Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram Áætlaður rekstrarhalli ríkis- sjóðs eykst um 5 milljarða REKSTRARHALLI ríkissjóðs verður 9,1 miHjarður króna í ár samkvæmt frumvarpi til fjár- aukalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi og er það um 5 milljörðum króna meiri halli en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi aukni halii skýrist bæði af því að tekjur skila sér ekki eins og gert var ráð fyrir og útgjöld ríkisins verða meiri en ráð var fyrir gert. Samkvæmt því endurmati á af- komu ríkissjóðs, sem liggur til grundvallar frumvarpi til fjáraukalaga, eru horfur á að heildartekjur ríkissjóðs í ár verði 103 milljarðar króna í stað 105,5 milljarða samkvæmt fjárlögum. Tekjur af beinum og óbeinum sköttum verða rúmlega 2 milljörð- um króna lægri en áætlað var, auk þess sem tekjur af sölu eigna verða minni en til stóð. Útgjöld ríkissjóðs eru talin hækka um 2,6 milljarða sem skýr- ist mest af fjórum þáttum. Yfirlýs- ing ríkisstjómarinnar vegna kjara- samninga í vor veldur 700 milljóna króna kostnaðarauka, einkum í útgjöldum til heilbrigðis- og trygg- ingamála. Atvinnuleysi hefur orðið meira en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir og leiðir það til 500 millj- óna króna viðbótarútgjalda. Áætl- að er að eftirhreytur gamla bú- vörukerfisins kalli á um 900 millj- óna kr. útgjöld umfram fjárlög. Þá hafa ýmsir þættir sjúkratrygg- inga farið rúmlega 500 milljónir króna fram úr íjárlögum. Hrein lánsfjárþörf ríkisins var áætluð 4,4 milljarðar kr. í fjárlög- um en samkvæmt endurskoðaðri áætlun er hún talin verða 10,8 milljarðar króna. Á sama hátt eykst heildarlánsfjárþörf ríkisins úr 13,4 milljörðum í 19,4 millj- arða. Aukning heildarlánsfjárþarf- ar um 6 milljarða króna skýrist einkum af aukningu rekstrarhalla ríkissjóðs en einnig af lánveiting- um ríkissjóðs. Af einstökum verkefnum sem sótt er um viðbótarfjárveitingar til má nefna að til Alþingis er sótt um 27,5 milljónir króna til greiðslu á viðbótarkostnaði þar sem þinghald hófst sex vikum fyrr en venjulega vegna umræðna um EES-samning. Einnig 4 milljónir vegna endurbóta á atkvæða- greiðslukerfi þingsins. Farið er fram á 15 milljóna kr. viðbótarij árveitingu til Tilrauna- stöðvar háskólans á Keldum. Fram kemur að undanfarin ár hefur stofnunin ítrekað farið fram úr heimildum ijárlaga vegna minnk- andi tekna af sölu framleiðslu og þjónustu. Til Þjóðleikhússins er gert ráð fyrir að þurfí 40 milljóna kr. viðbót vegna þess að sá sam- dráttur sem gert var ráð fyrir í fjárlögum hefur ekki náðst að fullu. Aftur á móti er farið fram á 220 milljóna króna lækkun á fjárveitingum til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna vegna breyttra úthlutunarreglna. Útanríkisráðuneytið biður m.a. um 20,6 milljóna króna viðbót til Sameinuðu þjóðanna vegna aukn- ingar á starfsemi friðargæslu- sveita, í Kambódíu, Júgóslavíu og víðar. Farið er fram á 83 milljóna króna aukningu á fjárveitingum til Hafrannsóknastofnunar vegna lækkandi markaðsverðs á veiði- heimildum Hagræðingarsjóðs. Tekið er fram að óvíst sé að hve miklu leyti tekjur af sölu kvóta Hagræðingarsjóðs skili sér til stofnunarinnar fyrir næstu ára- mót. Beðið er um 38 milljónir króna til þess að heija rekstur Fiskistofu. Talið er að 15 milljónir króna vanti upp á að flutningur fjárheimilda frá öðrum stofnunum nái að íjármagna rekstur stofnun- arinnar á árinu auk þess sem 23 milljóna króna stofnkostnaður fell- ur til á þessu ári. Félagsmálaráðuneyti fer fram á 76 milljóna króna fjárveitingu vegna eldri lagaákvæða um ríkis- ábyrgð á launum. Lög um Ábyrgð- arsjóð launa tóku gildi 1. mars 1992 og tekur sjóðurinn aðeins við ijárskuldbindingum sem voru afgreiddar frá skiptaráðanda eftir þann tíma. Fram til þessa dags myndaðist fjárvöntun að ijárhæð 76 milljónir. í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti er m.a. farið fram á 5,7 milljónir króna vegna kostnaðar St. Jósefsspítala, Landakoti, sem til fellur vegna kjarasamnings við aðstoðarlækna. Samningurinn var gerður árið 199) en hagræðing samkvæmt bókur "i'-ð honum sem átti að mæta auknum kostnaði hefur enn ekki komið fram. Meðal þess sem fjármálaráðu- neytið fer fram á fyrir sitt ráðu- neyti er 20 milljóna króna viðbót við innheimtukostnað sem ekki hefur náðst að lækka. Forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir verulegri lækkun innheimtukostnaðar með tilkomu nýrrar reglugerðar um innheimtulaun til Póst- og síma- málastofnunar vegna innflutnings gegnum póstkerfíð. Ekki hefur enn tekist að birta reglugerðina þar sem samningum við Póst og síma er ekki lokið. Farið er fram á 4 milljóna króna viðbótarfjár- veitingu til framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. Vegna samdráttar í verklegum Ótímbært frumvarp um LÍN SJÖTTA grein laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN, sem samþykkt var 15. maí 1992, inn- heldur svonefnd „eftiráákvæði“. Svavar Gestson (Ab-Rn fyrrum menntamálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann og aðr- ir þingmenn Alþýðubandalagsins flytja um breytingu á þessari lagagrein. Menntamálaráðherra telur þetta frumvarp vera ótíma- bært og líklega flutt til að standa við stóryrði frá í vor, einnig vilji flutningsmenn ögra Ossuri Skarphéðinssyni (A-Rv) þing- flokksformanni Álþýðuflokkis- ins. í framsöguræðu gagnrýndi Svav- ar Gestsson (Ab-Rv) harðlega lítil framlög til menntamála hér á landi og í því sambandi einkum og sér í lagj lög þau sem voru sett síðastlið- ið vor. Svavar gerði einnig að um- talsefni í ræðunni að formaður þing- flokks Alþýðuflokks, Össur Skarp- héðinsson (A-Rv), hefði sagst myndu beita sér fyrir breytingum á 6. grein laganna ef það kæmi á daginn að hún hefði í framkvæmd þau áhrif að námsmönnum fækkaði. Flokks- þing Alþýðuflokksins hefði einnig að áeggjan Sambands ungra jafnað- armanna kosið nefnd til að fara ofan í þessi lög og framkvæmd þeirra. Svavar taldi þessa 6. grein sem íjallar um að námsmenn skuli sýna fram á námsárangur áður en náms- lán eru veitt vera það alversta í nýsettum lögum. Svavar sagði að alþýðubandalagsmenn hefðu tilbúið frumvarp um LÍN en þeir hefðu kosið að láta reyna á góð orð alþýðu- flokksmanna. I ræðunni gagnrýndi Svavar einnig auk laganna harðlega túlkun lagatextans af hálfu meiri- hluta stjórnar LÍN. Að endingu lagði framsögumaður til að þessu frum- varpi yrði vísað til menntamála- nefndar. Gunnar Birgisson (S-Rn) og for- maður stjórnar LÍN varð að veita Svavari Gestssyni andsvör. Hann gagnrýndi Svavar fyrir að túlka ýmsar upplýsingar næsta frjálslega. En Gunnar dró enga dul á að núver- andi ríkisstjóm og einnig stjórn LÍN hefði orðið að þrengja kost náms- manna. „Svavar Gestson er hins vegar höfðingi og fer létt með að útdeila fé skattborgaranna." Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra lagði áherslu á að þær breytingar sem gerðar voru síðastliðið vor hefðu verið nauðsynlegar til að tryggja framtíð lánasjóðsins. Menntamálaráðherra virtist sem tilgangur flutningsmanna þessa frumvarps væri tvíþættur. Annars vegar þyrftu þeir að standa við stór- yrði sín frá í vor. Hins vegar væri tilgangurinn að ögra Össuri Skarp- héðinssyni þingflokksformanni Al- þýðuflokksins. Menntamálaráðherra taldi Össur ágætlega færan til þess að svara fyrir sig ef hann væri í þingsal en Össur var fjarstaddur erlendis. Menntamálaráðherra varð því að benda á að ranglega væri vitnað til ummæla Össurar; þing- flokksformaður Alþýðuflokksins hefði sagt: „Ég ítreka það hins veg- ar að leiði reynslan í ljós að 6. grein hindri menn í að stunda nám sitt með eðlilegum hætti þá áskil ég mér allan rétt til að eiga þátt að breyting- um á því ákvæði í framtíðinni." Menntamálaráðherra sagði með öllu ótímabært að breyta þeim lögum sem sett voru síðastliðið vor. Þau lög hefði verið sett vegna þess gífurlega vanda sem blasað hefði við. Vanda sem rekja mætti til ábyrgðarleysis fyrri tíma. Menntamálaráðherra sagði að fækkun námsmanna væri ekki mæli- kvarði á hvort eitthvert eitt atriði hindraði þá í að stunda nám með eðlilegum hætti. Og það væri mjög hæpið að halda því fram að komin væri nokkur reynsla á það hver áhrif 6. greinar væru í framkvæmd. Það hefði komið fram í fjölmiðlum að í reynd væri ógjömingur að meta að svo stöddu nákvæmlega hvemig þró- un Qölda lánþega LÍN myndi verða milli síðasta skólaárs og þess sem nú væri nýhafið. Það yrði tæpast hægt með sæmilegri nákvæmni fyrr en eftir næstu áramót. Að lokinni ræðu menntamálaráð- herra skiptust hann og Svavar Gestsson og Finnur Ingólfsson (F-Rv) á andsvömm um túlkun tölu- legra upplýsinga og gildi tölfræði- legs samanburðar við námsaðstoð sem veitt er á öðmm Norðurlöndum. Valgerður Sverrisdóttir (F- Ne) sagði að framsóknarmenn hefðu síðastliðið vor talið að 6. grein lag- anna stæðist ekki. Þeir væm enn sömu skoðunar. Það þyrfti því tæp- ast að taka það fram að þeir styddu þetta fmmvarp. Fulltrúi Samtaka um kvennalista í menntamálanefnd Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) lýsti einnig eindregnum stuðningi þingmanna Kvennalistans við þetta frumvarp. Kristín taldi lögin um LÍN sem sett vom í vor hafa bitnað öðr- um fremur á konum. Össur stendur fyrir sínu Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) sagði að það hefði mátt skilja fram- sögumann þessa frumvarps á þann veg að þetta frumvarp væri flutt af sérstakri tillitssemi við Alþýðuflokk- inn. Það mátti ráða að Rannveig teldi þessa hugulsemi óþarfa. „Þing- flokksformaður Alþýðuflokksins stendur fyrir sínu. Hann hefur áskil- ið sér rétt til að taka málið upp ef þróun mála kallar á það að hans mati. Og hann mun að sjálfsögðu sjálfur leggja mat á stöðuna." Rann- veig dró enga dul á það að um fmm- varpið um LÍN hefðu verið mjög skiptar skoðanir á síðasta vorþingi. Fmmvarpið hefði þá tekið miklum breytingum. Og í sumar hefðu ungir jafnaðarmenn borið fram tillögur um breytingar á lögunum um LÍN, sér- staklega með tilliti til 6. greinar. Flokksþing Alþýðuflokksins hefði tekið um það ákvörðun að taka þessi 35 framkvæmdum munu sértekjur stofnunarinnar ekki skila sér að fullu. Stofnunin hefur verið endur- skipulögð til þess að mæta breytt- um forsendum sem koma til fram- kvæmda á síðari hluta ársins. í samgönguráðuneyti er m.a. farið fram á 28 milljóna króna viðbót til Hríseyjarhrepps vegna reksturs og afborgana skulda hjá Eyjafjarðarfeijunum. Vegagerð ríkisins yfírtekur þennan rekstur eftir áramótin og er talið nauðsyn- legt að gera upp vanskil fyrir þann tíma. Farið er fram á 41,1 milljón króna viðbót til hafnamála. Inn- heimta sérstaks hafnaframkvæm- dagjalds var í fjárlögum talið skila 125 milljónum á árinu. Þær for- sendur gerðu ráð fyrir 12 mánaða innheimtu. Áætluð skil á yfír-i' standandi ári taka til 9 mánaða og eru um 85 milljónir króna. Fram kemur í fjáraukalögunum að fjárlaganefnd hefur ekki treyst sér til þess að fresta framkvæmd- um sem nemur lægri skilum og því er sótt um 40 milljónir króna í fjáraukalögum. Einnig má nefna að farið er fram á 1 milljón króna vegna aukins kostnaðar Rann- sóknamefndar flugslysa. Viðskiptaráðuneytið fer fram á 300 milljóna króna viðbót vegna niðurgreiðslna á vöraverði. Meg- infrávik frá áætlun fjárlaga felst í viðbótargreiðslum vegna vaxta- og geymslugjalds, eða um 130. milljónir króna. Forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir að taka upp raun- vaxtaviðmiðun í stað nafnvaxta við ákvörðun gjaldsins, en sú ákvörðun hefur enn ekki komið til framkvæmda. Vegna gjaldþrots Álafoss hf. í fyrra safnaðist upp mikil ull hjá bændum sem hefiir verið metin síðar. Þannig er fyrir- séð að um 80 milljóna króna fjár- vöntun vegna niðurgreiðslna á ull. mál til frekari skoðunar. Að því verki ynni nú sérstakur starfshópur með fulltrúum þingflokks og fulltrúum ungra jafnaðarmanna. Fyrirhugað væri að fara vel ofan í þetta mál. Ef það kæmi í ljós að málefni lána- sjóðins gengju ekki upp yrði það skoðað. Rannveig sagði ekki hægt að segja um það hér og nú að ein- hver sú reynsla væri komin á lögin að ástæða væri til breytinga. Þingmenn ræddu mjög innritun- artölur, töíur um Qölda umsækjenda hjá LÍN, skiptingu milli kynja og hag einstæðra foreldra, os.frv. Gunnar Birgisson ságði því fara íjarri að mikið væra hægt að bolla- leggja út frá innritunartölum að' hausti. Hann reifaði ýmsar tölfræði- legar upplýsingar. Hlutfall kvenna hefði farið jafnt og þétt hækkandi. Meðalaldur námsmanna hefði og farið hækkandi síðustu árin. Lán- þegum hefði fjölgað hvað mest á árabilinu 1989-91. Fyrisjáanleg hefði verið fækkun nemenda eftir að þessi ijöldi hefði lokið námi án þess að til hefði komið breyting á reglum sjóðsins. Engan veginn hefði verið hægt að búast við að slík bylgja héldi áfram. Kjöldi annarra þingmanna tók til máls. Stjómarandstæðingum var nokkurt fagnaðarefni í orðum Rann- veigar Guðmundsdóttur um að skoð- að yrði að breyta lögum um LÍN ef sýnt þætti að þau væra námsmönn- um óbærileg og fældu fólk frá námi. Svavar Gestsson sagðist myndu rakka alþýðuflokksmenn um efndir sinna yfírlýsinga. Guðrún Helg- dóttir saknaði Ossurar Skarphéðins- sonar „í vinar stað“ í þessari um- ræðu en: „Ég get fullvissað háttvirt- an forseta að hann verður þvingaður til að taka þátt í þessari umræðu fyrr eða síðar.“ Fleiri þingmenn tóku til máls í þessari 1. umræðu. Ólafur Þ. Þórð- arson (F-Vf), Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn), Guðný Guð- bjömsdóttir (SK-Rv), Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn), Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra og Finnur Ingólfsson (F-Rv). Þessari fyrstu umræðu um frumvarp um breytingu á lögum um Lánasjóðs íslenskra námsmanna lauk á níunda tímanum í gærkveldi en atkvæða-, greiðslu var frestað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.