Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 —y {■ ,—f| * T-T-—'• V TTP Landssamtök atvinnulausra Stofnfundur Stofnfundur Landssamtaka atvinnulausra verður haldinn miðvikudaginn 21. október kl. 18.00 í Borgartúni 6 í Reykjavík. Dagskrá: 1. Baráttusöngur atvinnulausra 2. Stofnfundarræða 3. Lög samtakanna 4. Stjórnarkjör og kjör endurskoðenda 5. Kjör landsfulltrúa 6. Umræður um verkefni samtakanna framundan Stofnfélögum og öllu atvinnulausu fólki er boðið að koma til fundarins. Sýnum samstöðu á erfiðum tímum. Undirbúningsnefnd. ELFA-DELCA uppþvottavélin kostar aðeins Léttu þér störfin! Tekur boröbúnað fyrir 6 manns. 7 kerfi, þurrkar og skammtar sjálf þvottaefni, getur staðið á borði, má einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar. Mál: Hæð: 49 sm, breidd: 50 sm, dýpt: 52 sm. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — ® 622901 og 622900 Reglugerðar- brot Enginn vafi er á þvi, að sjónvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins á kapp- ræðufundum forseta- frambjóðendanna hafa notið mikilla vinsælda áhorfenda, en það er einnig ljóst, að margir geta ekki notið þeirra sem skyldi vegna tungu- málaerfiðleika. Augljóst er, að ekki er hægt að texta beinar útsendingar og þess vegna er mælt svo fyrir um í reglugerð, að endursögn þurfi að fylgja. Sú ákvörðun ríkis- stofnunar, að fara ekki að fyrirmælum í reglu- gerðinni, er mjög um- deild eins og ráða má af forustugrein dagblaðsins Tímans, sem birtist sl. miðvikudag í kjölfar fyrsta kappræðufundar- ins. Forustugreinin nefndist _ „Þýðingar- skylda RUV og stefna stjórnvalda“ og fer hún hér á eftir: „Ljóst er að Ríkisút- varpið braut reglugerð um þýðingarskyldu á er- lendu sjónvarpsefni, þeg- ar það sendi út beint frá kappræðum Bush, Clint- ons og Perots síðastliðið sunnudagskvöld. Um þetta er fjallað í frétt hér í blaðinu í gær og þrátt fyrir að útvarpssijóri þræti þar fyrir að hafa brotið reglugerðina og segist hafa bréflegt sam- þykki menntamálaráðu- neytisins líka breytir það engu um að reglugerðin var brotin. I reglugerð- inni segir einfaldlega að þegar beinar útsending- ar eru í rikissjónvarpinu þurfti að fylgja endur- sögn eða kynning þula á því sem verið er að senda út. Slík endursögn fylgdi hins vegar ekki í útsend- ingunni á suimudag. For- maður útvarpsréttar- nefndar, Þorbjörn Broddason, er lika þeirr- ar skoðunar, samkvæmt Beinar útsendingar og móðurmálið Það liefur vakið undrun margra, að ríkissjón- varpið hefur sent út kappræðufundi forseta- frambjóðendanna í Bandaríkjunum án texta eða endursagnar. Um það eru þó skýr fyrir- mæli í reglugerð og tilgangurinn er verndun móðurmálsins. frétt Tímans, að um reglugerðarbrot hafi verið að ræða. Rammi laganna Það kemur hins vegar fram í máli Þorbjöms Broddasonar að hann fagnar þessu framtaki sjónvarpsins, vegna þess að hér er á ferðinni áhugavert sjónvarpefni sem fjöldi Islendinga fylgdist með af athygli. Trúlega geta flestir tekið undir með Þorbirni að útscndingfin var áhuga- verð og skemmtileg og að þörf sé á að endur- skoða reglur um þýðing- arskyldu. En á meðan það hefur ekki verið gert er ekki hægt að sætta sig við, að það eitt að efni sé skemmtilegt réttlæti lögbrot af hálfu sjálfs Ríkisútvarpsins. Hvað þá að slíku lögbroti skuli fagnað. Sjónvarpið hefði átt að koma með a.m.k. málamyndaendursögn á kappræðunum eftir að þeim lauk til að halda sig innan ramma laganna. Sérstakar skyldur Þetta mál er raunar gott dæmi um þá erfið- leika, sem geta komið upp þegar útfæra á og framfylgja málverndar- sjónarmiðum í fjölmiðl- um. Sjónvarpið kýs að ganga framhjá reglu- gerð um þýðingarskyldu eða í það minnsta túlka hana mjög fijálslega, til þess að geta komið með áhugavert sjónvarpsefni í beinni útsendingu. Og þegar rikisfjölmiðill, sem sagður er hafa sérstakar skyldur við málið og þjóðina alla, hefur riðið á vaðið, er þá hægt að ætlast til að einkamiðlar með mun ótryggari tekjugrunn horfi aðgerð- arlausir á og láti vera að senda út áhugavert efni STTK vegna erfiðleika við að framfylgja þýðingar- skyldu? Tæplega. Viðkvæmt blóm Þetta dæmi sýnir jafn- framt að lög og reglur, sem lúta að málvemd og menningarrækt á Is- landi, þurfa að vera í sí- felldri endurskoðun og bregðast þarf við breytt- um aðstæðum á tímum beinna útsendinga heimshorna á milli og síaukins flæðis ritaðs máls á milli landa. Það getur reynst snúið að búa svo um hnútana að það viðkvæma blóm, íslensk- an, glatist ekki í þessum átroðningi erlendra áhrifa. Eina raunhæfa vörnin er að halda úti sem öflugastri fjölmiðlun á islensku, vegna þess að aðeins með því að bjóða fram skapandi, spenn- andi og áhugavert efni á íslensku á íslensk tunga lífsmöguleika. Málið verður að vera lifandi og það verður að verða þátt- takandi í þjóðlífinu. ís- lensk tunga deyr fljótt út ef hana á aðeins að nota við hátíðleg tæki- færi, en allt^það, sem áhugavert telst hvers- dags, fer fram á út- lensku. Kjaftshögg Því er það kjaftshögg að verða vitni að viðhorf- um stjómvalda til tung- unnar. í því litla dæmi, sem hér hefur verið nefnt, lýsir það sér í því að menntamálaráðuneyt- ið samþykkir að Rikisút- varpið sniðgangi lög um þýðingarskyldu. í víðara samhengi lýsir þetta við- horf sér í því að ríkis- stjómin hyggst leggja auknar álögur á fjölmiðl- un og bækur, starfsemi sem fram fer á íslensku og stuðlar að því að gera islenskuna að lifandi máli.“ pnny 5 dyra hlaðbakur • útvarp/segulband - 4 hátalarar • 84 hestana vél • tölvustýrð íjölinnspýting • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálískipting • veltistýri • rafknúnar rúðuvindur • rafknúin samlæsing • litað gler • samlitir stuðarar og hliðarspeglar • hvarfakútur HYunoni ...til framtíðar LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI. 68 12 00 B O G Ný verslun BOGNER kvenfatnaður er fallegur, einfaldur og þægilegur og í senn látlaus og glæsilegur. Fatnaðurinn frá BOGNER hæfir ungum konum á öllum aldri. B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.