Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 54 — ■ JOHN de Wolf, vamarmaður Feyenoord, var rekinn af velli í misgripum fyrir einn samheija sinna í leik gegn Luzern í Evrópu- keppninni á dögunum og fer ekki í leikbann. ■ HANS Fraser, félagi de Wolfs, hefur hins vegar verið úr- skurðaður í þriggja leikja bann af Evrópusambandinu (UEFA) vegna slagsmála í leiknum. Tals- maður UEFA sagði Fraser hefði átt að gefa sig fram strax, þegar de Wolf var vísað út af, til að réttlætinu yrði fullnægt. ■ AUKIÐ öryggi er skipun sem gríska félagið Olympiakos hefur fengið fá knattspymusambandi Evrópu, UEFA, fyrir seinni leik gríska liðsins gegn Mónakó í Evrópukeppninni í næstu viku. Löggæslan verður hert á leiknum og er reiknað með að 700 lögreglu- þjónar verða á meðal 40.000 áhorfenda. UM HELGINA Handknattieikur Laugardagur 1. DEILD KARLA: Valur-FH....................16.30 ■Leikur sem átti að fara fram 4. nóvember. 2. DEILD KARLA: Fylkir-Ögri......................14 UBK-NHK..........................14 Fjölliðamóti HSÍ Fjöliiðamót HSÍ í 5. flokki verður i Hafnar- firðri um helgina. Mótið hefst kl. 09.00 báða dagana. FH og Haukar sjá um mótið og eru þátttakendur um 700 talsins. Körfuknattleikur Fimm leikir verða í úrvalsdeildinni á sunnu- dag: Skallagrímur - Haukar.............16.00 Grindavík - Breiðablik............20.00 Valur - Njarðvík...................20.00 KR- Keflavík.......................20.00 Snæfell - Tindastóll..............20.00 Tveir leikir verða leiknir i 1. deildar- keppni karla í dag kl. 14.00; Þór - Reynir og Höttur - ÍS. Á sama tíma leika ÍBK og UMFT í 1. deild kvenna. Badminton Jafnréttismót TBR verður haldið um helgina í TBR-húsinu. Mótið hefst i dag kl. 14 og keppni á morgun kl. 10. Keila Laugardagsmót verður f Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 20 í kvöld og unglingamót - önnur umferð, á morgun kl. 12.30. Golf Púttmót verður í Golfhermi á morgun, sunnudag. Opið öllum frá kl. 08 - 20. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Barátta að Hlíðarenda Halda Valsmenn traustatakinu eða ná FH-ingar að vinna sinn lyrsta leik í Valsheimilinu? Fyrlrllðarnir, Guðjón Árnason FH-ingur og Jakob Sigurðsson Valsmaður, eiga eftir að kljást í leiknum í dag eins og þeir gerðu síðast er liðin mættust er þessi mynd var tekin. VALSMENN taka á móti ís- landsmeisturum FH að Hlíðar- enda í dag kl. 16.30 og þarf ekki að fara mörgum orðum um að leikurinn verður tvísýnn og spennandi. FH og Valur eru efst og jöfn í deildinni með 11 stig. „Þetta verður hörkuleikur. Við ætlum okkur sigur - enda er kominn tími til að við vinnum að Hlíðarenda, en það hefur okkur ekki tekist til þessa,“ sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH-liðsins. „Við erum ákveðnir í að halda „rekordinu" gegn FH á heimavelli og það er metnaður í liðinu fyrir að kom- ast einir á toppinn," sagði Jak- ob Sigurðsson, fyrirliði Vals. Guðjón sagði að það hafi verið tröppugangur á leik FH-iiðs- ins 'að undanförnu. „Ég var þokka- lega ánægður með leik okkar gegn Haukum í vikunni. Við verðum að leika betur gegn Val ef við ætlum okkur sigur. Eg hef lítið séð til Valsmanna, en veit að þeir eru erf- iðir. Staðan í dag segir að FH og Valur séu með bestu lið deildarinn- ar, en þó segir staðan ekki allt. Liðin í deildinni eru jöfn og maður getur þakkað fyrir hvert stig sem kemur í safnið," sagði Guðjón. - Þurfa meistaramir nokkuð að óttast ungu leikmennina hjá Val? „Strákamir hjá Val em engir kettlingar. Þeir hafa leikið vel og hafa fengið tækifæri til að spreyta sig með landsliðinu. Það er einu sinni svo að ungir leikmenn leika alltaf best þegar mikið liggur við. Valsmenn eru ekki eingöngu með unga leikmenn - þeir tefla fram gamalreyndum refum eins og Geir Sveinssyni, Jakobi Sigurðssyni, Valdimar Grímssyni, Jóni Kristjáns- syni og Guðmundi Hrafnkelssyni, sem kunna ýmislegt fyrir sér,“ sagði Guðjón. Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals, er nokkuð bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna. „Það er góð stemmning í liðinu fyrir leikinn gegn FH. Ég held að við séum aftur á uppleið eftir ákveðna lægð sem við höfum verið í. Stefnan er alltaf sett á að sigra og emm innstiiltir á það. Leik- ir milli FH og Vals hafa alltaf ver- ið hörkuleikir og þessi verður engin undantekning." -Hver er sterkasta hlið FH-inga? „Ég held að hraðaupphlaupin séu þeirra sterkasta hlið. Þeir gerðu 13 mörk eftir hraðaupphlaup í síðasta deildarleik og það segir okkur mik- ið. Þeir hafa alltaf verið með mjög gott sóknarlið og em með landsliðs- markvörð. Svo hafa þeir fengið Trúfan í vömina og Kristján Arason hefur verið einn besti vamarmaður landsins í mörg ár. Þannig að það er ekki mikið sem vantar upp á að FH-ingar séu með gott lið á öllum sviðum." „Þessi tvö lið hafa verið á toppn- um sem af er sem ætti að þýða að þau era best. En annars hefur deild- in verðið mjög jöfn og skemmtileg og allir virðast geta unnið alla. Það em mjög mörg lið sem hafa bætt sig frá síðasta keppnistímabili," sagði Jakob. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram næsta miðvikudag, en var flýtt vegna Evrópuleikja FH- inga um næstu helgi. Tölvusýning EDI félagsins á Hótel Loftleiðum Opið í dag kl. 10-14 Ókeypis aðgangur Síðasti sýningardagur EDI-félagið á íslandi. ICEPRO TÖLVUMIÐSTÖÐIN KERFISÞRÖUN HF. Skeifunni 17, 108 Reykjavik TÖL VUSAMSKIPTI 3QÐEIND SF— j^HEKLAHF ■ iLaugavegi 170-174 Slml 695500 sk/tr POSTUR OG SÍMI EAN-NEFNDIN A ISLANDI UMÓUSUUOK UM NOTKUN SIIIUMEtUA -y Iíslensk fonitaþróunhf. HTSKNJWL Ríkistollstjóri A ÚLD UPPLÝSINGA Tölvu- oq rekslrarráÓQiöl H ÖRTÖLVUTÆKNI H BUSTJORI STRÁNGURjcri-. ex ktrfiilretðiitefa EIMSKIP KAPPAKSTUR Honda hættir í Formula 1 Forráðamenn Honda í Japan hafa ákveðið að hætta að taka þátt í Formula 1 kappakstr- inum. Nobuhiko Kawamoto tii- kynnti þetta á blaðamannafundi um helgina. „Grand Prix keppnin höfðar ekki lengur til okkar. Hún gerði það um tíma og þá vomm við með en nú fáum við óskap- lega Iítið út úr þessu og því eram við hættir," sagði Kawamoto. Hann sagði að ástæðan fyrir því að þeir hefðu verið með væri að verkfræðingar fyrirtækisins fengju æfingu og samkeppni. „Nú eigum við margar kynslóðir af verkfræðingum sem hafa fengið þessa reynslu og því ástæðulaust að halda áfram. Við ætlum að snúa okkur að því sem skiptir máli fyrir fyrirtækið — þróa og selja bfla. Við ætlum að leggja áherslu á bíla sem hafa sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið en keppnisbflamir gætu fljótlega orðið eins og „tölvuvæddar risaeðlur“ sem gagnast okkur ekkert í þróun bíla fyrir almenning," sagði Kawamoto. Yamaha tilkynnti einnig um helgina að fyrirtækið væri hætt stuðningi við Jordan liðið og ætlaði að hætta afskiptum af Formula 1 keppninni. BADMINTON Unglingalandslið valið Helgi Magnússon, þjálfari unglingalandsliðsins í badminton, hefur val- ið tólf manna landsliðshóp til æfinga. Aðalverkefni landsliðsins í vetur verður þátttaka í Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Sofíu í Búlgaríu í apríl í vor. Landsliðshópurinn er þannig skipaður. Vigdís Ásgeirsdóttir, Aðalheiður Pálsdóttir, Margrét D. Þórisdóttir og Magnea Magnúsdóttir, TBR, Brynja Pétursdóttir og Birna Guðbjartsdóttir, ÍA. Tryggvi Nielsen, Njörður Lud- vigsson, Jón Einar Halldórsson, Ásgeir Símon Halldórsson, Skúli Sigurðs- son og Hjalti Sigurðsson, allir úr TBR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.