Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Læknafélag Akureyrar, kvenfélagskonur og Iðja: Niðurskurði fjárveit- inga til Kristnes- spítala mótmælt Á MÁLÞINGI um endurhæfingu sem Læknafélag Akureyrar hélt á laugardag var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er fyrirhuguðum •niðurskurði fjárveitinga til Kristnesspítala og er þess krafist að stað- ið verði við fyrri áætlanir um uppbyggingu endurhæfingar þar. Morgunblaðinu hefur einnig borist mótmæli frá kvenfélögum í Eyja- fjarðarsveit og Iðju. Málþing Læknafélags Akur- eyrar sóttu yfír 50 manns, lækn- ar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og hjúkrunarfræðingar, en fiallað var um endurhæfingu á málþinginu. í ályktun fundarins kemur fram að Læknafélag Akureyrar hafi að undanförnu beitt sér fyrir endur- hæfíngarmálum í umdæminu, meðal annars með úttekt á þörf yfír endurhæfingarstofnun. „Það hefur verið óviðúnandi fyrir Norðlendinga að þurfa að sækja slíka endurhæfíngu á höfuð- borgarsvæðið, fjarri heimili og nánustu ættingjum, 'oft um lengri tíma. Löng bið er eftir slíkri þjón- ustu og margir fara á mis við nauðsynlega endurhæfíngu. Þetta hefur leitt af sér aukið álag á bráðadeildir, heilsugæslu, sjúkl- inga og aðstandendur þeirra. Á síðustu misserum hefur farið fram vaxandi endurhæfíngarstarf- semi á Kristnesspítala og hefur starfsemin hlotið stuðning allra fagaðila. Er þar komið til móts við mjög brýna þörf. Þó er ljóst að starfseminni er enn mjög þröngur stakkur skorinn," segir í ályktun frá Læknafélagi Akur- eyrar. Fundurinn mótmælti harðlega fyrirhuguðum niðurskurði fjárveit- inga til Kristnesspítala og krafðist hann þess að heilbrigðisyfirvöld standi við fyrri áætlanir og sam- þykktir um uppbyggingu endur- hæfingar þar. Konur í kvenfélaginu Aldan- Voröld í Eyjaíjarðarsveit hafa sent frá sér mótmæli vegna ummæla heilbrigðisráðherra um að loka Kristnesspítala. „Þessi spítali hefur í gegn um tíðina veitt sjúkum og þjáðum góða ummönnun. Við vonum svo sannarlega að svo verði einnig í framtíðinni. Á Kristnesspítala vinnur margt fólk sem er búsett í Eyjafjarðarsveit, hvar myndi þetta fólk fá vinnu ef Kristnesspít- ali yrði lagður niður? Sýnið vilja í verki, látið ekki allar ríkisstofnan.- ir enda á stór-Reykjavíkursvæð- inu. Með von um að uppbyggingu endurhæfingarstöðvarinnar í Kristnesi verði haldið áfram af krafti og þar rísi öflug endurhæf- ingarmiðstöð," segir í tilkynningu frá_ kvenfélagskonum. Á almennum félagsfundi í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, sem haldinn var á sunnudag var í ályktun mótmælt öllum hug- myndum um lokun eða samdrátt á Kristnesspítala í Eyjafírði. Jafnframt átaldi fundurinn harðlega allar hugmyndir um áframhaldandi eða aukinn niður- skurð í heilbrigðiskerfinu sem og um aukin þjónustugjöld. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kominn snjór „Við rennum okkur oftast allan daginn, eða þangað til við förum í skólann,“ sögðu þessir krakkar sem höfðu tekið fram snjóþotur og skíði og voru að renna sér í brekku við Keilusíðu á Akureyri í gærmorgun. Frá vinstri á myndinni eru Sævar, Atli, Dúi, Viktor, Harpa Þórey og Díana. Dúi og Viktor höfðu tekið fram skíðin sín, en hinir krakkamir létu snjóþotumar nægja í bili og ætluðu að geyma skíðin í geymsl- unni aðeins lengur. Bæjarráð bætir við framlög vegna átaks gegn atvinnuleysi Ekkí hefur tekist að fá fólk í öll störf Morgunblaðið/Rúnar Þór Skiptyfirá vetrardekk Bifreiðaeigendur norðan heiða eru í óða önn að taka sumardekkin undan bílum sínum og skipta yfír á hjólbarða er betur henta vetrin- um. Það hefur verið mikil ös á hjólbarðaverkstæðum á Akureyri eftir að snjó festi um helgina og sagði Gunnar Kristdórsson eigandi Dekkja- hallarinnar að mikil örtröð hefði verið alla helgina, en opið var bæði laugardag og sunnudag. „Við vomm búnir með sumar gerðir dekkja og sendum bíl suður eftir meiri birgðum aðfaranótt sunnudags. Það hefur verið alveg bijálað að gera síðan snjórinn kom,“ sagði Gunnar. „ÁTAKIÐ hefur gengið mjög vel og ég held að það séu allir mjög ángæðir með þetta,“ sagði Ami Steinar Jóhannsson, umhverfis- stjóri á Akureyri, sem hefur umsjón með átaki gegn atvinnuleysi sem staðið hefur yfír í bænum í tæpa tvo mánuði. Nú vinna á bilinu 90 og 100 manns við ýmis störf á vegum átaksins, en ekki hefur tekist að fylla í öll þau störf sem bærinn telur sig geta boðið í þessu skyni. Bæjarráð hefur samþykkt breytingar á fjárhagsáætl- un þessa árs til til að útvega fé vegna átaksins. Bæjarstjóm samþykkti að veija allt að 8 milljónum króna til verk- efnisins og hefur nú verið sam- þykkt í bæjarráði að lækka út- gjöld vegna kjarasamninga og starfsmats um hálfa milljón króna, útgjöld vegna viðhalds grunnskóla lækkar um eina milljón og eins lækka tölvu- og hugbúnaðarkaup um eina milljón vegna átaksins. Þá lækka útgjöld vegna unglinga- vinnu um hálfa milljón og liðurinn verðlagsbreytingar á fjárhagsá- ætluna lækkar um fimm milljónir króna. Nú starfa tæplega 100 manns við ýmis störf á vegum Akureyrar- bæjar vegna þessa verkefnis og sagði Ámi Steinar að fyrirkomu- lagið væri þannig að fólki á at- vinnuleysisská væri boðin vinna og sæi Vinnumiðlunarskrifstofan Innritun á heimspekí- námskeiö að ljúka SÍÐASTI innrit- unardagur á heimspekinám- skeið sem haldið verður á vegum Félags áhuga- manna um heim- speki og endur- menntunardeild- ar Háskólans á Akureyri er í dag, þriðjudaginn 20. október, en skráning á nám- skeiðið er á skrifstofu Háskólans á Akureyri. Námskeiðið stendur í 6 vikur og nefnist „Ritskýring í heimspeki“, en fjallað verður um tvö höfuðrit siðfræðinnar að fomu og nýju; Framspeki siðlegrar breytni eftir Immanuel Kant og Frelsið eftir John Stuart MiII. Kennt verður einu sinni í viku, á þriðjudögum frá kl. 17.30 til 19.00. Kennarar á námskeiðinu verða dr. Guðmundur Heiðar Frímanns- son og dr. Kristján Kristjánsson. í frétt af námskeiðinu í síðustu viku birtist mynd af nafna dr. Kristjáns og er beðist velvirðingar á myndabrenglinu. um að bjóða fólki störfin. Árni Steinar sagði að unnt væri að bjóða nokkra fleiri störf en hægt væri að fá fólk í, enda væri það ævinlega svo að eitthvað af fólki á atvinnuleysisskrá gæti ekki sinnt þeim störfum sem í boði væru. Sagði Ámi Steinar að nú væri hægt að veita um 110 manns at- vinnu á vegum átaksins. Stór hluti fólksins starfar við ýmiss konar útivinnu, bæði á úti- vistarsvæðum bæjarins og eins á vegum garðyrkjudeildar. Árni Steinar sagði að veðráttan gæti því sett strik í reikninginn, ef ekki þiðnaði væri ekki hægt að inna þessi störf af hendi. „Það er hægt að skapa mörg og ódýr störf við gróðursetningu og fleira, en ef ekki verður breyting á veðri gætu þessi störf dottið út,“ sagði Árni Steinar. Lést eftir bílslys KONAN sem slasaðist er tveir bílar rákust saman í hálku á Ólafsfjarðarvegi við Baldurs- heim í Arnarneshreppi í síð- ustu viku lést af völdum áverka á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hún hét Jolanta Holeksa og var til heimilis á Sunnubraut 13 á Dalvík. Hún var rúmlega þrítug og lætur eftir sig eiginmann og dóttur. Útför hennar var gerð frá Dalvíkurkirkju í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.