Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 18

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Paradísarfund- ur á Hispaníola eftir Ingólf Guðbrandsson Elíft vor og sumar er draumur þeirra, sem berjast gegn roki og regni árið um kring að ógleymdum frosthörkum, stórhríð og fannfergi vetrar. Afkomendur Adams og Evu hafa aldrei sætt sig við brottrekst- urinn úr Paradís og þykir illt að gjalda syndarinnar með því móti úti í yztu myrkrum. Það er þó harmabót að geta keypt sér vist í Paradís dag og dag, eða jafnvel nokkrar vikur af jarðvistinni. Er ekki líf vort allt endalaus leit að horfinni Paradís? Það er eitthvað lokkandi við eyjar Karíbahafsins. Við að heyra nafnið eitt fer um mann sæluhrollur og á skjá hugans kemur mynd af kókos- pálma, sem teygir sig hátt til him- ins, en í leiðinni sveigir hann bol sinn eins og fimur ballettdansari út yfir hvitan sand íjörunnar að spegla krónu sína í blágrænum haffleti. Villtar orkídeur, hibiskus, flamboyant-tré, búgganvilla og eld- tré eru aðeins örfá dæmi um blóm og tré, sem skarta litadýrð sinni í óendanlegum litaskala, en fugla- mergð fyllir loftið himneskum sym- fón. Þessi Paradís beið hvíta manns- ins er hann steig fyrst fæti á land Hispaniola. Honum opnaðist nýr heillandi heimur, slíka fegurð hafði hann hvergi fundið á ferðum sínum. Kolumbus var sem bergnuminn af söng næturgalans í nóvember. Fijó- semd landsins og lostfagrir ávextir fylltu ekki aðeins magann og söddu hungrið, heldur fylltist hugur hans ólýsanlegum fögnuði. Hann gaf Ingólfur Guðbrandsson „Allt svæðið er sem blómstrandi aldingarð- ur og úr þeirri Eden gengurðu beint á drif- hvíta ströndina, þar sem hnetutré og kókos- pálmar blakta fyrir léttum andvara.“ eynni nafnið Hispaniola — hinn nýi, litli Spánn — og í hrifningarví- munni kallar hann nýfundna landið „La tierra mas hermosa que ojos humanos jamás hayan visto", feg- ursta land, sem mannleg augu hafa nokkru sinni litið. „Það býr eitthvað af Kolumbusi í ykkur öllum“, segir Jóakim for- seti Balaguer í ávarpi til ferða- manna á 500 ára afmæli landafund- arins og má til sanns vegar færa, því allir sannir ferðamenn eru land- könnuðir á sinn hátt. Landafundur Kristófers Kolumbusar í Vestur- heimi fyrir réttum 500 árum varð afdrifaríkur, þótt hann vær engin „uppgötvun“ í sjálfu sér. Mörg þús- und árum fyrr fóru Asíubúar yfir Beringssundið, fundu og byggðu þetta mikla meginland. Sérstæð menning þeirra reis með tímanum mjög hátt án atbeina hvíta kyn- stofnsins og löngu áður en hann kom til sögunnar, einkum Maya og Azteka í Mið-Ameríku og Mexíkó, svo og Inkanna í Perú. Kolumbus taldi sig vera kominn til Indlands, þangað sem förinni var heitið, þeg- ar hann steig fæti á eyna Guanah- ani hinn 12. október árið 1492 og nefndi hana San Salvador. Hann hafði verið 71 dag í hafí við mikið harðræði á skipum sínum þremur, sem Isabella Spánardrottning lagði honum til ferðarinnar, Santa María, La Pinta og La Ninia, en skipveijar voru flestir dæmdir fangar, þjófar, svikarar og morðingjar, sem létu lítt að stjóm. Nokkrar aðrar af Bahamaeyjum urðu á leið hans til Kúbu, en hinn 5. desember tók hann land á eynni Quisqueya eða Bohio, en nafnið á máli innfæddra þýðir „móðir allra landa“. Geta má nærri hvílíkur fögnuður greip um sig meðal skipveija eftir langa og harða útivist að taka land í slíkri paradís með gnægð vista, þar sem þokkafullar meyjar gengu naktar og báru fram glóandi aldin, maís og tóbak af mikilli kurteisi og undir- gefni, en þær afurðir þekktu Evr- ópumenn ekki áður. Taino-ættbálk- urinn, frumbyggjarnir, var fremur smávaxinn en spengilegur með kop- arbrúnan hörundslit og kolsvart, slétt hár. Þeir skreyttu sig með steinum, skeljum og gulli og voru friðsemdarfólk, óvarir um þann háska, sem beið þeirra. Við upphaf landnáms Spánveija er talið að þeir hafí verið um sex hundruð þúsund. Þeir bjuggu saman í sátt og sam- lyndi, lifðu á jarðrækt og veiðum og trúðu á guðinn Yúcahu, sem var eilífur og góðviljaður vemdari manna. Uppistaðan í fæðu þeirra var brauð, sem bakað var úr mul- inni rót yukka-plöntunnar, en físk veiddu þeir í net við ströndina og í ám og vötnum. Spánveijar gerðu þá að þrælum sínum við landbúnað og námavinnslu og á aðeins þrettán árum tókst þeim að uppræta að mestu þessa frumþjóð og fjörutíu árum eftir landnámið lifðu aðeins fímm hundruð þeirra, sem fljótt hurfu með öllu og runnu saman við stofn nýlenduherranna. Úr máli þeirra lifa allmörg orð eins og karíba, barbacoa, ají (paprika), maís, tabaco (tóbak), yukka, hurac- Nýtízkuhótel í aldinlundum en fjöll í baksýn - Puerto Plata. án (fellibylur), hamaca (hengirúm), canoa (bátur). Sic transit gloria mundi Úr fýrstu siglingu sinni til Vest- urheims sigldi Kolumbus til baka til Spánar og tók með sér nokkra Taino-indíána ásamt gulli og ger- semum til að færa sönnur á landa- fundinn mikla og fá staðfestan titil sinn „yfíraðmíráll úthafanna", ásamt landstjóranafnbót. Hann fór þijár ferðir til viðbótar ásamt miklu föruneyti, en úr hinni þriðju var hann fluttur í hlekkjum, rúinn heiðri og nafnbótum. Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur, en ekki verður Kolumbusi kennt um allar ávirðing- ar og grimmdarverk Spánveija í Nýja heiminum, þar sem þeir réðu lögum og lofum næstu 300 árin unz veldi þeirra hrundi á skömmum tíma á fyrri hluta 19. aldar. Sic transit gloria mundi! Hve fallvölt er heimsins dýrð. Hinn mikli aðmír- áll og nýlenduherra andaðist í Valladolid á Spáni árið 1506, aðeins 55 ára, vinafár og snauður en sann- færður um að hann hefði fundið Indland í vestri. Því fengu eyjar Karíbahafsins samheitið Vestur- Indíur og frumbyggjar Ameríku voru nefndir indíánar. Hrifning hans af Hispaniola entist honum til hinztu stundar og hans síðasta ósk var að bera þar beinin. Loks hefur honum orðið að ósk sinni, eftir að líkamsleifar hans hafa hrakizt milli Spánar, Santo Domingo, Havana og nú loks verið komið fyrir í stærsta minnismerki heimsins, hinni voldugu vitabyggingu í Santo Domingo, Faro Colon, sem sjálfur páfínn vígði hinn 11. október sl. við mikla viðhöfn. Ný ópera var frum- flutt í Santo Domingo nýlega af þessu tilefni og er þar rakinn að- dragandi landafundarins, landtakan á Hispaniola, samskiptin við frum- byggjana og undirokun þeirra. Óperan er eftir ítalska tónskáldið Antonio Braga, sem samdi bæði texta og tónlist og er Kolumbus í aðalhlutverki. Minningin um land- nám Spánveija er beizkjublandin í huga afkomenda frumbyggja Nýja heimsins og hefur niðurbæld gremj- an víða brotizt út í mótmæla- göngum, en íbúar Santo Domingo heiðra minningu Kolumbusar sem eins mesta afreksmanns sögunnar og Spánveijar minntust hans og landafundarins í ár með mestu heimssýningu allra tíma, en henni lauk á sjálfan afmælisdaginn, 12. október. Vagga rómanskrar menningar í Ameríku Spánveijar lögðu smám saman undir sig alla Mið- og Suður-Amer- íku sunnan Rio Grande, að Brasilíu undanskilinni, sem féll í hlut Portú- gala. Stærstu eyjar Karíbahafs lutu lengi yfírráðum Spánveija, Kúba, Hispaniola og Puerto Rico, en Frakkar, Hollendingar, Bretar og Bandaríkjamenn skiptu hinum á milli sín. Því búa mörg þjóðarbrot á þessum sólríku og gróðursælu hitabeltiseyjum og hafa blandast frumbyggjum og svörtum þrælum frá Afríku í tímans rás. Af því leið- ir marglitt mannlíf og menningar- strauma af ólíkum toga. En á Hi- spaniola, sem er önnur stærsta eyj- an, átti þetta allt upptök sín og þaðan var spænska nýlenduveldinu stjórnað í upphafi. Eyjan skiptist síðar í tvö ríki og er Haiti að vest- an en Dóminíku lýðveldið austantil. Bróðir Kristófers Kolumbusar, Bartholomeus, varð landstjóri Hi- spaniola og stofnsetti borgina Santo Domingo árið 1496. Hún er höfuð- borg lýðveldisins Dóminíku, sem NOTUM GROFMYNSTRUÐ VETRARDEKK. HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM GATNAMALASTJORI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.