Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
33
Og þau eru vel á sig komin
- 8 km hressileg gönguferð
um Lanzarote var næstum
búin að sprengja leiðsögu-
mennina!
SPANN
Gorbatjov
I langþráðu
sumarfríi
Sumarfrí Mikaels og Raisu Gor-
batjov nú er vægast sagt ólíkt
sumarfríinu á Krímskaga fyrir
rúmu ári, þegar þau voru skyndi-
lega hneppt í þriggja daga varðhald
af skammlífri byltingarstjórn. Fyrr-
verandi leiðtogahjón Sovétríkjanna
voru boðin til Spánar af spönsku
konungsíjölskyldunni og ríkis-
stjórninni í nokkurra vikna hvíldar-
dvöl.
Mallorka var fyrsti viðkomustað-
ur. Mikael og Raisa eyddu tveimur
dögum í að skoða Palma og Spánar-
konungur bauð þeim í hádegisverð
í Marivent-höllina, þar sem Soffía
drotting, Filippus krónprins og litla
prinsessan Kristína voru viðstödd.
Frá Baleareyjum flugu Mikael
og Raisa til Sevilla til að skoða
heimsýninguna EXPO ’92. Og
Filippus Gonzalez forsætisráðherra
bauð gestunum að gista hjá sér í
„Coto de Donana“ þar sem hann
og fjölskyldan dvelja sumarlangt.
Því næst var stefnan tekin á
Lanzarote í Kanaríeyjaklasanum.
Þar dvelja hjónin í sveitasetriny La
Mareta - gjöf frá Hussein Jórdaníu-
konungi til Juan Carlos Spánarkon-
ungs, sem á móti ánafnaði því til
ríkisins. Húsið er á fögrum útsýnis-
stað yfir Atlantshaf.
Jafnvel á þessum rómaða hvíldar-
stað áttu Gorbatjov-hjónin erfitt
með að staðnæmast. Áhuginn á að
sjá og skoða var svo mikill. Þau
fóru í langar gönguferðir svo að
leiðsögumenn og túlkar voru alveg
að örmagnast.
En síðustu daga hafa Mikael og
Raisa farið að njóta hvíldar og
hætt sér út fyrir La Mareta til að
stunda sjóböð. Hjónin eru svo
ánægð með Spánardvölina að þau
vonast til að geta lengt sumarfríið
um nokkra daga.
COSPER
COSPER
Hérna færðu fallegasta blómið, mamma.
Vaskhugi
Vaskhugi er nú meðal fullkomnustu bókhaldsforrita hér á landi
og hvað verð og einfaldleika snertir á það sennilega engan
jafningja.
Vaskhugi er einni kynslóð á undan öðrum bókhaldsforrritum.
Munurinn á Vaskhuga og gömlu hefðbundnu forritunum er
álíka mikill og á sjálfskiptum og beinskiptum bíl.
Verð á Vaskhuga er aðe'ns kr. 48.000, sem er svipað og ein
vinnslueining kostar eldri kerfum. Vertu velkominn að skoða
forritið eða hringdu í okkur og við sendum bækling um hæl.
Vaskhugi hf. s 682680
K'E^MNl^URENl
á nýju húdlínunni og
haustlitunum frá Yves
Saint Laurent í dag frá
kl. 12.00-18.00.
Clrfiru
Kringtunni 8 -12. sími 689033
Kristín Einarsdóttir. YSL leiðbeinandi.
og Pórunn Jónsdóttir,
förðunarfrœðingur. verða á staðnum.
Tekið er við tímapöntunum í síma 17201
5
Leiftrandi átakaverk úr íslenskri samtib!
Lýsing: Páll Ragnarsson
Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir.
Leikstjóm: Þórhallur Sigurðsson.
Leikendur: Helgi Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Pálmi
Gestsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Randver Þorláksson,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Þórey
Sigþórsdóttir, Edda Arnljótsdóttir og Sigurður Sigurjónsson.
Frumsýning 19. septemberkl. 20:00. Uppselt.
2. sýning sunnudag 20. september kl. 20:00.
vfHi> ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Góða skemmtun!