Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 43
43 'PPI fljmOTHO rp jniOAqflAOTJA.I fHOAJHWlOflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 31. OKTÓBER 1992 „Heimsmeistaraeinvígið“ í Belgrad Spasskí vann 26. skákina ömgglega ___________Skák_______________ Bragi Kristjánsson 26. skákin í einvígi Fischers og Spasskís var tefld á flmmtu- dagskvöld í Belgrad. Spasskí náði snemma yfirburðastöðu, og gat Fischer sig hvergi hrært. Kóngur Spasskís fór í langferð inn í stöðu Fischers og óvirkir menn hins síðar- nefnda voru aðeins áhorfendur að endalokunum. Fischer hefur örugga forystu í einvíginu, 9-5, og þarf aðeins að vinna eina skák til viðbótar til að tryggja sér sigur í einvíginu. Næsta skák verður tefld í dag. Hvítt: Boris Spasskí Svart: Robert J. Fischer Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. d5 - d6, 4. Rc3 - g6, 5. e4 - Bg7, 6. Bd3 - í 16. einvígisskákinni farnaðist Spasskí illa eftir 6. Bg5 - h6, 7. Bh4 - g5, 8. Bg3 - Da5, 9. Bd3?! - Rxe4, 10. Bxe4 - Bxc3+ - 11. bxc3 - Dxc3+, 12. Kfl - f5, 13. Hcl - Df6, 14. h4 - g4! o.s.frv. 6. - 0-0, 7. Rf3 - Bg4, 8. h3 - Bxf3, 9. Dxf3 - Rbd7, 10. Ddl - e6, 11. 0-0 - exd5, 12. exd5 - Re8, 13. Bd2 - Þessi leikur mun vera nýjung, en áður var leikið 13. Bf4. 13. - Re5, 14. Be2 - f5, 15. f4! - Rf7?! Riddarinn á enga framtíð á f7, þannig að betra hefði verið að leika 15. - Rd7. 16. g4! - Rh6, 17. Kg2 - Rc7, 18. g5 - Rf7, 19. Hbl - He8, 20. Bd3 - Hb8, 21. h4 - a6, 22. Dc2 - b5, 23. b3 - Hb7, 24. Hbel - Hxel, 25. Hxel - Db8, 26. Bcl - Dd8, 27. Re2 - bxc4?! Svartur hefur mjög þrönga stöðu, og reynir þess vegna að opna sér línur á drottningarvæng til gagnaðgerða. í framhaldinu verður það hins vegar hvítur, sem nýtir sér þessar línur. Ef til vill var reynandi að skipta upp hrók- um á e-línunni og bíða átekta og vona það besta. Hvítur gæti hugs- anlega fórnað riddara á f5 í fram- haldinu og valdið svarti miklum vandræðum. 28. bxc4 - Re8, 29. h5 - He7, 30. h6 - Bh8, 31. Bd2 - Hb7, 32. Hbl - Svartur er svo aðþrengdur, að vel má velta fyrir sér djörfum hugmyndum eins og 32. Rg3 - Hb2, 33. Dxb2!? - Bxb2, 34. Ba5 - Dd7, 35. Rxf5!? - gxfö, 36. Bxf5 - Da4, en liðsmunur er svo mikill í því tilviki, að svartur get- ur sloppið með því að blíðka goð- in með gagnfórnum. 32. - Db8, 33. Rg3 - Hxbl, 34. Dxbl - Dxbl Endataflið, sem nú kemur upp, er auðunnið fyrir hvít. Hann flyt- ur kóng sinn yfir á drottningar- væng og svartur hefur ekki svig- rúm til að veita viðnám. Ef til vill átti svartur meiri von um björgun, ef hann skiptir ekki upp drottningum. 35. Bxbl - Bb2, 36. Kf3 - Kf8, 37. Ke2 - Rh8, 38. Kdl - Ke7, 39. Kc2 - Bd4, 40. Kb3 - Bf2, 41. Rhl - Bh4 • k « 4 « l | k Svartur getur enga björg sér veitt í framhaldi skákarinnar og lokin þarfnast ekki skýringa. 42. Ka4 - Rc7, 43. Ka5 - Kd7, 44. Kb6 - Kc8, 45. Bc2 - Rf7, 46. Ba4 - Kb8, 47. Bd7 - Rd8, 48. Bc3 - Ra8+, 49. Kxa6 - Rc7, 50. Kb6 - Ra8+, 51. Ka5 - Kb7, 52. Kb5 - Rc7+, 53. Ka4 - Ra8, 54. Kb3 - Kc7, 55. Be8 - Kc8, 56. Bf6 - Rc7, 57. Bxg6! - hxg6, 58. Bxd8 og Fischer gafst upp, því hann getur ekki hindrað fæðingu nýrrar hvítrar drottningar á h8. Stórmeistarar í undanúrslitum í Atskákmóti Reykjavíkur / Búnaðarbankamótinu I dag verður úrslitaeinvígi í Atskákmóti Reykjavíkur teflt í beinni útendingu .á Stöð 2. Reykjavikurmeistarinn í atskák teflir síðan á morgun einvígi við óopinberan heimsmeistara í at- skák, hollenska stórmeistarann Jan Timman, einnig í beinni út- sendingu á Stöð 2. Úrslitakeppnin í Atskákmóti Reykjavíkur hófst á fimmtudag, og var teflt í útsláttareinvígjum. Fyrst tefldar tvær skákir, og hafði hvor keppandi hálfa klst. á skák. Ef þá var jafnt, tvær skákir með 10 mín. á hvom keppanda á skák, og loks bráðabani í hraðskák, 5 mín. á hvorn keppanda. Úrslit urðu þessi: Karl Þorsteins - Ingvar Ásmundsson IV2-V2 Helgi Áss Grétarsson - Sigurður Daði Sigfússon U/2-V2 Friðrik Ólafsson - Ágúst Sindri Karlsson IV2-V2 Jóhann Hjartarson - Haukur Angantýsson 3-1 Margeir Pétursson - Jón Garðar Viðarsson 3-1 Tómas Bjömsson - Sveinn Kristinsson 2V2-IV2 Róbert Harðarson - Áskell Örn Kárason IV2-V2 Helgi Ólafsson - Þröstur Árnason 2V2-IV2 1 átta manna úrslitum urðu úrslitin: Jóhann - Karl 2 V2-IV2 Margeir - Helgi Áss 3-1 Helgi Ól. - Tómas 2-0 Friðrik - Róbert 2-0 I undanúrslitum í gær tefldu: Jóhann — Helgi og Margeir - Friðrik. Keppnin var geysihörð og spennandi, eins og atskákin ávallt er. Karl vann fyrstu skákina gegn Jóhanni og Helgi Áss sömuleiðis gegn Margeiri. 1 framhaldinu réð kunnátta og reynsla stórmeistar- anna úrslitum, þótt það væri eng- an veginn átakalaust. Við skulum að lokum sjá glæsi- lega leikfléttu Helga Áss í fyrstu skákinni við Margeir. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Margeir Pétursson Nimzoindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Bb4, 4. Dc2 - 0-0, 5. Rf3 - c5, 6. dxc5 - Ra6, 7. g3 - Rxc5, 8. Bg2 - Rce4, 9. 0-0 - Rxc3, 10. bxc3 - Be7, 11. e4 - d6, 12. Hdl - í skákinni Barejev - Kortsnoj, Tilburg, 1991, varð framhaldið 12. e5 - dxe5, 13. Rxe5 - Dc7, 14. De2 - Rd7, 15. Bf4 - Rxe5, 16. Bxe5 - Bd6, 17. Bxd6'- Dxd6, 18. Habl - Hb8, 19. Hfdl - Dc7, 29. De3 - b6, 21. c5 - Bd7, 22. cxb6 - axb6 með nokk- uð jafnri stöðu. 12. - Dc7, 13. Ba3 - b6?! Margeir vanmetur næsta leik Helga. Betra var 13. - Rd7, 14. Rd4 - a6 o.s.frv. 14. Rd4 - Ba6?! Það er erfitt að lá Margeiri að yfirsjást næsti leikur Helga, en reyndar á svartur mjög erfitt um vik í þessari stöðu, t.d. 14. - Bb7, 15. e5! - dxe5, 16. Rb5! og hvítur vinnur lið. 15. Rc6!! - Re8, 16. e5 - Hc8, 17. Da4! og svartur gafst upp, því hann tapar manni eftir 17. - Bb7, 18. Rxe7 - Dxe7, 19. exd6 o.s.frv. Minning Kristín Ölafsdóttir, Vestmannaeyjum Fædd 22. júlí 1925 Dáin 24. október 1992 „Viltu biðja hann Gústa að leggja bílnum einhvers staðar annars stað- ar!“ Þetta voru fyrstu skilaboð, sem ég fékk frá Stínu tengdó, hún var þá reyndar verðandi tengdamóðir mín, því ég var að slá mér upp með elstu dóttur hennar. Ég var sem sagt svona „elskuleg- ur“, þegar ég var að keyra Jennu minni heim seint á kvöldin, að ég lagði vörubílnum fyrir neðan svefn- herbergisgluggann þeirra Stínu og Gaua! Gleðilegustu skilab'oð sem Stína flutti mér sjálf nokkrum árum síð- ar, var þegar Jenna ól okkar fyrsta barn, og Stína fékk sitt fyrsta barnabarn. Dóttir okkar hlaut svo nafnið Kristín og bjó hjá ömmu Stínu liðlega ár, unz við Jenna hóf- um búskap. Mikið sótti Kristín allt- af til ömmu Stínu, og nokkrum sinn- um stalst hún til hennar í heimsókn. Margs er að minnast nú þegar leiðir skiljast um sinn. Árin mín heima á Hvoli hjá þeim elskulegu hjónum Stínu og Gaua voru mér góð. Þar kynntist ég lífi sjómanns- fjölskyldunnar, þar sem Gaui sótti sjóinn 0g dró björg í bú, en Stína sá um heimilið og börnin þeirra sex, auk Matthíasar, sem Gaui átti með Þuríði, fyrri konu sinni. Það vafðist ekkert fyrir Stínu að bæta mér „á básinn“ og vel studdi hún okkur Jennu, þegar Kristín litla bættist í hópinn. Sólin til fjalla fljótt fer um sjóndeildarhring, senn tekur nálgast nótt, neyðin er allt um kring. Stefanía Sigurgeirs- dóttir - Kveðja Þú sæla heimsins svala lind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Söknuðurinn nístir við skyndilegt fráfall Stefaníu Sigurgeirsdóttur og ekki auðhlaupið að því að koma flöktandi hugsunum i orð. Hugurinn reikar aftur um nítján ár þegar kynni okkar hófust. Eg var þá ný- ráðin að Ártúni, heimili bróður hennar og síðar eiginmanns mins, hún bjó á Húsavík, ekki fjær'en svo að mörg tækifæri gáfust til heim- sókna. Hlýjan og góðvildin streymdu frá henni við fyrstu kynni og ríflega þrjátíu ára aldursmunur- inn kom ekki í veg fyrir að með okkur tækist smám saman innileg vinátta. Húsavíkurferðirnar urðu minna tilhlökkunarefni eftir að Stefanía, ásamt eiginmanni sínum og mágkonu, fluttist til Reykjavíkur fyrir þremur árum. Fjarlægðin varð þá meiri en svo að við hefðum tök á að hittast nema í örfá skipti eftir það. Því meira naut ég samvistanna þegar þau þijú dvöldu í þijár vikur sl. sumar á bernskuheimili hennar, Granastöðum, sem er nánast á bæjarhlaðinu hjá mér. Fyrir þann tíma er ég þakklát. Mörg og stór lýsingarorð mætti viðhafa um mannkosti Stefaníu mágkonu minnar án þess að um oflof yrði að ræða en ég staðhæfi einfaldlega að hún var besta mann- eskja sem ég hef þekkt og hef ég þó síður en svo verið með vondu fólki um dagana. Þegar mannskæð slys höggva skyndilega á lífsþráð- inn sitja syrgjendur gjarnan eftir með sjálfsásakanir vegna ónýttra tækifæra. Vegna áforma sem aldrei komust í verk. Orða sem aldrei voru sögð. Ég er hrædd um að það hafi farist fyrir hjá mér að hafa beinlínis orð a því við Stefaníu hversu mikils eg mat hana en ég treysti því að með næmleika sínum og greind hafi hún skynjað það sem látið var ósagt. Við fráfall hennar er stór hópur harmi sleginn. Mestur er þó missir Þorgeirs og Droplaugar. Þeim og öllum öðrum ástvinum Stefaníu Sigurgeirdóttur sendi ég minar inni- legustu samúðarkveðjur. Helga Aðalbjörg Villijálmsdóttii-, Artúni. Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn, ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesús minn. (Hallgrímur Pétursson) Ég þakka minni elskulegu tengdamóður samveruna, sem var allt of stutt. Bömum hennar og systkinum sendi ég samúðarkveðjur og ég geymi allar góðu minningarn- ar í huga mér um ókomin ár. Ágúst Karlsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem) Okkur systkinin langar með fáum orðum að minnast elskulegrar ömmu okkar, Kristínar Ólafsdóttur, sem lést 24. október sl. eftir stutta sjúkrahúslegu þar sem hún greind- ist með illkynja sjúkdóm. Það er erfitt að átta sig á þessu. Þetta bar allt svo snöggt að. Ekki datt okkur í hug, þegar við heimsóttum hana síðast á spítalann og sáum hvað hún var mikið veik, að þetta væri síðasta heimsóknin okkar til hennar og að það væri svona stutt eftir. En stórt skarð hefur nú verið höggvið í fjölskylduna. Það var alltaf gott að koma í heimsókn og tala við ömmu Stínu, eins og við kölluðum hana, en nú gerum við það ekki lengur. Við eig- um margar góðar minningar um ömmu og þær munu lifa áfram í hugum okkar. Við vonum og vitum að ömmu líður betur þar sem hún er nú og biðjum góðan Guð að styrkja að- standendur í þessari miklu sorg. Kristín, Ingi Freyr, Brynja Hlín og Betsý. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, SAMÚELS J. KÁRASONAR, Jörfabakka 28, Reykjavík. Erla Þorbjörnsdóttir, börn, móðir, bræður og tengdaforeldrar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Hraunbæ 130. Kristján Andrésson, Halldóra Kristjánsdóttir, Flosi Jónsson, Andrés Fr. Kristjánsson, Hanna Jóhannesdóttir, Jónas Kristjánsson, Hildur Halldórsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.