Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKOTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
33
Sjónarhorn
★ n CRCJPRINT
TIME RECaRDER CO.
Stimpilklukkur fyrir
nútíð og framtið
Nám við Thunderbird-háskólann
eftir Jón Diðrik Jónsson
og Magnús Bjarnason
Mikilváegi fjölþjóða viðskipta í
heiminum aukast jafnt og þétt og
í framhaldi af því vakna spurningar
um hvernig best sé að standa að
þjálfun þeirra sem veljast í stjórn-
unarstörf alþjóðlegra fyrirtækja.
American Graduate School of
International Management, sem
jafnan gengur undir nafninu
Thunderbired, Lauder Institute,
sem er innan veggja Wharton-skól-
ans, (University og Pennsylvania),
og alþjóðadeild viðskiptaskóla Uni-
versity of South Carolina eru af
mörgum taldir í fararbroddi banda-
rískra háskóla í að búa viðskipta-
fræðinga undir störf sem tengjast
alþjóðaviðskiptum.
American Graduate School of
International Management, oftast
nefndur Thunderbird, hefur sér-
stöðu í bandarísku menntakerfi.
Skólinn er staðsetturí úthverfi Pho:
enix, höfuðborgar Arizona-iylkis. í
stað þess að bjóða upp á MBA-pró-
gramm sem samanstendur af hefð-
bundnum viðskiptanámskeiðum og
rannsóknarverkefnum, býður skól-
inn upp á þriggja vídda prógramm
sem samanstendur af alþjóða við-
skiptum, alþjóða samskiptum og
tungumálakennslu. Frá stofnun
Tölvur
Microsoft
setur mark-
iðá„vinnu-
hópa“
MICROSOFT hefur kynnt nýtt
stýrikerfi sem fyrirtækið vonast
tíl að muni laða stóran hluta
svokallaðra vinnuhópa á tölvu-
markaðnum til viðskipta við
fyrirtækið.
Innan einkatölvugeirans er sú
vinnutilhögun sem kennd er við
vinnuhópa stöðugt að ryðja sér til
rúms. Vinnuhópshugtakið er notað
til að lýsa því er margir tölvunot-
endur geta unnið samtímis að
verkefnum, samnýtt gagnaskrár
og glímt við ýmis verkefni í sam-
vinnu eða sem einn hópur. Með
vinnuhóp er sem sagt gengið
skrefinu lengra en með netteng-
ingum.
Hjá Microsoft sjá menn fyrir
aukna tilfærslu frá hefðbundnum
nettengingum yfir í vinnuhópa.
Fyrirtækið hefur því sett sér að
verða leiðandi í hönnun grunnhug-
búnaðar fyrir vinnuhópa. Ætlunin
er að leggja áherslu á Windows
fyrir vinnuhópa, en það er í raun
endurbætt útgáfa hins vinsæla
Windows 3.1 frá Microsoft.
Hinn nýi hugbúnaður er einnig
mikilvægur við að undirbúa jarð-
veginn fyrir framtíðarstýrikerfi
Microsoft, Windows NT, en for-
svarsmenn Microsoft búast við að
hefja sölu þess á fyrsta eða öðrum
ársfjórðungi næsta árs. Windows
NT er einkum ætlað fyrir öflugar
PC-vélar og stórar tölvur og er
meðal annars ætlað að keppa við
OS/2 stýrikerfíð frá IBM.
Að sögn Stevens Ballmers, að-
stoðarforstjóra Microsoft, býst
hann við að Windows fyrir vinnu-
hópa muni valda hræringum á
markaðnum og aukinni samkeppni
þar sem það muni bjóða upp á
ýmislegt sem hugbúnaður frá fyr-
irtækjum svo sem Novell, Lotus,
IBM og Sun hefur upp á að bjóða
í dag.
Thunderbirds 1946 hefur skólinn
starfað samkvæmt því grundvallar-
lögmáli að til þess að ná árangri í
alþjóðaviðskiptum þurfi, auk hald-
góðrar viðskiptaþjálfunar, að hafa
skilning á viðskiptavenjum, menn-
ingu og tungumáli í því landi sem
viðkomandi ætlar að eiga viðskipti
við. Fjórtán hundruð nemendur eru
við nám í skólanum frá sjötíu þjóð-
löndum. Fjórðungur u.þ.b. hundrað
kennara og þriðjungur nemenda
eru frá öðrum löndum en Banda-
ríkjunum.
Á undanfömum fimmtíu ámm
hafa um 24 þúsund einstaklingar
frá 120 þjóðlöndum lokið MIM-
prófi (Master of International
Management) frá skólanum. T-
Birds (gælunafn þeirra sem lokið
hafa MIM-prófi frá Thunderbird)
eru starfandi víðsvegar um heiminn
sem stjórnendur hjá mörg þúsund
fjölþjóða fyrirtækjum og stofnun-
um á borð við Kodak, Citycorp,
Merk, Coca Cola, Johnson & John-
son, IBM, Philips, Mitsubishi og
Pepsi Cola til þess að nefna nokkur
dæmi. Þeir sem útskrifast úr skól-
anum geta gengið í „alumni assosc-
iation“, sem eru samtök útskrifaðra
nemenda. Meðlimir samtakanna
geta leitað aðstoðar, t.d. ef þeir
þarfnast upplýsinga um markaði
eða staðhætti framandi landa. Þar
sem T-birdar eru staðsettir í 120
löndum, og flestir starfa fyrir ijöl-
þjóða fyrirtæki eða stofnanir, eru
„alumni“-samtök skólans gríðar-
lega öflug og hjálpleg fyrir þá sem
stunda alheims viðskipti.
Það tekur 12 til 18 mánuði að
ljúka náminu. Allt að íjögur þúsund
nemendur sækja um inngöngu á
hverju ári en u.þ.b. fimm hundruð
heíja nám á hverju misseri. Þær
kröfur sem gerðar eru til væntan-
legra nemanda eru a.m.k. tveggja
ára starfsreynsla, áhugi og reynsla
á alþjóða viðskiptum eða samskipt-
um, auk góðra einkunna á GMAT-
prófí og í fyrrihluta námi (und-
ergraduate). Allir þeir sem ljúka
námi frá Thunderbird tala a.m.k.
tvö tungumál, langflestir tala þrjú
til fjögur tungumál.
Námskeið í alþjóða viðskipta-
deild samanstendur af hefðbundn-
um viðskipta„kúrsum“, „case studi-
es“ og „work shops“ eða raunhæf-
um verkefnum. Einnig geta nem-
endur lokið náminu með rannsókn-
arverkefni. Mikil áhersla er lögð á
að tengja námið raunveruleikanum.
í því sambandi má nefna ráðgjafar-
deild skólans, þar sem nemendur
leysa verkefni fyrir fjölþjóða fyrir-
tæki. í öllum tilfellum er um mark-
aðssetningu á vöru eða þjónustu á
annan markað en heimamarkað
viðkomandi fyrirtækis að ræða.
Til þess að nefna nokkur dæmi
um verkefni sem unnin hafa verið
af ráðgjafardeild skólans má nefna
markaðsáætlun fyrir Kellogs Corn
Flakes í Rússlandi, markaðssetn-
ingur Citybank á Diners Club kred-
itkortum í Bretlandi og áætlun fyr-
ir Eastman Kodak-fyrirtæki á ein-
nota myndavélum í Suður-Kóreu.
' Hvert verkefni er unnið af sjö nem-
endum. Fyrirtækin greiða tíu til
tuttugu þúsund bandaríkjadali fyrir
þjónustu nemendanna, sem nota
fjármunina til þess að framkvæma
nauðsynlegar rannsóknir. Niður-
stöðurnar er síðan kynntar fyrir
forráðamönnum fyrirtækjanna og
dómnefnd, sem velur bestu mark-
aðsáætlunina á hveiju misseri.
Ráðgjafardeild skólans nýtur mik-
illar virðingar og vinsælda og hafa
fyrirtæki á borð við Hershy, IBM,
Tabsco, Allergan Pharmaceuticals
og Citycorp keypt verkefni mörg
ár fram í tímann.
Alþjóða samskiptadeildin býður
upp á námskeið í samskiptum
ólíkra menninga (Cross Cultural
Communication) og stjórnmála-
fræði. Allir nemendur sérhæfa sig
I ákveðnu viðskiptasvæði, t.d. Evr-
ópu, Norður-Ameríku eða Asíu, og
uppfylla kröfur deildarinnar um
þekkingu á starfsemi og markmið-
um helstu alþjóðastofnana. Mikil
áhersla er lögð á að auka skilning
nemenda á menningarsvæðum og
hvemig hefðir og menningaráhrif
hafa áhrif á samninga og viðskipti
fyrirtækja.
Tungumáladeildin við Thunder-
bird er gríðarlega öflug. Flestir
prófessorar kenna sitt eigið móður-
mál. Áhersla er lögð á talmál, þar
sem markmiðið er að viðkomandi
geti búið og starfað í þeim löndum
sem tungumálið er notað eftir eins
árs nám. Kennslan fer fram í sex
til átta manna hópum sem hittast
daglega til þess að æfa talmál.
Nemendur eru paraðir saman og
eyðir hvert par a.m.k. einni klukku-
stund til þess að undirbúa sig fyrir
kennslustund. Auk taltímanna em
málfræðitímar tvisvar í viku. Níu
tungumál eru kennd, eða arabíska,
kínverska, japanska, rússneska,
þýska, spænska, ítalska, franska
og enska. Tungumáladeild skólans
nær gríðarlegum ár angri á tiltölu-
lega skömmum tirna, þrátt fyrir
mikið vinnuálag (25-30 klukku-
stundir á viku) uppskera nemendur
ríkulega, eða það að ná tökum á
framandi tungumáli á aðeins einu
ári.
Fjölmörg fjölþjóða fyrirtæki
heimsækja skólann á hverju miss-
eri í leit að starfsmönnum. Auk
þess er gefín út skrá yfír þá nem-
endur sem eru að ljúka námi og
hún send til yfir eitt þúsund fjöl-
þjóða fyrirtækja sem hugsanlega
hefðu áhuga á að fá „T-birda“ í
sínar raðir. Að jafnaði fá 65% af
þeim sem útskrifast starf í gegnum
ráðningarþjónustu skólans.
Það grundvallar sjónarmið að
það sé nauðsynlegt að hafa skilning
á menningu, tungumálum, auk
þjálfunar á viðskiptasviðinu gerir
American Graduate School of Int-
emational Management frábragð-
inn öðram framhaldsháskólum og
um leið aðlaðandi fyrir þá sem vilja
nema alþjóðaviðskipti. Þriggja
vídda prógrammið hefur sannað
gildi sitt á undanförnum fímmtíu
áram og skipað Thunderbird í
fremstu röð viðskiptaháskóla í
heiminum.
Höfundar bafa lokið námi fri
Thunderbird-skólanum.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
ALLT
GLUGGANN
úrval, gæöi, þjónusta
<&>-gardínubrautir
eftirmáli meö úrvali af
köppum í mörgum
litum.
Ömmustangir, þrýsti-
stangir, gormar o.fl.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
EinkaumboÐ á fslandl
Síöumúla 32 - Reykjavík
■Sími: 31870 -688770
Tjarnargötu 17 - Keflavík
Sími 92-12061
Glerárgötu 26 - Akureyri
Sími 96-26685
<5.
LGrænt númer: 99-6770
""ii i*
VERÐLÆKKUN
i
—
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er bfll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
Civic 3dyra á verði frá: 899.000,-
Civic 4dyra á verði frá: 1.178.000,-
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel
heppnaður bfll jafnt að utan sem innan.
Verð eftir lækkun:
Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,-
Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,-
Líttu við f Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp f
nýjan.