Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri 42 Minning fóru saman við hans. Magnús var einlægur lýðræðissinni og trúði á lágmarksríki og markaðslausnir á ýmsum vandamálum samfélagsins. Valdboð að ofan og tiiskipanir voru Magnúsi ekki að skapi. Mér er minnisstætt samtal okkar í rútunni á leiðinni frá Brussel til Lúxemborgar þegar heimsókninni var lokið. Við lögðum af stað í bít- ið um morguninn og meðan félagar okkar sváfu jæddum við um heima og geima. Ég spurði og Magnús svaraði. Magnús var hafsjór af fróð- leik enda fróður um stjómmál og sögu. Hann var mikill grúskari og stríddi ég honum vegna þeirrar óseójandi bókaástríðu sem hann var smitaður af. Vildi ég vita hve marg- ar bækur hann hafði keypt í þetta skiptið í Brussel. Er líða tók á rútu- ferðina spurði ég Magnús hvort ekki hlakkaði stundum í honum þegar hann rækist á gamla and- stæðinga NATO og Bandaríkjanna eða er hann læsi tregafullar játn- ingagreinar þeirra í blöðunum um blekkingar sósíalismans. Svar Magnúsar lýsir vel lundarfari hans. Hann sagðist ekki hlakka yfír þess- um mönnum heldur verða dapur. Það væri ekkert aðhlátursefni að sjá málstað eins og kommúnismann og sósíalismann hrynja í einu vet- fangi eftir að hafa barist fýrir mál- staðnum í tugi ára. í eðli sínu væri það harmleikur að sjá þjóðfélögin sem þessi helstefna og alræðis- hyggja hefði skapað og það að óska íslensku þjóðinni forystu undir sömu formerkjum hljóti að vera þungur kross að bera. Magnús Þórðarson hafði djúp jiirif á ungt fólk sem aðhylltist- vestrænt lýðræði og studdi tilvist NATO til vamar því. Fallinn er frá heimsborgari og heiðursmaður sem sárt verður saknað. Varðbergsfélagar þakka áratuga farsælt starf í þágu samtakanna. Fyrir hönd Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu, votta ég ástvinum Magnúsar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Jón Kristinn Snæhólm, formaður Varðbergs. Það er undarleg tilfínning sem hríslast um mann þegar síminn hringir snemma morguns og röddin í honum færir manni andlátsfregn um vin og samheija, sem maður hafði setið á fundi með rúmum sól- arhring áður. Þannig var það þegar mér barst fregnin um andlát Magn- úsar Þórðarsonar, framkvæmda- stjóra upplýsingadeildar Atlants- hafsbandalagsins á íslandi. Við hittumst í síðasta sinn á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs þar sem dr. Williem F. van Eekelen, framkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins, flutti erindi um öryggismál og breytt við- horf í Evrópu. Magnús var nýkom- inn úr fræðsluferð til höfuðstöðva Atlantshafsbandalagsins, en þang- að fór hann með hóp af ungu fólki úr þremur stjómmálaflokkum sem var að kynna sér framþróun öiygg- is- og stjómmála Evrópu í kjölfar hruns Sovétríkjanna. Hann var hress og kátur eftir ferðina og var ekki að sjá að hveiju stefndi. Við höfðum verið í nánu sambandi vegna komu van Eekelens og vegna undirbúnings vetrarstarfs fyrr- greindra félagasamtaka. Magnús var nýorðinn sextugur þegar hann kvaddi þennan heim. A afmælisdaginn sagði Magnús við mig að hann hlakkaði mikið til að komast á eftirlaun eftir fímm ár, en þá gæti hann af alefli farið að sinna sínu hugðarefni sem var fræðimennska og bókasöfnun. Um langt árabil hafði hann lagt stund á bókasöfnun og var mikill sérfræð- ingur á því sviði, enda fróðleiks- þyrstur fræðimaður í eðli sínu. Magnús var um margt sérstakur maður. Hann var skoðanafastur en réttsýnn. Hann þoldi illa mann- vonsku- og yfírráðastefnu komm- únismans og gaf hvergi eftir í bar- áttunni við þau myrku öfl sem reyndu að koma ár sinni fýrir borð hérlendis. Hann hafði þor og dug til að standa af sér storma, þótt fulltrúar þessara afla gerðu í gegn- um tíðina hveija aðförina á fætur annarri að honum og samtökum þeim sem hann helgaði starfskrafta sína. Vestræn samvinna, frelsi ein- staklings og lýðræði voru honum óendanlega mikilvægir lífsþættir. Magnús var trúr vinur vina sinna og traustur samheiji. Hann hafði óendanlega mikinn áhuga á stjóm- málum og fýlgdist vel með á því sviði. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá honum í. umræðu dagsins. Hann var óvæginn í skoð- unum og dómharður, en réttsýnn í deilumálum við andstæðinga. í bijósti sínu var hann trúmaður með heitar tilfínningar. Magnús var óskaplega vel lesinn og hafsjór af fróðleik. Ég sagði oft við Magnús að hann hefði átt að helga líf sitt fræðimennsku, en á því sviði hefði hann klifið hæstu tinda. Hann var mikill unnandi íslenskrar tungu og menningar og talaði meitlaða og afburðagóða íslensku. í fjöldamörg ár höfum við átt samleið á vettvangi Samtaka um vestræna samvinnu. Hann sem framkvæmdastjóri samtakanna og ég lengi vel stjómarmaður og nú síðast formaður þeirra. Nú að leið- arlokum vil ég fyrir hönd stjómar Samtaka um vestræna samvinnu færa Magnúsi okkar innilegustu þakkir fyrir ómetanlegt framlag hans og vinnu fyrir málstað sam- takanna, sem um langt árabil hafa staðið vörð um lýðræði og öryggi íslands gegn kúgunar- og yfír- drottnunarstefnu sovésku kommún- istanna. Það vom menn eins og Magnús sem áttu stærstan þátt í því að knésetja einræðisstefnu Kremiveija, sem skildu gömlu Sov- étríkin og Austur-Evrópu eftir í andlegri og veraldlegri rúst í orðs- ins fyllstu merkingu. Með Magnúsi er genginn góður drengur. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd fyrr- nefndra samtaka færi ég sonum hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur á sorgarstundu. Jón Hákon Magnússon. Eins og hundmð annarra íslend- inga kynntist eg Magnúsi Þórðar- syni á ferðah y ' vegum Atlants- hafsbandalagsi.'i.i. Það ferðalag var farið fyrir um tveimur áratugum og leiðin lá að þessu sinni til Banda- ríkjanna þar sem ferðalöngum vom kynnt helstu atriðin í utanríkis- og vamarmálastefnu Bandaríkja Norður-Ameríku. Magnús stýrði ferðinni af röggsemi og verða mér æ minnisstæðar ótrúlega nákvæm- ar og ítarlegar leiðbeiningar, skrif- legar, um hvaðeina sem ferðina varðaði. Ferðir eins og þessi, bæði vestur um haf og til meginlands Evrópu, einkum til Bmssel og til Bretlandseyja, vom og em enn mjög mikilvægur þáttur í starfí upplýsingaskrifstofu Atlantshafs- bandalagsins hér á landi. í ferðum þessum bast Magnús vináttu og kunningsskap við mikinn íjölda manna víðs vegar af landinu. Fram- an af var það áreiðanlega svo að margir voru í þessurn ferðum að hleypa heimdraganum í fyrsta sinn og var þá ekki amalegt að njóta glöggrar leiðsagnar og umhyggju- semi veraldarvans og þrautþjálfaðs ferðafélaga eins og Magnúsar Þórð- arsonar. Ég var einn þeirra sem átti því láni að fagna að bindast Magnúsi traustum böndum vináttu og sam- starfs um langt skeið, bæði á vett- vangi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Sjálfstæðisflokksins. Varðstaðan um frelsi og lýðræði, sjálfsákvörðunarrétt þjóða og ein- staklinga, var fmmþáttur í hugsun Magnúsar Þórðarsonar. Hvers kyns kúgun og ofbeldi sem hneppti mannsandann í íjötra, kæfði sköp- unargleðina og svipti menn frelsinu var að dómi Magnúsar ófyrirgefan- legur glæpur. í störfum sínum, hvort heldur var í daglegum störf- um eða tómstundum, fékk hann tækifæri til að leggja þessum hug- sjónum sínum öflugt lið. í Sjálf- stæðisflokknum starfaði hann frá unga aldri og hvað ötulast á þeim tíma þegar heljargreipar sósíalisma og kommúnisma hertu hvað harðast að Evrópu og treystu tök sín sem víðast í Asíu og Afríku. í Sjálfstæðisflokknum var Magn- ús óþreytandi í því að taka þátt í og brýna menn til varðstöðu gegn markvissri ásælni fulltrúa sósíal- isma og marxisma í mennta- og menningarlífí þjóðarinnar. Hinn mikli áhugi Magnúsar á þeim mál- um skýrðist vel af glöggum skiln- ingi hans á sögunni og því göfg- andi hreyfiafli sem frjálst menning- ar- og listalíf er hverri þjóð. Eitt af fyrstu meiri háttar framlögum Magnúsar í þessa baráttu voru greinar sem hann birti í Morgun- blaðinu í ágúst og september 1957. Þær voru síðar gefnar út af Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna og Heimdalli í bæklingi sem heitir „Mótið i Moskvu". í þessum grein- um er sagt frá alheimsæskulýðs- móti sem þáverandi valdhafar í Sovétríkjunum stóðu að og Magnús Þórðarson, þá háskólanemi í Reykjavík, sótti_ og skrifaði um í Morgunblaðið. í þessum skrifum flettir Magnús óþyrmilega ofan af blekkingarvef kommúnismans, dregur fram hveija goðsögnina á fætur annarri og steypir henni af stalli. Þessar greinar Magnúsar eru mjög áhrifamiklar og svo vel skrif- aðar að atburðir þessa tíma og þau atvik sem hann upplifði á þessu heimsmóti stíga fullsköpuð fram af síðum ritsins og fanga hug lesand- ans algerlega. Það er ánægjulegt að Magnús Þórðarson lifði að sjá kenningakerfí kommúnismans hrynja og frelsisvonina vakna á nýjan leik í bijóstum þeirra þjóða sem hin áratuga langa „þjóðfélags- tilraun" hafði hneppt í íjötra þræl- dóms, hörmunga og fátæktar. A síðustu árum settu ritstörf af margvíslegu tagi og ekki síst aðstoð og samvinna við sagnfræðinga og aðra þá sem fengust við ritstörf mikinn svip á lif og starf Magnús- ar. Aðrir eru færari en ég til þess að fjalla um þann þátt ævistarfs hans en þó vil ég nefna að síðustu misseri vann hann að ákveðnu verk- efni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hann lauk nýlega og afhenti mér skömmu áður en hann lést. Allt frá 1940 hafa verið gefnar út nákvæm- ar skýrslur um landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. í þessum skýrslum er getið helstu mála og birtar helstu ályktanir sem samþykktar hafa verið á landsfundum flokksins, svo og er sagt ítarlega frá fundarstörf- um, birtir listar yfír þátttakendur á fundinum og yfirleitt öliu sem fund- inn varðar eru gerð glögg skil. Þess- ar skýrslur eru ómetanleg heimild fyrir þá sem vilja fræðast um Sjálf- stæðisflokkinn, sögu hans, þróun málefnabaráttunnar innan hans og yfirleitt hvaðeina sem flokkinn snertir. Þar sem þessi útgáfa hófst ekki fyrr en um áratug eftir að flokkurinn var stofnaður fékk ég Magnús Þórðarson til þess að taka saman skýrslur um þá landsfundi sem haldnir höfðu verið fyrir 1940, eða frá 1929 til 1936. Magnús tók það verkefni að sér enda þótt fyrir- fram væri vitað að það væri mjög erfítt því litlar heimildir eru til bæði hjá flokknum og á söfnum um þessa fundi. Frá því er skemmst að segja að Magnús vann þetta verk af alveg sérstakri og einstakri nákvæmni, nýtti til þess þau gögn sem tiltæk voru og það sem á skorti í gögnum flokks- og Landsbóka- safns var unnið upp úr dagblöðum, ævisögum og hveijum þeim öðrum gögnum sem mögulegt var að finna. Eru skýrslurnar hin merkasta heim- ild um stjórnmálasögu áratugarins milli 1929 og 1940 og mun útgáfa þeirra tryggja að þær heimildir glatist ekki. En ekki var nóg með það að Magnús ynni þessar skýrslur af vandvirkni og nákvæmni, heldur má segja að hann hafí fundið týnd- an landsfund Sjálfstæðisflokksins. í öllum gögnum flokksins er lands- fundur 1929 talin fyrsti landsfund- ur hans og landsfundurinn sem haldinn var 1991 29. landsfundur hans. Hið fyrra er rétt en hið síð- ara ekki, þar sem landsfundur sem haldinn var 1934 og var fimmti landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur af einhveijum ástæðum al- gerlega glatast í gögnum flokksins. Engin fundargerð er til af þeim fundi og sáralítil eða engin gögn. Magnús varð glaður við og taldi sig hafa unnið flokki sínum þarft verk að finna glataðan landsfund jafn- framt því að staðfesta í verki nauð- syn nákvæmrar skrásetningar og aðgæslu í meðferð gagna og upplýs- inga sem svo oft kunna að þykja ómarkverð í önn dagsins en verða síðar að mikilvægum sagnfræðileg- um heimildum. Hin mikla nákvæmni Magnúsar og yfírgripsmikla þekking á sagn- fræði og þjóðfélagsmálum setti einnig ávallt svip sinn á umræður í hópi vina og kunningja hans sem hafa um tveggja áratuga skeið hist vikulega til þess að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Ég naut þeirrar ánægju fyrir nokkrum árum að bætast í þennan ágæta hóp þar sem Magnús var mikilvæg hugmyndaleg kjölfesta og fróðleiks- brunnur. Það er skarð fyrir skildi í þeim hópi og mikill sjónarsviptir að Magnúsi Þórðarsyni þar. Við sem fengum að njóta þessara vikulegu samverustunda og ausa af nægta- brunni þekkingar og fróðleiks Magnúsar munum ávallt minnast hlýju hans, vináttu og drengskapar. Ástvinum hans öllum eru sendar dýpstu samúðarkveðjur á sorgar- stundu. Kjartan Gunnarsson. Engan óraði fyrir því í febrúar sl. þegar móðir Magnúsar Þórðar- sonar var borin til grafar rúmlega níræð að lítið meira en misseri yrði á milli þeirra mæðginanna. Þijátíu ár skildu þau í aldri því hinn 6. september sl. varð Magnús sextug- ur. Svona dugir engin talnalist til spár um æviár manna. Magnús var sonur hinna merku hjóna dr. Þórðar Eyjólfssonar hæstaréttardómara, sem fæddist á Kirkjubóli í Hvítársíðu í Mýrasýslu, og eiginkonu hans, Halldóru Magn- úsdóttur, ættaðrar úr höfuðstaðn- um. Tvær dætur eignuðust þau hjón líka, Ragnheiði, f. 1934, og Guð- rúnu, f. 1936. Magnús hét nafni móðurafa síns Magnússonar er var kunnur skipstjóri og síðar fram- kvæmdastjóri eins af helstu útgerð- arfélögum landsins, ötull til orðs og æðis. Ungur fór Magnús í sveit á sumr- um til föðurfólks síns á Hvítársíðu. Þá þegar var þess tekið að gæta hver bókaormur hann var. Sat sveinninn stundum inni og grúfði sig yfír íslendingasögur og annað bókmenntalegt góðmeti meðan aðr- ir sinntu heyjum. Ekki olli leti held- ur fróðleiksfysn og unun af kjam- miklum frásögnum og fallegu ís- lensku máli. Fullur skilningur var á því hvert hugur hans hneigðist og engir tilburðir voru gerðir til að þvinga hann til bústarfa. Man ég Magnús minnast af hlýju þeirrar húsfreyju sem hlúði að lestrariðju hans jafnvel þegar sól skein í heiði. Og löngu síðar, lífsreyndur, hafði hann orð á því að nóg væri að lesa íslendingasögurnar til þess að kynnast öilu litrófí mannlegra sam- skipta. Sá er þetta ritar kynntist Magn- úsi í Háskóla íslands á 6. áratugn- um. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1952 hafði Magnús verið vetrarlangt við þjóðfræðinám í París en var nú tek- inn til við laganám. Hann var í for- ystusveit Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, barðist fyrir bættum hag háskólastúdenta og tók glaðbeittur þátt í átökum hægri og vinstri manna sem líka náðu til þjóð- mála og alþjóðamála. Er skemmst frá því að segja að vopnfími Magn- úsar var mikil. Einkum var hann ritfær með afbrigðum og bjó þar að fyrstu gerð. Máiið var vandað, rökvísin hnitmiðuð og skopskynið frábært. Þótti samheijum unun að lesa það sem úr penna Magnúsar kom og er sumt af því enn í minn- um haft. Þegar komið var saman til að gleðjast á góðri stund þótti eitthvað vanta ef Magnús var ekki í hópnum enda var hann hrókur alls fagnaðar. Mátu bæði skoðana- bræður og andstaiðingar í stjórn- málum félagsskap hans mikils. Öt- ulu starfí hans og vinsældum fylgdi seta í stýdentaráði HÍ 1957-58 og ritstjórastaða Stúdentablaðsins 1957 auk fjölda annarra trúnaðar- starfa. Þá var hann formaður Orat- ors, félags laganema, 1959-60. Það var síst að undra þótt gáfað- ur sonur jafnlögspaks manns og Þórðar Eyjólfssonar leitaði fyrir sér í lagadeild. En áhugasvið Magnúsar reyndust miklu víðfeðmari en svo að paragraffar laganna fullnægðu honum. Hann hvarf því frá námi en hélt í stað áfram að seðja alhliða fróðleiksfysn sína upp á eigin spýt- ur með lestri bóka og hvers kyns rita, svo og ferðalögum. Átti við engan betur kjörorðið sem Stúd- entafélag Reykjavíkur valdi sér: „A me nihil humanum alienum puto.“ Með tímanum gerðist Magnús svo margfróður um menningu þjóða og önnur hugðarefni sín í þjóðlegum og alþjóðlegum fræðum að fáir stóðu honum jafnfætis og síðustu ár tæpast nokkur framar. Aðalstörf Magnúsar um ævina voru blaðamennska á Morgunblað- inu 1960-66 og framkvæmdastjóm íslandsskrifstofu Atlantshafs- bandalagsins síðan, eða í rúman aldarfjórðung. Blaðamennskan bæði nærði fróðleiksþrá hans og naut hennar, jafnframt því sem sómi var að vönduðu málfari hans. í hinu starfínu gat hann haldið áfram að ryðja braut þeim hugsjón- um sem hann hafði snemma gefíst á hönd og mat mest — frelsi með friði. Þar var hann sem á stúdents- árum ódeigur til sóknar og varnar. Margs konar fræðsluefni kom hann á framfæri, undirbjó ráðstefnur og fundi, var fararstjóri í 80-90 kynn- isferðum og mætti fleira nefna. Starfíð var unnið í samvinnu við stjómir Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs, félag ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu. Þau höfðu verið stofnuð nokkru áður m.a. til mótvægis við baráttu þeirra sem vildu ekki varn- arlið á Islandi. Það má telja eina mestu gæfu Magnúsar að sjá bandalaginu takast að bægja frá þeirri ógnun sem leitt hafði til stofn- unar þess og ná þannig upphaflegu takmarki sínu. Ekki er þó starfsferill Magnúsar nema að litlu rakinn með þessu. Á hann hlóðst alla tíð ógrynni trún- aðar- og aukastarfa, mörg tíma- frek. Einkum voru þetta störf á sviði stjórnmála, menningar- og útgáfumála. í röðum sjálfstæðismanna átti hann m.a. sæti i stjóm Heimdallar (ritari) 1960-62, Sambands ungra sjálfstæðismanna (gjaldkeri) 1955- 64 og Landsmálafélagsins Varðar í nokkur ár; einnig var hann for- maður menningarmálanefndar Sjálfstæðisflokksins í Vestur- og Miðbæ Reykjavíkur þegar skipulagi var breytt til samræmis við vöxt höfuðborgarinnar. Meðal starfa í þjóðarþágu ber að nefna setu Magnúsar í úthlutun- amefnd listamannalauna árin 1966—1991 er Alþingi kaus hann til, þar af sem formaður eigi sjaldn- ar en sex sinnum og í úthlutunar- nefnd starfslauna listamanna síð- asta áratug. Þá sat hann einnig í útvarpsráði árum saman ýmist sem aðal- eða varamaður. Margt má segja um ritstörf Magnúsar. Eftir viðburðaríka ferð austur fyrir jámtjald 1957 ritaði hann fjörlegan greinaflokk í Morg- unblaðið scm síðar var gefinn út undir heitinu Mótið í Moskvu. Um svipað leyti þýddi Magnús (ásamt Sigurði Líndal) bók Milovans Djilas,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.