Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
NEYTENDAMAL
Tillitsleysi er hér áberandi
„Mikið geta íslendingar verið
ruddalegir," sagði ung vinkona
mín þegar vel klæddur ungur
maður á þrítugsaldri gekk á aðra
hækjuna hennar og nær felldi
hana um koll. „Gera menn sér
ekki grein fyrir því að hækjumar
eru hluti af manni,“ sagði hún og
varð bæði sár og reið. Við höfðum
verið á göngu í miðbænum, mann-
fjölda var þar ekki fyrir að fara
svo þessi ungi maður, sem hafði
báða fætur heilar, hafði nægjan-
legt svigrúm á gangstéttinni til
að komast leiðar sinnar. Honum
virtist ekki henta það eða þá að
hækjurnar fóru í taugarnar á hon-
um — svo hann bara gekk á þær.
Hækjur em fætur fyrir þá sem
þær nota og þær binda hendur.
Þær eru þess eðlis að viðkomandi
hefur enga möguleika á að víkja
sér til hliðar þegar einhver gengur
á þær. Tillitsleysi þeirra sem hafa
heila fætur, gagnvart þeim sem
búa við einhveijar hreyfihamlanir,
er hér allt of algengt. Slíkt er
ekki aðeins áberandi hjá ungum
körlum, ungar konur gefa þeim
lítið eftir.
Hugsunarleysi eða
tilfinningaleysi
Um daginn var ung kona vel
klædd í biðröð við afgreiðslukassa
í einni af bókaverslunum borgar-
innar. Hún hlóð þungum pappírs-
vamingi á borðið við kassann en
sýndi enga tilburði til að ýta hon-
um áfram svo afgreiðslustúlkan
ætti auðveldar með að nálgast
þær. Við sem á eftir komum ýttum
vamingnum áfram. Ég dáðist að
afgreiðslustúlkunni, hún var
snögg og greinilega ýmsu vön í
þessum efnum.
Nú er ekki auðvelt að átta sig
á því hvað veldur þessu dæma-
lausa tillitsleysi. Stafar þetta af
hugsunarleysi eða kæmleysi eða
erum við búin að ala hér upp
kynslóð af sérgóðu fólki sem hef-
ur engar tilfinningar gagnvart
öðrum og er svo upptekið af eigin
sjálfsdekri að eftir stendur eitt
stórt ÉG - sem allt og allir verða
að víkja fyrir.
Valkyrja í vígahug
Þegar svo þetta stóra ÉG sest
upp í bílinn sinn og ætlar á milli
staða virðast allir vera fyrir því.
Hegðun í akstri og skortur á ögun
á sér varla hliðstæðu annars stað-
ar. Hvar annars staðar en á ak-
' brautum hér upplifir maður að
bíl sé ekið þétt upp að næsta bíl
fýrir framan og flautað til að ryðja
sér braut. Sllkt atvik átti sér stað
á Kringlumýrarbraut nú í sumar.
Viðkomandi ók Kringlumýrar-
braut í norður og var á vinstri
akrein, þar sem til stóð að taka
vinstri beygju út af brautinni litlu
norðar. Birtist þá snögglega rauð-
ur flottur fólksbíll á mikilli ferð
og ekur þétt upp að bíl viðkom-
andi og leggst á flautuna. í spegli
mátti sjá unga ljóshærða konu við
stýrið, vonskulega á svipinn yfir
því að geta ekki ekið beint af
augum, á sínum mikla hraða, á
nákvæmlega þessari akrein. Mið-
akreinin var þó án umferðar og
stóð henni opin. Að upplifa slíkri
hegðun ökumanna í umferðinni
er ný reynsla.
Eins og tarfur í flagi
Honum lá líka lífið á unga
manninum sem ók nýlegum bíl
og pijónaði eins og óður í umferð-
inni eftir Bústaðaveginum í átt
að borginni snemma morguns nú
fyrir nokkru. Er komið var yfír
brúna ók hann fast upp að bíl
viðkomandi, sem var á hægri ak-
rein, til að fá hann til að víkja
úr vegi fyrir honum. Aksturslag
hans var slíkt að ákveðið var snar-
lega að koma sér sem fyrst yfir
á vinstri akrein og bjarga eigin
skinni. Ökuþórnum dugði það
skammt og hélt áfram uppteknum
hætti, þó var þétt umferð. „En
sú frekja, þú lætur þetta eftir
honum,“ sagði ung rödd við hlið
mér full vandlætingar. „Þegar
þessi maður lendir í árekstri, þá
vil ég vera víðs fjarri,“ sagði ég.
Við vorum i dauðafæri. Athuga-
semdin þótti nokkuð kaldhæðnis-
leg en ég hafði varla sleppt orðinu
þegar umferðin á hægri akrein
stöðvast algjörlega. Það hafði
greinilega orðið árekstur. Þegar
svo umferðin mjakaðist áfram um
síðir sáum við að vinurinn hafði
ekið beint aftan á annan bíl sem
stöðvaður hafði verið við umferð-
arljós á Bústaðaveginum og
skemmt báða bílana en hinn bílinn
þó öllu meira en sinn eigin.
Ökumenn, sérstaklega þeir
ungu, virðast hafa þann sið að
aka svo þétt að næsta bíl fyrir
framan, að ekki verður undan-
komu auðið ef hægir á umferð-
inni. Þannig verða slysin hér.
Auðvelt að forðast
aftanáakstur
Aftanáakstrar eru mjög al-
gengir hér í umferðinni og þeir
valda oft slæmum slysum á fólki
og kostnaðarsömum viðgerðum á
ökutækjum. Mér er ætíð í minni
ráð sem gefin voru af erlendum
ökukennara. Haldið alltaf hæfi-
legu bili á milli bíla í umferðinni,
sagði hann, aftanáakstur má forð-
ast ef fylgt væri þrem meginregl-
um í akstri.
Hann sagði að þegar stoppa
þyrfti ökutækið, eins og þegar
komið er að umferðarljósum, ætti
ökumaður að draga úr ferðinni í
þrem þrepum og stíga þrisvar á
bremsupedalann áður bílinn er að
fullu stöðvaður.
1. Fyrst á að stíga létt á brems-
una en lyfta fætinum strax upp
aftur. Við það dregur lítillega úr
ferð bílsins en bremsuljósin gefa
næsta bíl á eftir merki um að
umferðin sé að hægja á sér.
2. Því næst er stigið á brems-
una í annað sinn og dregið veru-
lega úr hraðanum þar til u.þ.b.
bíllengd er að næsta bíl, en þó
ekki stoppað alveg.
3. Þá er fætinum lyft af brems-'
unni eitt sekúndubrot og bílinn
látinn renna hægt að næsta bíl
fyrir framan og bílinn stoppaður
alveg. Á þann hátt er komið í veg
fyrir að ekið sé inn í bílinn sem
er fyrir framan.
Bremsuljósin eru mikilvægt
öryggistæki
Bremsuljósin eru mikilvægt ör-
yggistæki, sagði hann, og þau á
að nota. Með ljósunum er öðrum
í umferðinni gefin viðvörun og
mikilvægar upplýsingar um hrað-
ann sem framundan er þannig að
menn geti brugðist rétt við að-
stæðum og forðað árekstrum.
Slysum má auðveldlega forða
í umferðinni. Þar verður einn að
styðja annan. Það á jafnt við í
umferð sem í öðrum samskiptum
fólks. Tillitssemi er allt sem þarf.
M. Þorv.
Tölvunámskeið
Excel 4.0 fyrir Windows, 14 klst.
Word 2.0,fyrir Windows, 14 klst.
Windows 3.1, 8 klst.
PC grunnnámskeið, 16 klst.
Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur.
M A X I
Handhægar • sterkar • fjölbreyttar
Raðskúffur
sem varðveita smáhlutina
0DEXION SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNI31 • SÍMI62 72 22
Tilboð
Gildir út september.
Barnamyndatökur á kr
11.000,oo innfaliðó
myndir 9 x 12 cm tvœr
stœkkanir 20 x 25 cm og
ein stœkkun 30x40 cmí
ramma
3 ÓDÝRASTIR
Ljósmyndastofurnar:
Mynd sími 65-42-07
Barna og Fjölskylduljósm.
sími 677-644
Ljósmyndastofa Kópavotts
sími 4-30-20
IÐNSKÓLINN í
HAFNARFIRÐI
REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI
SÍMAR 51490 OG 53190
Trefjaplastnám
Námskeið í trefjaplastiðn verður haldið nú á haust-
önn. Upphaf námsins verður í formi fjárnáms þar sem
nemendur kynna sér bóklegt kennsluefni námskeiðsins
og leysa verkefni er tengjast námsefninu. I lokin verð-
ur tveggja vikna námskeið þar sem farið verður ítar-
legar í efnisþætti og unnar verklegar æfingar.
Innritun í námskeiðið þarf að berast Iðnskólanum í
Hafnarfirði fyrir 22. september. Gjald fyrir námskeið-
ið er kr. 18.000 auk kennslugagna.
Iðnskólinn í Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 74.
Símar 51490 og 53190.
IÐNSKÓLINN í
HAFNARFIRÐI
REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI
SÍMAR 51490 OG 53190
Námskeið fyrir þá, er annast
viöhald vinnuvéla
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir starfsfólk er
annast viðhald vinnuvéla. Kennslubækur verða á
ensku. Nú á haustönn býður skólinn vinnuvélafólki
enskunámskeið, sem er sniðið fyrir þá er þurfa að
lesa viðhaldsbækur og varahlutalista. Kennslan verð-
ur í formi fjarnáms til að auðvelda fólki utan höfuð-
borgarsvæðisins að taka þátt í námskeiðinu.
Innritun í námskeiðið þarf að berast Iðnskólanum í
Hafnarfirði fyrir 22. september. Gjald fyrir námskeió-
ið er kr. 5.000 auk kennslugagna.
Iðnskólinn í Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 74.
Símar 51490 og 53190.