Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992.
19
Verðkönnun í níu evrópskum borgum
Af 35 vörum eru 16
dýrastar í Reykjavík
Astæðan m.a. ófullnægjandi samkeppni að mati Verðlagsstofnunar
VERÐLAG í Reykjavík er til
muna hærra en í stórborgum í
öðrum löndum Vestur-Evrópu.
Samkvæmt verðkönnun, sem
gerð var í níu evrópskum borg-
um i byrjun aprílmánaðar síðast-
liðins og náði til 35 tegunda vöru
og þjónustu, eru 16 vörur dýrast-
ar í Reykjavík. Fimm vörur eru
næstdýrastar, en aðeins tvær
ódýrastar í Reykjavík. I tilkynn-
ingu frá Verðlagsstofnun segir
að orsakanna fyrir háu verðlagi
hér sé meðal annars að leita í
ófullnægjandi samkeppni.
Verðkönnunin var gerð að frum-
kvæði verðlags- og samkeppnisyf-
irvalda í Stokkhólmi, sem völdu
vörurnar og þjónustuna sem könn-
unin náði til. Alls staðar voru könn-
uð nákvæmlega sömu vörumerkin.
Kannað var verð í Reykjavík, Kaup-
mannahöfn, Helsinki, Stokkhólmi,
Osló, Hamborg, Lundúnum, París
og Vín. Reykjavík er dýrasta borg-
in af þessum níu en Hamborg sú
ódýrasta, þegar á heildina er litið.
í Hamborg voru 16 vörutegundir
ódýrastar og níu tegundir næst-
ódýrastar. Lundúnir og París komu
næstar Hamborg með hagstætt
verðlag. Norrænu borgirnar, með
Reykjavík í fararbroddi, voru oftast
með hærra verð en borgirnar á
meginlandinu.
Sem dæmi um verðmun má
nefna að verð á Legókubbum er
hæst í Reykjavík og Stokkhólmi,
eða 60-70% hærra en í Lundúnum.
„Lítil verðdreifing er hér á landi
og hátt verð skýrist vart af öðru
en lítilli samkeppni,“ segir Verð-
lagsstofnun. Levi’s gallabuxur voru
dýrastar í Reykjavík, um 60% dýr-
ari en í Helsinki, þar sem þær voru
ódýrastar. Philips AVM 911-ör-
bylgjuofn var 78% dýrari í Reykja-
vík en í Hamborg. Verðlagsstofnun
segir að hér á landi séu margar
tegundir örbylgjuofna og mætti því
ætla að verðsamkeppni væri mikil.
„Ef svo er þá er verðið hér á landi
á Philips-ofnum í samanburði við
verðið erlendis óútskýranlegt,“ seg-
ir stofnunin.
Kannað var verð á vinsælum
erlendum geisladiski. Verðið reynd-
ist hæst á íslandi, 58% hærra en
í Hamborg. „í Reykjavík er lítil sem
engin verðsamkeppni á milli selj-
enda geisladiska," segir Verðlags-
stofnun. Hljómsnælda með vinsælli
tónlist var langdýrust í Reykjavík,
92% dýrari en í Hamborg. „Það
gildir það sama um hljómsnældur
og geisladiska að lítil sem engin
verðsamkeppni er á milli seljenda,“
segir í athugasemdum Verðlags-
stofnunar með könnuninni. Er verð
á erlendum vasabrotsbókum var
athugað, reyndist það langhæst á
íslandi. „Sé tekið tillit til þess að
virðisaukaskattur er enginn á bók-
um í Noregi og aðeins 5,5% í Frakk-
landi var verðið í Reykjavík
70—80% hærra en þar sem það var
lægst. Má að miklu leyti kenna
skorti á samkeppni um hið háa
verð í Reykjavík," segir Verðlags-
stofnun.
Eina varan eða þjónustan, sem
var ódýrust í Reykjavík, var fjöl-
földun á bíllykli, einslípuðum eða
tvíslípuðum.
Verðlagsstofnun segir að hið háa
verð í Reykjavík sé aðeins að hluta
til hægt að skýra með flutnings-
kostnaði og opinberum gjöldum.
„Launakostnaður hér á landi er
hins vegar lægri en í löndunum sem
hér er gerður samanburður við. Það
verður því að leita meginskýring-
anna í markaðsaðstæðum hér á
landi, þ. á m. ófullnægjandi sam-
keppni," segir í tilkynningu stofn-
unarinnar.
Olympus AF-super myndavél
I Hamborq
Lewis gallabuxur
10.000 kr.
7.242 kr. 38%
verðmunur
6.890 kr.
I Helsinki
Braun Silk-épil rakvél
14.327 kr. 59%
I París
Sony Walkman WM-FX10 vasadiskó
3.900 kr. 61%
4.990 kr.
London
Nintendó tölvuleikur
I Hamborg
Lego-kubbar
| London
I 3.164 kr. 58%
| 3.705 kr. (Super Mario Bros 2)
] 3.601 kr. 3%
13.513 kr.
6.280 kr. m Reykjavík
I I Lægsta verð í
samanburðar-
borg
2.109 kr. 62%
11.392 kr. Hljómsnælda
l 1726 kr. 92% Hamborg
■11-169 kr. Pampers bleiur
| 1726 kr. 61% París
1.090 kr. Hraðframköllun
□ 587kr. 86% London f«ir
HH 854 kr. Vasabrotsbók
□438 kr. 95% París
. o
Verð- o
samanburður
í 9 borgum
Hamborg ódýrust, Reylqavík dýrust
Lægsta Næst lægsta Hæsta Næst hæsta
verð verð verð verð
teg. teg. teg. teg.
Hamborg 16 9 1 0
London 8 10 0 0
París 6 7 0 4
Vín 0 4 4 1
Kaupmannahöfn 1 2 1 6
Stokkhólmur 1 5 3 5
Ósló 1 2 4 7
Helsinki 2 1 9 9
Reykjavík 2 2 16 5
i/erðmunur milli aðildarlanda að löndin ganga til nánara E
EFTA og Evrópubandalagsins
kemur í ljós í könnuninni og er
verðið yfirleitt hærra í EFTA-ríkj-
unum þótt litlu muni á Vínarborg
og Kaupmannahöfn. „í tengslum
við birtingu þessarar könnunar í
Svíþjóð kom fram að gert sé ráð
fyrir að verðlag í Svíþjóð og Finn-
landi muni lækka um 10-30% eftir
samstarfs, fyrst og fremst vegna
aukinnar samkeppni frá fyrirtækj-
um í Evrópubandalaginu. Má
vænta þess að samkeppni aukist
einnig hér á landi í náinni framtíð
ef ísland tengist nánar hinu evr-
ópska efnahagssamstarfi," segir
Verðlagsstofnun.
Skrifstofutsekni
• INNRITUN HAFIN •
Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að
kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit.
Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar:
§ Bókfærsla
§ Ritvinnsla
§ Verslunarreikningur
§ Tölvubókhald
§ Töflureiknir
§ Tollskýrslugerð
§ Gagnagrunnur
§ Windows og stýrikerfi
Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á
mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur.
Tölvuskóli íslands
sími 67 14 66 • opið til kl. 22
peanner
^iasafio,2L
PELSÍNUSAFIO
3SAMAN
VICTORIA
rv - 2 SAMAN
HOLLENSKAR
pbrur
axtablanda
piskibolllr
'/•> dós
HLBOÐ
YIKIJNNAR
HAGKAUP
- attt í einni ferö