Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Sig Rogich að- stoðar Bush for- seta í baráttunni SIG Rogich hefur sagt lausu embætti sinu sem sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi og er farinn vestur um haf til að taka við „lykilhlut- verki í kosningabaráttu George Bush Bandaríkjaforseta“, að því er fram kom i samtali Morgunblaðsins við Jón B. Guðlaugsson, blaða- fulltrúa Menningarstofnunar Bandaríkjanna á íslandi. Olíklegt þyk- ir að nýr sendiherra verði skipaður fyrr en um eða eftir áramót, allt eftir niðurstöðum kosninganna í nóvember. Að sögn Jóns B. Guðlaugs- sonar fór Bandaríkjafor- seti þess á leit við Rogich að hann segði embættinu lausu og kæmi til starfa við kosningabarátt- una. Jón gat ekki upplýst í hveiju starf Rogich í kosningabaráttu for- setans eigi að felast. Sig Rogich Sig Rogich var ábyrgur fyrir ímynd Bush í síðustu kosningabar- áttu og eftir kosningamar var hann í starfsliði Hvíta hússins uns hann tók við sendiherrastarfmu hér. í yfirlýsingu af þessu tilefni seg- ir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir sendiherrann, sem hafi talið sér sóma að því að gæta hagsmuna Bandaríkjanna í landinu þar sem hann fæddist. Janet Andres, 1. sendiráðsritari, gegnir sendiherraembættinu uns nýr sendiherra verður skipaður. Riða finnst í fé í Vatnsdal Öllu fé frá Miðhús- um verður fargað RIÐUVEIKI hefur fundist í fé frá bænum Miðhúsum í Sveinsstaða- hreppi í Vatnsdal og verður öllu fé frá bænum lógað á næstu dögum af þeim sökum, eða um 550 kindum. frá Miðhúsum þegar féð kom af fjalli. Kindunum var umsvifalaust lógað og sýni send Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, en staðfesting á því að um riðuveiki væri að ræða barst Sauðijárveiki- vömum í gær. Kjartan sagði að riða hefði síðast fundist á þessu svæði í febrúar síðastliðnum. Þar var um að ræða fé frá bænum Ásbrekku í Áshreppi, og var því öllu lógað, eða rúmlega 600 kindum. Að sögn Kjartans Blöndal hjá Sauðfjárveikivörnum urðu menn varir við riðuveiki í tveimur kindum Fínull lýst gjaldþrota Borgarnesi. FYRIRTÆKEÐ Fínull hf. í Borgar- nesi, hefur verið lýst gjaldþrota. Nýtt fyrirtæki, Angórufatnaður hf., hefur tekið reksturinn á leigu fram í mars á næsta ári. Borgamesbær á 80% í Angóru- fatnaði og Sigurður Fjeldsted á tæp 20%, auk þess sem tveir fyirum starfsmenn Fínullar eiga hlut. Fram- kvæmdastjóri Angórufatnaðar hf. er Sigurður Fjeldsted. Sigurður kvaðst sannfærður um að hægt sé að reka fyrirtækið og stefna Angórufatnaðar hf. sé að kaupá vélar og tæki af þrotabúinu ef dæmið gangi upp. Af þeim tólf sem sagt var upp hjá Fín- ull hf. er gert ráð fyrir að átta til tíu fái vinnu hjá nýja fyrirtækinu. Borgamesbær lagði fram fimmtán milljóna króna hlutafé í Fínull hf. fyrir um ári og átti um 50% eignar- hlut í fyrirtækinu. Aðrir helstu eig- endur voru Framkvæmdasjóður og Byggðastofnun, með um 25%, og kanínubændur með um 20% eignar- h|ut. TKIJ. . Morgunblaðið/Úlfar Gerð forskála í Tungudal við ísafjörð er nú að ljúka. Frá göngunum hefur verið gerður nýr veg- ur, 2,5 km, en frá honum blasir við Tungudalur- inn með skógræktarsvæðum, sumarhúsabyggð og golfvelli ísfirðinga og verður það væntanlega kærkomin sýn ferðamanna eftir nær sex km ferð í iðrum jarðar. Gangagerð á Vestfjörðum gengur samkvæmt áætlun Göngin úr Tungudal nú 1,5 km ísafirði. í SUMAR hefur verið unnið við gangagerð í Súgandafirði og er borinn kominn tæpa 600 metra inn úr Botnsdal. Síðasta vetur var grafið úr Tungudal við ísafjörð og eru göngin þar nú 1.500 metra löng, en munu siðan kvislast við 1.963 metra til Breiðadals í Önund- arfirði og Botnsdal í Súgandafirði. I sumar hefur jafnframt verið unnið að vegagerð frá öllum munnaopunum og byggingu forskála í Tungudal. Vegagerðarmenn eru nú að pakka saman að sögn Gísla H. Guðmundssonar, staðarstjóra Vesturíss, enda tíðarfar orðið erf- itt til vegagerðar, mikil rigning og snjókoma á heiðum. Hann sagði að verkið gengi samkvæmt áætlun og ekkert sérstakt hefði komið upp á. Þó lentu þeir í slæm- um kafla í gangagerðinni í Súg- andafírði, en þar kom á móti að svo virðist sem þeir hafí farið fram hjá öðrum kafla úr lausu bergi, sem mælingar höfðu gert ráð fyr- ir. Þeir áætla að halda áfram í Botnsdal til 20. október og ætla þá að vera búnir að grafa 800-900 metra. Nú er búið að festa kaup á öðrum bor og er hann byijaður að bora í Breiða- dal. Þar á þó aðeins að fara um 20 metra inn í haust. Þegar gerð forskálans er lokið halda bormennirnir áfram þar sem frá var horfíð í vor. Upp úr ára- mótum er áætlað að komið verði að vegamótum. Þar hætta tvíbreið göng, en við taka einbreið göng með útskotum í tvær áttir. Þegar komið er framhjá gatnamótunum, sennilega í byijun apríl á næsta ári, er fyrirhugað að bora samtím- is í báðar áttir. í sumar hafa um 50 manns unnið að framkvæmdunum og að sögn Gísla H. Guðmundssonar var um þriðjungur þeirra heimamenn. Áætlað er að taka göngin í notkun í árslok 1995, en heildarkostnaður er áætlaður um 3.200 milljónir króna. Úlfar Veðböndum enn ekkí létt af togaranum Elínu Þorbjarnardóttur ÍS Veiðileyfi Örfirisejjar RE hugsanlega afturkallað VEÐBÖNDUM hefur ekki verið létt af togaranum Elínu Þor- bjarnardóttur ÍS. Grandi hf. á því von á bréfi frá sjávarútvegs- ráðuneytinu á næstunni, þar sem veiðileyfi Örfiriseyjar RE verður afturkallað, þegar skipið kemur næst til hafnar, sem verður um mánaðamótin. „Lánardrottnar eru margir og því tekur það sinn tíma að létta veðböndum af skip- inu. Við hefðum því þurft að fara í það fyrr en það verður gert,“ segir Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtangans hf. á ísafirði, en Norðurtanginn og Frosti hf. í Súðavík tóku yfír Freyju hf. á Suðureyri og Elínu Þorbjarnardóttur. Grandi hf. gerði samning um ,^4starbréfið“ á 3 milljónir Stórt uppboð á íslenskum frímerkj- um í Osló 7 Óvæntasti fundurinn? Mynd aflíki Hitlers sýnd ísjónvarp- inu 20 Lax, lax, lax Laxveiðiánum lokað hverri af ann- ari 26 Leiðari_______________________ Aðgerðir í atvinnumálum 22 Viðskipti/Atvinnulíf A Dagskrá ► Kaffihúsauppsveifla í Reykja- ► Bréfaskriftir Gustavs Mahlers vík - Evrópska upplýsingamið- og Richards Strauss - Mat- stöðin í London - Islendingurinn reiðsluþáttur - Bamaefni - Rose- þjá ABB - Bók um skynsamlega ann kveður - Sherlok Holmes nýtingu frítímans. eltist við Moriarty. kaup á Elínu Þorbjamardóttur í maí sl. og afhenda átti skipið veð- bandalaust fyrir 28. ágúst sl., að sögn Jóns Rúnars Kristjónssonar íjármálastjóra Granda hf. Hann segist þó ekki hafa trú á öðru en að þetta mál leysist áður en Örfíris- ey missi veiðileyfíð. Ef það leysist hins vegar ekki þurfí Grandi að úrelda annað skip í stað Elínar Þorbj am ardóttur. Grandi keypti Örfírisey frá Færeyjum og ætlaði að úrelda þijú skip í staðinn, Elínu Þorbjamardóttur, Röst SK frá Sauðárkróki og Akurey SF frá Höfn í Homafírði. Jón Rúnar segir að ætlunin sé að selja Elínu Þor- bjamardóttur úr landi eða leggja skipið fram sem hluta af hlutafé Granda hf. í Friosur í Chile. Jón Páll Halldórsson segir að frestur til að létta veðböndum af Elínu Þorbjamardóttur hafí verið þrír mánuðir frá undirritun kaup- samnings. Stærsti veðhafínn í skip- inu er Byggðastofnun en ríkissjóður lét innsigla skipið vegna skulda og það er nú bundið við bryggju. Hann segir að veiðar hafí gengið illa að undanfömu og ef kaupa eigi frystan þorsk úr Barentshafínu í einhveijum mæli til að mæta afla- samdrættinum hér þurfi að kaupa danskar vélar til að þíða þorskinn upp en hver slík vél kosti tugi millj- óna króna. Þá segir hann að frysti- húsið á Suðureyri sé baggi á Norð- urtanganum og það vaeri sársauka- laust af hans hálfu ef Byggðastofn- un tæki frystihúsið yfír. Týndur sonur svaf heima MÓÐIR í Austurbænum til- kynnti lögreglunni snemma í gærmorgun að fjögurra ára gamall sonur hennar væri horfinn úr herbergi sínu og hún fyndi hann ekki í nágrenni við heimili þeirra. Jafnframt fylgdi til- kynningunni að sonurinn ætti það til að ganga í svefni. LÖgreglan sendi þijá bíla á staðinn en þrátt fyrir ítarlega leit fannst sonurinn ekki. Hálf- tíma síðar var ákveðið að fá sporhund á svæðið til að leita að drengnum. Þá uppgvötvaði moðirin að sonur hennar var þrátt fyrir allt sofandi í rúmi sínu en hafði lagt sig í rúm- fatavöndul til fóta þess og því hafði móðirin ekki tekið eftir honum í morgunsárið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.