Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 BANDARISKU FORSETAKOSNINGARNAR Þrír milljarðar króna úr vösum auðjöfursins Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞVÍ er stundum haldið fram að tvennt ráði stjórnmálum hér í Bandaríkjunum; peningar og sjónvarp. Einn þeirra sem sýnilega er sannfærður um réttmæti þessarar fullyrðingar er Ross Perot, auðjöfurinn óháði frá Texas. Perot hefur nú þegar eytt meiri fjár- raunum í kosningabaráttu sinni en þeim George Bush forseta og Bill Clinton, ríkisstjóra frá Arkansas, er heimilt lögiun samkvæmt. Perot hefur nú notað rúma þijá milljarða íslenskra króna í kosn- ingabaráttunni og sú upphæð öll að frátöldum rúmum sjö hundruð milljónum króna hefur verið tekin út af hans eigin bankareikning- um. Lögum samkvæmt mega þeir CKnton og Bush forseti veija rúm- lega þijú þúsund milljónum ÍSK (55,2 miiljónum dala) hvor í kosn- ingabaráttu sinni en þeir fjármunir eru sóttir í vasa skattborgara í Bandaríkjunum. Að auki geta flokkar þeirra varið allt að tíu milljónum Bandaríkjadala, um 570 milljónum ÍSK, þeim til stuðnings í baráttunni um húsbóndavald í Hvíta húsinu. Þessar takmarkanir eiga hins vegar ekki við um Ross Perot þar sem hann fjármagnar sjálfur kosningabaráttu sína. í októbermánuði einum eyddi Perot rúmum tvö þúsund milljón- um króna til að kynna sjálfan sig og stefnumál sín. Á milii 15. og 26. þessa mánaðar, upplýsir stofn- Reuter Perot situr fyrir svörum hjá hinum kunna spyrli Larry King á CNN. Þeir virðast hafa skemmt sér vel þessa stundina. un sem fylgist með fjármálum frambjóðenda hér í Washington, runnu um 560 milljónir króna af Forsetaframbj óðendumir eru ekki þrír — heldur sjö Boston. Frá Karii Blöndal, fréttaritara Mor^unblaðsins. ÞEGAR Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á þriðjudag munu fjöl- miðlar beina sjónum sinum að kapphlaupinu milli George Bush for- seta, Bills Clintons, forsetaframbjóðanda demókrata, og Ross Perots, óháða auðkýfingsins frá Texas. Þessir þrír eru hins vegar ekki einu frambjóðendurnir á höttunum eftir forsetaembættinu. Að minnsta kosti fjórir aðrir eru í framboði. Einn þeirra situr nú í fangelsi fyrir fjársvik, en framboð hinna þriggja er löglegt í nógu mörgum ríkjum til þess að eiga fræðHegan möguleika á sigri. Þessir frambjóðendur eiga það sameiginlegt að fjölmiðlar hér gefa þeim svo iítinn gaum að þeir gætu rétt eins verið í framboði á Mars. Er Bush, Clinton og Perot deildu þrívegis í beinni útsendingu fylgdust um níutíu milljónir Bandaríkja- manna með hveiju sinni. Samdæg- urs voru haldnar kappræður milli keppinauta þeiira. Þar voru engar kvikmyndatökuvélar, engar beinar útsendingar. Það helsta, sem fram- bjóðendumir voru sammála um var að þögn fjölmiðla væri til vansa. En fjölmiðlar eru ekki þeirra eina hindr- un. Það er einnig erfítt að komast í framboð, komast á kjörseðla í hin- um ýmsu ríkjum og fá opinbera að- stoð. Einstaklingsfrelsi Andre Marrou er í framboði fyrir Fijálshyggjuflokkinn í öllum 50 ríkj- um Bandaríkjanna og kosningaher- ferð hans hefur nú staðið í eitt ár, án þess að mikið færi fyrir. Flokkur- inn fékk tæpa milljón atkvæða í for- setakosningunum árið 1980 og hafði þá efni á að auglýsa í sjónvarpi, en aðeins hálfa milljón árið 1988 þegar auglýsingasjóðimir voru tómir. Flokkur hans aðhyllist fríviljakenn- ingar og vill að ríkisvaldið haldi að sér höndum bæði í efnahags- og félagsmálum og boðar róttækan nið- urskurð ríkisútgjalda. Samkvæmt þessu gæti fiokkurinn verið náskyld- ur Repúblikanaflokknum, en Kevm Bertram, málaliði í herbúðum fijáls-. hyggjumanna, var á öðru máli: „Repúblikanar vilja niðurskurð í orði, en ríkisbáknið blæs út undir þeirra stjórn," sagði hann í viðtali við Morgunblaðið. „Við viljum láta fólk í friði, en tilhneigingarnar, sem komu fram í gagnstæða átt á flokks- þingi repúblikana (í Houston í Tex- as) eru fasismi." Bertram sagði að flokkurinn ætti enga samleið með demókrötum í efnahagsmálum, en væri þeim sammála um sumt í fé- lagsmálum. Ríkisforsjá vilja þeir hins vegar enga sjá. Þegar Marrou talar um frelsi dregur hann ekkert undan: hann vill lögleiða eiturlyf, vændi og fjár- hættuspil. Fóstureyðingar koma þeim einum við, sem í hlut eiga, og málefni homma og lesbía eru ... þeirra mál. Bertram sagði að við ofurefli væri að etja þegar slegist væri um athygli og árangur ylti ekki á málstað heldur peningum: „Maður þarft einn eða tvo milljarða dollara til að komast á blað,“ sagði Bertram og spáði því að Marrou myndi fá eitt til tvö prósent atkvæða. Lögmál náttúrunnar Náttúrulögmálsflokkurinn er þriðji flokkurinn í sögu Bandaríkj- anna á eftir repúblikönum og demó- krötum til að vera bæði viðurkennd- ur landsflokkur og fá uppbótarfé frá ríkinu til kosningabaráttu sinnar. Forsetaframbjóðandi flokksins er John Hagelin, doktor í kjameðlis- fræði, og hann er í framboði í 29 ríkjum. Hann er þeirrar hyggju að fara verði eftir þeim eðlislögmálum sem stjóma alheiminum. Slíkar yfír- lýsingar geta oft af sér hæðnislega umfjöllun og fréttastofan AP af- greiddi til dæmis flokkinn sem mál- svara innhverfrar íhugunar í fang- elsum og þess að vinsa úr pólitíska frambjóðendur með heilakortalagn- ingu. „Þetta er hin dæmigerða niður niðursuðufréttamennska," sagði Robert Roth, talsmaður flokksins, í viðtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þegar væru til sannreyndar lausn- ir á helstu vandamálum Bandaríkja- manna. Þær væri að fínna í háskól- um, ýmsum stofnunum og í Wash- ington. Flokkurinn hefur ekki mikla pen- inga milli handanna, en að sögn Roths safnaðist rúmlega ein milljón dollara í síðustu viku, allt 100 til 200 dollara framlög. Peningamir. hafa verið notaðir til að fara sömu ieið og Perot hefur valið: kaupa hálfa klukkustund á besta sjónvarpstíma og kynna frambjóðandann milliliða- laust. Eina konan í forsetaframboði býð- ur fram fyrir hið svokallaða Nýja bandalag. Lenora Fulani, sem er svört, er í framboði í 40 ríkjum. Hún bauð einnig fram fyrir fjórum árum og var þá í framboði í öllum fímm- tíu ríkjum Bandaríkjanna. Hún kem- ur af vinstri vængnum, talar máli íbúa fátækrahverfanna í stórborgun- um og boðar í raun sósíalisma. Greiddi götu Perots Fyrir íjórum árum greiddi tæp- lega kvartmilljón kjósenda henni atkvæði, en hún heldur ótrauð áfram. Fulani er þeirrar hyggju að framboð hennar, ásamt starfsemi annarra smáflokka, hafí opnað augu Bandaríkjamanna fyrir því að unnt væri að stofna hið þriðja afl og sagði í sjónvarpsviðtali að það hefði í raun greitt götu Perots. James Curley; fyrrum borgarstjóri Bostón, afplánaði eitt sinn fangelsis- dóm án þess að afsala sér völdum, en aldrei hefur nokkur stjómað Bandaríkjunum úr fangaklefa. Ei- lífðarframbjóðandinn Lyndon LaRo- uche sækist nú eftir þeirri vafasömu upphefð. Hann er hægri öfgamaður og situr inni fyrir íjársvik. Fyrir fjór- um árum fékk hann opinbert fé til viðbótar .við einkaframlög til kosn- ingabaráttu sinnar. Kosninganefnd Bandaríkjanna komst að þeirri nið- urstöðu að LaRouche hefði varið því fé til eigin þarfa og ólögmætra og krafði hann í september um endur- greiðslu um leið og beiðni hans um framlög á þessu ári var hafnað. Hægt er að líta ofanskráð fram- boð ýmsum augum. Vandi flokkanna og frambjóðendanna er hins vegar illviðráðanlegur. „Þegar við fórum þess á leit við fjölmiðla, sem taka til Bandaríkjanna allra, að þeir fjöll- uðu um okkur var svarið: „Það bend- ir ekkert til þess að fólk styðji ykk- ur,“ sagði Roth. Og þannig myndast vítahringur, stuðningur fæst ekki án kynningar og kynning fæst ekki án stuðnings. Nema frambjóðandinn heiti Ross Perot og eigi tvo milljarða dollara. bankareikningum Perots í auglýs- ingar, rekstur skrifstofa og örfáa kosningafundi frambjóðandans. Talsmaður Perots staðfesti að hann hefði eytt meiri fjármunum en þeir Clinton og Bush í október- mánuði en fullyrti á hinn bóginn að þeir tveir hefðu varið mun meiri fjármunum í kosningabaráttunni þegar saman voru tekin útgjöld þeirra og flokkanna tveggja frá því kosningabaráttan hófst. Þessi ágæti maður sagði að flokkar repú- blikana og demókrata og frambjóð- endumir tveir hefðu hvorir um sig varið 167 milljónum dala, eða 9,5 milljörðum ÍSK í baráttunni. Ross Perot hefur einkum freist- að þess að ná til kjósenda í gegnum sjónvarp og hefur varið ævintýra- legum upphæðum til kaupa á löng- um auglýsingum á þeim tíma sem meðaljóninn bandaríski meðtekur einkum dásemdir nútíma fjölmiðl- unar. í krafti auðæfa sinna hefur honum þannig tekist að leiða hjá sér óþægilegar spumingar frétta- manna og komist hjá því álagi sem fylgir ströngum kosningaferðalög- um. Framboð Perots markar að þessu leyti þáttaskil í bandarískum stjórnmálum. Aldrei áður hefur frambjóðandi treyst svo mjög á galdratækið sem sameinar banda- rísku þjóðina og tiyggir milliliða- lausan aðgang að huga og hjarta hins óbreytta borgara. BANDARISKU VARAFORSETAEFNIN James Stockdale Dan Quayle, varaforseti 23. desember 1923: 4. febrúar 1947: Fæddur 1 Abdingon, lllinois. Fæddur (Indianapolis. 1946: 1965-69: Lýkur prófi við bandar/ska sjóliðsforingjaskólann. Blaðamaður við Huntington Herald Press.. 1947: 1968: Kvænist Sybil Elizabeth Bailey. Þau eiga fjögur böm saman. Kemst hjá því að vera sendur til Vletnam með því að ganga f Þjóðvaröliöiö. 1962: 1969: Lýkur MA-gráðu við Stanford-háskóla Lýkur prófi við DePauw-háskólann. 1965: 1970-71: Skotinn niður yfir Víetnam. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Indiana. 1965-1973: 1972: I fangabúöum f Norður- Vfetnam 1946-1979: Kvænist Marilyn Tucker. Þau eiga þrjú börn. Hækkar (tign innan sjóhersins og verður 1974: varaaðmfráll. Lýkur lagaprófi við Indiana-háskóla. 1979: 1975: Hættir í sjóhemum. Nær kjöri til fulltrúadeildarinnar. 1990-1992: Vinnur við rannsóknir hjá Hoover-stofnuninni, ráðgefandi stofnun Stanford-háskóla. 1981-88: öidungadeildarþingmaður fyrir Indiana. 1989-: 1992: Útnendur varaforsetaefni auðjöfursins Ross Perots. Varaforseti Bandaríkjanna. Albert Gore, öldungadeildarþingm. 31. mars 1948: Fæddur i Washington. Sjötti áratugurinn: Hlýtur úrvalsmenntun í skólum á austur- ströndinni. 1969: Útskifast frá Harvard-háskóia. 1970: Kvænist Mary Aitcheson. Þau eiga þrjú böm. 1971-76: Blaðamaöur við The Tennessean. 1976: Hættir laganámi, býður sig fram til þings og vinnur sætið, sem faðir hans hafði áður. 1965: Öldungadeildarþingmaöur fyrir Tennessee. 1988: Keppir eftir en nær ekki útnefningu sem forsetaefni. 1992: Útnefndur varaforsetaefni Bills Clintons.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.