Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTOBER 1992 25 'Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sveinn Andri Sveinsson formaður samtak- anna er í ræðustól. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Hugmyndir um að sveitarfélög fái verkefni fyrir 21 milljarð króna Könnun á viðhorfum unglinga: Kom á óvart hvað stór hópur unglinga hefur oft reykt hass - segir Arni Einarsson hjá Vímulausri æsku „ÞAÐ kemur okkur verulega á óvart að það skuli vera svo stór hópur af ungum krökkum, sem hefur reykt hass oftar en tíu sinnum," sagði Árni Einarsson, einn stjórnarmanna Vímulausrar æsku. Rannsóknar- stofnun í uppeldis- og menntamálum hefur kannað viðhorf íslenskra unglinga meðal annars til áfengis og vímuefna. Það kom fram að 3% af 13 ára nemendum sögðust hafa reykt hass oftar en 10 sinnum. Árni sagði að reynslan sýndi að þeir unglingar, sem væru iðnastir, væru mest í áfengi og því gæfi könnunin sterka vísbendingu um við hverju mætti búast. SVEITARFÉLÖG á Reykjavíkursvæðinu vilja taka við ýmsum rekstri sem ríkið annast nú og segir Sveinn Andri Sveinsson, for- maður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgasvæðinu, að um sé að ræða verkefni fyrir 21 milljarð króna. Sveitarfélögin hafi ekki áður lýst vilja til að annast svo mikla þjónustu. í samþykkt aðalfundar SSH sem in minna háð ríkisvaldinu en nú er. haldinn var á laugardag er lagt til að sveitarfélögum verði falinn rekstur grunnskóla og heilsu- gæslustöðva, hafnargerð, málefni fatlaðra og málefni aldraða. Fund- urinn taldi rétt að kanna til hlítar hvort hægt væri að færa til sveitar- félaganna rekstur framhaldsskóla og sjúkrahúsa auk löggæslu og vegavinnu í þéttbýli. Þá segir í samþykktinni: „Þess verði gætt að sveitarfélögunum verði tryggðir tekjustofnar til að sinna þessum verkefnum.“ Markmið hugmynd- anna er sagt að sveitarfélög vinni í samræmi við þarfir á hverjum stað og ætla megi að þekking á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri og ódýr- ari þjónustu. Skil milli verkefna ríkis og sveitarfélaga verði einfald- ari með þessu móti og sveitarfélög- Stjórn samtakanna var falið að ræða við önnur landshlutasamtök um að koma á samræmdu neyðar- númerakerfi fyrir allt landið og hafa samráð um þetta við ráðu- neyti. í greinargerð af fundinum segir að nú séu um 120 símanúm- er neyðarþjónustu í landinu og það geti valdið töfum í útkalli. Á nokkr- um stöðum sé verið að endurnýja neyðarnúmerakerfi og til einföld- unar ætti að koma á samstarfi. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu ætla að sameinast um skóla- akstur og akstur fatlaðra, sem þeim er ætlað að yfirtaka um ára- mótin. Aðrar ályktanir aðalfundar SSH fjalla um að auka eigi sjálfsstjórn sveitarfélaga og engu málefni sem varði sérstaklega hagsmuni sveit- arfélags verði til lykta ráðið án umsagnar þess. í ljósi atvinnu- ástands í landinu lagði fundurinn til að sveitarfélög og ríkisstjórn geri sameiginlegt átak til að efla nýsköpun, rannsókna- og þróunar- starf. Meðal annars er mælt með end- urskoðun fyrirtækjaskatta, stofn- un þróunarfyrirtækja að erlendri fyrirmynd til eflingar atvinnulífi og að reynt verði að fá útlent áhættufjármagn inn í landið. Þá er bent á leita þurfi eftir þátttöku sveitarfélaga og lífeyrissjóða í at- vinnulífinu; í þróunarfyrirtækjum, með sanngjarnri leigu á aðstöðu iðnaðarhúsnæðis auk umhverfis- og vegabóta í þágu ferðamanna- iðnaðar. Stungið er upp á afnámi tekjuskatts fyrirtækja á uppbygg- ingartíma að írskri fyrirmynd. Rætt er um þörf á lækkun orku- verðs og sagt að afskriftatími orkuverðs hérlendis sé of stuttur. Loks beindi fundurinn því til sveit- arfélaga að kaupa íslenskar iðnað- arvörur „Við höfum vitað það lengi að í efstu bekkjum grunnskólans er all- stór hópur sem hefur reynt kannabis- efni og það nokkrum sinnum en þessi niðustaða kemur mér á óvart,“ sagði Árni. „Það er erfitt fyrir okkur að meta umfang neyslunnar þó að við fáum vitneskju um hana þegar haft er samband við okkur um foreldra- símann." Erfitt væri að átta sig á hvort einungis væri um toppinn á ísjakanum að ræða eða hvort vakning hefði átt sér stað og menn væru að átta sig betur á ástandinu. „Við höf- um einungis okkar tölur og þær eru háar en við hefðum ekki þorað að slá fram fullyrðingum um svona almenna neyslu hjá svona ungum krökkum,“ sagði hann. Árni taldi auðvelt fyrir unglingana að nálgast þessi efni. Yngri aldurs- hóparnir væru mikið úti á lífinu óg færu víða um, sérstaklega á kvöldin og um helgar þegar auðveldast er að nálgast efnin. „Þetta eru ekki krakkar sem eru heima eða á kafi í sínu íþróttafélagi," sagði hann. „Þetta eru þau sem eru á ferðinni. Það opnar þessu leið að svona ungir krakkar fara að fíkta. Þá er það löngu þekkt að þeim mun meiri áfengis- neysla i þessum hópi þeim mun meiri líkur eru til þess að þau noti önnur efni. Hjá flestum er þetta fikt og flestir láta þar við sitja. Þeim bregð- ur þegar þau átta sig á að þau eru farin að nota þessi efni og þá hætta þau. Hins vegar er það svo að hópur- inn, sem er iðnastur, hann er mest í áfengi og því miður eru þetta ansi sterkar vísbendingar um það sem koma skai hjá þessum unglingum. Þau skila sér alla leið.“ Kjötsala Kára í Garði Skil ekki í neytendum að vilja kaupa kjöt á bílastæði - segir framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda HÁKON Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda segir gagnrýnisvert að Kári ÞorgTÍmsson í Garði skuli ekki hafa selt kjöt sitt í gegn um verslunina heldur farið með það út á bílastæði. Sömuleiðis segist hann ekki skilja í neytendum að kaupa matvæli við þær aðstæður. Kári hóf söiu á kindakjöti sínu í Kolaportinu um helg- ina og seldi vel. Halldór Blöndal landbúnaðarráðhcrra segist, engar athugasemdir gera við þá ákvörðun Kára að selja kjöt sitt sjálfur. Hákon sagði að Kára væri heimilt samkvæmt búvörusamningi að fram- leiða kjöt utan framleiðslustjómunar og sagðist hann ekkert hafa á móti því að slík tilraun væri gerð. Hins vegar kvaðst hann óttast að Kári hefði lítið annað en fyrirhöfnina upp úr þessu. Mikil vinna væri við að flytja kjötið norðan úr landi og þeir sem unnið hefðu við sögun og pökk- un á kjötinu og aðstoðuðu hann við söluna þyrftu sitt. Sagðist Hákon óttast, Kára vegna, að hann hefði ekkert upp úr þessu. Halldór Blöndal sagði að það hafi alltaf legið fyrir að búvörusamning- arnir tækju einungis til þeirra bænda sem þægju beingreiðslur úr ríkis- sjóði. Samningarnir og búvörulögin fælu ekki í sér bann við því að menn framleiði dilkakjöt eða mjólk, en þeir verði að fara eftir almennum heil- brigðisreglum um meðferð og sölu varanna. „Kári í Garði kaus að þiggja ekki beingreiðslur. Hann er enn handhafi framleiðsluréttarins en kýs að nýta sér ekki þær heimildir heldur standa sjálfur fyrir sölunni á frjálsum markaði. Það er hans ákvörðun og ég hef engar athugasemdir við það að gera,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann teldi ekki að viðtökur neytenda væru ákveðinn dómur yfir landbúnaðarkerfinu sagð- ist Hákon ekki geta litið svo á. Kári hefði fyrst og fremst gagnrýnt það að útflutningsbætur hefðu verið lagðar niður en það rímaði ekki við þær yfirlýsingar hans að hann vildi spara ríkisútgjöld með því að fram- leiða utan kerfisins. Sagði Hákon að það fælist ákveðin gagnrýni á milli- liðina að Kári skyldi reyna að kom- ast fram hjá þeim með kjöt sitt. „Því er ekki að leyna að okkur þykir þjónusta verslunarinnar hafa verið full dýr,“ sagði Hákon og bætti því við að ef eitthvað væri jákvætt við tilraun Kára væri það viðleitni hans til að stytta vegalengdina á milli framleiðenda og neytenda. Halldór sagði um þetta atriði: „Ég hef ekki rætt við þetta fólk sjálfur og kynnst viðhorfum þeirra varðandi landbúnað. Ég hygg að flestir þeirra sem gerðu sér erindi í Kolaportið séu sammála mér um það að bændur eins og aðrir eigi rétt á eðlilegu rekstrarumhverfi fyrir framleiðslu sína en það hafa þeir ekki haft á undanförnum árum. Flestir Íslend- ingar virða það við bændur að þeir einir bænda á Vesturlöndum hafa fallið frá verðábyrgð á framleiðslu sinni, bera sjálfir ábyrgð á því sem er umfram innanlandsneyslu og þiggja ekki lengur útflutningsbætur. Ég held að þessi staðreynd hafí farið fram hjá mörgum en ég efast ekki um að menn kunni að meta þetta. Bændur hafa sýnt mikið hugrekki og þeir eru ákveðnir í að nota tímann vel og hagræða á búum sínum sem Árni sagði, að þeim hjá samtökun- um fyndist neysla vímuefna meðal unglinga vera að færast í aukanna en jafnframt væru foreldrar varari um sig og væru meira á verði. Sími samtakanna er opinn allan sólar- hringinn og er mikið hring og leitað ráða. Mest er hringt um helgar eða milli tíu til fímmtán samtöl frá föstu- degi til sunnudags. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 auðvitað þýðir ódýrari framleiðslu," sagði Halldór. Hákon sagðist ekki skilja hvernig fólk sem legði bílum sínum i Kola- portinu fimm daga vikunnar hefði geð í sér að koma sjötta daginn og kaupa mat fyrir sig og fjölskylduna innan um gömul föt og húsgögn á þessu sama bílastæði. Sagði hann það skoðun sína að verslun með þetta kjöt eins og annað ætti að fara eftir eðlilegum viðskiptaleiðum matvöru og sagði að • heilbrigðisyfirvöld í Reykjavík ættu að athuga sinn gang hvað þetta varðaði. Ekki taldi Hákon líklegt að bænd- ur færu almennt að dæmi Kára. í fyrsta lagi stæðist það ekki fjárhags- lega fyrir viðkomandi og í öðru lagi væri það ekki framkvæmanlegt að 2.000 fjárbændur kæmu á markað- inn í sláturtíðinni með kjöt sitt til sölu. Halldór sagði um þetta að hann hefði lengi talið að auka mætti sölu á kindakjöti í sláturtíðinni og selja ferskt kjöt yfir lengri tíma. Hann sagði að vel gæti ve'rið að fleiri bænd- ur færu að selja kjöt sitt sjálfir í slát- urtíðinni en taldi ekki líklegt að neyt- endur og bændur sæju fyrir sér að þannig færi með allt dilkakjöt sem framleitt væri í landinu. M. Benz 190 '87, rauður, 5 g., ek. 53 þ. Dekurbíll. V. 1550 þús. Honda Civic DX '90, rauður, 5 g., ek. 50 þ. Fallegur bill. V. 730 þús., sk. á ód. Cherokee Laredo 4.0L '88, rauður, sjálfsk., ek. 57 þ. mílur. Mikið af aukahl. Topp eintak. V. 1650 þús., sk. á ód. ____ÍHM Suzuki Sarnurai JX '90, grásans, 5 c 76 þ. Sem nýr. V. 850 þús. Nissan Micra LX '90, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. 4 þ. Sem nýr. V. 590 þús. stgr. Honda Civic GL Sedan '87, sjálfsk., rauð- ur, ek. 67 þ. Gott eintak. V. 550 þús. Toyota Coroila XL ’90, 5 dyra, sjálfsk., ek 48 þ. Fallegur bill. V. 780 þús., sk. á ód. Daihatsu Feroza EL II '89, 5 g., ek. 65 þ., mikið af aukahl. V. 930 þús. BMW 518i '88, 5 g., ek. 43 þ. Toppein- tak. V. 1290 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL Touring 4x4 '89, 5 g., ek. 53 þ. V. 950 þús., sk. á ód. Subaru 1800 DL Station 4x4 ’91, 5 g., ek. 42 þ. V. 1050 þús. Nissan Terrano 2.4i 4x4 ’90, 5 g., ek. 60 þ. V. 1750 þús. Suzuki Vitara JLXi ’91, mikið breyttur, ek. 40 þ. V. 1470 þús. Fiat XV. Bertone Spider '80, 5 g., ek. 55 þ., sjaldgæfur sportbíll. Gott eintak. Nýsk. ’93. V. 430 þús. Isuzu Tropper LS ’88, 5 g., ek. 109 þ.. 7 manna, rafm. i öllu o.fl. V. 1150 þús., skipti. Nissan King Cap m/húsi '87, 6 cyl. sjálfsk., ek. 74 þ. Fallegur bíll. V. 1080 þús. stgr. Nissan 200 SX turbo Interc. '89, rauður, 5 g., ek. 48 þ., sóllúga, rafm. i öllu o.fl. Vinsæll sportbill. V. 1490 þús., sk. á ód. M. Benz 190 '87, rauður, 5 g., ek. 53 þ V. 1550 þús. Nissan Micra GL '84, 3 dyra, ek. 55 þ. V. 190 þús. stgr. Toyota Hilux (Sonax jeppinn) '80, jeppinn er útbúinn öllum hugsanlegum aukahl. Til sýnis á staðnum. V. 1900 þús., sk. á ód. Honda Prelude EX ’87, hvitur, sjálfsk. ek. 68 þ., sóllúga, rafm. i öllu. Fallegur bill. V. 730 þús. stgr. Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90. sportbill i sórflokki. V. 1690 þús., sk. á góðum jeppa (ód). VANTAR A STAÐINN ÁRG. '88 - ’92.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.