Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Aðgerðir í
atvinnumálum
Ríkisstjómin hefur tilkynnt
um aðgerðir til að draga
úr atvinnuleysi næstu þrjú árin.
Ákvörðunin er tekin í tengslum
við fjárlagagerðina fyrir næsta
ár og byggir að hluta á tillögu-
gerð í atvinnumálanefnd aðila
vinnumarkaðarins og ríkisstjóm-
arinnar, fyrst og fremst atriðum,
sem samkomulag virðist vera um
í nefndinni sem er enn að störf-
um, en formlegra tillagna hennar
er að vænta á næstunni.
Samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjómarinnar verður tveimur
milljörðum króna varið á næsta
ári til viðbótarframkvæmda í
vegagerð, einum milljarði 1994
og hálfum milljarði 1995, alls 3.5
milljörðum króna. Tekjuskattur
félaga verður lækkaður úr 45%
í 33%, 240 milljónum króna verð-
ur varið á næsta ári til sérstakra
rannsókna- og þróunarverkefna
og 100 milljónum til sérstaks
markaðsátaks á EES-markaði í
samvinnu við atvinnulífíð og fyr-
irtæki til að nýta sóknarfæri, sem
EES-samningurinn býður upp á.
Þá verður varið 100 milljónum
króna til viðhalds opinberra
bygginga, m.a. Þjóðminjasafns,
og 100 milljónum til fyrstu fram-
kvæmda við nýtt hús Hæstarétt-
ar.
Einhugur virðist um það í
þjóðfélaginu, að vegafram-
kvæmdir séu með því arðbær-
asta, sem hægt sé að verja pen-
ingum skattgreiðenda til, enda
byggir ríkisstjómin ákvörðun
sína á því, svo og að vegafram-
kvæmdir séu einn mikilvægasti
þáttur skynsamlegrar byggða-
stefnu. Viðbótarframkvæmdirn-
ar nú eiga að miða að aukinni
flutningsgetu vega, stækkun at-
vinnu- og markaðssvæða og auð-
velda stækkun sveitarfélaga.
Stefnt er að því að hefja þessar
framkvæmdir sem fyrst á næsta
ári í ljósi atvinnuástandsins. Rík-
isstjómin telur, að þessar að-
gerðir muni skapa 400-500 heils-
ársstörf, en í raun þýðir það að
mun fleiri fái vinnu við þessi
verkefni í skemmri tíma vegna
eðlis þeirra.
Ráðherrar hafa ekki fengizt
til að taka af skarið með hvaða
hætti þessar framkvæmdir verða
fjármagnaðar að öðru leyti en
því, að það verði gert með lánsfé
innanlands eða utan. Út frá því
má þó ganga sem vísu, að erlend-
ar lántökur verði auknar. Ríkis-
stjómin virðist sammála um, að
versnandi atvinnuhorfur réttlæti
það, að nokkur áhætta verði tek-
in til að auka atvinnu og glæða
hagvöxt. Það er kunnara en frá
þurfí að segja, að þjóðarbúið er
mjög skuldsett erlendis og því
verður að fara með ítmstu gát
að bæta við erlendum lánum.
Miklar lántökur ríkissjóðs inn-
anlands, m.a. vegna hallarekst-
ursins, svo og lántökur stofnana
ríkisins, fyrirtækja þess og sveit-
arfélaganna hafa þrengt mjög
að möguleikum atvinnuveganna
og einstaklinga til að afla láns-
fjár. Efnahagssamdrátturinn
veldur því að vísu, að lánsfjáreft-
irspurn fyrirtækjanna verður í
lágmarki, en aftur á móti er lík-
legt að nokkuð dragi úr spamaði
fólks vegna minnkandi tekna
heimilanna. Auknar lántökur
hins opinbera við þessar aðstæð-
ur á innlendum lánamarkaði
hljóta því að auka þrýstinginn á
vaxtahækkanir eins og alltaf
gerist þegar eftirspumin er meiri
en framboðið. íslenzkt atvinnulíf
þarf einmitt nú á því að halda
að vextir lækki til að hleypa lífi
í nýsköpun og nýframkvæmdir
og bæta samkeppnisstöðuna út
á við. Vaxtalækkun á því að vera
þungamiðjan í efnahagsstefnu
ríkisstjómarinnar. Það er sá
hvati, sem atvinnufyrirtækin
þurfa á að halda og auka mun
atvinnu í landinu.
Ljóst er, að lækkun á tekju-
skatti fyrirtækja úr 45% í 33%
er mikilsvert skref til að lækka
kostnað þeirra og hefur svipuð
áhrif og vaxtalækkun. Með þess-
ari ákvörðun verður tekjuskattur
fyrirtækja á sömu nótum og ger-
ist í nágrannalöndunum og jafn-
ar því samkeppnisstöðu þeirra
við aðildina að EvVópsku efna-
hagssvæði. Þetta er því tímabær
ráðstöfun og í rökréttu framhaldi
af því, að síðasta ríkis'stjórn
lækkaði tekjuskatt fyrirtækja úr
50% í 45%. Þess ber þó að geta,
að fjárhagslegur ávinningur iyr-
irtækjanna er ekki eins mikill og
hægt er að álíta vegna prósentu-
lækkunarinnar, því á móti kemur
takmörkun á ýmsum frádráttar-
liðum til tekjuskatts og er áætl-
aður hagur þeirra af breyting-
unni aðeins um 300 milljónir
króna.
Fyrstu viðbrögð verkalýðsfor-
ingja við aðgerðum ríkisstjómar-
innar í atvinnumálum em já-
kvæð, þótt sumir að minnsta
kosti telji of skammt gengið. í
tengslum við endumýjun þjóðar-
sáttar á vinnumarkaði sl. vor var
gengið út frá því, að ríkisstjómin
gripi til aðgerða gegn vaxandi
atvinnuleysi. Eftir niðurskurð á
þorskafla á nýbyijuðu kvótaári
em slíkar aðgerðir nauðsynlegri
en fyrr. í Ijósi þessa verður að
skoða ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar. En jafnframt ber að hafa í
huga, að þessar aðgerðir em
aðeins takmarkaður þáttur í ráð-
stöfunum, sem nauðsynlegt er
að gera til þess að efla atvinnulíf-
ið. Eftir stendur að taka mikil-
vægar ákvarðanir varðandi
sjávarútveginn.
Krislján Guðlaugsson blaðamaður
slasaðist á ferð um Króatíu
Liggur nú á sjúkra-
húsi í Dubrovnik
KRISTJÁN Guðlaugsson blaðamaður liggur nú á sjúkrahúsi í
Dubrovnik í Króatíu þar sem hann slasaðist á mánudagskvöld er
hann féll niður um op á dimmum gangi hótelbyggingar í borginni
og niður á steinsteypt gólf. Hann brotnaði á báðum fótum og brák-
aðist á hrygg. Kristján, sem hafði lokið ferð um Króatíu með hópi
á vegum norska Rauða krossins, hugðist fara einn síns liðs yfir
landamærin til Bosníu og borgarinnar Sarajevo og skrifa um ástand-
ið þar í blað sitt Rogaland Avisen í Stavanger í Noregi.
Þegar slysið varð var hann á
leið til að fá áritun á vegabréf sitt
um fararleyfi til Bosníu á herbergi
starfsmanns Sameinuðu þjóðanna
á þriðju hæð í hóteli í Dubrovnik.
„Ég gekk í niðamyrkri á hótelgang-
inum fram af brún þar sem átti
að vera handrið og féll niður um
þrjár hæðir og lenti á steinsteyptu
gólfi. Báðir ökklar brotnuðu og ég
brákaðist á hrygg,“ sagði Kristján
þegar Morgunblaðið náði stopulu
símasambandi við hann í gær.
Hann sagði að hrikalegt væri um
að litast í borginni og neyðarástand
ríkti á sjúkrahúsinu og hótanir um
að árásir yrðu hafnar að nýju vofðu
yfír. Stöðugt væri komið á sjúkra-
húsið með sært fólk, en barist hef-
ur verið í um 15 km fjarlægð frá
borginni. Einnig væri komið með
flóttafólk frá Bosníu, sem oft væri
illa leikið eftir pyntingar og meið-
ingar.
Kristján sagði að þótt fullkomið
neyðarástand ríkti á sjúkrahúsinu
og slasað fólk lægi þar í hveiju
skoti væri aðhlynningin góð. Hins
vegar kvaðst Kristján hálfpartinn
skammast sín fyrir að eyða tíma
hjúkrunarfólks og þiggja af tak-
mörkuðum lyfjabirgðum sjúkra-
hússins.
Kristján sagði að sér væru gefn-
ar góðar vonir með að hann mundi
ná sér að fullu eftir slysið. Um eða
eftir helgina verður hann sóttur á
vegum tryggingafélags síns og
fluttur á sjúkrahús í Noregi.
Rafmagnsleysið í Reykjavík
Miklar umferðartaf-
ir og einn árekstur
MIKLAR umferðartafir urðu í
Reykjavík er rafmagnið fór af í
hádeginu í gær en aðeins eitt
óhapp. Við rafmagnsleysið urðu
umferðarljós óvirk og því urðu
tafir á umferð við þau. Óhappið
sem rekja má beint til rafmagns-
leysisins varð á mótum Hring-
brautar og Hofsvallagötu en þar
skullu tveir bílar saman í hörðum
árekstri.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni var áreksturinn á Hring-
braut svo harður að annar bíllinn
valt á hliðina. Ekki urðu slys á fólki.
Rafmagnslaust var frá skömmu
eftir klukkan 12 til klukkan 12.38.
Á þessum tíma dreifði umferðarlög-
reglan liði sínu á helstu gatnamót
borgarinnar til að stjóma þar um-
ferðinni. Komst umferðin ekki í
samt lag fyrr en um kl. 13 er búið
var að gangsetja öll umferðarljós á
ný-
Morgunblaðið/Kristinn
Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri og Jacques Mer, sendiherra Frakklands á íslandi, leggja
blómsveig á minnisvarða um dr. Charcot, en í gær, 16. september, voru liðin 56 ár frá því að skip
hans, Pourquoi-pas?, fórst við Mýrar.
Nafn Charcots tengist sam-
starfi Islands og Frakklands
Minningarathöfn um áhöfn Pourquoi-pas? á dánardægri Charcots
„ÞAÐ ER ætíð eftirsjá að mikilmennum en það er ósk mín að
sorgin vegna dauða Charcots megi breytast í vitnisburð um lífið,“
sagði Kristin Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri en í gær var hald-
in minningarathöfn um Dr. Jean Babtiste Charcot og áhöfn vísinda-
skipsins Pourqoui-pas? sem fórst við Mýrar fyrir réttum 56 árum.
Athöfnin var haldin við minnisvarða um Charcot, sem stendur við
Jarðfræðihús Háskóla íslands. Nýjasta kvikmynd Kristínar, Svo á
jörðu sem á himni, fjallar um strand skipsins og atburði tengda því.
Minningarathöfnin hófst á því að
Jacques Mer, sendiherra Frakk-
lands á íslandi, bauð viðstadda vel-
komna og rakti atburði hinn 16.
september 1936 er vísindaskipið
Pourquoi-pas? og öll áhöfn þess
fórst, utan einn maður. „Sagt er
að oft gleymi almenningur sögu
sinni og það á vissulega við um
Frakka. En ekki á íslandi, hér
þekkja allir sögu Pourquoi-pas?,“
sagði sendiherrann. Þakkaði hann
Kristínu Jóhannesdóttur gerð
myndarinnar Svo á jörðu sem á
himni, sem hann sagði gera vináttu
landanna tveggja, Frakklands og
íslands, enn nánari. Hún.væri mikil-
væg skref í samvinnu þjóðanna,
ekki síst á sviði vísinda og menning-
ar. Væri það vel við hæfi þar sem
Charcot, leiðangursstjóri Pourquoi-
pas?, hafi verið maður samskipta.
Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri
myndarinnar, rifjaði því næst upp
atburðina haustið 1936 og sagði
að þó að 16. september væri sorgar-
dagur væri það ósk sín að sorgin
mætti breytast í vitnisburð um lífíð.
Sagði Kristín að við gerð myndar
sinnar hafi erfiðasta verkefni sitt
verið að velja dr. Charcot ímynd;
að gefa rödd hans, hreyfíngum og
augum líf. „Ég hef reynt að vera
minningu hans trú og við sem að
myndinni stóðum unnum hana af
fullri virðingu og einlægni." Minnt-
ist Kristín orða Meulenbergs bisk-
ups í Landakotskirkju, þar sem
minningarathöfn um áhöfnina fór
fram, en hann sagði að ekki mætti
syrgja Charcot, hann hefði dáið
hetjudauða, verið elskaður, virtur
og dáður.
Kristín sagði það gleðiefni að
nafn Charcots, þessa aldavinar ís-
lensku þjóðarinnar, tengdist mynd-
inni, sem væri fyrsta samstarfs-
verkefni íslendinga og Frakka.
Minntist Kristín þess að Charcot
hefði haft mikið dálæti á Shake-
speare og síðustu nóttina hafi hann
lesið úr síðasta verki Shakespeares,
Ofviðrinu. Las Kristín stuttan kafla
úr verkinu. Athöfninni lauk með því
að Kristín og Jacques Mer lögðu
blómsveig við minnisvarða Charc-
ots.
„Ætlunin er ekki að vekja Charc-
ot upp frá dauðum, heldur bera vitn-
isburð um líf hans,“ sagði Kristín
Jóhannsdóttir að lokinni athöfn. „Er
ég vann að myndinni um strand
Pourqoui-pas? festi minningin um
Charcot rætur í sál minni. Mér
fínnst hann vera náinn vinur minn
og það mun hann alltaf vera.“
Kaiser Aluminium Corp. hefur sýnt áhuga á byggingu álvers á Islandi
Er næst stærsti seljandi eigin
súráJsframleiðslu á heimsmarkaði
Fyrirtækið hefur áður sýnt áhuga á íslandi og að ganga inn I samstarf Atlantal-fyrirtækjanna
BANDARISKA álfyrirtækið Kaiser Aluminium Corporation sem sýnt
hefur áhuga á að reisa 200-240 þúsund tonna álverksmiðju á íslandi er
eitt helsta álfyrirtæki heims og spannar starfssvið þess allt frá námu-
vinnslu báxíts til framleiðslu sem unnin er úr áli. Eigendur fyrirtækisins
hafa áður sýnt áhuga á starfsemi á íslandi ög átt í viðræðum við full-
trúa Markaðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins, sam-
kvæmt upplýsingum Garðars Ingvarssonar, forsljóra Markaðsskrifstof-
unnar. Meðal annars hafði fyrirtækið áhuga á að ganga inn í samstarf
álfyrirtælganna sem mynduðu Atlantsálhópinn áður en AJumax varð fyr-
ir valinu og er líklegasta skýringin á að þátttöku Kaiser Aluminium var
hafnað sögð vera sú, að það notar ólíka og eldri tækni í álbræðslu en
fyrirtækin sem mynda Atlantal-hópinn en þau nota svokallaða Pechiney-
tækni, sem er frönsk og talin fullkomnasta tækni framleiðslubúnaðar í
áliðnaðinum í dag.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
átti óformlegan fund með John M.
Seidl, stjómarformanni og forstjóra
Kaiser Aluminium, í London í síðustu
viku. Þar lýsti Seidl áhuga á viðræðum
við íslensk stjómvöld um hugsanlega
byggingu álvers á íslandi en það ráð-
gerir að leita samstarfs við fleiri álfyr-
irtæki um eignaraðild að nýju álveri
sem það áformar að reisa.
Davíð sagði í samtali við Morgun-
blaðið að forstjórinn hefði lagt sig
mikið fram um að sannfæra sig um
að þeir hygðust af mikilli alvöru reisa
nýtt álver, þótt ljóst væri að Kaiser
væri ekki eingöngu að leita hófanna
hér á landi. Sagði Davíð að íslensk
stjómvöld tækju þessa ósk um að
heíja viðræður um byggingu álvers
mjög alvarlega.
„Þetta er kostur sem við viljum
skoða mjög vel en gæta þess þó
jafnframt að spilla ekki fyrir öðr-
um viðræðum _sem við emm í,“
sagði Davíð. Ákveðið hefur verið
að taka upp viðræður við Kaiser
Aluminium og em fulltrúar frá
fyrirtækinu væntanlegir til lands-
ins í fyrri hluta október í kynn-
isferð og til könnunarviðræðna við
iðnaðarráðherra og forráðamenn
Landsvirkjunar. Davíð sagði að
fyrirhugaðar viðræður væm alveg
ótengdar samningunum við Atlan-
tal-fyrirtækin um byggingu álvers
á Keilisnesi. En Davíð sagði að
þott samnmgar lægju fyrir við Atlan-
tal-fyrirtækin væri ákvörðun um að
hefja framkvæmdir á Keilisnesi í sam-
ræmi við þá samninga ekki í augsýn
svo vitað væri.
Aðildarfyrirtækjum Atlantal-hóps-
ins hefur verið greint frá þeirri
ákvörðun að hafnar verði könnunar-
viðræður við Kaiser Aluminium. Þá
mun iðnaðarráðherra eiga fund með
forstjóra Alumax í næstu viku þar sem
honum verður kynnt þessi ákvörðun
íslenskra stjómvalda.
Davíð sagði að forráðamenn Kaiser
legðu mjög líkt mat á framtíð álverðs
á heimsmarkaði og forstjórar Atlan-
tal-fyrirtækjanna. Hins vegar væri
aðstaða og hagsmunir Kaiser aðrir
þar sem álver þess væru orðin gömul
og fyrirsjáanlegt að þau stæðu halloka
í samkeppninni á álmarkaðnum. Að
sögn Davíðs er ljóst að forráðamenn
Kaiser telja sig þurfa að byggja nýjar
verksmiðjur sem henta starfseminni
betur.
Stærð o g stofnkostnaður
svipaður og álvers I Keilisnesi
Talið er að þrátt fyrir að Kaiser
noti eigin tækni við súrálsbræðsluna,
sem er eldri en tíðkast í nýrri álbræðsl-
um og að stofnkostnaður og rekstrar-1
kostnaður slíkra verksmiðja sé annar
er talið að heildarkostnaður af bygg-
ingu álvers af þeirri stærð sem Kaiser
fyrirhugar að reisa verði mjög svipað-
ur áætluðum kostnaði við byggingu
álvers Atlantal-fyrirtækjanna á Keilis-
nesi, samkvæmt upplýsingum Garðars
Ingvarssonar. Arsframleiðsla fyrir-
hugaðs álvers á Keilisnesi er 200 þús-
und tonn og stofnkostnaður í kringum
50 milljarðar króna.
Aðaleigandi Kaiser er MAXXAM
Inc. sem á 87,3% hlutafjár. Eignar-
aðild að hinum 12,7% er dreifð en
Kaiser er skráð í kauphöllinni í New
York. Fyrirtækið var að fullu í eigu
MAXXAM Inc. frá árinu 1988-1991
þegar hlutafé þess var aukið og boðið
út á almennum markaði. Auk þess
að vera aðaleigandi Kaiser á MAXX-
AM timburfyrirtæki og er umsvifam-
ikið í fasteignaviðskiptum og þróun
og uppbyggingu nýrra svæða. Aðal-
skrifstofur Kaiser Aluminium eru í
Houston í Texas.
Erfiðleikar vegna orkuskorts
Kaiser Aluminium á hlut í tveimur
báxít-námufyrirtækjum á Jamaica,
það rekur súrálsverksmiðju í Louis-
iana, á 65% í súrálsverksmiðju á Jama-
ica og 28% í stærstu súrálsverksmiðju
í heimi í Queensland í í Ástralíu. Á
árinu 1991 framleiddi Kaiser
2.794.500 tonn af súráli og seldi um
70% framleiðslunnar til annarra. Er
Kaiser næst stærsti seljandi eigin súr-
álsframleiðslu á heimsmarkaði.
Fyrirtækið á í fjórum álbræðslum
og eru tvær þeirra í Washington-fylki
í Bandaríkjunum og eru þær báðar
að fullu í eigu Kaiser. Önnur með 200
þúsund tonna framleiðslugetu en hin
73 þúsund tonna framleiðslugetu.
Báðar þessar verksmiðjur munu vera
komnar talsvert til ára sinna. Einnig
er ríkjandi orkuskortur á svæðinu
þannig að talið er fyrirsjáanlegt að
fyrirtækið vilji leita að nýrri staðsetn-
ingu fyrir starfsemi álbræðslna.
Þá á Kaiser 90% hlut í 200 þúsund
tonna álveri í Ghana. Sú verksmiðja
lenti í miklum erfiðleikum fyrir fáein-
um árum þegar þurrkar urðu þess
valdandi að Volta raforkuverið þurfti
að skammta verksmiðjunni raforku
og lá um tíma við að þyrfti að loka
verksmiðjunni.
Loks á Kaiser 49% eignarhlut í
Anglescy álverinu í Wales á Bretlands-
eyjum, en framleiðslugeta þess er 120
þúsund tonn. Sú verksmiðja kaupir
raforkuna frá kjarnorkuveri og er tal-
ið tvísýnt um þá starfsemi innan
næstu tíu ára.
Kaiser Aluminium framleiddi alls
um 500 þúsund tonn af hrááli á síð-
asta ári og seldi um það bil 68% fram-
leiðslunnar til þriðja aðila, en afgang-
urinn fór til frekari fullvinnslu í fram-
leiðslueiningum fyrirtækisins.
Alls starfrækir fyrirtækið verk-
smiðjur og framleiðslueiningar á 26
stöðum í tíu fylkjum Bandaríkjanna
og fimm erlendum ríkjum. Starfsmenn
Kaiser og hlutdeildarfyrirtækja þess
eru rúmlega tíu þúsund talsins.
Blendin viðbrögð aðila vinnumarkaðar við ráðstöfunum ríkisstjómar
Með þessum aðgerðum
er ekki tekið á vanda
fiskvinnslustöðvanna
— segja formaður Samtaka fiskvinnslustöðva og forseti ASÍ
FORSVARSMENN atvinnurekenda og launþega fagna ákvörðunum
ríkisstjórnarinnar um aukningu framkvæmda til þess að efla atvinnu-
starfsemi. Þeir, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja þó ekki
nóg að gert. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva segir að ekki sé tekið á vanda fiskvinnslunnar og undir það
tekur Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins. Ásmundur
og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdasljóri Vinnuveitendasam-
bandsins gagnrýna að afstöðugjald skuli ekki vera afnumið um leið
og tekjuskattur fyrirtækja er lækkaður.
Arnar Sigurmundsson formaður
Samtaka fískvinnslustöðva segir að
með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar
til þess að efla atvinnustarfsemi sé
ekki tekið á vanda fiskvinnslunnar.
Hann segist sammála Jóni Baldvin
Hannibalssyni utanríkisráðherra
um að sá vandi sé svo stór að hann
gefi tilefni til að ræða hann sérstak-
lega. „Á fundi fulltrúa útgerðar og
fískvinnslu með forsætisráðherra
fyrir þremur vikum var ákveðið að
halda fljótlega fund með sömu aðil-
um og þá kæmu til aðrir ráðherr-
ar,“ sagði Arnar í samtali við Morg-
unblaðið. „Á þeim fundi sem vænt-
anlegur er er ætlunin að fara yfir
stöðu mála og taka fyrir bæði útlit
og afkomu í útgerð og fiskvinnslu,
og ég á von á því að fljótlega í fram-
haldi af þessu verði sest niður. Það
gera sér allir grein fyrir því að
vandi sjávarútvegsins um þessar
mundir er mjög mikill.“
Arnar sagði að hvað Iækkun
tekjuskattsins varðaði hefði sjávar-
útvegurinn ekki verið með þá af-
komu á undanförnum árum að
menn hefðu verið að greiða mikinn
tekjuskatt, og því miður væri ekki
útlit fyrir að það reyndi mikið á
það. „Aftur á móti teljum við að
þetta sé jákvæð þróun, en ég lít
einnig á þetta sem ákveðið sam-
ræmingaratriði miðað við það sem
er að gerast í Evrópu og á væntan-
legu Evrópsku efnahagssvæði,“
sagði Arnar. „Þetta er jákvætt en
vegur ekkert í okkar afkomu um
þessar mundir. Menn eru með mik-
ið af uppsöfnuðu tapi í þessari grein
og ég hef ekki heyrt að tekjuskatt-
ur væri vandamál. Ef svo væri þá
værum við í betri málurn," sagði
Arnar.
Gæti skapað 500 ársverk
í verktakastarfsemi
„Það er enginn vafi á því að
þetta er spor í rétta átt og þó ekki
sé það ýkja stórt þá er þetta til
þess að smyija efnahagshjólið,"
sagði Pálmi Kristinsson fram-
kvæmdastjóri Verktakasambands
Islands. „Mér sýnist að þessar við-
bótarframkvæmdir gætu leitt til
þess að 300-400 ársverk skapist i
verktakaiðnaði á næsta ári og
100-200 til viðbótar í tengdum
greinum, þannig að áætla má að
þegar þessar framkvæmdir verða á
fullu næsta sumar þá vinni kannski
um 500 manns við þær beint hjá
verktökum."
Pálmi sagði að í tillögum Verk-
takasambandsins, sem lagðar hefðu
verið fram í byijun mánaðarins,
hefði verið lagt til að framkvæmdir
ríkisins á næsta ári yrðu auknar
um 3 milljarða. Nettóaukning yrði
um 2 milljarðar eins og gert væri
ráð fyrir í ákvörðun ríkisstjórnar-
innar, og þriðja milljarðinum yrði
reynt að ná fram með tilfærslum á
fjárfestingum ríkisins, en það sem
að því sneri væri ekki með í ákvörð-
un stjórnarinnar. „Síðan er það sem
snýr að sveitarfélögunum og þá
einkum að borgarstjórn Reykjavík-
ur, en við lögðum til við borgar-
stjórn að farið yrði í viðbótarfram-
kvæmdir í borginni á næsta ári upp
á 1,5 milljarða. Ég tel reyndar öll
rök hníga að því að slíkt verði gert,
síst minni heldur en það sem snýr
að ríkinu, því að atvinnuástandið
og horfurnar á höfuðborgarsvæðinu
eru hvað verstar," sagði Pálmi.
Hann sagði að sér sýndist að
ákvörðun ríkisstjómqrinnar skipti
sköpum fyrir mörg jarðvinnufyrir-
tæki og starfsmenn þeirra, sem
hefðu fengið uppsagnarbréf eða átt
von á slíku.
„Nú er brýnt að koma þessum
framkvæmdum út sem allra fyrst,
en mikið af þessum verkefnum er
hægt að vinna yfir veturinn með
þeim tækjum sem nú eru til. Vænt-
anlega er eitthvað af þessum fram-
kvæmdum jafnvel tilbúið í útboð
með litlum fyrirvara, þannig að
mjög brýnt er að útboð á einhveij-
um hluta þeirra fari fram fyrir ára-
mót þó framkvæmdir hefjist ekki
fyrr en á næsta ári,“ sagði Pálmi
Kristinsson.
Lækkun tekjuskatts hefur
táknræna þýðingu
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands segir að vinnuveit-
endur muni Ieggja áherslu á að þau
viðbótarverkefni við vegalagningu
og opinberar byggingar, sem ríkis-
stjórnin hefur ákveðið, fari hið
fyrsta í útboð, þannig að fyrirtæki
geti hafið undirbúning. Einnig verði
lögð áhersla á að þeir fjármunir sem
veija eigi í þessu skyni renni til
þess að auka framkvæmdir á veg-
um einkaaðila en ekki opinberra
aðila. „Við höfum horft á það að
umsvif Vegagerðar ríkisins við
framkvæmdir hafa ekki dregist
saman með sambærilegum hætti
og samsvarandi aðkeypt starf-
semi,“ sagði Þórarinn. „Þetta er í
sjálfu sér góðra gjalda vert hjá rík-
isstjórninni en það kemur þó nokk-
uð á óvart að þessi þáttur um
ákveðnar vegaframkvæmdir skuli
fæðast á undan fjárlagafrumvarp-
inu. Þannig er nokkuð erfítt að
skoða ákveðnar yegaframkvæmdir
þegar ekki liggur fyrir hvernig
verður með vegaframkvæmdir að
öðru leyti.“
Þórarinn sagði vinnuveitendur
fagna sérstaklega þeirri ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að lækka tekju-
skatta fyrirtækja til samræmis við
það sem gerðist meðal annarra
þjóða. „Það mun að vísu ekki létta
rekstur fyrirtækja á næsta ári, þar
sem mjög fá fyrirtæki munu hafa
hagnað af sinni starfsemi og borga
þar af léiðandi tekjuskatt. En þetta
hefur hins vegar táknræna þýðingu
bæði inn og út á við. Nú getum við
sýnt erlendum fjárfestum fram á
að þetta sé alvöru land með alvöru
skattkerfi, sem sé fyllilega sam-
bærilegt við það sem þeim stendur
til boða annarstaðar í Evrópu. Það
heyrir því væntanlega sögunni til
að fjármálaráðherrar setjist niður
og semji sérstök skattalög fyrir ein-
stök fyrirtæki sem hingað koma,“
sagði Þórarinn.
Hann sagði vinnuveitendur hins
vegar sakna þess að ekki komi fram
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
áform um að afnema aðstöðugjald-
ið sem valdi því að íslensk vara og
þjónusta sé að meðaltali um 2%
hærri í verði en hún þyrfti að vera.
„VSÍ lítur svo á að það væri mikil-
virkasta framlagið til atvinnuupp-
byggingar að fella þessa skatt-
heimtu niður og koma henni fyrir
með öðrum hætti,“ sagði Þórarinn
V. Þórarinsson.
Meira þarf að koma til
Ásmundur Stefánsson forseti
Alþýðusambands íslands segist
fagna þeirri afstöðu sem komi fram
í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
að leggja tvo milljarða króna til
ýmissa framkvæmda. Hann segir
að með þessu sé ríkisstjórnin að
viðurkenna vandann og stíga skref
í þá átt að taka á honum, en meira
þurfí að koma til og ríkisstjórnin
verði að búa sig undir að meira
reyni á hana í því efni.
Ásmundur Stefánsson sagði við
Morgunblaðið, að sér þætti nokkuð
sérkennilegt að ríkisstjórnin skuli
skyndilega skella fram afmörkuð-
um tillögum um aðgerðir til að efla
atvinnulíf þegar fyrir hefði legið
að atvinnumálanefndin, sem í eiga
sæti fulltrúar ríkisstjórnar, aðilar
vinnumarkaðar og sveitarstjórna,
myndi í þessari viku koma fram
með tillögur um þau atriði sem til-
lögur ríkisstjórnarinnar fyölluðu
um. „Sumir myndu ætla að það
væri gert til að draga úr líkum á
að nefndin komi fram með tillögur
um eitthvað annað og rneira," sagði
Ásmundur.
Hann sagði, að segja mætti að
það sem kæmi fram í yfírlýsingu
ríkisstjórnarinnar væri sótt í smiðju
atvinnumálanefndarinnar, ef frá
væri talið það sem kemur fram um
tekjuskatt fyrirtækja. „Og í skatta-
málum hefði ég talið brýnna verk-
efni að taka á aðstöðugjaldi en
tekjuskatti því aðstöðugjaldið kem-
ur einkum illa við lítil fyrirtæki á
landsbyggðinni, sem verða að sækja
sér aðföng gegnum milliliði sem
aðstöðugjald fellur á og verða síðan
sjálf að greiða aðstöðugjald.
Það vantar einnig mikið í þetta
útspil nefndarinnar. Þarna er ekk-
ert um hvernig taka eigi á þeim
vanda sem niðurskurður aflakvóta
hefur leitt yfír ýmsa staði. Þarna
er ekkert um það hvernig halda
eigi vinnslunni í landi, svo ekki sé
talað um að auka hana. Það er
ekkert um það hvaða ráðstafana
verði gripið til svo halda megi skipa-
viðgerðum í landinu. Það er ekkert
um ráðstafanir til að nýta þá orku
sem hefur verið beisluð en rennur
ónýtt til sjávar, nema þá ef taka
ætti hugmyndir um hugsanlegt ál-
ver sem nú hafa komið fram.
Framkvæmdirnar sem ríkis-
stjórnin talar um eru auðvitað mik-
ilvægur þáttur og við hljótum auð-
vitaða að fagna þeim umskiptum í
afstöðu ríkisstjórnarinnar að hún
sé tilbúin að fara fram með aðgerð-
ir af því tagi. Það er hins vegar
jafn ljóst að þessar aðgerðir eru
ekki nægilegar til að forða okkur
frá fyrirsjáanlegu atvinnuleysi. Ég
held þess vegna að þótt þarna hafi
komið áfangi verði ríkisstjómin að
búa sig undir það að gera meira í
þessu máli ef einhveijar sættir eijga
að vera í samfélaginu," sagði As-.
mundur Stefánsson.