Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Flokksþing kínverskra kommúnista Mikil mannaskipti í forystunni styrkja umbótastefnu Dengs Reuter Jiang Zemin, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins (t.v.), slær á létta strengi með Yang Shangkun, forseta Kína (fyrir miðju), eftir að sögulegu flokksþingi kínverskra kommúnista var slitið á sunnudag. Fyrir aftan þá er Li Peng forsætisráðherra. DENG Xiaoping, helsti valda- maður Kína, kom til Alþýðuhall- arinnar í Peking í gær til að heilsa 2.000 fulltrúum á 14. flokksþingi kínverskra komm- únista, sem lauk á sunnudag. Þingið lagði blessun sína yfir stefnu Dengs, sem vill koma á „sósíalískum markaðsbúskap“ en viðhalda alræði flokksins, og samþykkti mikil mannaskipti í miðsljórn kommúnistaflokksins. Tæpur helmingur félaganna í gömlu miðstjórninni vék fyrir yngri mönnum. Nýja miðsljórn- in kaus síðan stjórnmálaráð, þar sem stuðningsmenn efnahags- umbóta og pólitískir harðlínu- menn hafa bæði tögl og hagldir. Deng er 88 ára að aldri og virt- ist veikburða er hann gekk inn í fundarsalinn í Alþýðuhöllinni. Full- trúarnir á flokksþinginu klöppuðu og hrópuðu árnaðaróskir til hans er dóttir hans, Deng Rong, leiddi hann inn í salinn. Jiang Zemin, aðalritari flokksins, heilsaði öld- ungnum fyrir hönd flokksforyst- unnar og hét honum hollystu. „Nú þegar stefnan hefur verið ákveðin skulum við hefjast handa og koma ákvörðunum þingsins í fram- kvæmd,“ sagði hann. Þótt Deng gegni ekki neinu embætti lengur hefur hann ráðið mestu að tjaldabaki. Þar sem flokksþing kínverskra kommúnista eru aðeins haldin á fimm ára fresti var litið á þingið nú sem síðasta tækifæri Dengs til að tryggja fram- gang stefnu sinnar'áður en hann deyr. Nýir menn í tæpan helming miðslj órnarsætanna 189 menn voru kjörnir í mið- stjóm flokksins og 46,7% þeirra eru nýir. Meðalaldur þeirra er 56,3 ár. Þeir sem urðu undir í valdabarátt- unni innan flokksins, sem hefur staðið mánuðum saman, voru eink- um aldraðir marxistar, sem margir hverjir lögðust gegn markaðs- hyggju Dengs. Miðstjórnin kaus síðan stjórn- málaráð og fastanefnd þess, sem Vattfóðraðar vinnuskyrtur veiðiskyrtur skólaskyrtur fer með stjórn landsins frá degi til dags. Fastanefndin hefur verið skipuð sex mönnum og tveir þeirra, harðlínumennirnir Song Ping og Yao Yilinj drógu sig í hlé á flokks- þinginu. I stað þeirra voru kjömir þrír menn, þannig að fastanefndin er nú skipuð sjö mönnum. Fastanefnd stjórnmálaráðsins hneigist til umbóta Einn af nýju mönnunum í fasta- nefndinni er Zhu Rongj, sem er 64 ára og helsti stuðningsmaður efna- hagsstefnu Dengs undanfarin þijú ár. Hann varð borgarstjóri Shang- hæ árið 1988 og vestrænir stjórn- málaskýrendur hafa nefnt hann „Gorbatsjov Kína“ vegna gagnrýni hans á kínverska skrifræðið. Hann varð aðstoðarforsætisráðherra í fyrra og tók við stjórn nýrrar stofn- unar, Efnahags- og viðskiptastofn- unarinnar, sem stjórnin setti á fót í ár. Hinir mennimir tveir, sem eru nýir í fastanefndinni, era Liu Huag- ing og Hu Jintao, sem styðja báðir markaðshyggju Dengs. Liu er 76 ára hershöfðingi og einn af helstu stuðningsmönnum umbótastefn- unnar innan hersins. Hu er 49 ára, yngstur félaganna í fastanefndinni, og nýtur stuðnings jafnt aldraðra harðlínumanna sem yngri tækni- krata. Hann hefur gegnt ýmsum mikilvægum embættum innan kommúnistaflokksins, varð meðal annars leiðtogi flokksins í Tíbet árið 1988 og átti stóran þátt í því að kveða niður andóf Tíbeta gegn Kínveijum. Jiang Zemin, 66 ára, var endur- kjörinn aðalritari kommúnista- flokksins. Hann var lítt þekktur þegar hann tók við embættinu árið 1989 í kjölfar mótmælanna, sem kveðin vora niður með grimmileg- um hætti á Torgi hins himneska friðar. Erlendir stjómarerindrekar í Peking telja ólíklegt að Jiang haldi embætti sínu lengi eftir dauða Dengs þar sem hann sé hvorki vin- sæll innan kommúnistaflokksins né hersins. Li Peng forsætisráðherra, 64 ára, var einnig endurkjörinn í fasta- nefndina. Hann hefur verið helsti talsmaður flokksforystunnar frá blóðsúthellingunum á _ Torgi hins himneska friðar 1989. í fyrstu virt- ist hann tregur til að styðja um- bótastefnu Dengs en hefur smátt og smátt ljáð henni fylgi sitt. Tveir menn til viðbótar voru end- urkjörnir í fastanefndina, þeir Qiao Shi og Li Ruihuan. Qiao, 68 ára, er talinn stjórna öryggislögreglu Kína og leyniþjónustunni. Hann hefur lengi verið álitinn einn af helstu stuðningsmönnum Dengs, hefur barist fyrir breytingum á dómskerfinu og hvatt til herferðar gegn spillingu. Li varð einn af vin- sælustu forystumönnum kommún- istaflokksins eftir að hann varð borgarstjóri hafnarborgarinnar Tianjin árið 1983. Hann er fyrrver- andi byggingarverkamaður og ger- ir sér far um að halda tengslum við alþýðuna. Hann hefur farið með lista- og menningarmál fyrir flokk- inn og beitt sér fyrir umbótum á þeim sviðum. ------♦ ♦ » Fannst eftir 15 dagadvöl undir fiskkari Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaösins. ÞRÍTUGUR Dani fannst á lífi á sunnudag eftir að hafa kúldrast undir fiskkari í 15 daga á eyði- eyju norðan við Upernavik í Norðvestur-Grænlandi. Allan þennan tíma hafði hann ekki borðað annað en snjó. Daninn fór á litlum báti frá Upemavik en lenti í erfiðleikum vegna vélarbilunar. Hann reri til eyjunnar og vegna mikillar snjó- komu lagðist hann við hlið bátsins með fískkar yfír sér. Þar lá hann meðan mikil leit var gerð að honum en henni var hætt eftir 10 daga þar sem lögreglan taldi víst að hann fyndist ekki á lífi. Grænlenskir sel- veiðimenn fundu síðan bátinn á sunnudag. Þeir voru vissir um að Daninn væri allur og höfðu sam- band við lögregluna, sem tók karið ofan af honum. „Þá sáum við bros- ið í augum hans og skömmu síðar bað hann um sígarettu," sagði einn lögreglumannanna. Borgir nötra ogjörð rifnar ALLT að fímm manns var saknað og 26 fengu branasár þegar jarðsprangur mynduðust í sprengingu við goshverinn Cacagual í norðausturhluta Kólumbíu síðdegis á sunnudag og brennheit jarðefni ruddust upp á yfirborðið. Þetta gerðist í kjölfar tveggja mikilla jarð- skjálfta sem skóku borgir í Kólumbíu á laugardag og sunnudag. Hundrað smærri skjálftar fylgdu stóru skjálftun- um. Nærliggjandi hús fóru á kaf í brennheitri leðjunni frá gossprungunni, og er talið víst að sprenginguna megi rekja til stóra skjálftans á sunnudag. Þá slitnuðu símalínur og fólk þyrptist út á götur í skelfingu sinni. Ekki er vitað um að neinn hafi farist eða slasast alvar- lega, þrátt fyrir styrkleika skjálftans, sem var 7,2 stig á Richter-kvarða, samkvæmt bráðabirgðamælingum banda- rísku jarðfræðistofnunarinnar i Golden í Colorado. Skjálftinn, sem fannst í höfuðborginni, Bogota, svo og í borgum frá Karíbahafi til landamæra Ecu- adors í Andes-fjöllum, reið yfir um klukkan 15.14 að íslenskum tíma í gær, um sólarhring á eftir fyrri skjálftanum. Tilraunabann framlengt BORIS Jeltsín, forseti Rúss- lands, gaf í gær út tilskipun um að eins árs kjaraorkutil- raunabann Rússa sem renna átti út seinna í þessum mánuði yrði framlengt fram í júlí. Hann mæltist til þess að þjóðir heims kæmu sér saman um varanlegt bann gegn kjarnorkutilraunum. Frakkar og Bandaríkjamenn tilkynntu nýlega um svipað bann, en Bretar og Kínveijar hafa sagt, að þeir muni halda áfram tilraunum. Ný tegund hreyfil- festinga BOEING-flugvélaverksmiðj- urnar tilkynntu á sunnudag, að þær væra um það bil að hefja tilraunir með nýja tegund hreyfílfestinga - en það eru einkum hrejrfilfestingarnar sem rannsóknaraðilar hafa beint sjónum að vegna flugslyssins i Amsterdam 4. október síðast- liðinn og svipaðs slyss sem varð á Tævan í fyrra. Ekki hefur enn verið úrskurðað um orsök slysanna og enn er leitað að 10 sm löngum boltum sem voru í aðalfestingum hreyflanna í báðum flugvélunum. Boltarnir eru þannig hannaðir, að unnt á að vera að losa hreyfil af í heilu lagi, ef alvarleg bilun verður í honum og hætta er á að hann skemmi væng eða skrokk flugvélarinnar. 300 skærulið- ar gefa sig fram UM 300 skæruliðar í fjallahér- uðunum í miðhluta Perú hafa gefið sig fram við öryggissveit- ir hersins frá því að Abimael Guzman, leiðtogi skæruliða- samtakanna Skínandi stígs var handtekinn ásamt tíu félögum sínum í Lima í september. Flestir þeirra sem gefíð hafa sig fram eru úr byltingarhreyf- ingunni Tupac Amaru, MRTA, sem er höll undir Kúbu, en ekki úr Skínandi stíg. Þeir sem gefa sig fram hljóta umtals- verða mildun dóma samkvæmt sérstökum lögum. S A M A R A \#andaður framhjóladrifinn fjölskyldubíll sem er lipur í akstri, þýður og stöðugur á vegum úti og sérstaklega sparneytinn. Verð frá: 485.000 m. vsk 389.558 án vsk BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ^ d£lSTOLil Ármvla 13 10$ Reyk/avík Simar 681200 & 31236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.