Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLABJJ) ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1092
Morgunblaðiö/Árni Sæberg
Axel Kvaran lögreglumaður við
framleiðslutæki bruggarans í
Norðurmýri.
Bruggari
staðinn
að verki
LOGREGLUMENN gerðu húsleit
í húsi í Norðurmýri skömmu fyrir
miðnætti á föstudagskvöld handt-
óku þar mann á fertugsaldri og
lögðu hald á tunnu fulla af gambra
og um 10 lítra af eimuðum landa,
auk framleiðslutækja.
Maður þessi hefur þrívegis áður
verið handtekinn fyrir bruggstarf-
semi. Hann gisti fangageymslur lög-
reglunnar um nóttina en var færður
til yfirheyrslu á laugardagsmorgun
og játaði þá að hafa undanfarna
daga selt um 30 lítra af framleiðslu
sinni. Lögreglumenn sögðu að fram-
leiðslutæki manns þessa væru frem-
ur frumstæð og ekki líkt því eins
fullkomin og hjá ýmsum öðrum sem
undanfarið hafa verið staðnir að
þessari iðju.
♦ ♦ ♦
Rannsóknir á Mývatni
Engar niður-
stöður komnar
RANNSÓKN er miðar að því að
svara þeirri spurningu hvort
námuvinnsla í Mývatni hafi áhrif
á lífríki vatnsins hefur ekki skilað
niðurstöðum enn sem komið er.
Rannsókninni var hleypt af stokk-
unum af umhverfis- og iðnaðar-
ráðuneytinu síðastliðið vor. Páll
Jensson, prófessor í rekstarverk-
fræði og formaður verkefnis-
stjórnar, segir að verið sé að vinna
að reiknilíkani og ef til vill komi
einhverjar niðurstöður úr því
fram í áfangaskýrslu um næstu
áramót.
Páll sagði að 3 ár væru ætluð til
verkefnisins. Hafist var handa í apríl
í vor og í maí hófust mælingar. Útfrá
þeim hefur í haust verið unnið að
svokölluðu reiknilíkani. „Við von-
umst til að með reiknilíkaninu verði
hægt að líkja eftir því hvernig vindar
koma af stað straumum og setflutn-
ingum og þar með hvort námagryfja
hefur áhrif á setflutninga ,“ sagði
Páll.
Hann sagði að ef mælingamar
sýndu að gryfjumar í vatninu hefðu
engin áhrif á setflutningana yrði að
hugsa dæmið upp á nýtt. „En ef nið-
urstaðan verður sú að þær hafi veru-
leg áhrif þá verður reynt að halda
áfram og skoða hvernig þessi áhrif
koma inn í lífríkið með flutningi
næringarefna," sagði Páll.
Ætlunin er að taka mið af rann-
sóknunum við ákvörðun um tak-
mörkun á vinnsluleyfi Kísiliðjunnar
í mars á næsta ári. í því sambandi
sagði Páll að á þessu stigi væri ein-
faldlega ekki hægt að svara því hvort
niðurstöðurnar gæfu tilefni til að
rýmka takmarkanirnar eða halda
óbreyttu ástandi.
Þriggja manna verkefnistjórn,
skipuð þeim Árna Snorrasyni, vatna-
fræðingur, og Sigurði Snorrasyni,
líffræðingi, auk Páls, stýrir rann-
sókninni en verktakar taka að sér
einstök verkefni. Meðal verktaka eru
Hafrannsóknastofnun sem séð hefur
um straummælingar og Veðurstofan
sem séð hefur um vindmælingar o.fl.
J H
ws
Jötunn hefur nú
um nokkurt skeiö
boöiö völdum hópi
viöskiptavina bíla
til reynsluaksturs í
tólf klukkustundir
samfleytt.
Þessi nýjung hefur mœlst mjög vel fyrir, enda vitum viö af
áralangri reynsiu, aö stuttur reynsluakstur á fáeinum mínútum
nœgir ekki öllum þegar um kaup á nýjum bíl er aö rœöa.
Óskir þú eftir aö komast í hóp
þeirra sem Jötunn býöur
12 tíma reynsluakstur, biöjum
viö þig aö fylla út svarseðilinn
hér aö neöan og senda
okkur, eöa hringja.
M lés 0fý
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 6340S0 / 634000.
II
Nafn
Heimilisfang
Vlnnusími
Heimasími
Daasetning
Við hríngjum íþig við fyrsta tœkifasrí. tii þess að ákveða nánar tíma áreynsiuakstrinum.
VINSAMLEGAST MERKTU VIÐ ÞANN LIÐ SEM ÞU KYST HELST
Ég óska eftir að eiga kost á 12 tíma reynsluakstri á nýjum bíium hjá Jötni.
Ég hef sérstakan áhuga á
I I Chevrolet Corsica Q Isuzu Trooper
□ Opel Astra Q Vinsamlegast sendið mér nánari
□ Opel Vectra upplýsingar.
Q: Isuzu Crew Cab