Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
27
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fiskimenn framtíðarinnar?
Þeir gera út við togarabryggjuna, félagarnir Leó Magnússon, Amar Þorsteinsson og Baldur Jóns-
son, og voru bara ánægðir með afla gærdagsins. Drógu hvem golþorskinn á fætur öðram upp á
bryggjuna og báru sig fagmannlega að er að því kom að gera að aflanum. „Við seljum þetta, það
er maður sem kaupir fískinn af okkur,“ sögðu þeir roggnir. En á meðan þeir drógu þorska við
bryggjuna voru tveir guttar, Helgi og Fannar, að kanna lífríki Pollsins, en ekki fylgir sögunni hver
niðurstaða þeirrar könnunar var.
Talsvert af gasoliu rann í höfmna
NOKKURT magn af gasolíu fór
í sjóinn er verið var að fylla eitt
skipa Utgerðarfélags Akur-
eyringa í gær. Olíuflekkur var
meðfram fjörunni frá togara-
bryggju og inn að Drottningar-
braut.
Guðmundur Sigurbjörnsson,
hafnarstjóri á Akureyri, sagði að
atvik sem þetta henti alltof oft og
í flestum tilvikum væri trassaskap
og kæraleysi um að kenna. „Menn
virðast ekki vera nægilega vakandi
við þetta og því miður er gerast
atvik sem þetta of oft,“ sagði Guð-
mundur.
Starfsmenn hafnarinnar notuðu
dreifiefni til að dreifa olíunni og
sökkva henni, en flekkurinn barst
fyrir straumi allt inn að Drottning-
arbraut. Guðmundur sagði ekki vit-
að nákvæmlega hversu mikið magn
af olíunni fór í sjóinn.
Þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar
Skuldir bæjarsjóðs
lækki um 100 millj.
Skatttekjur aukast
um 13 milljónir ár-
lega næstu þijú ár
UM 32 milljónum króna verður
árlega á næstu þremur árum var-
ið til að greiða niður skuldir bæj-
arsjóðs, en eitt af markmiðum
þriggja ára áætlunar um rekstur,
fjármál og framkvæmdir bæjarins
er að greiða niður almenn lang-
tímalán bæjarsjóðs um 5% á ári.
í áætluninni er gert ráð fyrir að
skatttekjur bæjarins aukist 13
miiyónir króna á ári að raungildi.
Helstu markmið áætlunarinnar
eru m.a. að nýta skattstofna bæjar-
sjóðs með sambærilegum hætti og
verið hefur á síðustu árum og þá er
gert ráð fyrir að hlutfall rekstrar-
gjalda af skatttekjum fari ekki yfir
71%, en við það er miðað í áætlun-
inni að álögur sem settar voru á
sveitarfélög í upphafi þessa árs verði
ekki framlengdar frá og með næstu
áramótum. Breytingar á rekstri sem
leiða af sér aukin rekstrargjöld koma
því aðeins til framkvæmda að tekjur
aukist eða náð verði spamaði í núver-
andi rekstri.
í forsendum áætlunarinnar er gert
ráð fyrir að íbúum á Akureyri fíölgi
um 1,5% á tímabilinu og þar af leið-
andi auknum skatttekjum. Þannig
er gert ráð fyrir að útsvarstekjur
aukist um 1% á ári, aðstöðugjöld um
0,75% og tekjur af fasteignagjöldum
um 1% á ári.
„í reynd erum við að tala um að
skatttekjumar aukist um 13 millj-
ónir á ári að raungildi. Þetta jafngild-
ir hins vegar því að skatttekjur á
hvem íbúa bæjarins lækka um 1,5
þúsund á þessu tímabili," sagði Hall-
dór Jónsson bæjarstjóri í ræðu sinni
við fyrri umræðu um áætlunina á
fundi bæjarstjómar á þriðjudag.
Gert er ráð fyrir í áætluninni að
verja um helmingi af áætlaðri tekju-
aukningu til aukinna rekstrarút-
gjalda og til að mæta aukinni þörf
fýrir nýja eða breytta starfsemi.
------»■■♦■■■♦--
Skautafélagið
*
Ovíst hvort
svellið opn-
ar í vetur
SKAUTAFÉLAG Akureyrar
skuldar rúmlega einnar milljón
króna rafmagnsreikning og hefiu'
rafmagn verið tekið af svæðinu.
Af þeim sökum liggja allar fram- g
kvæmdir niðri, en áætlað hafði
verið að ljúka byggingu búnings-
aðstöðu nú á haustdögum. Mikil
óvissa ríkir um rekstur félagsins
af þessum sökum og finnist ekki
lausn á fjárhagsvanda þess getur
svo farið að ekki verði unnt að
opna skautasvellið á næstunni.
Jón Hjaltason, formaður Skautar-
félags Akureyrar, sagði að skuld fé-
lagsins við Rafveitu Akureyrar væri
að mestu leyti frá síðasta vetri og
væri nú leitað leiða innan bæjarfé-
lagsins til lausnar á þessum vanda.
Ef ekki fyndist viðunandi lausn væri
ljóst að ekki tækist að opna svellið.
Síðastliðið vor var hafist handa
um að reisa 70 fermetra búningsað-
stöðu við skautasvæðið. Samkvæmt
samningi greiðir Akureyrarbær 75%
af kostnaði, eða um 3,1 milljón
króna. „Við höfum velt fyrir okkur
hvort ekki væri réttast að bærinn
tæki við þessum rekstri, það er alveg
ljóst að við óbreyttar aðstæður er
rekstur af þessu tagi ofviða félag-
inu,“ sagði Jón.
Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir
Biskup íslands í Hjarðarholtskirkju. Frá vinstri eru sr. Jens A.
Nielsen sóknarprestur í Búðardal og kona hans, Þóra Ingigerð-
ur Siguijónsdóttir, biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason og kona
hans, Ebba Sigurðardóttir, Helga Steinarsdóttir, eiginkona sr.
Ingibergs Hannessonar prófasts, sem er lengst til hægri.
Biskup vísiterar
Hjarðarholtssókn
Búðardal.
HÁTÍÐARBLÆR var yfir
Dalasýslu dagana sem biskup
íslands, hr. Olafur Skúlason,
vísiteraði í sýslunni.
Guðsþjónustur voru í öllum
kirkjum prófastsdæmisins sem
eru níu að tölu og var mjög fjöl-
mennt við þær allar, enda ekki
á hveijum degi sem Dalamenn
fá biskup í heimsókn. Það var
fyrir 16 árum síðast, en þá kom
hingað hr. Sigurbjörn Einarsson,
þáverandi biskup yfir íslandi.
í fylgd með biskupi voru kona
hans, frú Ebba Sigurðardóttir,
sr. Ingiberg Hannesson prófastur
og sr. Jens H. Nielsen sóknar-
prestur.
Biskupinn heimsótti bömin í
grunnskólanum, eldri borgarana
í Silfurtúni og sat svo kaffiboð
með kirkjugestum eftir messur.
Biskupshjónin era aðlaðandi
og elskuleg og leið íbúum Dala-
sýslu sérstaklega vel með þeim
og eiga þeir góðar endurminning-
Félagsmiðstöð í Seljahverfi
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
opnar nýja félagsmiðstöð,
Hólmasel, við Hólmasel 4-6, 20.
september. Félagsmiðstöðin er
um 550 fm að grunnfleti og
skiptist húsnæðið í samkomusal,
veitingasal, eldhús, setustofu,
billjardkrók, hjólaverkstæði og
skrifstofur. í húsnæðinu verður
ennfremur starfrækt bama- og
unglingabókasafn á vegum
Borgarbókasafns Reykjavíkur
og Tónskóla Eddu Borg.
Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar
verður sniðin fyrir alla aldurshópa.
Tvö kvöld í viku verður opið hús
fyrir 8.-10. bekk og munu ungl-
ingamir sjálfír hafa mótandi áhrif
á dagskrána að sögn forstöðu-
mannsins, Ragnheiðar Ámadótt-
ur. Eitt kvöld í viku er ætlað ald-
urshópnum 16-18 ára.
Á fímmtudagskvöldum verða
svokölluð fjölskyldukvöld þar sem
foreldrum og börnum þeirra verð-
ur boðið upp á stutt tómstundan-
ámskeið. Markmiðið með þessum
kvöldum er að bjóða fjölskyldunni
upp á sameiginlega tómstunda-
iðju.
Ölduselsskóli mun í samvinnu
við Hólmasel starfrækja svokallað-
an heilsdagsskóla. Hér er um til-
raunaverkefni að ræða þar sem
foreldram barna á aldrinum 6-9
ára gefst kostur á samfelldri þjón-
ustu tengdri hverfísskólanum.
Lögð verður áhersla á hreyfileiki,
útivist, aðstoð við heimanám,
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ragnheiður Árnadóttir, forstöðumaður Hólmasels, fyrir utan félags-
miðstöðina.
margs konar skapandi viðfangs-
efni og tómstundatilboð. Hús-
næðið mun ennfremur þjóna ýms-
um félögum og samtökum innan
Seljahverfís. Opnunarhátíð Hólm-
asels verður 20. september frá
15.00 til 18.00. Gefst þá hverf-
isbúum kostur á að líta við, skoða
húsnæðið, taka þátt í skemmtidag-
skrá og þiggja veitingar.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
(§#° Hótel
\=%Harpa
Nýr gistivalkostur
áAkureyri
Auk hagstæðs gistiverðs, njóta ..
gestir okkar afsláttar á veitingahús-
unum Bautanum og Smiðjunni.
Fastagestum, fyrirtækjum og hóp-
um er veittur sérafsláttur.
Hótel Harpa
Góð gisting á hóflegu veröi
í hjarta bæjarins.
Sími 96-11400
Ath. að Hótel Harpa er ekki i símaskránni.