Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
Spá Alþýðusambands íslands um smíði fiskiskipa fyrir íslendinga
Hlutdeild innlendra skipasmíða-
stöðva lækkar úr 40% í 8,2% í ár
í SPÁ Alþýðusambands íslands er gert ráð fyrir algjöru hruni í
hlutdeild innlends skipasmíðaiðnaðar í smíðum á fiskiskipum á
þessu ári. Gert er ráð fyrir að hlutur innlends skipasmíðaiðnaðar
verði 8,2% af öllum fjárfestingum í fiskiskipum hérlendis saman-
borið við tæp 40% á síðasta ári og 55% að meðaltali á síðustu tíu
árum. Þá hefur könnun ASÍ leitt í ljós að við smíði skips innan-
lands að verðmæti 1 milljarður renni um 500 milljónir kr. tíl ríkis-
ins í formi tekna og sparnaðar. í kjölfar aðgerða skipasmiða á
Fáskrúðsfirði um síðustu helgi hafa þær raddir gerst háværari
að lögð verði á jöfnunargjöld til að rétta af samkeppnisstöðu ís-
lensks skipasmíðaiðnaðar til jafns við ríkisstyrktan skipasmíðaiðn-
að í Evrópu.
Innlend markaðshlutdeild í smíði fiskiskipa
1983-1992 Bráðabirgðatölur fyrir 1991 og spáfyrir 1992
99,5%
1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra ákvað á sunnudag að við-
gerð á strandferðaskipinu Búrfelli,
áður ms. Heklu, skyldi ekki fara
fram í Póllandi eins og gerður
hafði verið samningur um, heldur
í Stálsmiðjunni í Reykjavík sem
hafði átt lægsta tilboð innlendra
aðila í verkið. Flokkur manna,
undir forustu Amar Friðrikssonar
formanns Félags jámiðnaðar-
manna, kyrrsetti skipið á Fá-
skrúðsfirði á laugardag en þaðan
átti skipið að sigla áleiðis til Pól-
lands. Aðgerðimar vom friðsam-
legar en jámiðnaðarmennimir ætl-
uðu að hindra að hægt yrði að
leysa landfestar Búrfellsins. Áður
en til þess kom á sunnudag til-
kynnti samgönguráðherra þeim
ákvörðun sína. Öm Friðriksson
sagðist í sámtali við Morgunblaðið
fagna ákvörðun ráðherrans og
sagði hana lýsa hugrekki.
Skúli Jónsson, framkvæmda-
stjóri Stálsmiðjunnar, sagðist hafa
orðið undrandi og ánægður með
að niðurstaðan skyldi verða sú að
viðgerð Búrfellsins færi fram hér
á landi, en ekki í Póljandi, eins
og gerður hafði verið samningur
um. Um 20 manns munu starfa
við viðgerðina hjá Stálsmiðjunni,
en í tilboðinu hefði verið gert ráð
fyrir að hún yrði framkvæmd á
40 dögum. Það byggðist á því að
menn vissu að enn væri ekki kom-
inn kaupandi að skipinu og því
ekki um alvarlega tímapressu að
ræða hjá samgönguráðuneytinu.
„Við höfum tryggt mönnum fasta
yfirvinnu en við sáum ekki fram
á annað en að við yrðum að taka
yfirvinnu af í næstu viku. Þetta
treystir vissulega vinnuna hjá okk--
ur. Ég hlýt að vona að þessi að-
gerð hafi opnað augu manna fyrir
því að ástandið í skipaiðnaðinum
er mjög erfítt og við höfum tapað
störfum í stórum stíl í þessum iðn-
aði,“ sagði Skúli.
3-4 milljónir aftur til ríkisins
Hann sagði að hlutur efnis-
kostnaðar í tilboði Stálsmiðjunnar
væri um ein milljón kr. Enginn
virðisaukaskattur er á aðföngum
til skipasmíðinnar. Launakostnað-
ur er um 4,5 milljónir kr. og ann-
að væri ýmis innlend aðföng. „Við
greiðum ákveðna hluta beint til
ríkisins í formi skatta af fyrirtæk-
inu. Síðan eru það tekjuskattar
launamannanna sem ekki eru und-
ir 15% að meðaltali, og virðisauka-
skattar^ af neyslu starfsmanna
okkar. í launatengd gjöld greiðum
við og launþegar um 12-15%. Ég
vil ekki segja að af 13 milljónum
fái ríkið til baka helminginn, en
ég gæti trúað því að auðvelt væri
að reikna með 3-4 milljónum sem
skili sér aftur til ríkisins," sagði
Skúli. Hann sagði að allur kostn-
aður við það að láta gera við skip
erlendis kæmi aldrei fram í tilboð-
um. „Þegar ríkisvaldið er með
vérkefnið á hendi er eðlilegt að
reiknað sé hvaða skattar koma til
baka miðað við að verkið sé unnið
hérlendis," sagði Skúli.
7,6 milljóna kr. munur
á tilboðunum
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra frétti ekki af aðgerðum
skipasmiða á Fáskrúðsfírði fyrr
en daginn áður en skipið átti að
láta úr höfn. Hann hafði í fram-
haldi af því samband við samráð-
herra sína og niðurstaðan varð sú
að gert yrði við Búrfellið hjá Stál-
smiðjunni. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hvatti Jón Sig-
Morgunblaðið/
Fjöldi járniðnaðarmanna hittíst á Hótel Loftleiðum eftir hádegi á sunnudag og fylgdust þaðan með
fréttum af aðgerðum skipasmiða á Fáskrúðsfirði.
Fundur jámiðnaðarmanna á Hótel Loftleiðum
Arangur aðgerðanna er vissulega mikill
- segir Guðmundur S M Jónasson varaformaður Félags jámiðnaðarmanna
UM 130 járniðnaðarmenn komu saman til fundar á Hótel Loftleið-
um á sunnudag og fögnuðu mjög þegar fregnir bárust frá Fáskrúðs-
firði um að hætt væri við að senda Búrfellið til Póllands til viðgerð-
ar og því yrði snúið tíl Reykjavíkur. „Við vorum hér í baráttuhug
með félögum okkar á Austurlandi og niðurstaðan virðist hafa orð-
ið giftusamleg. Árangur aðgerðanna er vissulega mikill. Það er
mikill áfangasigur fyrir okkur að hafa komið því tíl leiðar að skip-
ið færi ekki úr landi á sama tima og töluvert atvinnuleysi er í
greininni, ekki aðeins hér í Reykjavík heldur um allt land,“ sagði
Guðmundur S M Jónasson, varaformaður Félags járniðnaðar-
manna, í samtali við Morgunblaðið á sunnudag.
Guðmundur sagði að baráttu-
kveðjur hefðu borist víða að og
þ á m. frá 50 skipasmiðum sem
nýlega var sagt upp störfum hjá
Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
Þegar flest var voru um 30 jám-
iðnaðarmenn á vöktum við skipið
á Fáskrúðsfirði sem skiptu með sér
vöktum frá föstudegi til sunnu-
dags, að sögn Guðmundar og
Kristins Karlssonar, ritara félags-
ins, sem blaðamaður hitti einnig
að máli á fundinum á Hótel Loft-
leiðum.
„Þetta er ekki fyrsta aðgerð
okkar þegar svona mál hafa komið
upp. Fyrir um tíu árum stöðvuðum
við að Rauðinúpur færi úr landi
til viðgerðar. Þetta er áfangasigur
þótt þetta sé enginn lokasigur. Við
væntum þess að ráðherramir, sem
virðast lítið fylgjast með því sem
er að gerast í landinu, læri nokkuð
af þessum aðgerðum,“ sagði Guð-
mundur.
„Þetta verkefni skipti kannski
ekki sköpum en það er þýðingar-
mikið að stjómvöld skilji að á sama
tíma og atvinnuleysi virðist vera
að aukast séu þeir að senda skip
okkar úr landi og það er sigur að
þeir bakki með þá ákvörðun," sagði
hann.
Guðmundur sagði að Félag jám-
iðnaðarmanna legði áherslu á að
stjómvöld hefðu nú þegar heimild
í lögum til að setja jöfnunartolla á
skipasmíðar og vildu að hún verði
notuð. „Á sama tíma fréttum við
að í EFTA-samkomulaginu við
Pólveija sé að fínna grein þar sem
þeim er heimilt að niðurgreiða
vinnu og hráefni næstu fímm árin
án þess að aðildarríki EFTA skipti
sér af því. íslensk stjómvöld eru
aðilar að þessu vegna aðildar ís-
lands að EFTA og ef þetta nær
fram að ganga eru þau að koma
aftan að okkur með því að heimila
öðram ríkjum að niðurgreiða vinn-
una, en vilja á sama tíma ekki
taka þátt í að setja jöfnunartolla.
Það hefur verið rætt en án þess
að nokkur niðurstaða hafí fengist.
Við vonum að þeir líti sér nær eft-
ir þetta atvik,“ sagði Guðmundur.
Hann benti á að atvinnuleysi
færi vaxandi víða um landi og fjöldi
jámiðnaðarmanna á uppsagnar-
fresti. I Reykjavík væra nú þegar
um 40 manns á atvinnuleysisskrá
hjá félaginu.
Guðmundur sagði að ýmislegt í
aðgerðum stjómvalda væri á skjön
við yfirlýsingar um hvað bæri að
gera til að bæta atvinnuástandið í
landinu. „Það hryggir okkur mest
að heyra í fjölmiðlum að sam-
göngumálaráðherra segist ekki
hafa haft hugmynd um að við
væram óánægðir með að skipið
færi til Póllands í viðgerð. Þó var
bæði búið að ræða þetta við iðnað-
arráðherra og forsætisráðherra og
okkur þykir því miður að hann
skuli koma með yfirlýsingar af
þessu tagi í fjölmiðlum," sagði
hann að lokum.
Pólska oa ís-
lenska tilboðið
Pólska tilboðið: 6.273.268 kr.
Flugmiðar áhafnar 186.002
Flugmiði eftirlitsmanns 61.590
Dagp. eftirlitsmanns 128.907
Yfirvinna áhafnar 50.000
Olíukostn. til viðg.hafnar 120.000
10% óvissuþættir 627.327
Annar kostnaður 190.457
SAMTALS 7.637.551
Tilboð
Stálsmiðjunnar: 13.208.391 kr.
10% óvissuþættir 1.320.839
6% vextir 761.827
SAMTALS 15.291.057
urðsson viðskiptaráðherra ein-
dregið til þess að beðið yrði með
að bjóða út viðgerð skipsins þar
til fyrir lægju niðurstöður nefndar
á vegum ráðuneytisins um meint
undirboð Pólveija.
Um er að ræða viðgerð á botni
skipsins, þar sem komið hafði fram
tæring. Samkvæmt upplýsingum
úr samgönguráðuneytinu vora
verkþættir í pólska tilboðinu sam-
kvæmt samningi 6.273.268 krón-
ur. Liðurinn „óvissuþættir“ er 10%
af verkþættinum. Flugmiðar fyrir
áhöfn, 186.002 kr. og flugmiði
eftirlitsmanns 61.590 kr. Dagpen-
ingar eftirlitsmanns 128.907 kr.
Yfírvinna áhafnar 50.000 kr. Olíu-
kostnaður til viðgerðarhafnar
120.000 kr. auk 6% vaxta, sem
er föst upphæð í slíkum samning-
um. Samtals gat því kostnaður af
viðgerðinni í Póllandi orðið
7.637.551 kr.
Verkþættir hjá Stálsmiðjunni
hf. námu 13.208.391 kr. Óvissu-
þættir 1Ö% og 6% vextir. Samtals
er því kostnaður af viðgerðinni
hérlendis 15.291.057 kr. Mismun-
urinn er því um 7,6 milljónir kr.
Auk Stálsmiðjunnar' bauð Slipp-
stöðin á Akureyri í viðgerð á skip-
inu og hljóðaði tilboð í verkþættina
upp á 16,2 milljónir kr. og með
öðram þáttum 18,7 milljónir kr. í
pólska tilboðinu var gert ráð fyrir
tíu daga viðgerðartíma en hjá Stál-
smiðjunni verður verkið unnið á
40 dögum.
Samkvæmt upplýsingum frá
ráðgjafafyrirtæki hér í bæ fer
kostnaður vegna viðgerða skipa
erlendis iðulega úr böndunum og
oftast sé hann áætlaður of lágur.
Þar komi inn í mikill síma- og sím-
bréfakostnaður, tungumálaerfíð-
leikar, kostnaður við að flytja skip
milli hafna og ýmis kostnaður
vegna tafa. Búrfellið hefur verið
á söluskrá allt frá því að ljóst var
að Samskip hygðist ekki hafa það
á leigu lengur. Ekki hafa komið
alvarlegar fyrirspurnir í skipið, en
talið er að söluverð þess sé um
70 milljónir kr. Hins vegar era
miklar sveiflur á söluverðmæti
sambærilegra skipa.
Líklegt er talið að Pólveijar fari
fram á skaðabætur vegna samn-
ingsrofs og er talið hugsanlegt að
bætumar sem þeir fari fram á
verði jafnháar tilboðsupphæðinni,
eða um 7,6 milljónir kr.
Þjóðhagsleg hagkvæmni
innlendrar smíðar
Gylfí Ambjömsson hagfræðing-
ur ASÍ hefur kannað þjóðhagsleg
áhrif þess að smíða skip að andi
virði eins milljarðs kr. hérlendis
eða flytja samsvarandi skip inn tií
landsins, án þess að reiknað væri
með ríkisstyrkjum til smíði þess
erlendis. Gylfí sagði að kostnaðar-
samsetning í skipasmíðaiðnaði
væri þekkt, sem og stærð fyrir-
tækjanna og hráefnis- og launa-
kostnaður. Hann sagði að sam-
kvæmt athuguninni ykist lands-
framleiðsla um rúman 1,1 milljarðj
sem jafngildir hagvexti upp á um
0,3%. Áhrif á hið opinbera miðað
við einn milljarð í fjárfestingu í
skipasmíðaiðnaði innanlands yrðu