Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÖBER 1992 Alþýðubandalag og formenn stj ómarflokkanna funda Ríkisstjórnin ræðir við aðra stjórnarandstöðuflokka í vikunni ÞRÍR af forystumönnum Alþýðubandalagsins áttu fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni utanrík- isráðherra um tillögur Alþýðubandalagsins um aðgerðir í efna- hagsmálum sem einkum miða að því að auka atvinnu. Samkomu- lag varð um að ræða ekki efnisatriði sem fram komu á fundinum en þessir aðilar hafa ákveðið að hittast aftur til frekari viðræðna I næstu viku. Á meðan munu formenn stjórnarflokkanna ræða við forystumenn Framsóknarflokksins og Kvennalistans og Al- þýðubandalagið mun einnig eiga viðræður við fulltrúa hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Það voru þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur Sigfússon og Ragnar Amalds sem sátu fund- inn af hálfu Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segir að á fundinum hafí verið farið yfir þær tillögur sem flokkurinn hefur gert og kynntar hafa verið í fjölmiðlum. Jafnframt útskýrðu þeir Jón Bald- vin og Davíð sín sjónarmið í stöð- unni. „Við fórum mjög ítarlega yfír höfuðatriðin í okkar tillögum og niðurstaða fundarins var að við myndum hittast aftur í næstu viku," segir Ólafur. Aðspurður um hvemig viðtökur tillögur Alþýðubandalagsins hafí fengið hjá ráðherrunum segir Ólaf- ur að samkomulag hafí orðið um að ræða ekki f fjölmiðlum um efnis- atriði fundarins. Hins vegar bendir hann á að þau felist fyrst og fremst í að frekari viðræður era áformað- ar. „Ég tel að í dag sé að mynd- ast mjög breið samstaða um að- gerðir í efnahagsmálum sem miða að því að draga úr atvinnuleysi og má þar nefna það sem fram hefur komið bæði hjá forystumönnum launafólks og vinnuveitenda. Til- lögur okkur hafa sama megin- markmið, það er að viðhalda þeim stöðugleika sem er í íslensku efna- hagslífí jafnframt þvl að styrkja undirstöður útflutningsgrein- anna,“ segir Ólafur. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn með Alþýðubandalaginu að fjölmörgum spumingum væri ósvarað af hálfu stjómarandstöð- unnar áður en hægt væri að kveða upp úr um hvort samstaða næðist um aðgerðir. Hann nefndi þar á meðal hvort stjómarandstaðan væri reiðubúin að samþykkja lækk- un launatengdra gjalda fyrirtækja, tillögur um fækkun undanþága frá virðisaukaskatti og lækkun út- gjalda í landbúnaðar- og heilbrigð- ismálum. Stærsta spurningin væri VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 20. OKTOBER YFIRLtT: Yfir hafinu suðsuðvestur af iandinu er víðáttumikið 1036 mb haeðar- svæði sem hreyfist suðsuðvestur. Við Hvarf er að myndast lægð sem verður komin yfir landiö síðdegis á morgun. SPÁ: Suðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi sunnan- cg vestantil en hæg- ari suðvestanátt annars staðar. Rigning vestanlands en skýjað með köftum austan til um morguninn en síðdegis verður rigning eða skúrir um mestallt tand. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A MIÐVfKUDAG: Norðaustan og síðar norðanátt með éljagangi um tima norðanlands en lægir siðan og léttir til um allt land- Hiti 0-5 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hægt vaxandi sunnan og suöaust- anátt og rigning eða slydda. fyrst vestanlands. Hiti vlðast 2-6 stig. Nýlr veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsftni Vefturstofu isiands — Vefturfregnlr: 990600. O <4k A A Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað V Ý r r r * f * / / * / f f f f * f Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyik, Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.^ * 10° Hitastig V V Súld 0 = Þoka riig. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 f gær) Atlir aöalþjóðvegir landsins eru greiðfærir, en þó er hálka á heiðum og hærri fialtvegum. Má þar nefna á norðanveröum Vestfjörðum, Norðurtandi, Norð- Áusturlandi og Austfjörðum. Uppiýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirtiti í síma 91-631500 og í grænni linu 99-6315. Vegagerftin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima Akureyri Reykjavík hiti +2 3 veöur léttskýjað atskýjað Bergen 7 skúr Heisinki 1 alskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Narssarssuaq 3 rigning Nuuk 2 skýjað Ostó 4 aiskýjað Stokkhóimur 8 skýjað Þórshöfn 3 snjóél Algarve 19 skýjað Amsterdam 10 skýjað Barcelona 13 rignlng Berlin vantar Chicago +4 heiðskírt Feneyjar 12 skýjað Frankfurt vantar Glasgow 10 léttskýjað Hamborg vantar London B mistur LosAngeles 17 alskýjað Lúxemborg vantar Madrid 12 alskýjað Malaga 17 alskýjað Mallorca 23 léttskýjað Montreaf 2 skúr NewYoric 8 alskýjað Ortando 14 léttskýjað Parla 11 skýjað Madeíra 22 hálfskýjað Róm 19 alskýjað Vín 11 léttskýjað Washington 6 léttskýjað Winnipeg +3 alskýjað / DAG kl. 12.00 , 5° / Helmlld: Veðurstola Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.151 gær) Morgunblaðið/Sverrir Forystumenn Alþýðubandalagsins og stjórnarflokkanna hittust í stjórnarráðshúsinu í gær. Frá vinstri: Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, Davíð Oddsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grimsson formaður Alþýðubandalagsins, Steingrímur Sigfússon varaformaður og Ragnar Arnalds þingflokksformaður. hvort stjómarandstaðan væri tilbú- in að tryggja EES-samningnutn, sem væri stærsta hagsmunamáí íslendinga, brautargengi á Al- þingi. „Prófsteinninn á það, hvort hugur fylgir máli í reynd, er hvaða svör þeir gefa við þessum spurn- ingum og þau svör vora ekki gefin á þessum fundi,“ sagði Jón Bald- vin. Jón Baldvin segir að forsætis- ráðherra hafí óskað eftir fundi með forystumönnum Framsóknar- flokksins í dag, þriðjudag, og með Kvennalistanum á morgun. „Við munum jafnframt ræða áfram við aðila vinnumarkaðarins. Þær við- ræður vora hafnar áður en Alþýðu- bandalagið sendi okkur þessar hugleiðingar," sagði Jón Baldvin. Lögbann á Levi’s gallabuxnasölu Hagkaups Seldi eins mikið um helgina og síð- ustu tvær vikur MIKIL sala var í Levi’s gallabuxum í Hagkaup um helgina að sögn Jóns Ásbergssonar, framkvæmdastjóra verslunarinnar. Hann sagði eins mikið hafa verið keypt á þessum tveimur dögum og frá því farið var að sejja buxurnar í Hagkaup fyrir hálfum mánuði. Gert var ráð fyrir að Levi Strauss fyrirtækið greiddi 12 miljjóna króna tryggingu síðdeg- is í gær og lögbann á Hagkaupssöluna tæki þar með gildi. Umboðsmaður Levi Strauss fyrir- tækisins krafðist lögbanns þar sem talið var að um falsaða vöru væri að ræða í Hagkaup. Þegar hann hefur greitt 12 milljónir króna í tryggingu tekur sýslumaðurinn í Reyiqavík það sem eftir er af Levi’s gallabuxum Hagkaups úr hillum búð- arinnar og innsiglar þær. Jón Ás- bergsson segir að Hagkaup bjóði eftir sem áður Levi’s barnaföt og innan skamms verði gallabuxur á fullorðna aftur til sölu. Hann segir að þær gallabuxur verði keyptar í smásölu í Bandaríkj- unum eins og bamavörumar og úr- val aukið í sniði og lit. Hagkaup seldi Levi’s gallabuxur á tæpar 4.000 krónur en í Levi’s búðinni við Lauga- veg, sem selur eingöngu vörur þessa framleiðanda, kosta þær tæpar 7.000 krónur. Hvað bönnuðu buxumar varðar segir hann tvennt hafa verið gert; buxur hafi verið sendar á rannsókn- arstofu í Belgíu þar sem efni og litur sé borið nákvæmlega saman við bux- ur beint frá framleiðandanum og nú sé reynt að rekja slóð frá heildsalan- um til verksmiðjunnar í Bandaríkjun- um. Viðar Tómasson, verslunarstjóri í Levi’s búðinni við Laugaveg, segir að lögbannsbeiðnin sé verslun hans óviðkomandi og berist beint frá fyrir- tækinu. Það reyni nú að taka á mik- illi sölu á gallabuxum ómaklega merktum Levi’s. Viðar segir að neyt- Haglagiisa yfir rútuna HAGLADRÍFA skall framan á rútu við Hamragilsafleggjara á Suðurlandsvegi síðdegis á laugar- dag og lét ökumaður lögregluna vita. Ökumaðurinn sá til ijúpnaskytta í fjarska og eru þær taldar bera ábyrgð á haglagusunni. Höglin gengu inn í bifreiðina og eitt skildi eftir stjömu í rúðunni. Ökumaðurinn gat gefíð lýsingu á bifreið ijúpna- skyttanna og leitaði lögregla hennar, en fann ekki. endur geti aðeins tryggt sig gegn fölsunum með því að skipta við viður- kennda umboðsmenn og þá megi þeklqa með merkinu „Authorised Levi’s Dealer." Símtaltil Los Angeles vakti grun umafbrot LÖGREGLAN í Reykjavík fékk upphringingu frá lög- reglunni í Los Angeles á sunnudagskvöld og var Ijáð að heimamönnum þar hefði borist til eyma að ungri konu væri haldið nauðugri á heim- ili í Reylqavik. Þegar að var gáð reyndist konan hafa farið fullfijálslega með staðreyndir þegar hún talaði við foreldra sína eftir rifrildi við unnust- ann. Lögreglan í Los Angeles sagði að konan, sem er bandarísk, hefði hringt í foreldra sína og sagt þeim að íslenskur unnusti hennar héldi henni nauðugri í íbúð í Reykjavík og hefði rifíð farseðil hennar og vegabréf. Foreldrum hennar varð að von- um illa við og höfðu þeir sain- band við lögregluna þar ytra, sem fékk íslenskan mann í lið með sér til að hringja í lögregl- una í Reykjavík. Þá hringdu for- eldrar hennar einnig. Lögreglan fór á stúfana og talaði við parið, sem varpaði ljósi á málið. Komið hafði til illdeilna þeirra í millum og maðurinn hafði rifið vegabréf konunnar. Hún hafði í hita leiksins hringt til foreldra sinna og borið sig illa. Nú var hins vegar allt fallið í ljúfa löð. Konunni var gerð grein fyrir þeim áhyggjum sem foreldrar hennar hefðu og lofaði hún að leiðrétta misskilninginn hið snarasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.