Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK 20. OKTÓBER 1992 Minning Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri Fæddur 6. september 1932 Látinn 12. október 1992 í dag er borinn til grafar í Gufu- neskirkjugarði, móðurbróðir minn Magnús Þórðarson. Hann lést að morgni mánudagsins 12. október eftir bráð veikindi. Sunnudaginn 11. október var Magnús í eldhúsinu heima á Hávallagötu 42 með sonum sínum, Andrési og Kjartani, og rakti ferðasögu sína. Hann var nýkominn frá Brussel þar sem hann stýrði kynnisferð Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu, til höfuðstöðva NATO. Hann var hinn hressasti eftir ferðina og lék á als oddi. En dag skal að kveldi lofa. Skyndilega fékk hann óbæri- legan verk svo hann mátti vart mæla og leið stuttu síðar út af. Hann var fluttur í skyndi á spítala. Ýtarleg rannsókn leiddi í ljós að mikil hætta var á ferðum. Osæðin hafði rofnað og um miðnætti var hafín aðgerð á hjartaskurðdeild Landspítalans. En allt kom fyrir ekki. Átta mínútum fyrir sex á mánudagsmorgun var Magnús all- ur, liðlega fjórtán stundum eftir að sjúkdómsins varð fýrst vart. Þar sem hann hafði ekki áður kennt sér neins meins kom þetta áfall eins og þruma úr heiðskíru lofti. Magnús fæddist í Reykjavík og var frumburður foreldra sinna dr. Þórðar Eyjólfssonar (1897-1975) lagaprófessors og hæstaréttardóm- ara og konu hans Halldóru Magnús- dóttur (1901-1992). Þórður var sonur Eyjólfs bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu, Andréssonar bónda og hreppstjóra í Syðra-Langholti, Magnússonar hreppstjóra og al- þingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar frá Efstadal i Laugar- dal, Narfasonar. Kona Magnúsar Andréssonar var Katrín Eiríksdóttir bónda og dannebrogsmanns á Reykjum á Skeiðum, sem Reykja- ætt er rakin frá, Vigfússonar. Móð- ir Katrínar var Ingunn Eiríksdóttir (Bolholtsætt). Móðir Þórðar Eyj- ólfssonar var Guðrún Brynjólfsdótt- ir bónda og hreppstjóra á Selalæk á Rangárvöllum, Stefánssonar bónda í Eystri-Kirkjubæ, Brynjólfs- sonar bónda og hreppstjóra í Vestri- Kirkjubæ, Stefánssonar bónda í Árbæ, Bjamasonar bónda og hrepp- stjóra á Víkingslæk sem Víkings- lækjarætt er rakin frá, Halldórsson- ar. Halldóra var af rammreykvísk- um ættum, dóttir Magnúsar skip- stjóra, stýrimannaskólakennara og útgerðarmanns (Manga lipra sem svo var kallaður vegna fimi til orðs og æðis), Magnússonar formanns í Nesi við Seltjörn, Guðmundssonar. Móðir Magnúsar Magnússonar var Margrét dóttir Páls Magnússonar í Pálsbæ (Holti) nú Ingólfsstræti 21, Pálssonar í Stöðlakoti (nú við Bók- hlöðustíg), Þórðarsonar útvegs- bónda í Orfirisey og síðar kembara við Innréttingar Skúla fógeta. Móðir Halldóru var Ragnheiður dóttir Guðmundar Sigurðssonar í Ofanleiti (Ingólfsstræti 7) og Ragn- heiðar Árnadóttur bónda í Narfa- koti í Njarðvíkum, Hallgrímssonar prests í Görðum á Akranesi, Jóns- sonar stiftprófasts og síðar Hóla- biskups, bróður Skúla landfógeta Magnússonar. Kona séra Hallgríms í Görðum var Guðrún, systir Svein- bjamar Egilssonar rektors. Móðir Ragnheiðar Árnadóttur var Elín Guðmundsdóttir kaupmanns í Reykjavík og Njarðvíkum, Péturs- sonar og Ragnheiðar, systur Helga biskups Thordersen, Guðmunds- dóttur, Þórðarsonar kaupmanns og ráðsmanns í Reykjavík. Magnús ólst upp í foreldrahúsum á Sellandsstíg 3, síðar Sólvallagötu 53, með systrum sínum. Þær eru Ragnheiður fædd 1934, fulltrúi hjá Útvarpinu, gift Magnúsi Hjálmars- syni deildarstjóra og Guðrún fædd 1936, kennari. Fyrri maður hennar var sr. Þórarinn Þórarinsson skóla- stjóri. Síðari maður hennar er Einar Þorláksson, listmálari. Að Ioknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 fór Magnús til Parísar að nema þjóðfræði og frönsku og stundaði síðar um skeið laganám í Háskóla íslands. Hann átti sæti í stúdentaráði fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og var framkvæmdastjóri þess um tíma. Einnig var hann formaður Orators, félags laganema. Árið 1957 var gefið út greinasafn eftir Magnús se_m bar heitið „Mótið í Moskvu“. Árin 1959 til 1964 sat hann í stjóm Sambands ungra sjálf- stæðismanna og var ritari Heim- dallar 1960 til 1962 auk þess sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Hann var blaðamaður á Morg- unblaðinu 1960 til 1966, en þá varð hann upplýsingafulltrúi Átlants- hafsbandalagsins á Íslandi og fram- kvæmdastjóri Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs og gegndi því starfi til hinsta dags. Magnús átti sæti í úthlutunamefnd listamannalauna frá 1966 og varð formaður nefndarinnar 1981. Það sama ár tók hann sæti í úthlutunar- nefnd starfslauna listamanna. Hann átti sæti í Útvarpsráði frá árinu 1971 til 1978. Hann var í sóknar- nefnd Dómkirkjunnar 1973 til 1982. Magnús ritaði í blöð og tíma- rit, fékkst við þýðingar og sá um útgáfu af ýmsu tagi. Frá fyrsta aldursári hefur náin vinátta verið með okkur Kjartani, og nú í seinni tíð einnig með okkur Andrési, sonum Magnúsar. Hef ég því mestallá mína ævi verið heima- gangur á Hávallagötu 42 og fékk einstakt tækifæri til að kynnast Magnúsi. Ætíð er fundum okkar frænda bar saman var nóg að skrafa og þó oft væri ég í spomm nemans og hann í hlutverki fræðar- ans, þá hafði hann ávallt áhuga á skoðunum og lífi frændans. Þannig ríkti ekki einungis frændsemi milli okkar heldur og vinátta. Magnús bjó yfir hafsjó af fróðleik, enda vel lesinn, og sama hvar drepið var niður í umræðum, hann hafði skoð- un á málinu og ætíð vel ígrundaða. Hann var fróðleiksþyrstur frá fyrstu tíð og leitaði fanga í bókum og blöðum strax sem bam. Hann var stálminnugur og var þekking hans víðfeðm. Hann var flugmælsk- ur, sagnamaður og tókst að miðla fróðleik svo ljúflega og skemmti- lega að hann hélt áheyrandanum föngnum. Þessa naut yngri kynslóð- in í fjölskyldunni ekki síst. Hann gat setið tímunum saman á spjalli við frændur sína ungu og frænkur og engum leiddist. Hann hafði djúp áhrif á menn. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var hviklaus hugsjóna- maður þrátt fyrir að margir and- stæðinga hans beittu stundum fólskulegum aðferðum í baráttunni. Dæmi þess er þégar nokkrir þeirra hernámu skrifstofu hans. Magnús hafði ungur sannfærst um að þrátt fyrir háleitar hugsjónir færði kommúnisminn mönnum ekkert annað en böl hið versta, eins og fljótlega kom á daginn. Hann var einn þeirra sem reyndu að færa mönnum heim sanninn um þetta, þrátt fyrir feluleik andstæðinganna. Magnús var svo heppinn að hafa eitt aðaláhugamál sitt og hugsjón að lífsstarfi, en það var einmitt varnarsamstarf frjálsra lýðræðis- ríkja á jafnréttisgrundvelli. Það voru ánægjulegar stundir í lífi hans þegar fólk í hveiju einræðisríkinu á fætur öðru braust undan kúgun ráðamanna og menn viðurkenndu loks allflestir að sá málstaður, sem Magnús hafði barist fyrir alla sína ævi, var réttur. Magnús var snyrtimenni í hví- vetna, vanafastur, skipulegur og nákvæmur svo jaðraði við smá- munasemi á stundum, orðheldinn og stundvís. Hann var fram- kvæmdasamur, geymdi ekki til morguns það sem hægt var að gera í dag. Allt slugs var honum ákaf- lega á móti skapi og pirraði hann. Hann var skapmikill, ákveðinn og stefnufastur og hvikaði aldrei. Hann var úrræðagóður og gott var til hans að leita. Kímnigáfu hafði hann ríka, var glaður í sinni og ávallt hrókur alls fagnaðar. Hann var samkvæmismaður og frásagn- arlist hans var við brugðið. Magnús var hávaxinn og tígulegur í fasi. Mikill sjónarsviptir er að honum úr Miðbænum og Vesturbænum þar sem hann fór allra sinna ferða fót- gangandi, enda tók hann aldrei bíl- próf. Áhugamál Magnúsar voru marg- vísleg og lagði hann rækt við þau öll. Hann var safnari áf lífí og sál. Viðkvæðið var: „Aldrei að henda neinu!“ Fram yfír fermingu safnaði hann aðallega mynt. Þá tóku við landakort og bækur. Hin seinni ár beindist söfnunin að mestu leyti að bókum. Hann var elskur að þeim og ófáar stundir átti hann við að grúska í þeim og handfjatla þær. Islenskan var honum mikið hjartans mál. Hann reyndi eftir fremsta megni að fá menn og fjölmiðla til að bæta málfar sitt og var óþreyt- andi í þeirri viðleitni. Hann lagði rækt við fortíðina, hafði áhuga á uppruna sínum og ættum, ættar- slóðum og lífi forfeðranna. Almenn ættfræði var honum og hugleikin. Hann rakti ættir sínar meðal ann- ars í beinan karllegg til Sæmundar fróða. Margar ferðir átti Magnús í Víkurkirkjugarð við Suðurgötu þar sem hann hugði að leiðum genginna kynslóða og komst í snertingu við fortíðina. Magnús hafði gamlar hefðir og siði í heiðri. Hann hafði áhuga á heimahögum sínum, Reykjavík, sögu hennar, vexti og viðgangi. Hann vildi halda við göml- um örnefnum og áttavísunum og þoldi enga afbökun á þeim. Hann hafði unun af sagnfræði og ekki síst sögu líðandi stundar. Hann var fréttafíkill og að trufla menn á kvöldfréttatímum útvarps og sjón- varps var hrein goðgá í hans huga. Magnús hafði raunar áhuga á öllu sem tengdist mannlegu lífi og ekk- ert var svo smávægilegt að honum þætti ekki ómaksins vert að taka afstöðu til þess. Hver hefur sinn djöful að draga. Ein helsta ógn sem steðjaði að lífí Magnúsar var Bakkus konungur. Við hann háði Magnús stranga bar- áttu. Það stríð vann hann fyrir tíu árum og sóttist ekki eftir vinfengi við konung þann síðan. Hann sótti eftir það fundi hjá AA-samtökun- um. Við þau stóð hann í mikilli þakkarskuld. Magnús eignaðist árið 1956 dótt- urina Guðrúnu. Móðir hennar er Jóna Guðmundsdóttir frá Naustvík í Ámeshreppi á Ströndum. Guðrún er gift Jóhanni Rúnari Hilmarssyni múrara frá Brekknakoti í Þistil- fírði. Dætur þeirra eru Jóhanna (f. 1981) og Steinunn (f. 1986). Árið 1964 kvæntist Magnús Áslaugu Ragnars blaðamanni og rithöfundi, dóttur Kjartans Ragnars hæstarétt- arlögmanns og sendiráðsritara og konu hans Ólafíu Þorgrímsdóttur. Þau Magnús og Áslaug skildu 1979. Synir þeirra eru Andrés blaðamað- ur, fæddur 1965, og Kjartan blaða- maður, sagnfræðinemi og formaður Heimdallar, fæddur 1967. Unnusta Kjartans er Brynja Sif Skúladóttir stjórnmálafræðinemi. Eg sé Magnús frænda minn fyrir mér umkringdan bókastöflum og blaðabunkum, með kaffíbollann og jólakökuna, umlukinn vindlareyk, lesandi og að fylgjast með sjónvarp- inu samtímis. Fallinn er frá merkur maður, frændi góður og vinur. Við sem þekktum Magnús hörmum sviplegt fráfall hans. Stórt skarð hefur verið hoggið í frændgarðinn. Ég og fjölskylda mín vottum Guð- rúnu, Andrési, Kjartani og fjöl- skyldum innilega samúð. Þórður Þórarinsson. Það er sárt að heyra af skyndi- legu andláti Magnúsar Þórðarson- ar. Við hittumst fyrir stuttu og átt- um spjall saman. Það geislaði af honum eins og alltaf, mér fannst reyndar þá eins og ég væri á tali við litlu eldri mann en mig, alla vega í anda. Magnús var glæsimenni í allri framgöngu og þrátt fyrir ákveðnar skoðanir og oft umdeildar í þjóðfélagsum- ræðunni í gegnum árin var hann víðsýnn og frjálslyndur í hugsun og verki. Pólitík átti hug hans allan ásamt öflugu félagsstarfí. Hann þurfti oft að taka ósann- gjarnri gagnrýni og níðskrifum. Þær raddir sem háværastar voru eru nú þagnaðar og hafa ekki einu sinni athvarf fyrir skoðanir sínar. Ég kynntist Magnúsi 14 ára gamall, þá í gagnfræðaskóla og við Kjartan sonur hans störfúðum sam- an í ritnefnd ásamt fleiru. Vorum heimagangar hvor hjá öðrum annað hvort í kjallaranum á Hávallagöt- unni eða hjá mér á Sólvallagöt- unni. Það var fundað stíft um hin ólíkustu málefni, mörg hver náminu algerlega óviðkomandi. Okkur lá mikið á að kynnast lífínu og oftar en einu sinni þurfti Magnús að stoppa okkur af og láta okkur heyra það. Þrátt fyrir litla hlustun á eldri kynslóðina í þá daga minnist ég ráðlegginga og nærveru Magnúsar og tel mig andlega ríkari. Magnús hafði til að bera ákveðinn lífsstíl og hugarfar sem var einstakt. Hugarfar sem ég hef tilfinningu fyrir að fólk í nútímanum og öllum hraðanum sem samfélaginu fylgir þekkir hvorki né virðir. Mín ást er eins og dauðinn, sem augum þínum lokar kvöld eitt seint í sumar. Þú sézt í skjóli tijánna, og tunglskin perluhvítt mun titra á vörum þínum. Þú horfir luktum augum á andlit mitt, sem fer og kemur aldrei aftur. (Steinn Steinarr) Á seinni árum hitti ég Magnús oft í bókaverslun föður míns eða á fömum vegi. Hann hvatti mig til dáða hvort sem um útgáfubasl eða félagsstarf var að ræða. Þegar ég hélt utan til náms 1990 ræddi ég ítarlega við hann um þau stóm skref sem framundan vom og naut ráða hans í hvívetna. Ég votta Kjartani, Andrési, ætt- ingjum og vinum mína innilegustu samúð. Ari Gísli Bragason. Þær stundir koma oftast óvænt og án undirbúnings í lífínu, þegar við erum knúin til þess að staldra við á hraðri vegferð og minnast þess, að ferðalaginu getur lokið fyrr en varir og við ráðum sjálf minnstu um hvenær það gerist. Við stöndum ekki öll í sporum Símeons, hins aldraða, réttláta og guðrækna manns, sem fékk heilaga ábendingu um að hann myndi ekki deyja fyrr en hann hefði séð Drottins smurða. Eftir að hafa haldið á Jesú bamung- um, mælti hann: „Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér.“ (Lúkas, 2, 29.) Við væntum þess öll að ná háum aldri, en búum okkur mis- jafnlega undir ellina. Liður í undirbúningi flestra er þó til dæmis að flytja í minna hús- næði. Magnús Þórðarson bjó sig undir lögbundin starfslok sín með öðrum hætti. Fyrir nokkrum árum réðst hann í það stórvirki að láta stækka hús sitt við Hávalla- götuna. Tilgangurinn var að fá aukið rými undir bækur og annað, sem hann safnaði, og skapa sér betri starfsaðstöðu á heimili sínu, svo að hann gæti notið elliáranna við lestur, skriftir og önnur heill- andi viðfangsefni. Þannig ætlaði hann að eyða kyrrlátu ævikvöldi, og hann efaðist aldrei um að hann yrði allra karla elstur. Grunntónn í lífsskoðun Magnúsar Þórðarsonar, míns kæra vinar, sem hér er kvaddur með sönnum trega, var, að gera ætti allar skynsamlegar ráðstaf- anir til að draga úr hættu og tryggj3 sig gegn skaðvænlegum afleiðingum hennar. Hann var trúr þessari skoðun sinni til hinstu stundar. Hún einkenndi jafnt einkalíf hans sem viðhorf til stjómmála og alþjóðamála. Enginn má sköpum renna. Snemma morguns 12. október and- aðist Magnús á Landspítalanum. Þá höfðu hinir færustu læknar gert allt, sem í mannlegu valdi stóð, til að hindra banvænar afleiðingar þess að hjartaæð brast skyndilega síðdegis á sunnudag. Voru þá að- eins fímm vikur síðan við komum saman nokkrir nánir vinir hans á Hávallagötunni og fögnuðum sex- tugsafmæli hans, sunnudaginn 6. september síðastliðinn. Þótti honum miður, að sér hefði ekki unnist tími til að ganga þannig frá húsinu, að hann gæti haft það opið öllum, sem vildu samfagna honum á þessum degi. Enginn þurfti hins vegar að fara í grafgötur um að næsta stór- afmælis yrði minnst með veglegum hætti. Magnús Þórðarson var ein- stakur gæfumaður að því leyti, að hann sameinaði í starfi sínu tækifæri til að sjá sér og sínum farborða og baráttu fyrir þeim pólitísku og heimspekilegu við- horfum, sem honum voru kær- ust. Frá því á árinu 1966 var hann upplýsingafulltrúi Atlants- hafsbandalagsins á íslandi og framkvæmdastjóri félaganna Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs. Hann stóð þannig í fremstu röð þeirra manna hér á landi, sem hafa hik- laust haldið á loft þeim hugsjón- um, er nú njóta almennrar viður- kenningar eftir skipbrot einræði- skerfís kommúnismans. Vegna óbifandi varðstöðu hans um þess- ar hugsjónir var oft að Magnúsi vegið í opinberum umræðum, stundum með persónulegri rætni og öfund í anda hins lágkúrulega málstaðar andstæðinga hans. Hann stóð allar slíkar árásir af sér og bognaði aldrei, þótt. það ætti ekki við viðkvæma og blíða lund hans að eiga í illdeilum við aðra. Af því að slíkar deilur voru honum í raun á móti skapi, gat hann oft verið orðhvass og beitt- ur, þegar hann kaus að svara fyrir sig. Störf Magnúsar samræmdust vel lífsskoðun hans um nauðsyn skynsamlegra úrræða til að tryggja eigið öiyggi og framtíð. Taldi hann lýðræðislega stjóm- arhætti og mannréttindi and- stæður kommúnisma og alræðis, bestu og einu færu leiðina. Hann mat Bandaríkin umfram önnur ríki og honum þótti miður, þegar á þau var hallað. Var hann til dæmis sannfærður um rangar forsendur þess mats, að innviðir bandarísks samfélags væru að bresta, af því að það væri styrk- ur heilbrigðra, lýðræðislegra stjórnarhátta, að þar snerust menn til vamar gegn slíkum hættum. Hvers kyns samanburð- arfræði er fólu í sér, að lýðræðis- ríkjum var hallmælt, vom honum alls ekki að skapi. Þótti Magnúsi það einstök gæfa að fá á síðustu misseram ótvíræða staðfestingu á réttmæti skoðana sinna um eðli marxismans og alræðiskerfis hans. Hann gladdist þó ekki helst yfir þessari staðfestingu heldur hinu, að fólkið, sem kommúnistar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.