Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
Jón Balvin Þorlákur H.
Hannibalsson Helgason
Jafnaðarmenn
Fundir um
fjárlög og
ríkisfjármál
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
heldur opinn fund í kvöld, þriðju-
daginn 20. október, um fjárlög
ríkisins. Jón Baldvin Hannibals-
son, utanríkisráðherra og formað-
ur Alþýðuflokksins, og Agúst Ein-
arsson, prófessor í hagfræði, fjalla
um „draumafjárlögin". í kvöld
halda ungir jafnaðarmenn opinn
fund um ríkisfjármálin. Frummæl-
endur verða þeir Sighvatur Björg-
vinsson, heilbrigðisráðherra og
Svavar Gestsson, þingmaður Al-
þýðubandalagsins.
í fréttatilkynningu frá Alþýðu-
flokknum segir: Formaður Alþýðu-
flokksins hefur
lýst því yfir að
rétt sé að ganga
lengra en núver-
andi fjárlaga-
frumvarp gerir
ráð fyrir. Taka
verði á sjálfvirk-
um útgjöldum,
eigi að vera hægt
að beita fjárlög-
unum til að
spyma gegn atvinnúleysi og skuld-
um. Nefnt hefur verið að innbyggð
sjálfvirkt útgjöld ríkisins geti numið
10-15 milljörðum króna.
Fundurinn sem er opinn öllum er
í Ársal Hótels Sögu og hefst kl.
20.30. Fundurstjóri verður Þorlákur
H. Helgason, formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur.
Fundur ungra jafnaðarmanna er
liður í undirbúningsvinnu þeirra
vegna 40. Sambandsþings sem hald-
ið verður í Munaðamesi 6.-8. nóvem-
ber nk.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og verð-
ur í Rósinni, félagsmiðstöð jafnaðar-
manná, Hverfisgötu 8-10, Reykja-
vík.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsir sig hlynnta EES-samningnum
Fráleitt að hafna aðild að E6
Til greina kemur að kalla til varamann í utanríkismálanefnd, segir
Kristín Ástgeirsdóttir þingflokksformaður Kvennalistans
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans, segist
ekki treysta sér til að leggjast jgegn samningnum um Evrópskt
efnahagssvæði. Hún segir að ef Islendingar gerist aðilar að EES,
sé fráleitt að útiloka aðild að Evrópubandalaginu. Kristín Astgeirs-
dóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, segir að til greina komi
að Ingibjörg Sólrún víki tímabundið úr utanríkismálanefnd Alþing-
is vegna þessarar afstöðu sinnar og varamaður taki sæti hennar
á meðan á afgreiðslu EES-samningsins standi.
„Það er ýmislegt sem liggur að
baki þessari afstöðu minni,“ sagði
Ingibjörg Sólrún í samtali við
Morgunblaðið. „Hún hefur verið
að mótast talsvert lengi og ég hef
lýst því þannig að ég hafi setið á
girðingunni milli já- og nei-afstöð-
unnar og verið með fæturna sinn
hvoru megin. Þetta var spuming
um að hrökkva eða stökkva. Ég
legg mikla áherzlu á að haldin
verði þjóðaratkvæðagreiðsla um
EES-samninginn og út frá því fór
ég að velta því fyrir mér hvort ég
myndi treysta mér til að leggja til
við þjóðina að hún felldi þennan
samning. Ég komst að þeirri niður-
stöðu að ég gerði það ekki.“
Hætta á pólitískri
einangrun íslands
Ingibjörg sagðist óttast að yrðu
íslendingar ekki aðilar að EES biði
þeirra pólitísk einangrun. „Ég ótt-
ast að við yrðum viðskila við þessa
pólitísku deiglu og umræðu, sem
er úti í Evrópu og myndum dæma
okkur úr leik með þeim hætti. Eft-
ir að norska þingið samþykkti
EES-samninginn erum við ein eft-
ir. Ég get ekki séð þá stöðu fyrir
mér.“
Aðspurð um viðbrögð flokks-
systra sinna í Kvennalistanum og
hvort hún væri ekki undir flokk-
saga í EES-málinu, sagði Ingibjörg
Sólrún að hinar þingkonur flokks-
ins væm áfram á þeirri skoðun að
Kvennalistinn ætti að greiða at-
kvæði gegn samningnum. „Þetta
var rætt á svokölluðum samráðs-
fundi okkar, með fulltrúum allra
kjördæma, á laugardaginn. Auð-
vitað eru margar óhressar með
þessa afstöðu mína og vildu gjam-
an að þessi uppákoma hefði aldrei
átt sér stað. Aðrar em fegnar þess-
ari opnun og vilja hana, þannig
að það era skiptar skoðanir í
Kvennalistanum um málið, þótt ég
eigi ekki von á að afstaða Kvenna-
listans sem heildar breytist. Ég
geri heldur ekki þá kröfu að aðrar
konur kúvendi í afstöðu sinni með
neinum hætti. Það er stjómar-
skrárbundin skylda þingmanna að
fara fyrst og fremst eftir samvizku
sinni. Við teljum okkur ekki stætt
á því siðferðilega að kúga neina
konu undir flokksaga og höfum
aldrei gert,“ sagði Ingibjörg Sól-
rún.
EB er inni í myndinni
Ingibjörg Sólrún hefur áður lát-
ið svo um mælt, að Evrópubanda-
lagið sé skömminni skárra en Evr-
ópska efnahagssvæðið, þótt hvor-
ugur kosturinn væri góður. Að-
spurð hvort hún hefði nú tekið EES
fram yfír EB, svaraði Ingibjörg
Sólrún neitandi. „Mér er alveg íjóst
að ef við fömm inn í Evrópska
efnahagssvæðið, þá er EB inni í
þeirri mynd. Mér dettur ekki í hug
að halda því fram að þetta sé bara
EES og síðan ekki söguna meir.
Ég held að þeir stjómmálamenn,
sem það fullyrða, séu annaðhvort
að blekkja sjálfa sig eða aðra.“
Ingibjörg svaraði því játandi er
hún var spurð hvort hún teldi leið-
ina til EB liggja um EES. „En
spumingin er hvaða EB. Evrópu-
bandalagið er að breytast mjög
ört. Það er ekki föst stærð og það
er ekki sambandsríki, heldur
ákveðið þróunarferli. Ég held að
við verðum að fylgjast mjög grannt
með því, sem þar er að gerast, og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
velta því fyrir okkur á hveijum
tíma hvort við eigum eitthvert er-
indi þangað. Það er fráleitt að það
sé hægt að hafna því alveg, og ég
held að stjómmálamenn, sem það
gera, fái það í bakið síðar meir.“
Ingibjörg var spurð hvernig hún
ætlaði að greiða atkvæði er EES-
samningurinn kæmi til afgreiðslu
á Alþingi. „Ég legg mjög ríka
áherzlu á þjóðaratkvæðagreiðslu-
málið og ég ætla ekki að úttala
mig um það hvemig ég greiði at-
kvæði um samninginn sjálfan fyrr
en ég sé niðurstöðu um þjóðarat-
kvæðagreiðslutillöguna," sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Hugsanlegt að varamaður
taki við
Kristín Ástgeirsdóttir, formaður
þingflokks Kvennalistans, sagði í
samtali við Morgunblaðið að yfír-
lýsing Ingibjargar Sólrúnar hefði
komið kvennalistakonum mjög á
óvart. Fjórar af fímm þingkonum
flokksins teldu enn að hagsmunum
íslands væn betur borgið utan EES
en innan. „Á fundi okkar á laugar-
daginn lýsti mikill meirihluti því
yfír að hann styddi margítrekaðar
samþykktir Kvennalistans gegn
Evrópska efnahagssvæðinu," sagði
Kristín.
Aðspurð hvort þetta mál hefði
áhrif á setu Ingibjargar Sólrúnar
sem fulltrúa Kvennalistans í utan-
ríkismálanefnd Alþingis sagði
Kristín: „Við höfum ekki tekið af-
stöðu til þess ennþá, en það er
augljóst mál að það gengur ekki
upp að talsmaður okkar í utanríkis-
málanefnd túlki ekki viðhorf meiri-
hlutans. Spurningin er hvort Ingi-
björg Sólrún treystir sér til þess
eða hvort við verðum að leysa
málið á annan hátt. Það era vara-
menn í utanríkismálanefnd og það
er hugsanlegt að varamaðurinn
taki við meðan á afgreiðslu EES-
málsins stendur.“ Varamaður
Kvennalistans í utanríkismála-
nefnd er Anna Ólafsdóttir Bjöms-
son.
Kristín sagði að eftir hálfan
mánuð yrði haldinn landsfundur
Kvennalistans og þar yrði rætt um
þá afstöðu, sem Ingibjörg Sólrún
hefði tekið. „Þá kemur í ljós hin
endanlega niðurstaða," sagði
Kristín. Hún sagðist telja að í
máli Ingibjargar Sólrúnar hefði
komið fram sú skoðun, að íslend-
ingar ættu að ganga í Evrópu-
bandalagið. „Það er að mínum
dómi eina leiðin til að skilja þessi
sinnaskipti," sagði Kristín. Hún
sagði jafnframt að ekki væri hægt
að skilja rök Ingibjargar fyrir af-
stöðu sinni öðravísi en í því sam-
hengi.
Kristín var spurð hvort Ingibjörg
Sólrún væri með afstöðu sinni að
skapa sér pólitíska einangran inn-
an Kvennalistans. „Það er erfítt
að segja hvaða afleiðingar þetta
muni hafa fyrir hana og pólitíska
stöðu hennar. Með þessu setur hún
sig í nokkuð sérkennilega stöðu,
því að þetta er í fyrsta skipti sem
þingflokkur Kvennalistans klofnar
í svona máli og hún er fyrst til að
ijúfa samstöðuna," sagði Kristín.
Mogrunblaðið/Kristinn
Kammersveitin á æfingu í Ráðhúsinu i gærkvöldi.
Ungir tónlistarmenn i Ráðhúsinu
í kvöld verða haldnir fyrstu
tónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur á þessum vetri, en
þetta er 19. starfsár hennar.
Þetta era fyrstu klassísku tón-
Ieikamir sem haldnir era í Ráð-
húsinu. Á efniskrá eru fjögur vel
þekkt verk. Tónleikamir hefjast á
„Komu drottningarinnar af Saba“
eftir Handel. Þá verður leikinn
píanókonsert Mozarts í C-dúr,
ekki síst þekktur úr kvikmyndinni
Elvira Madigan sem sýnd var í
Háskólabíói.
Eftir hlé verður leikið Lítið
næturljóð (Eine kleine Nachtmu-
sik) eftir Mozart, en tónleikunum
lýkur á þáttum úr Vatnasvítu
Handel.
Kammersveitin er skipuð 25
hljóðfæraleikuram að þessu sinni.
Stjórnandi verður Gunnsteinn
Ólafsson sem á þessum tónleikum
þreytir framraun sína með at-
vinnuhljóðfæraleikuram hér á
landi.
Einleikari á píanó verður Nína
Margrét Grímsdóttir, einn fremsti
píanóleikari okkar af yngri kyn-
slóðinni.
Miðasala fyrir tónleikana er í
Bókaverslun Eymundssonar,
Austurstræti og í Japis, Kringl-
unni.
(Fréttatilkynning)
Alþjóðaskeiðmeistaramót í Þýskalandi
íslenskur sigur í
5 greinum af 8
Jón Steinbjörnsson á Snúdda stigahæstur
Weiden. Frá Valdimar Kristinssyni fréttaritara Morgunblaðsins,
ÍSLENDINGAR gerðu árangursríkt strandhögg f gullverðlauna-
borðann á alþjóðaskeiðmeistaramótinu sem haldið var f bænum
Weiden í Þýskalandi um helgina. Unnu íslensku keppendurnir 5
af 8 gullverðlaunum sem í boði voru og verður það að teljast
býsna góður árangur.
Jón Steinbjömsson var stiga-
hæstur keppenda á Snúdda frá
Raufarfelli með 8,91 stig. Reynir
Aðalsteinsson sigraði í gæðinga-
keppninni á hestinum Hetti, en
ekkert var getið um í mótskránni
hvaðan hesturinn væri upprunn-
inn, hlaut hann 8,62 í einkunn.
Trausti Þór Guðmundsson sigraði
í gæðingaskeiði á stóðhestinum
Emi frá Akureyri með 9,14 í ein-
kunn. Höskuldur Aðalsteinsson
sigraði í skeiðmeistarakeppni á
150 metra sprettfæri og Angantýr
Þórðarson sigraði í 150 metra
skeiði á Steingerði frá Skollagróf
á 15,2 sekúndum.
Peter Schroder, Austurríki,
sigraði í skeiðmeistarakeppni á
250 metra spettfæri, eftir æsi-
spennandi keppni við Reyni Aðal-
steinsson, en þeir vora jafnir að
stigum í lok keppninnar, en sá
austurríski var í 1. sæti í fleiri
sprettum og tiyggði það honum
verðlaunin. Claas Dutilh, Hollandi,
sigraði í 250 metra skeiði á
Trausta frá Hall á 22,8 sekúndum
og Jóhannes Hoyos, Austurríki,
sigraði í tölti T 1:1 með 8,51 á
Þorra frá Meðalfellí. Rúna Zings-
hiem, betur þekkt Einarsdóttir,
varð önnur í töltkeppninni á Feygi
með 8,54.
Napurt veður var á mótinu sem
stóð yfír í þijá daga, en það var
haldið á æfíngasvæði þýska hers-
ins og drandi yfír mótsvæðið öðru
hvoru hljóð frá skothríð og ein-
hverskonar sprengingum, þótt
ekki hefði það áhrif á hrossin.