Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Ingi Signrður Bjarna- son — Kveðjuorð í gær var til moldar borinn tengdafaðir minn, Ingi Sigurður Bjarnason. Hann lést í Borgarspít- alanum aðfaranótt 7. september eftir löng og erfið veikindi. Ingi fæddist í Reykjavík 21. mars 1908. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, sjómaður í Reykja- vík, og Björg Jónsdóttir. Ingi tók sveinspróf í múrsmíði árið 1932 og meistararéttindi hlaut hann 1942. Hann þótti mjög góður fag- maður og lagði mikið uppúr góðri vinnu. Eftir nokkurra ára vinnu við múrverk kom í ljós að Ingi hafði ofnæmi fyrir sementi, voru hendur hans oft það slæmar að hann gat ekki matast hjálparlaust. Þegar hann hætti að geta unnið við múrverk, sneri hann sér að flí- salögnum. Eru þau mörg húsin í Reykjavík sem bera vitni um hand- bragð hans. Ahugamál átti Ingi en það voru íþróttir og söngur. Hann stundaði fijálsar íþróttir er hann var ungur, einnig æfði hann sundi hjá ÍR. En aðrar íþróttir voru honum hug- leiknar og var hann til að mynda einlægur stuðningsmaður Vals. Ingi var alla tíð mjög söngelskur maður, en hann var innan við tví- tugt þegar hann hóf að syngja með Karlakór Reykjavíkur og söng hann þar næstu tuttugu árin. Hann tók sér nokkurra ára hvíld frá söngnum, en 1960 hóf hann aftur söng með Karlakórnum og söng hann með honum til 1973. Síðar söng hann með eldri félögum kórs- ins. Til marks um það hvað söngur- inn var hugleikinn Inga má nefna að sumardaginn fyrsta söng hann með eldri borgurunum á Hótel Sögu, þá orðinn sárþjáður. Viku síðar var hann lagður inn á Borgar- spítalann og átti ekki afturkvæmt þáðan. Ingi kvæntist tengdamóður minni, Borghildi Vilmundardóttur, 8. desember 1945. Hún lést 29. september 1987 og var sárt saknað af öllum. Blessuð sé minning henn- ar. Ingi og Borghildur eignuðust 9 börn og eru barnabömin orðin 14. Á heimili tengdaforeldra minna var gott að koma, alltaf var tekið á móti öllum með hlýju brosi og opn- um örmum. Er kemur að leiðarlokum langar mig að þakka Inga fyrir vinsemd hans, traust og hlýju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kristjana Kristjánsdóttir. Vegna mistaka við vinnslu þessara minningarorða í blað- inu í gær birtast þau hér. Morgunblaðið biður hlutað- eigandi afsökunar. Kveðja Bergljót Eiríksdóttir Fædd 30. ágúst 1917 Dáin 1. september 1992 Er sólin skein frá himindjúpi háu og hélug blómin kyssti þýtt sem móðir, þá mælti ég ósjálfrátt; hve guð er góður að gefa öllu, bæði háu og lágu, ástrika móður. Móðurhjartað blíða er mynd, er geislabrot af drottni sjálfum. Svo mælti ég og tók með huga hálfum í hönd mér iitla sóley undurfriða, er óx hjá vegi, og ég horfði hljóður á hennar fagurgulu blöðin smáu. En heiðalóu hátt í lofti bláu ég heyrði syngja blítt um guð og móður. (1889, Jóhann Sigutjónsson) Visnið, sóleyjar, vinir mínir - eignist göfuga gröf. Berið þá hinstu kveðju - manns og bama - blessaðri móður. (1912, J.S.) Guðrún. ___________Brids______________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Bridsfélag byrjenda Vetrarstarfið hefst 22. sept. nk. kl. 19.30. Spilaður verður Michell- tvímenningur en áætlað er að starfið í vetur verði með svipuðum hætti og í fyrra. Spilað er í húsi Bridssambandsins og keppnisstjóri er Kristján Hauksson. Bridsfélag Breiðfirðinga Vetrarstarfið hjá BF Breiðfirð- inga hefst fimmtudaginn 17. sept. með eins kvölds tvímenningi. 24. september verður einnig spilaður eins kvölds tvímenningur og 2. október byijar 3-4 kvölda baró- meter. Spilað er í húsi Bridssam- bandsins, Sigtúni 9, á fímmtudög- um kl. 19.30. Keppnisstjóri er ísak O. Sigurðsson. Allir spilarar eru velkomnir. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Vetrarstarfsemi deildarinnar hefst mánudaginn 21. sept. nk. með eins kvölds tvímenningi, upp- hitun. Mánudaginn 28. sept. nk. hefst aðaltvímenningur deildarinn- ar, 5 kvölda. Spilað verður í sal Meistarasambands byggingar- manna í Skipholti 70, 2. hæð, stundvíslega kl. 19.30 öll mánu- dagskvöld. Upplýsingar og þátttökutilkynn- ingar í síma 71374 á kvöldin hjá Ólafi Jónssyni. Vetrar-Mitchell BSÍ Vetrar-Mitchell BSÍ hefst næsta föstudag, 19. sept. kl. 19.00 í Sig- túni 9. Eins kvölds keppnir, allir velkomnir. Bridsfélag Homafjarðar Dagana 25.-26. sept. nk. gengst BH fyrir opnu tvímenningsmóti á Hótel Höfn. Mótið hefst kl. 20 á föstudag og er áætlað að spila- mennska ljúki kl. 19 á laugardag. Spilaður verður barometer og spil- að um silfurstig. Verðlaun að verð- mæti 210 þúsund eru fyrir 4 efstu sætin. Skráning er í fullum gangi en henni lýkur fimmtudag 24. sept. Þátttaka takmarkast við 40 pör og keppnisgjald er 3000 kr. á mann. Samið hefir verið við Flug- leiðir um sérstakt fargjald til og frá Höfn. Þá kostar gisting í tvær nætur á Hótel Höfn 5000 kr. og er morgunverður innifalinn. Bikarkeppnin 1992 Þriðju umferð Visa-bikarkeppni Bridssambands íslands er nú lokið, úrslit þeirra leikja sem ekki hafa birst áður eru eftirfarandi: Sveit Sigfúsar Þórðarsonar, Sel- fossi, fékk sveit Nýheija, Jón Þor- varðarson, Reykjavík, í heimsókn og vann sveit Sigfúsar með 99 Imp gegn 73 Imp. Sveit Stefaníu Skarphéðinsdótt- ur, Skógum, fékk sveit Suður- landsvídeós, Aðalstein Jörgensen, Reykjavík, í heimsókn og þar unnu gestirnir sveit Suðurlandsvídeós með 157 Imp gegn 69 Imp. Sveit VÍB, Orn Amþórsson, Reykjavík, spilaði við sveit Raf- togs, Hjálmar S. Pálsson, Reykja- vík, og vann sveit VÍB þann leik með 125 Imp gegn 118 eftir að hafa verið undir allan tímann. Sveit Gunnlaugs Kristjánssonar, Reykjavík, spilaði við sveit Eðvarðs Hallgrímssonar, Reykjavík, og vann Gunnlaugur þann leik með 149 Imp gegn 46 Imp. Sveit Símonar Símonarsonar, Reykjavík, spilaði við sveit Magn- úsar Ólafssonar, Reykjavík, og vann sveit Símonar með 132 Imp gegn 91 Imp. Dregið hefur verið í fjórðu um- ferð Visa-bikarkeppninnar og í þeirri umferð eiga eftirtaldar sveit- ir að spila saman: Tryggvi Gunnarsson - Símon Símonarson Gísli Hafliðason - Sigfús Þórðarson Gunnlaugur Kristjánsson - Eirikur Hjaltason VÍB - Suðurlandsvídeó Þessari umferð á að ljúka í síð- asta lagi sunnudaginn 4. október. Undanúrslitin og úrslitin í Visa- bikarkeppni Bridssambands ís- lands verða síðan spiluð helgina 10.—11. október. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð sími 620200 á&'ieytóviyci'i, Opið alla daga frá kl. 9 22. 31 + Elskulega litla dóttir okkar og systir, THELMA HRUND SIGURGEIRSDÓTTIR, andaðist í Landspítalanum 14. september. Útförin fer fram föstudaginn 18. september kl. 11.00 frá Akrafies- kirkju. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á barnadeild Hringsins:*''' Sigurgeir Sigurðsson, Herdfs Jónsdóttir, Anna Ósk Sigurgeirsdóttir. Útför systur okkar, SIGURBJARGAR ÁRNADÓTTUR frá Hrólfstaðahelli, fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 19. september kl. 15.00. Oddur Árnason, Sigurþór Árnason. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Skeiðháholti, verður jarðsungin frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 19. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Sjúkrahús Suður- lands, Selfossi. Ólafur Jónsson, Bjarni Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Vilmundur Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Jóhanna Jónsdóttir, Kristin Skaftadóttir, Bergþóra Jensen, Kristfn Hermannsdóttir, + Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓMUNDAR EINARSSONAR, Örnólfsdal, Þverárhlfð. Ketill Jómundarson, Eyjólfur Magnús Jómundarson, Guðrún Jómundardóttir, Margrét Jómundardóttir, Örnólfur Hlfðar Jómundarson, Kristinn Rafn Jómundarson, Iðunn Jómundardóttir, Saga Helgadóttir, Hjörleifur Guðmundsson, Óli Ragnar Jóhannsson, Ragnheiður Ásmundsdóttir, Kristinn Lind Egilsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURJÓNS SIGURJÓNSSONAR, Nökkvavogi 31. Kristfn Sigurjónsdóttir, Eiríkur Albertsson, Sigrún Sigurjónsdóttir Borach, Just Borach, Brynhildur Sigurjónsdóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, Ágúst H. Sigurjónsson, Gunnar Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR SIGRlÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Bjarnarstíg 1, Reykjavfk. Áslaug B. Þórhallsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir, Arnór Þórhallsson, Ingibjörg Birgisdóttir, Magnús Birgisson, Runólfur Sigurðsson, Frank Donovan, Ingibjörg Björnsdóttir, Magnús Magnússon, Jit Khorchai, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ást- kærs sonar okkar, bróður og barna- barns, BJÖRGVINS DAVfÐS BJÖRNSSONAR. Halldóra S. Björgvinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Stella D. Ólafsdóttir, Halldóra R. Pétursdóttir, Björgvin S. Jónsson, Björn Valur Gfslason, Þurfður L. Rósenbergsdóttir, Sigurveig P. Björnsdóttir, Berglind H. Björnsdóttir, Katla H. Björnsdóttir, Sigurveig A. Stefánsdóttir, Gfsli M. Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.