Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLASIP ÞRIÐJUDAGUR 20., OKTÓBER 1992
27
Kappræðurnar síð-
asta tækifæri Bush
Reuter
Willy Brandt borinn til grafar
Útför Willy Brandts, fyrrverandi kanslara Vestur-Þýskalands, fór fram í gömlu þinghússbyggingunni,
Reichstag, í Berlín á laugardag. Á meðal viðstaddra voru Míkhaíl Gorbatsjov síðasti forseti Sovétríkjanna,
Shimon Peres forsætisráðherra ísraels, Francois Mitterrand forseti Frakklands og Karl Bretaprins. Felipe
Gonzales, forsætisráðhen-a Spánar, flutti ávarp fyrir hönd alþjóðahreyfingar jafnaðarmanna, sem Brandt var
í foiystu fyrir í 16 ár. Á myndinni bera herforingjar kistu Brandts inn í þinghússbygginguna.
- segir Charles Cobb, fyrrum sendi-
herra á Islandi, sem tekið hefur þátt
í kosningabaráttu forsetans
CHARLES Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi,
segir að George Bush Bandaríkjaforseti verði að reyna að koma
sínum afrekum í embætti betur á framfæri í kosningabaráttunni.
Hann hafi verið of hógvær og það sé helsti gallinn á kosningabar-
áttu hans. Cobb hefur aðstoðað Bush í kosningabaráttunni að undan-
förnu og stjórnað fjáröflun í fimm suðurríkjum Bandaríkjanna.
Cobb sagði er Morgunblaðið ræddi við hann í gær að þriðju og
síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna (sem fram fóru í gær-
kvöld) væru síðasta tækifæri Bush til að snúa stöðunni sér í vil.
sem þó hafi
náðst í efna-
hagsmálum. Að
sama skapi hafi
þeir verið mjög
jákvæðir í garð
Bills Clintons. „í
síðustu viku
kom fram nýr
límmiði þar sem
segir: Völdum
fjölmiðlunum
vonbrigðum,
kjósum Bush!“
segir Cobb. Hann viðurkennir að
ekki sé hægt að skella allri skuld-
inni á fjölmiðla. Clinton hafi staðið
sig vel og Bush hafi ekki verið
nógu harður í kosningabaráttunni.
„Enda er hann mjög hógvær að
eðlisfari. Honum fellur það illa að
stæra sig af verkum sinum,“ segir
Cobb.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
almenningi þótti Clinton standa sig
betur í tveimur fyrstu kappræðun-
um heldur en Bush. Cobb var
spurður hvort það hefðu verið mi-
stök í ljósi þessa að fallast á.þátt-
töku í kappræðum. „Nei, alls ekki
og ég vona svo sannarlega að
Bush takist að snúa blaðinu við í
síðustu umferðinni."
Bilið milli Bush og Bills Clint-
ons, frambjóðanda demókrata, í
skoðanakönnunum hefur ekki
minnkað að undanförnu og stjórn-
málaskýrendur eru farnir að velta
því fyrir sér hvort Bush sé búinn
að gefast upp. Um helgina var
birt ný skoðanakönnun sem ABC-
sjónvarpsstöðin tók. Samkvæmt
henni styðja 49% kjósenda Clinton,
31% Bush og 12% Ross Perot.
Cobb segir að bandarískir fjöl-
miðlar hafi verið afar ósanngjarnir
í umfjöllun sinni um forsetann.
Þeir hafí ekki sagt frá þeim árangri
Mótmæli vegna lokunar kolanáma í Bretlandi
Alvarlegristu vandræðin
í valdatíð Johns Majors
Fjölmiðlar gagnrýna ríkisstjórnina og ólga vex innan Ihaldsflokksins
London. Reuter.
VIÐBRÖGÐUM almennings við
lokun meirihluta breskra kola-
náma er líkt við þau mótmæli sem
urðu er stjórn Margaret Thatcher
lagði á nefskattinn á sínum tíma.
Stjórnmálaskýrendur lýsa þeirri
stöðu sem John Major forsætis-
ráðherra-er kominn í þannig að
um sé að ræða alvarlegustu vand-
Mettapár hjá
Unidanmark
Kaupmannahöfn. Reuter.
IJNIDANMARK, næststærsta
bankasamsteypa Danmerkur, til-
kynnti umfangsmikla endurskipu-
lagningu á starfsemi sinni í gær.
Fyrirsjáanlegt er, að yfir fjögra
milljarða danskra króna (tæplega
40 milljarða ísl. kr.) tap verður á
rekstri útibús samsteypunnar í
Bretlandi, Unibank, á þessu ári
og hefur aldrei verið meira. Þetta
er jafnfram mesta tap í sögu
danskrar bankastarfsemi.
Tap Unidanmark fyrir skatta nam
1,48 milljörðum d. kr. á fyrra helm-
ingi ársins, en í fyrra nam hagnaður
fyrirtækisins 728 milljónum d. kr. á
sama tíma. Tap fyrirtækisins á árinu
1991 í heild fyrir skatta nam 1,55
milljörðum d. kr.
í sparnaðaráætlunum Unidan-
mark er gert ráð fyrir uppsögnum
1700 af 12.000 starfsmönnum fyrir-
tækisins og umtalsverðri endurskipu-
lagningu á starfsemi þess.
ræðin í tveggja ára valdatíð hans.
Leiðarahöfundar margra dag-
blaða gagnrýndu ríkisstjórnina
um helgina og spáðu því að hún
yrði að afturkalla ákvörðun sína
í heild eða að hluta. Þessir spá-
dómar þeirra rættust er Michael
Heseltine, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, skýrði frá því í gær að
ákveðið hefði verið að loka ein-
ungis tiu kolanámum en áður
hafði stjórnin boðað að vinnu yrði
hætt í 31 námu á næstu sex mán-
uðum.
Stjómarandstaðan hefur fordæmt
lokun kolanámanna og nokkrir þing-
menn íhaldsflokksins hafa einnnig
lýst yfir andstöðu sinni við þessa
ákvörðun. íhaldsflokkurinn hefur 21
sætis meirihluta á þingi og er jafn-
vel talið að sá meirihluti sé í hættu
er málið kemur til umfjöllunar þar
á morgun, miðvikudag.
Dagblaðið The Times birti leiðara'
í gær undir fyrirsögninni „Major og
Machiavelli". Þar er Michael Heselt-
ine viðskipta- og iðnaðarráðherra
lýst sem meistara ríkisstjórnarinnar
í pólitísku fjárhættuspili. „Það er
meira í húfi en framtíð námanna.
Það er um framtíð ríkisstjómarinnar
og forsætisráðherrans að tefla," seg-
ir þar. Financial Times segir í fors-
íðugrein: „Ef ósigur virðist óumflýj-
anlegur eftir daginn í dag [mánu-
dag] þá er hugsanlegt að Major
muni eftir allt ákveða að hætta við
að loka námunum á meðan málið
er athugað upp á nýtt.“ Dagblaðið
The Daily Telegraph sagði í frétta-
skýringu \ gær að mörgum þing-
mönnum íhaldsflokksins hefði komið
á óvart að John Major skyldi styðja
Heseltine jafn eindregið og raun bar
vitni á blaðamannafundi á föstudag
í síðustu viku. Með því móti hefði
forsætisráðherrann brennt flestar
brýr að baki sér. „Hvers vegna ákvað
forsætisráðherrann að hætta sér alla
leið niður á botn kolanámunnar?"
spurði David Nicholson, þingmaður
íhaldsflokksins. Fleiri þekktir þing-
menn létu svipuð orð falla. Leiðara-
höfundar fleiri dagblaða en hér hafa
verið nefnd sem fylgja jafnan íhalds-
flokknum að málum fordæmdu einn-
ig lokun kolanámanna, tímasetning-
in væri undarleg og ekki til þess
fallin að auka traust á ríkisstjórn-
inni.
Líklegt að Major svíði þó sárast
andstaðan innan íhaldsflokksins.
Breska útvarpið BBC nafngreindi
átta þingmenn flokksins sem lýst
hefðu andstöðu við lokunina og
nefndi fjóra aðra sem mýndu hugs-
anlega greiða atkvæði gegn henni á
þingi og þijá sem myndu sitja hjá.
Umræddir þingmenn flokksins fínna
ákvörðuninni um að loka námunum
allt til foráttu. Hún sé ómannúðleg,
hún geti leitt til þjóðfélagslegrar
ólgu, hún sé ekki hagkvæm og geti
grafið enn frekar undan ríkisstjórn-
inni. Einn heimildarmanna Reuters-
fréttastofunnar sagði að mistökin
lægju í því að hafa kynnt málið á
rangan hátt. Hægt hefði verði að
kalla saman ríkisstjórnarfund fyrr
til að ákveða hvernig mætti draga
úr skaðlegum afleiðingum ákvörðun-
arinnar.
Cobb sagði að Bush yrði að
leggja meiri áherslu á hvaða efna-
hagslegar afleiðingar það hefði ef
Clinton færi með sigur af hólmi;
meiri ríkisafskipti og hærri skatt-
ar. Cobb var þeirrar skoðunar að
síðasta umferðin yrði síðasta tæki-
færi Bush til að rétta sinn hlut.
Tækist honum ekki vel upp þá
væru möguleikar á sigri í forseta-
kosningunum hverfandi.
Cobb var spurður um þau áhrif
sem framboð auðkýfingsins Perots
hefði haft á kosningabaráttuna.
Taldi hann að þau áhrif yrði helst
hægt að merkja af úrslitunum í
Texas. Framboð Perots gæti haft
þau áhrif að Clinton ynni í Texas
en ekki Bush. „Og Bush getur
ekki unnið kosningamar án þess
að vinna í Texas,“ sagði Cobb.
SACHS
KÚPLINGAR í SCANIA
Framleiðendur SCANIA og aðrir framleiðendur
vandaðra vöru- og fólksflutningabifreiða nota
SACHS kúplingar og höggdeyfa sem uppruna-
lega hluta í bifreiðar sínar.
Þekking Reynsla Þjónusta
ÞAÐ BORGAR SIG rjl| MÆ ■ B
AÐ NOTA ÞAÐ BESTA! Ul\ LIVI 1^1 Ml
SUÐURLANDSBRAUT 8 • SÍMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84
[
námskeið
að hefjast
Innrítun er hafin í símum
677799 & 677070
Model mynd er í M.A.A.I.
Ath.: Auknir möguleikar.
Stig I:
Byrjendur, tramkoma, hæfni ti!
synmgarstarfa. mannlegi þátturinn,
framsögn, tískusýning. próf.
Stig II:
Posur, viðtalsþáttur, augiýsingar,
æft fyrir myndavél. æft a palli.
Stig III:
Ljósmyndastig.
Kondorí Eingöngu fyrir þá sem eiga
myndamöppu.
Módelmynd er fyrir alla. Munið fyrirsætukeppnina, bæði herra og dömu.
Aldursskipting 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-25 ára og 25 ára og eldri.
Afhending skírteina sunnudaginn 25. okt. kl. 14-18.
SUÐURLANDSBRAUT50
SlMAR 677799 & 677070