Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Snjónum fagnað
Bömin fögnuðu snjónum á Akureyri í gærmorgun á meðan foreldramir settu vetrardekkin undir.
Siðameistari utanríkisráðuneytisins
Rússneski sendiherr-
ann kallaður fyrir
SENDIHERRA Rússlands á íslandi, Júríj Reshetov, verður kallaður
á fund siðameistara utanríkisráðuneytisins nú í vikunni vegna grein-
ar, sem hann ritaði í Morgunblaðið í síðustu viku. Þar átaldi sendi-
herrann þá ákvörðun ríkisstjórnar íslands að láta ekki fara fram
rannsókn í máli Eðvalds Hinrikssonar. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er litið svo á í ráðuneytinu að greinaskrif sendiherrans
jaðri við afskipti af innanríkismálum.
í grein sendiherrans, sem birtist
í Morgunblaðinu fyrir réttri viku,
gagnrýnir hann greinargerð lög-
fræðinganna Eiríks Tómassonar og
Stefáns M. Stefánssonar um mál
Eðvalds Hinrikssonar. Sömuleiðis
segir sendiherrann að sú málsmeð-
ferð að láta fara fram opinbera
Töluvert um
umferðarslys
Ekið á konu
á gangbraut
TÖLUVERT var um umferðar-
slys í Reylqavik í gærdag. Hið
alvarlegasta þeirra varð síðdegis
á Bústaðavegi, vestan Grensás-
tegar, er ekið var á fullorðna
konu á gangbraut. Konan slasað-
ist alvarlega og liggur nú í lífs-
hættu á gjörgæsludeild.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar var einnig ekið á gangandi
vegfaranda um kvöldmatarleytið á
Hringbraut, rétt hjá Landspítalan-
um, með þeim afleiðingum að hann
fótbrotnaði og hlaut höfuðáverka,
en meiðsli hans voru ekki talin al-
varleg.
Fjögurra bíla árekstur varð á
Kringlumýrarbraut við Garðshorn
skömmu eftir klukkan 18 og voru
ökumenn tveggja bifreiðanna fluttir
á slysadeild en meiðsli þeirra voru
ekki talin alvarleg. Annað umferð-
arslys varð skömmu síðar á Vestur-
landsvegi við Reykjaveg er tveir
bílar skuilu þar saman. Ökumenn
beggja bflanna voru fluttir á slysa-
deild en meiðsli þeirra voru ekki
alvarleg.
Morgunblaðið/Ingvar
Frá slysstað á Bústaðavegi þar
sem ekið var á fullorðna konu.
------».♦ 4-----
Strandaglópar
stálu bensíni
UNGIR menn voru staðnir að
bensínstuldi af bifreiðum í Breið-
Jþolti um helgina.
Piltamir höfðu náð smálögg af
bensíni af einni bifreið þegar þeir
voru stöðvaðir. Þeir gáfu þá skýringu
á verknaðinum, að þeir hefðu ekki
efni á bensíni á eigin farkost og
kæmust því ekki til síns heima, í
öðru hverfi borgarinnar. Lögreglan
taldi ekki eftir sér að aka þeim heim,
rneð viðkomu á lögreglustöðinni.
rannsókn á máli Eðvalds væri
„meira í samræmi við alþjóðlegar
skuldbindingar og samsvaraði áliti
íslands sem réttarríkis".
Tekið var fram að það væri að-
eins persónulegt álit Reshetovs,
sem fram kæmi í greininni, og
starfsheiti hans var ekki sett undir
greinina heldur var hann titlaður
doktor í þjóðarétti og meðlimur í
ráði Sameinuðu þjóðanna um afnám
kynþáttamisréttis. Engu að síður
telur utanríkisráðuneytið ástæðu til
að ræða við sendiherrann um grein-
ina, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra hafi falið Herði
Bjamasyni, siðameistara utanríkis-
ráðuneytisins, að kalla Reshetov í
ráðuneytið nú í vikunni og ræða
við hann um málið.
Stálsmiðjan í Reykjavík gerir við ms. Búrfell fyrir 13 milljónir króna
Ríkíð fær 3-4 milljónir til
baka í sköttum og gjöldum
Hlutfall innlendrar smíði fiskiskipa lækkar úr 40% í 8,2% á árinu, að mati ASÍ
NÚ ER búið að ákveða að viðgerð-
in á flutningaskipinu Búrfelli fari
fram hérlendis í Stálsmiðjunni í
stað þess að sigla með skipið til
Póllands. Skúli Jónsson fram-
kvæmdastjóri Stálsmiðjunnar
segir að af 13 milljóna króna til-
boði Stálsmiðjunnar í viðgerð
skipsins fái ríkið til baka í ýmsum
gjöldum og sköttum um 3-4 millj-
ónir króna.
„Við greiðum ákveðna hluta beint
til ríkisins í formi skatta af fyrirtæk-
inu,“ segir Skúli. „Síðan er tekju-
skattur launamanna, sem er ekki
undir 15% að meðaltali, og virðis-
aukaskattur af neyslu starfsmanna
okkar. í launatengd gjöld greiðum
við og launþegar um 12-15%. Ég
vil ekki segja að af 13 milljónum fái
Útgáfa húsbréfa mun
meiri en áætlað var
Gengur þvert á þróun efnahagsmála hérlendis, segir
forstöðumaður húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar
ÚTGÁFA húsbréfa varð óvenjumikil í september eða um 1,3 milljarð-
ar króna. Húsnæðisstofnun hafði gert ráð fyrir að útgáfan í þessum
mánuði næmi um 900 rnilljónuin kr. Nú á aðeins eftir að gefa út
1,5 milljarða króna af þeim 12 milljörðum sem samþykkt var að
gefa út í ár. Sigurður Geirsson forstöðumaður húsbréfadeildar
Húsnæðisstofnunar segir að ef svo haldi fram sem horfi verði hús-
bréfaútgáfan í ár uppurin í nóvember og þeir sem sæki um hús-
bréf eftir mánaðamótin nóvember/desember verði að bíða fram í
janúar á næsta ári eftir afgreiðslu þeirra.
Sigurður Geirsson segir að þessi Sigurður.
mikla aukning á útgáfunni í sept-
ember hafi komið Húsnæðisstofnun
á óvart og þeir kunni engar einhlít-
ar skýringar á henni. „Það er að
minnsta kosti ljóst, að þessi mikla
útgáfa gengur í þveröfuga átt við
þróun efnahagsmála hérlendis og
er ekki í samræmi við þann sam-
drátt sem er í þjóðfélaginu," segir
I spetember hafði Húsnæðis-
stofnun gert ráð fyrir að útgáfa
húsbréfa vegna kaupa á eldra hús-
næði yrði fyrir um 200 íbúðir en
sótt var um fyrir 308 íbúðir. Og
nýbyggingar urðu 30 fleiri en gert
var ráð fyrir, eða 128 í stað um
90. „Það helsta sem okkur hefur
dottið í hug sem skýringu á þess-
ari aukningu er að fólk sé að reyna
að selja húsnæði sitt vegna
greiðsluerfiðleika eða fyrirsjáan-
legra greiðsluerfiðleika," segir Sig-
urður.
Aðspurður sagði Sigurður að
þessi aukning á útgáfu húsbréfa
hefði eflaust haft áhrif til hækk-
unar á ávöxtunarkröfunni. „Það
sem af er þessu ári hefur húsbréfa-
útgáfan hvern mánuð verið yfir
milljarð króna fimm sinnum, en
undir milljarði króna fjórum sinn-
um. Og á heildina litið hefur sam-
drátturinn í húsbréfaútgáfunni á
fyrstu níu mánuðum þessa árs að-
eins numið 6,6% miðað við sama
tímabil í fyrra sem er mun minna
en við áttum von á,“ segir Sigurður.
ríkið til baka helminginn en ég gæti
trúað því að auðvelt væri að reikna
með 3-4 milljónum."
Um er að ræða viðgerð á botni
Búrfells og samkvæmt upplýsingum
frá samgönguráðuneytinu voru
verkþættir í pólska tilboðinu sam-
kvæmt samningi 6.273.268 krónur.
Óvissuþættir voru 10% og þeir ásamt
ýmsum öðrum kostnaði gerðu að
verkum að heildarkostnaður var
áætlaður 7.637.551 króna.
Verkþættir hjá Stálsmiðjunni hf.
námu 13.208.391 krónu. Óvissu-
þættir voru 10% og vextir 6%. Sam-
tals er því heildarkostnaður áætlaður
15.291.057 krónur. Mismunur er því
7,6 milljónir króna.
í .spá sem ASÍ hefur gert um þró-
un skipasmíða hérlendis kemur m.a.
fram að gert er ráð fyrir algjöru
hruni í hlutdeild innlends skipa-
smíðaiðnaðar í smíðum á fiskiskipum
á þessu ári. Gert er ráð fyrir að hlut-
ur innlendra nemi aðeins 8,2% af
öllum fjárfestingum í fiskiskipum í
ár, miðað við 40% í fyrra og 55%
að meðaltali á síðustu tíu árum.
Gylfí Arnbjörnsson hagfræðingur
ASÍ hefur kannað þjóðhagsleg áhrif
þess að smíða skip að andvirði eins
milljarðs króna hérlendis eða flytja
inn samsvarandi skip til landsins án
þess að reiknað væri með ríkisstyrkj-
um til smíði þess erlendis. Fram
kemur m.a. að landsframleiðsla
myndi aukast um 1,1 milljarð sem
jafngildir um 0,3% aukningu hag-
vaxtar. Samtals leiddi smíði skipsins
innanlands til 500 milljóna króna
tekna og sparnaðar hins opinbera.
Sjá nánar á bls. 54-55