Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 38 BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbfla og statlon bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bflar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bilar. Farsimar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Isboltar > Festingamelstarar® Ef þú kaupir HITACHI SLÍPIROKK frá okkur færð þú 5 stk. SLÍPISKÍFUR og 10 stk. SKURÐARSKÍFUR með. ÞÚ SPARAR ALLT AÐ 3.500 KR. 8 mismunandi tegundir til á lager frá 115 - 230 mm skífustærð. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 31.10.92 Isboltaiyg STRANDGATA 75 fAB^íTTÍ HAFNARFJÖRÐUR mm¥*** 91-652965 ábyrgð fyrir gaaöum Ný gerð bamabílstóla * Fyrlr böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Vlðurkenndur. * Verðkr. 10.998,- Borgartúnl 26 Síml: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Tryggvi Emils- son níræður Tryggvi Emilsson verkamaður er níræður í dag. Hann á að baki harða lífsbaráttu og viðburðaríka ævi og kórónaði hana með því að verða hálfáttræður einn af ástsælustu rit- höfundum þjóðar sinnar. „Höfundur- inn er í eðli sínu skáld, hugsar, finn- ur til, skynjar og talar sem slíkur. Og hann er ríkur af orðum og hug- tökum, hefur vaid á máli, kann stíl,“ skrifaði Kristján frá Djúpalæk í rit- dómi 1976. Sama ár var Tryggvi ásamt Thor Vilhjálmssyni tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs og árið eftir hlaut hann sérstaka heiðursviðurkenningu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir ritstörf sín. Frumsamdar bækur Tryggva eru nú orðnar tíu talsins og í tilefni dagsins mun vera von á einni bók, úrvali af ljóðum hans. Tryggvi Emilsson er sprottinn upp á íslenskum miðöldum eins og glöggt sést af lestri æviminninga hans. Hann fæðist inn í þjóðfélag sem er enn ósnortið í innviðum sínum af tæknibyltingunni, að öðru leyti en því að uppflosnað fólk og jarðnæðis- laust er farið að leita sér atvinnu við sjávarsíðuna. Hann kynnist af biturri raun hlutskipti sveitarómag- ans, elst upp í hugmyndaheimi hins gamla bændaþjóðfélags, sér sem bam Þorgeirsbola fyrir gestakomu, dreymir fyrir daglátum og á ungl- ingsárunum bjargar undurfögur huldukona honum úr lífsháska. Stálpaður flyst hann með föður sín- um inn á heiðar og heyr þar sitt stríð við óblíð náttúruöfl. Tryggvi lifði síðan þá gerbyltingu þjóðfélags- ins sem í hönd fór, fólksflutninga snauðs bænda- og vinnufólks í þétt- býlið, sem myndaði þar nýja öreiga- stétt. og fyrstu átök nýmyndaðra verkalýðsfélaga til að reyna að tryggja þessu réttlausu fólki mann- sæmandi kjör. Öll þessi þjóðarsaga er fólgin í þeirri lífssögu hans sjálfs sem grípur lesandann svo sterkum tökum. Og eins og þetta væri ekki nóg veraldarsaga í lífi eins manns tekur hann sig upp í stríðslok og flyst til Reykjavíkur, nemur þár land og byggir sér hús með eigin höndum í þriðja og fjórða sinn. Þar er hann orðinn hluti af nýjum þjóðflutning- um, þeim þúsundum sem flykktust til höfuðborgarinnar í uppgripum stríðsins í von um betra lífsviður- væri og hreiðruðu um sig í kjöllur- um, kofum og bröggum eða byggðu sér hús í óleyfi í útjaðri bæjarins, eða borgarinnar eins og farið var að nefna hana. Allan þennan tíma vann Tryggvi hörðum höndum. Hús- in yfir fjölskyldu sína reisti hann í hjáverkum, og það sama er að segja um öll þau ólaunuðu trúnaðarstörf sem á hann hlóðust í verkalýðshreyf- ingunni. Það var mikið lán fyrir íslenskar bókmenntir þegar Tryggvi neyddist til þess fyrir 20 árum að hætta erfið- isvinnu vegna heilsubrests. Heldur en að sitja auðum höndum fór hann að færa í letur æviminningar sínar sem komu út í þremur bindum, Fá- tækt fólk 1976, Baráttan um brauð- ið 1977 og Fyrir sunnan 1979. Síðan hefur komið út hver bókin á fætur annarri, skáldsögur og smásögur, barnasögur. Og löng ættartölubók, Sjómenn og sauðabændur þar sem þeir sem hafa lítinn áhuga á ætt- fræði geta hlaupið yfir ættartölurnar og lesið í staðinn söguþætti þar sem Tryggvi setur sig í spor forfeðra sinna á fyrri öldum og lýsir lífsbar- áttu þeirra af engu minni list en sinni eigin. í Fátæku fólki kemur Tryggvi fram sem fullmótaður rithöfundur, rétt eins og hann hafi ekki fengist við annað allt sitt líf. Miðað við lífs- aðstæður hans er þetta ævintýri lík- ast. En þó að vinnustundir hans myrkranna á milli hafi verið upp- teknar af öðru hefur hann alla ævi verið haldinn óslökkvandi fróðleiks- þorsta og skriftaástríðu sem hann reyndi að svala eftir því sem fátæk- leg föng gáfust til. Skrifaði dagbæk- ur og fróðleiksþætti í stopulum frí- stundum, drakk í sig allar bækur sem hann komst í tæri við, lærði kynstur af vísum og ljóðum sem hann heyrði, og orti sjálfur um allt sem fyrir hann bar og í hugann kom. Sá atburður sem er sárastur og gengur eins og rauður þráður gegn- um æviminningar Tryggva er móð- urmissirinn, og þegar frá honum er sagt í Fátæku fólki er hann settur í beint samband við þjóðfélagslegt misrétti og harðýðgi gagnvart þeim sem fátækir eru og minna mega sín: „Sporin hennar til prestsins, sem hún bar oftraust til, og síðan til fátækra- fulltrúans haustið 1906 voru henni þung spor, hún beið þeirra aldrei bætur, erfiðleikarnir það haust og þann vetur drógu hana til dauða, samhjálpin og réttlætið komu aldrei ofanfrá.“ Baráttunni gegn þessu misrétti átti Tryggvi síðan eftir að helga öll sín manndómsár. En þess- ari bitru lífsreynslu slær ekki inn. Tryggvi ber ekki kala til nokkurs manns. Við þeirri óskiljanlegu hörku og grimmd sem hann er beittur sem barn bregst þessi efnishyggjumaður með sáttfýsi og mildum mannskiln- ingi, eiginleikum sem hinir trúuðu Stríð og söngur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Fyrir strákana („For the Bo- ys“). Sýnd í Sagabíói. Leik- stjóri: Mark Rydell. Aðalhlut- verk: Bette Midler, James Caan, George Segal, Patrick O’Neal, Christopher Rydell, Arye Gross, Bud Yorkin. í seinni heimstyijöldinni komu mörg bandarísk frægðarmenni hingað til íslands og héldu her- mannaskemmtanir og flugu svo áfram til Evrópu og víðar að skemmta nærri vígstöðvunum. í myndinni Fyrir strákana eftir Mark Rydell leika Bette Midler og James Caan ágætlega tvo skemmtikrafta sem ferðast um í seinni heimstyrj- öldinni og létta hermönnunum lífið og halda þvf áfram í Kóreustríðinu og loks Víetnamstríðinu. Þetta er gamaldags klútamynd þar sem stundum er smurt jafnþykkt á til- finningasemina og farðanum á andlit aðalleikarana, sem eldast um rúma hálfa öld í myndinni, en hún er ekki án sinna góðu stunda og það er erfin að streitast á móti aðdráttara' • nnar nema fyrir kaldhæðnus'■> áhorfendur. Myndin er sögð í endurliti (,,flash-back“) þar sem Midler, komin á níræðisaldur með hjálp afar mikils andlitsfarða, rekur sögu sína í skemmtibransanum og sam- skipti sín við félaga sinn, Caan. Um leið og hún segir sögu skemmtikraftanna segir hún stríðs- sögu Bandaríkjanna á seinni hluta aldarinnar eins og hún birtist í þremur ólíkum styijöldum. í byijun er Midler, lítt þekkt söngkona í New York uppúr 1940, kölluð til London að skemmta hermönnum með stórstjörnunni James Caan, sjálfselskum, metnaðarfullum og ekki síður kynþokkafullum skemmtikrafti. Midler er gjörólík honum, heiðarleg fyrir það fyrsta, og saman slá þau í gegn svo um munar og við fáum að skynja allan tímann að þau eru með frægustu og vinsælustu skemmtikröftum samtímans. Þau halda svo til Kóreu að skemmta þar hermönnunum og loks til Víetnam þar sem leiðir þeirra skilja. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó og Bíóhöllin: Lygakvendið - „HouseSitter“ Leikstjóri Frank Oz. Aðalleik- endur Steve Martin, Goldie Hawn, Dana Delaney, Julie Harris, Donald Moffat, Peter McNichol, Richard B. Shull, Laurel Cronin. Bandarísk. Uni- versal 1992. Þeir bregðast ekki frekar en fyrri daginn gamanleikararnir góðu, Steve Martin og Goldie Hawn þó oftast hafí þau haft úr betri texta að moða. Martin leikur rólyndan arkitekt sem sængar eina nótt með gengilbeinunni Stríð og söngur hafa löngum þótt gott yrkisefni kvikmynda þar sem stutt er á milli harmsins og gleðinnar og Mark Rydell („The Rose“, „On Golden Pond“) þræðir ágætlega þar á milli með persónu- legri sögu þeirra Bette og Caans og skemmtunum þeirra og loks stríðsátökunum. Hann leggur mikla áherslu á þjóðerniskennd en um leið er myndin hans gagnrýnin á styijaldastefnuna vestra og sýnir í og með þróun bandarísks þjóðfé- lags í gegnum síðustu áratugi. Hún tekur m.a. á kommúnistaveiðum sjötta áratugarins og fyrstu dögum sjónvarpsins og hún lýsir því hvern- ig stríðin breytast úr samheldninni í seinni heimstyijöldinni þar sem Hawn og "afleiðingarnar eru óvæntar. Stúlkan er ekki öll þar sem hún er séð heldur óforbetran- legur lygalaupur sem með svikum, prettum og skröksögum kemur sér fyrir í nýja húsinu hans Mart- ins. Það stendur í friðsælu sveita- þorpi rétt utan borgarmarkanna og hefur staðið autt síðan æsku- ástin hryggbraut hann. Ef efnisþráðurinn er tekinn í nærskoðun leynir það sér ekki eitt augnablik að hann hangir á bláþræði og sveiflast að auki á milli farsa og drama. Farsadeildin er í fínu standi. Þau Hawn og Martin eru bæði úrvalsgamanleik- arar sem halda vel á gruggugum hlutverkunum. Og handritshöf- undarnir sýna talsvert skopskyn óvinurinn var þekktur og hataður til öllu óskýrari lína í Kóreu og loks fáránleika Víetnamstríðsins þar sem dúndrandi fjör gömlu stríðsáranna er orðið að táknræn- um söng um frið. Fyrir strákana er kannski full klökk á stundum en það er stór- myndarbragur yfír henni og Rydell býr oft til góða stemmningu á her- mannaskemmtununum og nær að skapa rómantískan minningartón sem virkar vel. Midler er í essinu sínu sem söngkonan og Caan líka en aukaleikarar eins og George Segal fylla upp í söguna. Þetta er mynd sem höfðar frekar til eldri áhorfendanna og þeir ættu að gefa henni gaum. því bestu hlutar myndarinnar eru tvímælalaust stórlygar aðalper- sónanna er þau reyna að koma sem verstum höggum hvort á annað - undir beltisstað. Þá eru aukaleikararnir áberandi vel vald- ir og standa sig vel í stykkinu. Einkum Moffat og Harris, þessir kunnu sviðsleikarar þétta mynd- ina í hlutverkum foreldra Martins. Richard B. Shull, sá fáséði, ágæti skapgerðarleikari kemst vel frá rónanum sínum líkt og McNichol frá enn einu píslarhlutverkinu. Þörfín fyrir að taka sig alvar- lega er nokkuð áberandi í banda- rískum gamanmyndum. Oftar en ekki fær grínið ekki að ráða ferð- inni heldur er reynt að betrum- bæta myndimar með oftast aló- þörfum og óviðeigandi jákvæðum boðskap og siðferðisprédikunum sem svo sannarlega skemma meira fyrir en hitt. Þetta er ljóður á Lygakvendinu sem á þó sína góðu spretti og dýrðlega leikara sem gera það að verkum að mynd- in skilur við mann í góðu skapi. Og er þá ekki tilgangnum náð? Fjandinn log’- inn ráðalaus Permanent-tilboö Vikuna 19.-23. október bjóðum við 20% afslátt af permanenti. HÁRGREIÐSLUSTOFA, ÁRMÚLA 17A - Sl'MI 32790 820 FERMETRAR Til sölu er nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði. Húsnæðið er nú tilbúið til afhendingar. Áhvílandi eru hagstæð langtímalán til 15 ára, afborgunarlaus í 2 ár. Söluverð 26,9 millj. Útborgun 4,9 millj. Nánari upplýsingar í síma 812300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.