Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
37
8E
Greinargerð frá stjóm Námsgagnastofnunar
Staða og framtíð
Námsgangastofnunar
Vegna umfjöllunar um Náms-
gagnastofnun undanfarið vill stjórn
stofnunarinnar koma á framfæri
nokkrum atriðum sem tengjast
umræðunni um starfsemi stofnun-
arinnar.
Hagkvæm útgáfa
Meginverkefni Námsgagnastofn-
unar er að gefa út námsefni, þar
með taldar fræðslumyndir fyrir
grunnskólann. Auk þess rekur
stofnunin kennslumiðstöð og skóla-
vörubúð.
Nemendur í grunnskólum eru um
42.000 talsins og fá þeir ókeypis
námsgögn. Fjárveitingar til Náms-
gagnastofnunar miðast við nem-
endafjölda í grunnskólanum og á
þessu ári hefur stofnunin til ráðstöf-
unar tæplega 6.000 krónur á hvern
nemanda eða 247,4 milljónir í allan
rekstur sinn og framleiðslu. Til
samanburðar er rétt að geta þess
að samkvæmt könnun Dagblaðsins
frá 7. september sl. er kostnaður
framhaldsskólanema vegna náms-
bóka um 40.000 krónur á ári.
Árlega dreifir Námsgagnastofn-
un 600-700 þúsund eintökum af
ýmiskonar náms- og kennslugögn-
um til skóla landsins. Þetta þýðir
að skólamir fá að meðaltali um 15
eintök á nemanda sem skólamir
ákveða hvernig skuli með fara.
Meirihluti þess efnis sem Náms-
gagnastofnun gefur út er margnota
efni en það þýðir að nemendur fá
það ekki til eignar heldur afnota.
Það er að sjálfsögðu gert til spam-
aðar en í því liggur líka uppeldis-
legt atriði, þ.e.a.s. nemendur læra
að fara vel með verðmæti.
Frá árinu 1980 er Námsgagna-
stofnun tók til starfa hafa komið
út að jafnaði um 80 nýir titlar á ári.
Námsgagnastofnun er hluti af
menntakerfínu og vinnur í nánu
samstarfí við skóla landsins. Allar
áætlanir um útgáfu efnis í ákveðn-
um námsgreinum em gerðar í sam-
vinnu við hópa starfandi kennara á
viðkomandi sviði. Flestallir náms-
efnishöfundar eru kennarar og allir
þeir sem starfa að námsefnisgerð
hjá stofnuninni em reyndir kennar-
ar. Þessi nánu tengsl Námsgagna-
stofnunar við skólana stuðla að því
að námsefnið sé faglega unnið, að
það henti ríkjandi kennsiuháttum á
hveijum tíma og að forgangsröðun
verkefna í útgáfu sé í samræmi við
þarfír skóianna.
Kennslumiðstöð
Með tiivísun til þeirrar ákvörðun-
ar að flytja kennslumiðstöð til
Kennaraháskóla íslands vill náms-
gagnastjórn leggja áherslu á eftir-
farandi atriði:
Kennslumiðstöð er kynningar-
deild Námsgagnastofnunar þar sem
fram fer kynning á námsefni stofn-
unarinnar bæði fyrir kennara,
kennaraefni, foreldra og aðra þá
sem slíka þjónustu þurfa. Þar er
aðstaða til að skoða námsgögn, svo
sem bækur, myndbönd, skyggnur
og tölvuforrit, og til að fá nauðsyn-
lega leiðsögn um notkun þessa efn-
is. _
í kennslumiðstöð er veitt ráðgjöf
um námsefni og kennslutækni eins
og kveðið er á um í reglugerð um
stofnunina. Þar er safn innlendra
og erlendra námsbóka og hand-
bóka, m.a. á sviði sérkennslu. Stór
hluti þessa gagnasafns er byggður
á kynningareintökum sem Náms-
gagnastofnun hafa áskotnast vegna
tengsla við útgáfufyrirtæki og
kennslugagnastofnanir. Námsefn-
ishöfundar sem vinna fyrir stofnun-
ina geta skoðað þar námsefni og
aflað sér upplýsinga. Loks má nefna
að í miðstöðinni hefur kennurum
verið sköpuð aðstaða til að semja
eigin kennslugön.
í kennslumiðstöð hefur verið rek-
in margháttuð fræðslustarfsemi um
námsgögn og kennslutæki, oft í
samvinnu við eða með tilstyrk utan-
aðkomandi aðila, svo sem kennara-
félaga, fræðsluskrifstofa, Kennara-
háskóla íslands, menntamálaráðu-
neytisins og ýmissa fyrirtækja,
stofnana og samtaka.
Þröngur fjárhagur hefur sett
mark sitt á starfsemi kennslumið-
stöðvar. Aðeins eru þar 3 stöðugildi
en vegna nábýlis við aðrar deiidir
Námsgagnastofnunar og með
margvíslegri hagræðingu og sam-
nýtingu starfsmanna stofnunarinn-
ar hefur kennslumiðstöð tekist að
veita kennurum og skólum verulega
þjónustu. Kennslumiðstöð á vegum
Námsgagnastofnunar er því afar
hagkvæmt fýrirkomulag á þessum
rekstri.
Ýmsar hugmyndir hafa verið
uppi um þróun og eflingu þessarar
starfsemi, m.a. um samstarf við
fræðsluskrifstofur og aðrar skóla-
stofnanir svo og þjónustu við önnur
skólastig en grunnskóla. Náms-
gagnastjórn telur að langur vegur
sé frá því að allir kostir í þessu
máli hafí verið nægilega skoðaðir.
Stjórnin hefur lýst sig reiðubúna
til viðræðna um það hvemig heppi-
legast sé að haga því mikilvæga
verkefni sem unnið er í kennslumið-
stöð.
Skólavörubúð
Með vísan til þeirra hugmynda
sem ráðherra hefur kynnt um að
leggja Skólavörubúðina niður legg-
ur námsgagnastjórn áherslu á að
Skólavörubúðin er ekki ritfanga-
verslun. Hún er sérhæfð skólavöru-
verslun sem þjónar öllu landinu og
meginverkefni hennar er að útvega
margvísleg náms- og kennslugögn.
Þessi gögn tengjast iðulega einstök-
um námsgreinum eða námsefni sem
Námsgagnastofnun gefur út, sér-
stökum nemendahópum eða verk-
efnum í skólum. Má þar nefna sér-
kennslugögn og efni og tæki til líf-
fræði- og eðlisfræðikennslu. Skóla-
vörubúðin veitir að mati stjórnar
mikilvæga þjónustu við grunnskóla
landsins; einkum er þjónusta henn-
ar mikilvæg fyrir skóla á lands-
byggðinni.
Ottast er að þjónusta til skólanna
minnki eða hyerfí ef búðin verður
seld eða lögð niður.
Fjárlagafrumvarpið
í fjárlagatillögum þeim sem nú
liggja fyrir Alþingi er niðurskurður
milli ára um 25 milljónir króna. Ef
þessi niðurskurður verður að veru-
leika er ljóst að stofnunin lendir í
ógöngum með að sjá öllum nemend-
um fyrir því námsefni næsta skóla-
ár sem henni er skylt samkvæmt
lögum. Þá hefur stjórnin miklar
áhyggjur af því hvaða áhrif hugsan-
legar breytingar á tilhögun virðis-
aukaskatts gætu haft á fjárhag
stofnunarinnar.
Stjóm Námsgagnastofnunar
ítrekar mikilvægi stofnunarinnar í
skólakerfinu og væntir þess að allir
séu sammála um að í menntun
æsku þessa iands séu fólgin þau
verðmæti sem rétt er að hlúa að.
Námsgagnastofnun er mikilvægur
hlekkur í þeirri keðju sem skóla-
kerfið er.
F.h. námsgagnastjómar,
Rut Guðmundsdóttir,
formaður.
Brids____________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Breiðholts
Hausttvímenningi félagsins lauk sl.
þriðjudag. Úrslit urðu þessi:
EysteinnEinarsson—Jón Stefánsson 372
JónlngiRaparsson-SteinarRagnarsson 368
(juðbrandur Guðjohnsen - Viggó Nordquist 357
Þorsteipn Berg - Valdimar Sveinsson 351
María Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundars. 349
Hæstu skor kvöldsins hlutu:
A-riðill:
JónlngiRagnarsson-SteinarRaparsson 128
ÞorsteinnBerg-ValdimarSveinsson 121
EysteinnEinarsson-JónStefánsson 120
Meðalskor 108
Briðill:
SigfúsSkúlason-Berprlngimundarson 117
GuðjónSiprjónssn-Ingvarlngvarsson 96
Meðalskor 84
Næsta þriðjudag hefst 4-5 kvölda
barometer. Skráning í fullum gangi
hjá Hermanni í síma 41507 og Baldri
í síma 78055. Einnig geta þeir sem
mæta tímanlega skráð sig á keppnis-
stað. Spilamennska hefst kl. 19.30 í
Gerðubergi.
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fímmtudag var spiluð önnur
umferð í hraðsveit o•npninni.
Staðan:
Magnús Torfason 1.119
Sveitin fyrir sunnan 1.078
Ingvaldur Gústafsson 1.058
Helgi Viborg 1.049
Heimir Tryggvason 1.040
Valdimar Sveinsson 1.024
Kvöldskon
Magnús Torfason 591
JESS 564
Valdimar Sveinsson 545
Bridsfélag Breiðfirðinga
Nú er lokið þremur kvöldum af fjór-
um ( barómeterkeppni Bridsfélags
Breiðfirðinga, en 7 síðustu umferðim-
ar verða spilaðar fímmtudaginn 22.
október. Næsta keppni félagsins verð-
ur síðan aðalsveitakeppni og skráning
er þegar hafin í síma 632820 (fsak).
Staðan í barómeterkeppninni að lokn-
um 22 umferðum af 29 er þannig:
SveinnÞorvaldsson-PállÞ.Bergsson 208
Sigurður Steingrims. - Gísli Steingrimss. 153
Ingibjörg Halldórsd. - Sigvaldi Þorsteinsson 129
Haukur Harðarson - Vipir Hauksson 100
VigfúsPálsson-KristjánÞórðarson 97
Bridsfélag byijenda
Næsta spilakvöld félagsins verður
í kvöld, þriðjudaginn 20. okt. í húsi
BSÍ, Sigtúni 9. Byrjað að spila kl.
19.30. Spilarar mæti tímanlega.
Bridsfélagið Muninn
Sandgerði
Síðastliðinn miðvikudag var byij-
að að spila tveggja kvölda sveita-
keppni með 10 spila leikjum. Til
leiks mættu 6 sveitir, og er röð
efstu sveita sem hér segir eftir 2
leiki á sveit.
Eyþór Jónsson - Einar Júlíusson /
Skúli Sigurðsson—Gísli Davíðsson 42
Jóhann Benediktsson - Sigurður Albertsson /
ValurSímonarson-StefánJónsson 40
Karl Karlsson — Víðir Jónsson /
Trausti Þórðarson—GuðjónÓskarsson 32
Bjöm Dúason - Garðar Garðarsson /
KarlHermansson-BirkirJónsson 29
Dregið var í sveitir.
Bridsfélag Selfoss og
nágrennis
MINNINGARMÓT Einars Þorfínns-
sonar var spilað laugardaginn 17. okt
sl. í Gagnfræðaskólanum á Selfossi.
Keppnisstjóri var eins og síðustu ár
Hermann Lárusson og í ár var honum
til aðstoðar dúfa í samlitum jakkaföt-
um sem flaug um spilasalinn og hafði
hún góða yfírsýn yfir gang mála. Þeir
aðilar sem gera okkur kleift að halda
þetta mót eru bankar staðarins, þ.e.
Búnaðarbankinn, íslandsbankinn og
Landsbankinn og einnig Bæjarsjóður
Selfoss.
Spilaður var barómeter eins og
venja er í þessu móti með þátttöku
38 para, þetta er í tólfta sinn sem
þetta mót er haldið og var það mjög
vel skipað að venju og er ánægjulegt
að sjá hvað margir spilarar halda
tryggð við þetta mót. Eftir ellefu tíma
spilamennsku stóðu uppi sem sigur-
vegarar þeir Eiríkur Hjaltason og
Ragnar Hermannsson með 242 stig
yfir meðalskor. Verðlaun voru veitt
fyrir fimm efstu sætin samtals kr. 180
þúsund.
Röð efstu para varð þessi
EiríkurHjaltason-RagnarHermannsson 242
Mattías Þorvaldsson - Sigurður Sverrisson 213
AðalsteinnJörgensen-BjömEysteinsson 166 S
HjördísEyþórsd.-ÁsmundurPálsson 162
Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 158
JónBaldursson-SverrirÁimannsson 152
Sveinn Þorvaldsson - Gfsli Steingrimsson 128
ÓlafurLárusson-PállValdimarsson 107
Nú er lokið fjórum kvöldum af fímm
í aðaltvímenning félagsins, Höskuld-
armótinu. Spilaður er tölvugefinn
barómeter og spiluð eru sjö spil á
milli para. Mótstjóri og reiknings-
meistari er Þröstur Ámason. Tuttugu
og tvö pör taka þátt í mótinu og er
það með því besta sem gerist hjá félag-
inu. Fimmtudaginn 22. okt. verða síð- r. -
ustu umferðimar spilaðar. Staðan á
toppnum hefur nú breyst og „gömlu
refimir“ Sigfús og Gunnar hafa náð
forystunni þegar eitt kvöld er eftu.
Staðan á mótinu er þessi:
SigfúsÞórðarson-GunnarÞórðarson 232
Vilhjálmur Þór Pálsson - Sveinbjöm Guðjónsson
ogGuðjónEinarss 200
Anton Hartmannsson - Þóður Sigurðsson
ogRunólfurJónsson 135
HelgiG.Helgason-KristjánMárGunnarsson 114
GarðarGarðarsson-SigurðurMagnússon 79
Næsta mót hjá félaginu er Hrað-
sveitakeppni og hefst hún fímmtudag-
inn 29. okt. nk., sveitaforingjar eru
beðnir að skrá sveitir sínar hjá Ólafi
formanni á spilakvöldum eða í s.
21319. Bæjarkeppnin við Hafnarfjörð
verður spiluð laugardaginn 7. nóv. nk.
og í ár fömm við til Hafnarfjarðar.
Bæjarkeppnin við Kópavog verður trú-
lega spiluð föstudaginn 27. nóv. nk.
á Selfossi.
handavinna
■ Prjónanámskeið
Ný námskeið hefjast íbyrjun nóvember.
Garnverslunin Storkurinn,
Laugavegi 59, sími 18258.
■ íslenskunámskeið
1. Stafsetningamámsk., 20 stundir.
Hentar öllum aldurshópum.
2. Islenskunámsk. f. útlendinga, 20 stund-
ir. Verð 5.500 kr. Reyndir kennarar.
Innritun og uppl. í síma 675564 þri.
kl. 20-21, mið. og fim. kl. 19-20.
■ Ódýr saumanámskeið
Aðeins 5 nemendur í hóp. Faglærður
kennari. Upplýsingar í síma 17356.
B Útsaumsnámskeið
Námskeið í útsaum hefst laugardaginn
24. október. Innritun stendur yfir.
Garnverslunin Storkurinn,
Laugavegi 59, simi 18258.
starfsmenntun
VÉLRITUNARSKÓLINN
ÁNANAUSTUM 15
ÍOI REYKJAVÍK
SÍMl 2 80 40
■ Kanntu að vélrita? Vélritun er
undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blind-
skrift og almennar uppsetningar.
Morgun- og kvöldtímar.
Innritun í símum 28040 og 36112.
Ath.: V.R. og B.S.R.B. styrkja félaga
sina á námskeið skólans.
■ Námskeiðtil 30 rúmlesta réttinda
hefst mánudaginn 2. nóv. Kennt er eftir
námskrá menntamálaráðuneytisins.
Námsgreinar eru: Siglingafræði, sigl-
ingareglur, stöðugleiki skipa, siglinga-
tæki, eldvarnir og öryggisbúnaður, vélin,
skyndihjálp, veður og fjarskipti.
Innritun og upplýsingar í símum
91-689885 og 31092.
Siglingaskólinn,
Lágmúla 7.
ýmisiegt
■ Að rekja ættir sínar
er auðveit með góðri tilsögn.
Ný námskeið með frábærri aðstöðu til
ættarrannsókna.
Ættfræðiþjónustan,
s. 27100 og 22275.
■ Ný ættfræðinámskeið,
sem standa ýmist í 4 vikur eða um 2
helgar, hefjast bráðlega (16 kennslust.,
stgrverð kr. 11.400).
Frábær aðstaða í nýjum húsakynnum.
Ættfræðiþjónustan,
Brautarholti 4, s. 27100,22275.
NÁMSAÐSTOÐ
H Námsaðstoð við grunn-, framhalds-
og háskólai\ema. Flestar námsgreinar.
Einkatfmar-Hópar.
Reyndir réttindakennarar.
Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30.
Nememíapjönustan sf.
heilsurækt
Sátrækt
- styrking líkama og sáiar
J3ody-therapy“ - „Gestalt“ - Lifefli -
Líföndun - Dáleiðsla - Slökun m.m.
Námskeið að hefjast.
Sálfræðiþjónusta
Gunnars
Gunnarssonar,
Laugavegi 43.
Símar 12077 og
641803.
tölvur
■ Tölvuskóli í fararbroddi
Námskeið sem henta öllum PC notend-
um. Einnig námskeið fyrir Machintosh
notendur. Gott veró. Góð kennsluað-
staða. Reyndir leiðbeinendur.
Fáðu senda námsskrá.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Simar 621066 og 697768.
tungumái
Enska málstofan
■ Enskukennsla: *'
Við bjóðum tima í ensku í samrasðuformi.
Einkatímar:
Enska, viðskiptaenska, stærðfræði
(á öllum skólastigum).
Allir kennarar eru sérmenntaðir í ensku-
kennslu.
Upplýsingar og skráning í síma
t 620699 milli kl. 10 og 16 virka daga.
myndmennt
■ Bréfaskólanámskeið:
Teikning, litameðferö, listmálun með
myndbandi, barnanámskeið, skraut-
skrift, hýbýlafræði, innanhússarkitektúr,
garðhúsagerð og hæfileikapróf.
Nýtt námskeið: Húsasótt.
Fáðu sendar upplýsingar um skól-
ann með því að hringja í síma
627644 allan sólarhringinn.
stjórnun
■ Breyttu áhyggjum
í uppbyggjandi orku!
Félagsmálaskóli - ITC-námskeið.
- Markviss málfiutningur.
- Áhrifarik fundarstjóm.
- Aðlögum námskeið fyrir hópa/félög.
Simar: Guðrún 46751, Kristín
34159 og Vilhjálmur 78996.