Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÖBER 1992
Alþýðubandalag og formenn stj ómarflokkanna funda
Ríkisstjórnin ræðir við aðra
stjórnarandstöðuflokka í vikunni
ÞRÍR af forystumönnum Alþýðubandalagsins áttu fund með Davíð
Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni utanrík-
isráðherra um tillögur Alþýðubandalagsins um aðgerðir í efna-
hagsmálum sem einkum miða að því að auka atvinnu. Samkomu-
lag varð um að ræða ekki efnisatriði sem fram komu á fundinum
en þessir aðilar hafa ákveðið að hittast aftur til frekari viðræðna
I næstu viku. Á meðan munu formenn stjórnarflokkanna ræða
við forystumenn Framsóknarflokksins og Kvennalistans og Al-
þýðubandalagið mun einnig eiga viðræður við fulltrúa hinna
stjórnarandstöðuflokkanna.
Það voru þeir Ólafur Ragnar
Grímsson, Steingrímur Sigfússon
og Ragnar Amalds sem sátu fund-
inn af hálfu Alþýðubandalagsins.
Ólafur Ragnar Grímsson formaður
Alþýðubandalagsins segir að á
fundinum hafí verið farið yfir þær
tillögur sem flokkurinn hefur gert
og kynntar hafa verið í fjölmiðlum.
Jafnframt útskýrðu þeir Jón Bald-
vin og Davíð sín sjónarmið í stöð-
unni. „Við fórum mjög ítarlega
yfír höfuðatriðin í okkar tillögum
og niðurstaða fundarins var að við
myndum hittast aftur í næstu
viku," segir Ólafur.
Aðspurður um hvemig viðtökur
tillögur Alþýðubandalagsins hafí
fengið hjá ráðherrunum segir Ólaf-
ur að samkomulag hafí orðið um
að ræða ekki f fjölmiðlum um efnis-
atriði fundarins. Hins vegar bendir
hann á að þau felist fyrst og fremst
í að frekari viðræður era áformað-
ar. „Ég tel að í dag sé að mynd-
ast mjög breið samstaða um að-
gerðir í efnahagsmálum sem miða
að því að draga úr atvinnuleysi og
má þar nefna það sem fram hefur
komið bæði hjá forystumönnum
launafólks og vinnuveitenda. Til-
lögur okkur hafa sama megin-
markmið, það er að viðhalda þeim
stöðugleika sem er í íslensku efna-
hagslífí jafnframt þvl að styrkja
undirstöður útflutningsgrein-
anna,“ segir Ólafur.
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins sagði í
samtali við Morgunblaðið eftir
fundinn með Alþýðubandalaginu
að fjölmörgum spumingum væri
ósvarað af hálfu stjómarandstöð-
unnar áður en hægt væri að kveða
upp úr um hvort samstaða næðist
um aðgerðir. Hann nefndi þar á
meðal hvort stjómarandstaðan
væri reiðubúin að samþykkja lækk-
un launatengdra gjalda fyrirtækja,
tillögur um fækkun undanþága frá
virðisaukaskatti og lækkun út-
gjalda í landbúnaðar- og heilbrigð-
ismálum. Stærsta spurningin væri
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 20. OKTOBER
YFIRLtT: Yfir hafinu suðsuðvestur af iandinu er víðáttumikið 1036 mb haeðar-
svæði sem hreyfist suðsuðvestur. Við Hvarf er að myndast lægð sem verður
komin yfir landiö síðdegis á morgun.
SPÁ: Suðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi sunnan- cg vestantil en hæg-
ari suðvestanátt annars staðar. Rigning vestanlands en skýjað með köftum
austan til um morguninn en síðdegis verður rigning eða skúrir um mestallt tand.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A MIÐVfKUDAG: Norðaustan og síðar norðanátt með éljagangi um
tima norðanlands en lægir siðan og léttir til um allt land- Hiti 0-5 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hægt vaxandi sunnan og suöaust-
anátt og rigning eða slydda. fyrst vestanlands. Hiti vlðast 2-6 stig.
Nýlr veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30.
Svarsftni Vefturstofu isiands — Vefturfregnlr: 990600.
O <4k A A
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
V Ý
r r r * f *
/ / * /
f f f f * f
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skúrir Slydduél
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyik,
Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.^
* 10° Hitastig
V V Súld
0 = Þoka
riig.
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 f gær)
Atlir aöalþjóðvegir landsins eru greiðfærir, en þó er hálka á heiðum og hærri
fialtvegum. Má þar nefna á norðanveröum Vestfjörðum, Norðurtandi, Norð-
Áusturlandi og Austfjörðum.
Uppiýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirtiti í síma 91-631500 og í grænni
linu 99-6315. Vegagerftin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tima
Akureyri Reykjavík hiti +2 3 veöur léttskýjað atskýjað
Bergen 7 skúr
Heisinki 1 alskýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Narssarssuaq 3 rigning
Nuuk 2 skýjað
Ostó 4 aiskýjað
Stokkhóimur 8 skýjað
Þórshöfn 3 snjóél
Algarve 19 skýjað
Amsterdam 10 skýjað
Barcelona 13 rignlng
Berlin vantar
Chicago +4 heiðskírt
Feneyjar 12 skýjað
Frankfurt vantar
Glasgow 10 léttskýjað
Hamborg vantar
London B mistur
LosAngeles 17 alskýjað
Lúxemborg vantar
Madrid 12 alskýjað
Malaga 17 alskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Montreaf 2 skúr
NewYoric 8 alskýjað
Ortando 14 léttskýjað
Parla 11 skýjað
Madeíra 22 hálfskýjað
Róm 19 alskýjað
Vín 11 léttskýjað
Washington 6 léttskýjað
Winnipeg +3 alskýjað
/ DAG kl. 12.00 , 5° /
Helmlld: Veðurstola Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.151 gær)
Morgunblaðið/Sverrir
Forystumenn Alþýðubandalagsins og stjórnarflokkanna hittust í
stjórnarráðshúsinu í gær. Frá vinstri: Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, Davíð Oddsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grimsson
formaður Alþýðubandalagsins, Steingrímur Sigfússon varaformaður
og Ragnar Arnalds þingflokksformaður.
hvort stjómarandstaðan væri tilbú-
in að tryggja EES-samningnutn,
sem væri stærsta hagsmunamáí
íslendinga, brautargengi á Al-
þingi. „Prófsteinninn á það, hvort
hugur fylgir máli í reynd, er hvaða
svör þeir gefa við þessum spurn-
ingum og þau svör vora ekki gefin
á þessum fundi,“ sagði Jón Bald-
vin.
Jón Baldvin segir að forsætis-
ráðherra hafí óskað eftir fundi með
forystumönnum Framsóknar-
flokksins í dag, þriðjudag, og með
Kvennalistanum á morgun. „Við
munum jafnframt ræða áfram við
aðila vinnumarkaðarins. Þær við-
ræður vora hafnar áður en Alþýðu-
bandalagið sendi okkur þessar
hugleiðingar," sagði Jón Baldvin.
Lögbann á Levi’s gallabuxnasölu Hagkaups
Seldi eins mikið
um helgina og síð-
ustu tvær vikur
MIKIL sala var í Levi’s gallabuxum í Hagkaup um helgina að sögn
Jóns Ásbergssonar, framkvæmdastjóra verslunarinnar. Hann sagði eins
mikið hafa verið keypt á þessum tveimur dögum og frá því farið var
að sejja buxurnar í Hagkaup fyrir hálfum mánuði. Gert var ráð fyrir
að Levi Strauss fyrirtækið greiddi 12 miljjóna króna tryggingu síðdeg-
is í gær og lögbann á Hagkaupssöluna tæki þar með gildi.
Umboðsmaður Levi Strauss fyrir-
tækisins krafðist lögbanns þar sem
talið var að um falsaða vöru væri
að ræða í Hagkaup. Þegar hann
hefur greitt 12 milljónir króna í
tryggingu tekur sýslumaðurinn í
Reyiqavík það sem eftir er af Levi’s
gallabuxum Hagkaups úr hillum búð-
arinnar og innsiglar þær. Jón Ás-
bergsson segir að Hagkaup bjóði
eftir sem áður Levi’s barnaföt og
innan skamms verði gallabuxur á
fullorðna aftur til sölu.
Hann segir að þær gallabuxur
verði keyptar í smásölu í Bandaríkj-
unum eins og bamavörumar og úr-
val aukið í sniði og lit. Hagkaup seldi
Levi’s gallabuxur á tæpar 4.000
krónur en í Levi’s búðinni við Lauga-
veg, sem selur eingöngu vörur þessa
framleiðanda, kosta þær tæpar 7.000
krónur.
Hvað bönnuðu buxumar varðar
segir hann tvennt hafa verið gert;
buxur hafi verið sendar á rannsókn-
arstofu í Belgíu þar sem efni og litur
sé borið nákvæmlega saman við bux-
ur beint frá framleiðandanum og nú
sé reynt að rekja slóð frá heildsalan-
um til verksmiðjunnar í Bandaríkjun-
um.
Viðar Tómasson, verslunarstjóri í
Levi’s búðinni við Laugaveg, segir
að lögbannsbeiðnin sé verslun hans
óviðkomandi og berist beint frá fyrir-
tækinu. Það reyni nú að taka á mik-
illi sölu á gallabuxum ómaklega
merktum Levi’s. Viðar segir að neyt-
Haglagiisa
yfir rútuna
HAGLADRÍFA skall framan á
rútu við Hamragilsafleggjara á
Suðurlandsvegi síðdegis á laugar-
dag og lét ökumaður lögregluna
vita.
Ökumaðurinn sá til ijúpnaskytta
í fjarska og eru þær taldar bera
ábyrgð á haglagusunni. Höglin
gengu inn í bifreiðina og eitt skildi
eftir stjömu í rúðunni. Ökumaðurinn
gat gefíð lýsingu á bifreið ijúpna-
skyttanna og leitaði lögregla hennar,
en fann ekki.
endur geti aðeins tryggt sig gegn
fölsunum með því að skipta við viður-
kennda umboðsmenn og þá megi
þeklqa með merkinu „Authorised
Levi’s Dealer."
Símtaltil
Los Angeles
vakti grun
umafbrot
LÖGREGLAN í Reykjavík
fékk upphringingu frá lög-
reglunni í Los Angeles á
sunnudagskvöld og var Ijáð
að heimamönnum þar hefði
borist til eyma að ungri konu
væri haldið nauðugri á heim-
ili í Reylqavik. Þegar að var
gáð reyndist konan hafa farið
fullfijálslega með staðreyndir
þegar hún talaði við foreldra
sína eftir rifrildi við unnust-
ann.
Lögreglan í Los Angeles sagði
að konan, sem er bandarísk,
hefði hringt í foreldra sína og
sagt þeim að íslenskur unnusti
hennar héldi henni nauðugri í
íbúð í Reykjavík og hefði rifíð
farseðil hennar og vegabréf.
Foreldrum hennar varð að von-
um illa við og höfðu þeir sain-
band við lögregluna þar ytra,
sem fékk íslenskan mann í lið
með sér til að hringja í lögregl-
una í Reykjavík. Þá hringdu for-
eldrar hennar einnig.
Lögreglan fór á stúfana og
talaði við parið, sem varpaði ljósi
á málið. Komið hafði til illdeilna
þeirra í millum og maðurinn
hafði rifið vegabréf konunnar.
Hún hafði í hita leiksins hringt
til foreldra sinna og borið sig
illa. Nú var hins vegar allt fallið
í ljúfa löð.
Konunni var gerð grein fyrir
þeim áhyggjum sem foreldrar
hennar hefðu og lofaði hún að
leiðrétta misskilninginn hið
snarasta.