orgelið með burðar-
virkjum um 25 tonn.
Orgelið er hannað í samvinnu við
Hörð Áskelsson, organista Hall-
grímskirkju, og smíðað hjá Klais
Orgel í Þýskalandi. Frá því í byijun
júní hafa fjórir orgelsmiðir frá Klais
Orgel unnið nær sleitulaust við sam-
setningu orgelsins. Til að Hallgríms-
kirkja verði sem best búin undir tón-
listarflutning með þessu mikla hljóð-
færi hefur verið ráðist í umtalsverðar
framkvæmdir í kirkjunni sjálfri. Ver-
ið er að smíða nýja kirkjubekki, sem
verða komnir upp fyrir vígslu orgels-
ins í desember og munu þeir hafa
mikil áhrif á hljómburð kirkjunnar.
Einnig er verið að setja sérstaka
fleka í loft hliðarganga kirkjuskipsins
og hafa þeir verið sérstaklega hann-
aðir til að bæta hljómburð kirkjunn-
ar.
Sérstöku söfnunarátaki hefur ver-
ið hleypt af stað til að hægt verði
að vígja orgelið á tilsettum tíma,
þann 13. desember. Aflað hefur ver-
ið fjár með því að gefa fólki kost á
að kaupa einstakar orgelpípur og
verða nöfn gefenda og þeirra sem
gjafírnar eru tileinkaðar skráð og
varðveitt svo lengi sem pípur orgels-
ins hljóma. Með þessum hætti hafa
selst um 1.500 pípur, þannig að enn
eru eftir um 3.700 óseldar. Pípurnar
eru flokkaðar eftir stærð og tónhæð
og kosta ódýrustu pípurnar 2.000
krónur en þær dýrustu 25.000 krón-
ur. Markmið söfnunarátaksins er að
selja allar pípur orgelsins fyrir vígsl-
unar 13. desember.
Vegna gífurlegrar aðsóknar verður
KÆRAJELENA
eftir Ljudmilu Razumovskaju
ÞJÓDLEjKHÚSID flutt á StÓra sviðið ÞJÓDLElkHÚSIÐ
im
Sýningar á Stóra sviði
laugardag 3. október kl. 20 00 uppselt
föstudag 9. október kl. 20 00
sunnudag 11. október kl. 20 00 140. sýning
Þýðing: Inglibjörg Haraldsdóttir.
Lýsing: Asinandar Karlsson
Leikmynd og báningar: Messíana Tómasdóttir
Leikstjóri: Þórhallar Sigurðsson
Síðustu sýningar á Litla sviði =
Fimmtudag 17. september kl. 20 30 uppselt
Föstudag 18. september kl. 20 30 uppselt
Laugardag 19. september kl. 20-30 uppselt
Sunnudag 20. september kl. 20 30 uppselt
Föstudag 25. september kl. 20 30 uppselt
Laugardag 26. september kl. 20 30 uppselt
Sunnudag 27. september kl.-20:30 uppselt
LEIKEXDl’R:
Anna Kristín Arngrínisdóttir.; Baltasar Konnákur, Halldóra
Björnsdóttir, Hilinar Jónsson oglngvar E. Sigurðsson.
Armstrong
KERFIS-LOFT
Yíii 250 gerðir
aí loítaplötum.
CMC -
upphengikeríi
og lím.
LeitiQ tilboða
EINKAUMBOÐ
TEPPABUÐIN
BYGGINGAVORUR
SUÐURLANDSBRAUT 26.
SÍMI 91-681950
★ GBC-Skírteini/barmmerki
fyrir: félagasamtök, ráðstefnur,
starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl.
Efni og tæki fyrirliggjandl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33-105 Reykjavík
Símar 624631 I 624699