Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
239. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTOBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sveitarstj órnarkosningar í Finnlandi
Aho segir stjórn-
ina sitja áfram
þrátt fyrir afhroð
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
FINNSKA stjórnarandstaðan
vann stórsigur í sveitarstjórnar-
kosningum á sunnudag en Mið-
flokkur Eskó Aho forsætisráð-
herra tapaði verulegu fylgi.
Fylgistap stjórnarflokkanna var
þó minna en skoðanakannanir
höfðu bent til. Aho segir stjórnina
Kosningafax
í röngum
herbúðum
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara
Morgunbladsins.
KLAUFALEG mistök áttu sér
stað í herbúðum repúblikana eftir
aðrar kappræður forsetafram-
bjóðendanna þegar simbréf, sem
ætlað var að hvetja stuðnings-
menn George Bush til að róma
frammistöðu forsetans, var sent
blaðamönnum.
í faxinu var skorað á sjálfboðaliða
og aðra stuðningsmenn að hringja
í fréttamenn og símatíma útvarps-
og sjónvarpsstöðva til að gefa til
kynna að Bush yrði krýndur ótvíræð-
ur sigurvegari. Var fólki sagt að
hringja í höfuðstöðvar repúblikana
ef erfitt væri að ná sambandi við
ljósvakamiðlana. Þar yrðu ummæli
þess tekin upp á segulband og séð
um að senda þau til útvarpsstöðva.
Fréttaskýrendur voru þeirrar
hyggju í gær að síðustu forvöð hefðu
verið fyrir Bush að ná frumkvæðinu
í síðustu kappræðunum, sem háðar
voru í gærkvöldi í East Lansing í
Michigan. Síðdegis í gær birti sjón-
varpsstöðin CBS skoðanakönnun þar
sem Clinton hafði 17% forskot á
Bush og naut stuðnings 50% að-
spurðra. 34% kváðust styðja Bush
og 14% Perot.
Sjá nánar frétt á bls. 27
Morjjunblaðsins.
ætla að silja áfram, þrátt fyrir
niðurstöðurnar, og að í kosning-
unum hafi einungis verið tekist á
um sveitarstjórnarmál. Flestum
fréttaskýrendum ber samt saman
um að Finnar hafi um helgina
öðru fremur verið að sýna
óánægju með ríkisstjórnina.
Kosningaþátta var mjög mikil eða
71,2%. Græningjar, sem taldir eru
róttækastir stjórnarandstöðuflokk-
anna, juku fylgi sitt úr 2,4% í 6,9%.
Höfðu skoðanakannanir gefið til
kynna að allt að 11% kjósenda
myndu kjósa græningja.
Ef miðað er við úrslit síðustu þing-
kosninga fór fylgi Miðflokksins úr
25% í 19% en fýlgi Hægriflokksins
helst stöðugt í kringum 19%. Hann
tapar þó 4% miðað við síðustu sveit-
arstjórnarkosningar. Jafnaðar-
mannaflokkurinn er nú orðinn
stærsti stjórnmálaflokkur Finnlands
en hann fékk 27,1% atkvæða í sveit-
arstjórnarkosningunum. í síðustu
þingkosningum kusu 22,2% Finna
jafnaðarmenn.
Reuter.
Bretadrottning í Þýskalandi
Elísabet Bretadrottning kom í opinbera heimsókn til Þýskalands í gær. í ræðu sem hún flutti í veislu, sem
Richard von Weiszácker Þýskalandsforseti hélt henni til heiðurs, hvatti hún ríkin til'að setja niður deilur
sínar um framtíða þróun Evrópubandalagsins, sem blossað hafa upp á síðustu vikum. Þjóðverjar hafa
sætt harðri gagnrýni í breskum fjölmiðlum undanfarið, m.a. vegna stefnu þýska seðlabankans í vaxtamál-
um, og hafa deilurnar ýft gömul sár vegna síðari heimsstyijaldarinnar. Drottningin lagði mikla áherslu á
stöðu Bretlands í Evrópu og sagði að aldrei í sögunni hefði verið eins mikilvægt að Evrópubandalagið
væri starfhæft. Þýskalandsforseti sagði í svarræðu sinni að sameinuð Evrópa væri óhugsandi án Breta.
Mikil mannfjöldi safnaðist saman í Bonn til að hylla drottninguna og á myndinni má sjá hana heilsa nokkr-
um þeirra, sem biðu hennar við komuna.
Breska ríkisstjórnin fellur frá áformum um að loka 31 kolanámu
Kúvending stjóniaiTmiar
mikið áfall fyrir Maior
T,onrioti. Thp Dailv Tplpcrranh.
London. The Daily Telegraph.
BRESKA ríkisstjórnin ákvað á
neyðarfundi í gær að fresta lokun
21 kolanámu af 31, sem Breska
ríkiskolafélagið, British Coal,
vildi loka á næstu sex mánuðum.
Boðað var til fundarins eftir að
Ijóst þótti að ríkisstjórnin yrði
undir er málið kemur til af-
greiðslu í þinginu á morgun. Þessi
ákvörðun felur í sér einhveija
mestu kúvendingu sem bresk rík-
issljórn, undir forystu íhalds-
Gorbatsjov reiður við komuna til Moskvu
Sakar Jeltsín um rógs-
herferð á hendur sér
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, ltom í gær aftur til
Rússlands frá Berlin, þar sem hann hafði verið viðstaddur útför
Willy Brandts, fyrrum kanslara Þýskalands. Hann ræddi við blaða-
menn á Moskvuflugvelli við komuna og var mjög harðorður í garð
rússneskra stjórnvalda og Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Hann
sagði forsetanum hafa mistekist að finna lausn á efnahagsvanda
þjóðarinnar og að hann neitaði að hlusta á ráðgjöf annarra umbóta-
sinna. Þá sagði Gorbatsjov stjórnvöld vera með skipulagða rógsher-
ferð í gangi gegn sér.
Talsmaður Jeltsíns sakaði í síð-
ustu viku Gorbatsjov um að hafa
leynt staðreyndum varðandi fjölda-
morð Sovétmanna á 15 þúsund
pólskum liðsforingjum í Katyn-
skógi árið 1940 og að Gorbatsjov-
stofnunin sviki undan skatti.
„Ég er farinn að halda að eitt-
hvað alvarlegt liggi á bak við þetta.
Kannski eru þetta fyrstu tákn þess
að ný stjórn sé tekin við völdum
sem hundsi grundvallarhugmyndir
„perestrojku" og lýðræðislegrar
uppbyggingar samfélagsins,"
sagði Gorbatsjov.
Hann sagði að þessari rógsher-
ferð yrði að linna þegar í stað en
bætti við að hann byggist við frek-
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov og Raísa
Gorbatsjova við komuna til
Moskvu í gær.
ari ásökunum á hendur sér á næstu
dögum. ítrekaði Sovétforsetinn
fyrrverandi að hann hefði fengið
fulla vitneskju um voðaverkin í
Katyn-skógi er honum voru sýnd
leynileg skjöl úr hirslum kommún-
istaflokksins í desember 1991,
nokkrum dögum áður en hann lét
af embætti. Þá væru allar ásakan-
ir um skattsvik stofnunar hans til-
hæfulausar.
flokksins, hefur gert í tuttugu ár
og er hún mikið áfall fyrir John
Major forsætisráðherra og Mich-
ael Heseltine iðnaðarráðherra.
Að loknum ríkissfjórnarfundinum
skýrði Hescltine breska þinginu
frá því að kolafélagið fengi að
loka tiu námum en ákvörðun
varðandi hinar yrði frestað til
næsta árs. Hann baðst afsökunar
á því hvernig ákvörðunin hefði
verið kynnt og sagðist bera fulla
ábyrgð á málinu.
Umræðurnar í þinginu stóðu í um
tvær klukkustundir og náði Heselt-
ine ekki að slá á reiði þingmanna
vegna ákvörðunarinnar um að loka
námunum. Einungis sólarhring áður
hafði hann lýst því yfir að ekki
kæmi til greina að hvika í málinu.
Márgir þingmenn íhaldsflokksins
telja að álit ríkisstjórnarinnar, sem
varð fyrir miklu áfalli er ákveðið var
að ganga úr gengissamstarfi Evrópu
(ERM) í síðasta mánuði, hafi nú
beðið enn einn alvarlegan hnekk.
Þá óttast sumir ráðherrar að kú-
vending stjórnarinnar muni styrkja
andstæðinga Maastricht-samkomu-
lagins innan flokksins og er nú talið
óvíst að það verði lagt fram í þing-
inu til staðfestingar í næstu viku
eins og stefnt var að.
Heimildir í breska forsætisráðu-
neytinu hermdu í gær að ekki hefði
komið til tals að Heseltine segði af
sér embætti en aukinn þrýstingur
er nú á Major að stokka upp ríkis-
stjórnina. Tveir ráðherra hennar,
Heseltine og Norman Lamont fjár-
málaráðherra, sæta nú ásökunum
um dómgreindarleysi.
Akvörðunin um lokun námanna
verður rædd í þinginu á morgun og
vonar stjórnin að þessi stefnubreyt-
ing verði til þess að hún komi mál-
inu í gegn. Þeir þingmenn íhalds-
flokksins, sem hvað harðast hafa
barist gegn lokun náma, settu hins
vegar í gær fram frekari kröfur og
gáfu margir í skyn að þeir væru enn
reiðubúnir að greiða atkvæði gegn
tillögu stjórnarinnar. Leiðtogi and-
ófsmannanna, Winston Churchill,
sem er barnabarn samnefnds forsæt-
isráðherra Bretlands, sagði Heselt-
ine ekki hafa komið nógu langt til
móts við kröfur þeirra.
Verkamannaflokkurinn reynir £ið
höfða til þessara þingmanna íhalds-
flokksins og hefur lagt fram tillögu
um að ekki verði tekin ákvörðun
fyrr en iðnaðamefnd þingsins hafí
gert úttekt á kostum og göllum þess
að loka námunum. Robin Cook, tals-
maður Verkamannaflokksins í iðn-
aðarmálum, sagði hina nýju stefnu
Heseltines vera setta fram til að
„bjarga ráðherrastörfum en ekki
atvinnu kolanámumanna".
Sjá nánar bls. 27.