Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 + Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vímuefnavandi og úrræði Fíkniefnaneysla verður stöðugt stærra vandamál hér á landi, eins og annars staðar. Áhrif vand- ans eru farin að setja svip sinn á þjóðfélagið í aukinni tíðni glæpa. Varla líður sá dagur, að fjölmiðlar flytji ekki fréttir af drukknum ökumönnum, innbrotum, mis- þyrmingum og þjófnuðum á með- an ávísanamisferli er ekki lengur fréttnæmt. Þetta er myndin sem blasir við hinum almenna borgara, á meðan framlög til löggæslu eru skorin niður samhliða niðurskurði til meðferðarúrræða fyrir alkóhólista og aðra fíkniefnaneytendur. Með þeim aðgerðum er vegið að öryggi samfélagsins í heild, á meðan fíkl- amir sjálfir eiga stöðugt í færri hús að venda. Staðreyndir sem þessar er að fínna í úttekt Morgunblaðsins á meðferðarúrræðum fyrir unglinga síðastliðinn sunnudag. í þeirri út- tekt er kannað ástandið í þeim hópi, sem er utan við skólakerfið og fellur því ekki inn í könnun á vímuefnaneyslu unglinga, sem gerð var hér á dögunum. Þeir unglingar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í fyrradag eru í vanda; þeir eru utangarðs í samfé- laginu, fársjúkir af vímuefna- neyslu og fátt til bjargar. Á bak við hvem ungling er fjöl- skylda, sem hingað til hefur þurft að grípa til örþrifaráða, eins og að vísa 13-17 ára bami sínu af heimilinu, svipta þau sem em orð- in 16 ára sjálfræði til að leggja á geðdeild og það án þess að fá nokkra fræðslu um eðli og ein- kenni þess sjúkdóms sem stjóm- laus vímuefnaneysla er. En það em ekki aðeins fjöl- skyldur unglinga sem eiga um sárt að binda. í dag er áætlað, að um 19.000 vímuefnaneytendur séu hér á íslandi. Einnig er áætl- að, að um 28.000 böm séu að alast_ upp á alkóhólískum heimil- um. í velferðarþjóðfélagi því sem við búum í,. er þetta há tala og ljóst, að á vandanum verður að taka. Á meðferðarstofnuninni Tind- um er ekki einungis endurhæfing fyrir unglinga, heldur er foreldr- um og systkinum hjálpað til að skilja vímuefnavandann og hvaða áhrif neyslan hefur haft á heimil- islífíð, án þess að verið sé að leita sökudólgs. Þar er því unnið að því að koma sáttum á í fjölskyldum þessara ungu afvegaleiddu barna. í fíkniefnameðferð er fólki kennt að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðram. Meðferðin byggir á tóif spora kerfi AA-samtakanna þar sem neytandanum er ráðlagt að reyna ekki að ná sjálfur stjóm á fíkninni heldur leita sér hjálpar, horfast óttalaust í augu við gerðir sínar hversu sárar og niðurlægj- andi sem þær eru. í framhaldi af því er fíklinum kennt að ræða af heiðarleika við þá, sem þeir hafa gert rangt til og leita til síns æðri máttar eftir hjálp til að tak- ast á við vanda sinn. Æðri máttur er eins og hver og einn vill skil- greina hann, hvort heldur sem er Guð, eða innri styrkur viðkom- andi. Með þessum styrk getur svo fíkillinn lært að þiggja það sem aðrir vilja gera honum gott, það er að hjálpa honum til heilbrigðs lífemis. Það er mikill sársauki og reiði í fjölskyldum vímuefnaneytenda. Þar er einnig tortryggni og van- traust og á þessum neikvæðu for- sendum þefur fjölskyldan haldið saman. í fjölskyldunni era allir fómarlömb neyslunnar. Athygli allra einstaklinganna snýst um neytandann og hver og einn fjöl- skyldumeðlimur tekur að sér visst hlutverk í þeim sársaukafulla leik sem á sér stað. Það kemur fram í frásögn foreldra 17 ára neytanda í sunnudagsblaðinu, að allt heimil- isfólkið hafi verið upptekið af ástandi hans, þörfum annarra fjöl- skyldumeðlima, óskum og vonum, hafi lítið verið sinnt. Foreldrarnir vora með stöðugar áhyggjur af afdrifum neytandans og í viðtali við Sigrúnu Hv. Magnúsdóttur, meðferðarfulltrúa á Tindum, kem- ur fram, að oftast séu hjónabönd foreldranna í slæmum farvegi. Það hefur borið æ meira á þeirri umræðu á seinustu árum, að mikil upplausn sé í íslenskum fjölskyldum. Skilnaðartíðni er há og böm einstæðra foreldra era í meirihlutahóp í grannskólum. Stjómmálamenn hafa mikið talað um að treysta verði fjölskylduna í sessi sem grandvallarstofnun þjóðfélagsins, um leið og grafið er undan henni. Auk þess sem minna fjármagni er veitt til lög- gæslu og meðferðarúrræða, er skorið niður í skólakerfinu, þrengt að heilbrigðisþjónustunni og era þá stofnanir sem annast endur- reisn þeirra sem ánetjast vímuefn- um í hættu að verða lagðar niður. Verði sú afdrifaríka ákvörðun tekin er Ijóst að þeim mun fjölga til muna hér sem kallaðir era „langt gengnir neytendur“ og Snorri Welding lýsir í viðtali í sama blaði. Það era þeir, sem tap- að hafa siðferðismati sínu og skilja ekki refsingar eins og réttarkerfið skilgreinir þær í dag. Það er óhugnanleg framtíðarsýn fyrir þá foreldra, sem þurfa að horfa á eftir bömunum sínum í eyðingar- gin vímuefnanna, bamanna sem þurfa að horfa á eftir foreldrum sínum þangað og mökunum, sem þurfa að velja á milli þess að lifa með þessum sjúkdómi þar til yflr lýkur eða sundra fjölskyldu sinni til að reyna að létta henni sársauk- ann. Vímuefnavandinn er ekki einkamál hvers og eins. Aðeins með sameiginlegu átaki og sam- hjálp getum við dregið úr vandan- um og til þess þarf sterkar og vandlega mannaðar meðferðar- stofnanir. Frá setningu 51. Fiskiþings sem hófst í húsnæði Fiskifélags íslands í gær. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg 51. Fiskiþing sett í gær Tímabundnir erfiðleikar leiði aldrei til uppgjafar - sagði Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri við setningu þingsins ÞORSTEINN Gíslason fiskimála- stjóri tilkynnti í ræðu sinni við setn- ingu 51. Fiskiþings í gær að hann gæfi ekki kost á sér áfram sem fiskimálasljóri, en kjörtímabili hans sem fiskimálastjóri og stjórn- arformaður Fiskifélags íslands Iýk- ur á yfirstandandi Fiskiþingi. Þor- steinn hefur gegnt starfi fiskimála- stjóra í 10 ár, en áður var hann varafiskimálastjóri í 12 ár. Með nýjum samþykktum sem settar voru á 50. Fiskiþingi verður á þing- inu nú kosinn formaður stjórnar Fiskifélagsins, en stjórnin mun síð- an ráða félaginu framkvæmda- stjóra sem jafnframt ber starfsheit- ið fiskimálastjóri. Fiskiþing stendur fram á næstkom- andi föstudag. Á þinginu í dag flytur Jakob Magnússon erindi um úthafs- karfa og nýtingu djúpslóðarinnar og Siguijón Arason flytur erindi um nýja vinnslumöguleika. Þá flytur Einar Hreinsson framsögu um stjóm fisk- veiða, Pétur Bjarnason um nýtingu fiskistofna og fískveiðilögsögunnar með tilliti til hinna ýmsu veiðarfæra og skipagerða, Guðjón A. Kristinssson um störf Hafrannsóknastofnunar, Hjalti Einarsson um EES-samninginn, Helgi Laxdal um öryggi, fræðslu- og tæknimál sjávarútvegsins og Tryggvi Gunnarsson flytur framsögu um nýt- ingu á hval og sel. Þá flytur Þorsteinn Gíslason skýrslu fiskimálastjóra. Úrkast afla frá veiðiskipum Talið að um 1% afla netabáta sé hent SAMRÁÐSHÓPUR um bætta um- gengni um auðlindir sjávar telur að þegar niðurstöður mælinga úr 1.370 róðrum netabáta hafi verið yfirfærðar á netavertíðina í heild gæti verið að um 1% af afla eða um 500 tonnum af fiski hafi verið hent. Þetta kom fram í ræðu Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra við setningu Fiskiþings í gær, en hann sagði að hins vegar hefðu fengist vísbendingar um að tiltölulega meiru væri hent af neta- bátum undir 30 tonnum. Þorsteinn sagði að sambærilegar samanburðarmælingar væru nú í gangi varðandi togskip, en léleg afla- brögð og annir veiðieftirlitsmanna Hafrannsóknastofnunar hefðu tafíð það verk. Þá hefði verið safnað miklu af gögnum með trúnaðarmönnum um borð í 6-8 togskipum víðsvegar að. Áætlað væri hversu miklu væri hent frá borði í hveiju einasta togi þegar trúnaðarmenn væru við störf, og hefðu niðurstöður verið teknar saman frá mars til júlí. í ljós hefði komið að litlu af kvótabundnum tegundum væri fleygt, eða 2,3%. Langmest bæri þar á smáum karfa, eða 10,5% af heildar- karfaafla, sem væntanlega væri mest svonefndur litli karfí, sem væri verðlít- ill eða óseljanlegur. Af þorski væri úrkastið 0,4%, af ýsu 1,3% og 2% af skarkola. Fagiia frumkvæði af hálfu forystu- manna launþega og vinnuveitenda - sagði sjávarútvegsráðherra í ræðu við setningu Fiskiþings í ræðu sinni sagði Þorsteinn Gísla- son meðal annars, að það mætti aldr- ei henda að tímabundnir erfiðleikar leiddu til uppgjafar og hvatti hann þingfulltrúa til að láta ekki þann böl- móð sem alltof víða heyrðist ná tökum á þeim. „Þið komið á þingið með gott veganesti. Það má aldrei henda að tímabundnir erfiðleikar leiði til upp- gjafar. Það er ykkar að leita leiða og benda á þær. Aðsteðjandi erfiðleikar verba aldrei leystir nema á þeim sé tekið. Ósk mín er sú að sem fyrr komi fram styrkur ykkar og samstaða sem ævinlega hefur einkennt Fiskiþing við meðferð og afgreiðslu þeirra mála sem lögð eru fyrir þingið," sagði hann. ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu sem hann flutti við setningu Fiskiþings í gær, að í ljósi þess að hann hefði lýst þeirri von sinni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í síðasta mánuði að aðilar vinnumarkaðarins myndu líta á afkomu útflutningsatvinnuveg- anna sem næsta þjóðarsáttarverkefni, hlyti hann að fagna því frum- kvæði sem fram hefði komið af hálfu forystumanna launþega og vinnu- veitenda siðustu daga. „Á þessari stundu verður ekkert um það sagt hvort það getur leitt til niðurstöðu. En hitt er víst að hér er á ferðinni markverð og lofsverð tilraun til þess að takast á við flókið úrlausnar- efni því að árangur sérhverrar aðgerðar í þessum efnum getur ráðist af því hversu almennur skilningur og hversu víðtæk samstaða er um það sem gert verður,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn Pálsson sagði að það væri skoðun sín að um alltof langan tíma hefði neysluhagsmunum verið þjónað í miklu ríkari mæli en fram- leiðsluhagsmunum, og verðbólgu- tíminn hefði ruglað alla mælikvarða. Ofan á þennan grundvallarvanda kæmi síðan samdráttur í afla á undan- fömum árum, þrengingar á helstu mörkuðum og óhagstæð gengisþróun, og í þessari stöðu væru ekki til einfald- ar lausnir. Vandi sjávarútvegsins væri þar að auki svo margþættur að sam- staða væri mikilvæg forsenda fyrir því að varanlegur árangur næðist. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og alvarlegir atburðir framundan verði ekkert að gert. Það eru engin úrræði auðveld, en atvinnubrestur er það versta sem við þekkjum. Við hljótum því að binda vonir við að víðtæk sam- staða geti tekist með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins um nauð- synlegar viðreisnaraðgerðir um leið og stöðugleikinn verður treystur í sessi, sem vissulega er fyrst og fremst árangur af samstöðu launamanna og atvinnurekenda," sagði Þorsteinn. Afkoma fiskiskipaflotans verri en áður var talið Halli á rekstri frystitogara verður 1,8 prósent á þessu ári TALIÐ er að 1,8% halli verði á rekstri frystitogara á þessu ári að frádregnum verðbreytingartekjum, og að hallinn á næsta ári verði 2,8%. Þetta kom fram í framsöguerindi Árna Benediktssonar fyrir hönd fjárhagsnefndar á Fiskiþingi í gær, en tölur sem hann kynnti um afkomu fiskiskipa eru samandregnar úr reikningum um það bil 70% fiskiskipaflotans. Hann sagði útreikninga sem sýndu stórfelldan hagnað á frystitogurum vera ranga, og ástæða þess væri sú að gert væri ráð fyrir verðbreytingartekjum sem ekki væri rétt að reikna með. Á þessu ári yrðu verðbreytingartekjur nánast engar, eða aðeins brot úr prósenti miðað við tekjur, og á næsta ári yrðu þær væntan- lega enn minni. Árni sagði að til þess að fá réttan framreikning fyrir árið í ár og það næsta væri nauðsynlegt að nota granntölur án verðbreytinga, en við þær grunntölur væri síðan bætt mati Þjóðhagsstofnunar um breytingar milli ára. Sagði hann að að öðru óbreyttu yrði því halli á hráefnisöflun- arskipunum sem næmi um það bil 11,8% á því ári sem nú er að líða og 14% halli yrði árið 1993. „Að undanförnu hafa menn haft háar hugmyndir um afkomu frysti- togara. Það er enginn vafi á því að frystitogarar eiga rétt á sér, afkoma þeirra hefur verið betri en annarra veiðiskipa. Jafnframt verður sam- keppnin við þá til þess að knýja ftek- vinnslu í landi til að gera betur. En það breytir ekki því að nauðsynlegt er að huga að því hvort þróunin sé í rétta átt og á réttum tíma, eða hvort hún er komin út í öfgar. í þessu sem öðru verður að nota réttar forsendur. Á undanförnum mánuðum hafa margir útgerðarmenn, og einnig þeir sem eru bæði í útgerð og fiskvinnslu, komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé aðeins einn kostur vænn, sá að flytja vinnsluna út á sjó. Þeir útreikn- ingar sem þetta hefur byggst á sýna stórfelldan hagnað af frystitogurum, eða allt upp í 10-15% af tekjum, jafn- framt því sem tap er á veiðum ísfisk- togara. En þessir útreikningar stand- ast ekki, þeir eru einfaldlega rangir," sagði Árni. Hann sagði að sér sýndist augljóst að meðaltalshalli frystitogara á þessu ári verði 1,8%, en þegar reiknað væri með greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði yrðu nokkrir frystitogarar gerðir út með hagnaði en aðrir með þeim mun meiri halla. Árið 1993 yrðu færri frystitogarar með hagnað og halli hinna yrði meiri. Jafnframt sýndist sér augljóst að þeir togarar sem héð- an í frá yrði breytt í frystitogara og þeir frystitogarar, sem héðan í frá yrðu keyptir nýir eða smíðaðir, yrðu með stórfelldan hallarekstur, eða áþekkan og hjá hráefnisöflunarskip- unum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fjallaði um sjávarútveginn og Evr- ópska efnahagssvæðið í ræðu sem hann flutti við setningu Fiskiþings. Sagði hann að góður samningur hefði náðst fyrir sjávarútveginn, en hins vegar væri aðgangur að markaði ekki nóg. Gæta yrði þess að skattakjör og önnur starfsskilyrði atvinnuveganna hér á landi væru samræmd því sem gengur og gerist innan EES, og í því sambandi nefndi hann sérstaklega að lækka yrði launatengd gjöld og að- stöðugjaldið. í tengslum við breytingu á skattkerfínu í þá átt yrði að hans áliti einnig að samræma skattmeðferð fjármagnstekna og eignatekna þannig að sanngirni ríkti í skattlagningunni. „í meðförum Alþingis á fjárlaga- frumvarpinu verður að huga sérstak- lega að lækkun kostnaðarskatta at- vinnuveganna til að tryggja sam- keppnisstöðu þeirra. Það má hins veg- ar ekki verða til að auka fjárlagahall- ann. Því verður að koma til lækkun útgjalda eða hækkun neysluskatta. Mikilvægt er að breiö samstaða náist nú um virka atvinnu- og efnahags- stefnu milli stjómvalda, fjármála- stofnana og samtaka atvinnuvega og á vinnumarkaði. Þar á eitt megin- markmiðið að vera að varðveita stöð- ugleikann í efnahagslífínu, glatist hann er samkeppnisstöðu íslensks at- vinnulífs teflt í tvísýnu,“ sagði við- skiptaráðherra. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 29 Sparisj óðakeppnin TR tók enga áhættu ____________Skák________________ Margeir Pétursson TAFLFÉLAG Reykjavíkur hefur uy'ög örugga forystu í fyrstu deild eftir fyrri hluta Sparisjóða- keppninnar í skák sem fram fór um helgina. A-sveit TR hefur 25 vinninga af 32 mögulegum, en sveit Skákfélags Akureyrar kem- ur næst með 17V4 v. íslandsmeist- ararnir í Taflfélagi Garðabæjar eru í þriðja sæti með I6V2 v. Fjór- ir stórmeistarar tefldu fyrir A- sveit TR um helgina, en hinar sveitirnar gátu ekki stillt upp neinum slíkum. I annarri deild- inni eru sveitir Taflfélagsins Hellis í Reykjavík og C-sveit TR jafnar og efstar. TR varð að láta sér nægja þriðja sætið í fyrstu deildarkeppninni í fyrra, en stillti þá upp tveimur jafn- sterkum sveitum og stórmeistarar tefldu sárafáar skákir fyrir félagið. Nú er hins vegar raðað í sveitirnar eftir styrkleika og er A-sveitin lang- efst sem áður segir, en B-sveitin neðst og í mikilli fallhættu. Nú tókst TR miklu betur en áður að fá stór- meistara sína til þátttöku. Þijár umferðir eru eftir í keppninni og verða þær tefldar í vor. A-sveit TR hefur þegar sigrað Skákfélag Akur- eyrar 6-2. íslandsmeistaramir urðu fyrir þungu áfalli þegar þeir töpuðu 2'/2-5‘/2 fyrir Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga. Metþátttaka er í deildakeppninni í ár, 30 sveitir mættu til leiks og hátt á þriðja hundrað skákmenn sátu að tafli í húsakynnum TR í Faxafeni 12. Staðan í 1. deild: 1. TR, A-sv. 25 v. 2. SA, A-sv. 17'/2 v. 3. TG, A-sv. 16'/2 v. 4. Skáks. Vestfjarða, A-sv., 16 v. 5. Skákfél. Hafnarfj., A-sv., 15 v. 6. USAH, A-sv., 14'/2 v. 7. Taflfél. Kópavogs, A-sv., 12l/z v. 8. TR, B-sv., 11 v. Staðan í 2. deild: 1.-2. Taflfél. Hellir, A-sv., 17 v. 1.-2. TR, C-sv., 17 v. 3. SA, B-sv., I6V2 v. 4. TR, D-sv., 12*/2 v. 5. Taflf. Akraness, A-sv., llVi v. 6. SA, C-sv., 8>/2 v. 7. -8. Ungmennasamb. Eyjafj. 6V2 v. 7.-8. Skáks. Vestfj., B-sv., 6V2 v. Úrslit í 3. deild, A-riðli: 1. Tf. Vestmannaeyja 13 v. 2. Skáks. Austurlands 10 v. 3. Sf. Selfoss og nágr. 8V2 v. 4. Tf. Garðabæjar, B-sv., 4'/2 v. Úrslit í 3. deild, B-riðli: 1. TR, F-sv., 11 v. 2. Sf. Keflavíkur 10 'h v. 3. USAH, B-sv., 9 v. 4. Sf. Hafnarfj., B-sv., 5'/2 v. Staðan í 3. deild, C riðli: 1. TR, G-sv., 11 v. 2. Tf. Kóp., B-sv., IOV2 v. 3. Tf. Seltjarnarness 10 v. 4. Tf. Hellir, B-sv., 9V2 v. 5. -6. Tf. Kóp., C-sv., 5'/2 v. 5.-6. TR, E-sv., 5>/2 v. Vestmanneyingar, F-sveit TR og sigurvegararnir í C-riðlinum munu í vor tefla til úrslita um sæti í ann- arri deild. Átta eftir í Tilburg Keppendunum á útsláttarmótinu í Tilburg fækkar stöðugt. Óvænt- ustu úrslitin í fjórðu umferðinni um helgina urðu þau að Ilya Smirin frá ísrael vann Nigel Short 2-0. Mich- ael Adams, Englandi, vann Rússann Kovalev U/2-V2, Viktor Kortsnoj vann Rússann Tivjakov 1V2-V2 og Boris Gelfand, Hvíta-Rússlandi, vann Kengis frá Lettlandi 1V2-V2. Fjórum viðureignum lauk með jafn- tefli, 1-1, og voru tefldar styttri skákir til úrslita í gær. Ungi Banda- ríkjamaðurinn Gata Kamsky bar þá sigurorð af Artúr Júsupov, Vass- ilí Ívantsjúk, stigahæsti keppandinn á mótinu, lagði Yasser Seirawan, Bandaríkjunum, að velli, Predrag Nikolic, Bosníu-Hersegóvínu, vann Rússann Vyzmanavin og Rússinn Jevgení Svesjnikov sigraði landa sinn Vassilí Smyslov, fyrrum heims- meistara. Bjórðungsúrslitin hefjast í dag. Þá mætast: ívantsjúk og Kamsky, Kortsnoj og Gelfand, Nikolic og Smirin, Adams og Svesjnikov. Fyrstu verðlaun á mótinu eru eitt- hundraðþúsund hollensk gyllini, eða sem svarar 3,4 millj. ísl. króna. Sigur Fischers í sjónmáli Bobby Fischer þarf nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér sig- urinn í einvíginu við Boris Spasskí í Belgrad í Serbíu. Fischer vann 21. skákina í 67 leikjum eftir langa og stranga baráttu, en 22. skákin varð hins vegar jafntefli í 26 leikjum. Staðan er nú 8-4 Fischer í vií, en tíu sigra þarf til að sigra og hreppa sigurlaunin, u.þ.b. 170 milljónir ísl. króna. Sá þeirra sem tapar fer held- ur ekki slyppur og snauður frá borði, í hans hlut koma rúmar 100 milljónir. Það ætti nú að fara að styttast í útborgun hæsta verð- launasjóðs í sögu skáklistarinnar. Skákimar um helgina vora líflegar eins og venja er til í einvíginu. Á laugardaginn var tefld mikil bar- áttuskák þar sem nákvæmni skorti þó á báða bóga á köflum. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spasskí Sikileyjarvöm I. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 Loksins hættir Fischer sér út í opin afbrigði Sikileyjarvamarinnar. 3. - cxd4 4. Rxd4 - e6 5. Rb5 - d6 6. c4 Á árum áður hafði Fischer mikið dálæti á framh'aldinu 6. Bf4 - e5 7. Be3 - Rf6 8. Bg5, en það hefur síðan fallið í ónáð hjá fræðimönn- um. Fischer beygir sig fyrir tísk- unni, en áttundi leikur hans, sem er nýr af nálinni, sýnir þó að hann hefur eigin hugmyndir um það hvemig tefla skuli þetta afbrigði. 6. - Rf6 7. R5c3 - Be7 8. g3!? - 0-0 9. Bg2 - a6 J0. 0-0 - Hb8 II. Ra3 - Dc7 12. Be3 - Bd7 13. Hcl - Re5 14. h3 - Hfc8 15. f4 — Rg6 16. Dd2 - Be8 17. Hfdl - b6 18. Df2 - h6 19. Kh2 - Da7 20. De2 - Dc7 21. Bf3 - Bc6 22. Rabl - Db7 23. Rd2 Miklar þreifingar hafa átt sér stað í þessari svonefndu „broddg- altarstöðu, eins og það er oft nefnt þegar svartur stillir upp til varna með peð á a6, b6, d6 og e6. Nú telur Spasskí rétta tímann kominn til að opna taflið, en Fischer reyn- ist við öllu búinn. 23. - b5 24. cxb5 - axb5 25. b4 - Da8 26. Hc2 - d5!? Þessi leikur felur í sér peðsfóm og næstu leiki teflir Fischer af miklum krafti og hirðir peðið hvergi banginn 27. e5 - Re4 28. Bxe4 - dxe4 29. Bc5! - Bxc5 30. bxc5 - Hd8 31. Hel - Re7 32. Rcxe4 - Rf5 33. Rb3 - Rd4 34. Rxd4 - Hxd4 35. Rd6 - Da4 36. f5! - Ha8 36. - exf5 væri auðvitað ekki svarað með 37. Rxf5? - He4 held- ur 37. e6! með sterkri sókn. Nú lendir Spasskí í vandræðum með peðið á b5 og ákveður að fórna því líka. 37. Hb2 - Da3 38. fxe6 - fxe6 39. Rxb5 - Bxb5 40. Dxb5 - Hd3 41. Hg2 - Dc3 42. Hee2?! Með tveimur peðum meira ætti vinningurinn að vera tæknilegt at- riði en þetta er fremur óvirkur leik- ur, sem gefur Spasskí tíma í gagn- sóknina. Hér kom einnig vel til greina að leika 42. Hbll? eða 42. Dc6I? 42. - Ha3 43. Hc2 - Dxe5 44. Hce2 - He3 45. Hxe3 - Hxe3 46. a4 - Hc3 47. c6 - Dd6 48. c7 - Hxc7 49. Db8+ - Kh7 50. a5 - h5 51. h4 51. - Dc5? Það er furðuleg ákvörðun að skorða ekki hvíta frípeðið á a5 í staðinn fyrir a6. Skýringin á þess- um kæruleysislega leik er annað- hvort þreyta eða þá að Spasskí hefur talið öruggt jafntefli í höfn. Rétt var 51. - Hc6! 52. a6 - Hf7 53. Dbl+ - Kh6 54. Da2 - He7 55. Dd2+ - Kg6 56. He2! - Kh7 57. Dc2+ - Dxc2 58. Hxc2 - Kg6 59. Ha2! - Ha7 60. Ha5! Lokin eru eins og kennslubókar- dæmi úr hróksendataflsfræðunum. Það gerir gæfumuninn að hvíta frí- peðið er komið upp á a6. Eftir að hafa neglt svarta hrókinn niður takmarkar Fischer einnig frelsi svarta kóngsins. 60. - e5 61. Kg2 - Kf6 62. Kf3 - Ke6 63. Ke3 - Kf5 64. Kf3 - g6 65. Ha3 - g5 66. hxg5 - Kxg5 67. Ke4 og Spasskí gafst upp. Hvítt: Boris Spasski Svart: Bobby Fischer Sikileyjarvöm I. e4 - c5 2. Re2 - Rf6 3. Rbc3 - d6 4. g3 - Rc6 5. Bg2 - g6 6. 0-0 - Bg7 7. d3 - 0-0 8. h3 - Hb8 9. f4 - Bd7 10. Be3 Eftir fremur óvenjulega leikjaröð er komin upp staða sem er dæmi- gerð fyrir lokaða afbrigðið í Sikil- eyjarvöm. Það er þó galli á stöðu Spasskís að kóngsriddari hans stæði mun betur á f3 en e2. 10. - b5 11. a3 Annaðhvort hér eða í næsta leik átti Spasskí að leika Dd2 til að geta hörfað til dl með riddarann á c3. II. - Re8 12. d4?! - cxd4 13. Rxd4 - b4! Sýnir fram á galla í áætlun hvíts. Fischer stendur nú síst lakar að vígi. 14. Rxc6 - Bxc6 15. axb4 - Hxb4 16. Hxa7 - Hxb2 17. e5 Eins og oft áður í einvíginu er Spasskí byijaður að róa lífróður til jafnteflis. 17. - Bxg2 18. Kxg2 - Rc7 19. exd6 - exd6 20. Ra4 - Ha2 21. Bb6 - De8 22. Hxc7 - Dxa4 23. Dxd6 - Hxc2+ 24. Hxc2 - Dxc2+ 25. Bf2 - De4+ 26. Kgl og eftir þessi miklu uppskipti var samið jafntefli. 23. skákin verður tefld á morg- un, miðvikudag, sú 24. á fimmtudag og þær næstu á laugardag og sunnudag, ef með þarf. Ráðstefna um menningn á landsbyggðinni Sendiráð landsbyggðar í lístum verði í Iðnó Laugarvatni. RÁÐSTEFNAN „Menning um landið“ sem haldin var á Flúðum 16.-17. október og fjallaði um menningu og listir á landsbyggðinni, komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti á stofn nokkurskonar sendiráð landsbyggðarinnar í listum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu sambandi var sterklega bent á Iðnó sem hentugt húsnæði. Ráðstefnan var samstarfsverk- efni Mermtamálaráðuneytisins. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Baadalags íslenskra listamanna. Helsta markmið hennar var að skoða menningarflutning á lands- byggðinni í víðu samhengi, hvemig efla mætti samstarf menningar- stofnanna úti um land og tengsl þeirra aðila sem fást við menning- arstarfsemi í hinum ýmsu sveitarfé- lögum. I hópumræðum þar sem fjallað var um fjölmiðla, kynningarstarf og tengsl milli landshluta var niður- staða starfshópsins sú að listafólki gengi örðuglega að ná athygli fjöl- miðla. Svæðisútvarp getur þjónað kynningarstarfinu í næsta nágrenni viðburðanna en nær ekki til allrar landsbyggðarinnar og getur þvíekki tekið að sér skyldu landsmiðlanna að fylgjast með og greina frá því sem fram fer á landsbyggðinni. Benti starfshópurinn á nauðsyn þess að Qölmiðlamir réðu sérstaka menningarfréttaritara líkt og íþróttafréttaritarar eru nú. Leggur hópurinn til að komið verði á sendiráði landsbyggðarinnar í Reykjavík. Þar verði rekin upplýs- ingamiðstöð, þar sem hægt verði að nálgast allar upplýsingar um menningarviðburði á landsbyggð- inni, einstök félög og listamenn, á einum stað. Sendiráðið hafí yfir að ráða húsi til leiksýninga fyrir leikfé- lög af landsbyggðinni, og til tón- leikahalds og listsýninga. Hópurinn vekur sérstaklega athygli á Iðnó í þessu sambandi sem upplögðu hús- næði til að hýsa sendiráð lands- byggðarinnar. Hópurinn leggur jafnframt til að ráðinn verði sérstakur sendiherra sem hafi umsjón með starfseminni. Hugmynd kom einnig fram um að sendiherrann hefði konsúla út um landið sér til ráðuneytis og upplýs- ingamiðlunar. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson sat ráðstefnuna og tók virkan þátt í umræðum. Olafur sagðist vera ánægður með ráð- stefnuna, umræður hefðu verið málefnalegar og góðar, og ekkert vol né væl á fólki. Greinilegur vilji hefði komið fram gestum að haida áfram M-hátíðum. Þó skoða þyrfti framkvæmd þeirra. Til dæmis hefði verið bent á mikil- vægi' þess að tengja þær meira skólastarfí. „Nú tekur við úrvinnsla þeirra tillagna sem fram komu i hópstarfmu, síðan verður haft sam- band við samstarfsaðila ráðuneytis- ins að þessari ráðstefnu og farið yfir hvemig unnið verður úr þessum upplýsingum.“ Kári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.