Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Pjetur Hafstein, Þórður Helgason og Árni Ibsen. Ljóðleikhúsið Ljóðlistarhátíð í Þjóð- leikhúskjallaranum FYRSTA mánudag hvers mánað- ar í vetur verða Ijóðaupplestrar í Þjóðleikhúskjallaranum á veg- um ljóðskálda í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Fyrirhugað er að átta skáld lesi úr verkum sínum hveiju sinni. Fyrsta ljóðakvöldið verður í Þjóð- leikhúskjallaranum mánudaginn 2. nóvember kl. 20.30. Þá koma fram Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Berglind Gunnarsdóttir, Guðlaug María Bjamadóttir, Jóhann Hjálm- arsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Þórður Helgason og Þorsteinn frá Hamri. Erlingur Gíslason leikari mun lesa úr þýðingum Njarðar P. Njarðvík á Ijóðum eftir Tomas Tranströmer, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir tveimur árum. Hægt verður að kaupa veitingar og ljóðamarkaður verður á staðnum. Aðgangseyrir er 250 krónur. Frá æfingu fyrir tónleikana. Kennaratónleikar í Kefla- víkurkirkju á laugardag Kennarar Tonlistarskólans í Keflavík halda tónleika á ís- Tónlistarskóli Borg-arfjarðar á 25 ára afmæli TÓNLISTARSKÓLI Borgar- fjarðar verður í dag, laugardag- inn 31. október, með opið hús í Grunnskólanum í Borgarnesi kl. 14. Einnig munu verða tónfundir í öðrum grunnskólum héraðsins næstu daga; í Laugagerðisskóla þriðjudaginn 3. nóv. kl. 14, í Kleppjárnsreykjaskóla 4. nóv. kl. 11 og í Andakílsskóia kl. 20.30 og fimmtudaginn 5. nóv. í Varmalandsskóla kl. 13. Á þess- um tónfundum munu nemendur koma fram og eru tónfundirnir öllum opnir. Tónlistarskólinn hóf starfemi sína haustið 1967 og voru nemend- ur 39 fyrsta árið. Nú, 25 árum síð- ar, stunda 230 nemendur nám við skólann. Starf Tónlistarskólans er samofið grunnskólum héraðsins. Kennt er á fimm stöðum í héraðinu. lenskum tónlistardegi, sem er haldinn hátiðlegur laugardag- inn 31. október. Tónleikarnir eru í Keflavíkurkirkju og hefj- ast kl. 16.00. Á efnisskrá eru íslensk og er- lend verk. Kennarar munu koma fram í ýmsum hópum, stórum og smáum; einnig munu tveir þeirra syngja einsöng. Frumflutt verður hljómsveitar- verk eftir Eirík Áma Sigtryggs- son, einn kennara skólans og margt fleira verður á efnisskrá. Tónleikarnir eru framlag kennara skólans til M-hátíðar í Keflavík. -----♦ ♦ ♦----- Síðustu sýn- ingardagar Nú líður að lokum málverkasýn- ingar Þórdísar Árnadóttur í versluninni Borð fyrir tvo í Borg- arkringlunni. I fréttatilkynningu segir að sýn- ingin hafi hafist 12. september og verið opin á verslunartíma. Henni lýkur mánudaginn 2. nóvember. Norræna húsið Fyrirlestur um höggmyndalist í Danmörku SUNNUDAGINN 1. nóvember heldur Villads Villadsen, forstöðu- maður ríkislistasafnsins í Dan- mörku (Statens museum for Kunst), fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins. Fyrirlesturinn nefnist „Omkring billedhugger- traditionen i Danmark“. Villads Villadsen kenndi listasögu við Kaupmannahafnarháskóla frá 1973 til 1979, en þá var hann ráðinn forstöðumaður listasafnsins í Rand- ers. Því starfí gegndi hann til 1985 eða þar til hann tók við forstöðu ríkis- listasafnsins. Gallerí Borg Málverka- uppboðá Hótel Sögu GALLERÍ Borg er með mál- verkauppboð í Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudaginn 1. nóvem- ber kl. 20.30. Uppboðið er hald- ið í samvinnu við Listmunaupp- boð Sigurðar Benediktssonar hf. í fréttatilkynningu segir að boðin verði um 100 verk, flest eftir þekkta, íslenska listamenn. Einnig verða boðnar upp grafík- myndir eftir Picasso og Salvador Dali, og handlitað íslandskort frá því um 1640. Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll laug- ardag og sunnudag frá kl. 14-18 báða dagana. Leikmynd úr Dunganon. Frá Leikfélagi Reykjavíkur Sýningum á Dunganon fækkar í fréttatilkynningu frá Leikfé- ins 6. og 13. nóvember. lagi Reykjavíkur segir að sýning- Brynja Benediktsdóttir setti sýn- um fari að fækka á Dunganon, inguna á svið. Siguijón Jóhannsson leikriti Björns Th. Björnssonar, gerði leikmynd og búninga, en um lífsnautna- og listamanninn Hjálmar Ragnarsson tónlist. Alls Karl Einarsson. Næstu sýningar koma um 30 leikarar fram í sýning- eru á Stóra sviði Borgarleikhúss- unni. Myndhöggvarinn Þórir Barð- dal settist að í norðurhluta Portúgals fyrir nokkru, þar sem granít og marmari fást fyrir lítið fé og fyrirhafnar- laust. Fyrir skömmu hélt hann sýningu á verkum sínum nærri bænum Albufera, og er nú kom- inn heim til að opna sýningu á Kjarvalsstöðum sem hefst í dag. Hann sýnir stílhreina skúlptúra úr hvítum marmara sem minna á sólríkar strendur fyrir vikið, en innblástur verk- anna er ekki sóttur í ytri heim náttúrunnar. Aðeins varanlegt efnið er sótt út. Þórir vill móta útlínur innri löngunar; útiínur algildra sann- inda. í þeim leitar hann duldrar merkingar formsins. Efnið tekur á sig margvíslega lögun, en er yfirleitt upptyppt. Megináherslan er sjaldan á láréttum línum. Öll leita þau upp, leita að einhveiju æðra. „Ég geng ekki út frá trúar- legu inntaki, en það kemur alltaf í gegn - er til staðar," segir Þór- ir. „Frumkraftamir loft, jörð, eld- ur og vatn renna saman í fléttur eða togast á. Það er einkennandi hvemig formið mótast af aðskild- um kröftum og án innri kraftanna sem sameinast í efninu myndi verkin hrynja." Á sýningunni má finna fléttu úr marmara, lagskipta stjömu sem virkar gegnsæ, og mjóan spíral sem bendir á miðju en snertir samt aldrei miðlínuna. Og fleiri verk staðfesta að marm- arinn er leikandi þrátt fyrir þyngd sína. „Marmarinn býr yfír tæmm eiginleikum norðursins, fjallanna, jöklanna og loftsins. Hreinleiki marmarans stendur nærri ís- lenskri náttúru, þótt að hann komi yfírleitt frá suðlægum slóðum. Og hann er lifandi; engir tveir steinar eru eins, hver og einn býr yfír persónuleika með brestum og kostum. Maður þarf að ræða við Þórir Barðdal þá áður en verkið hefst og kynn- ast eiginleikum þeirra. í raun kenna verkin mér. Ég fæ hug- mynd sem kemur innan og aftan að úr huganum, en síðan þegar ég er að slípa og höggva í efnið, útskýrir það smátt og smátt hvað býr í forminu. Stundum uppgötva ég hvað býr í verkinu löngu eftir að það er unnið. Steinninn er kennari og allt vinnsluferlið skóli. Marmarinn hentar vel; býr yfír sígildum eigindum og langlífum. En hugmyndin bakvið formin er varanleg þrátt fyrir að verkið leys- ist kannski upp eftir 500 ár, og lifír miklu lengur en steinninn. Aðdráttaraflið brýtur ekki hug- myndina niður, það virkar ekki á andann og því leita verkin upp. í mörg ár hef ég reynt að búa til Morgunblaðið/Kristinn verk sem svífa, losa þau úr klafa aðdráttaraflsins.“ Þórir kveðst í raun setja fram huglæg myndefni sem hafa engin form, t.d. vilji: Hvemig liti vilji út ef hann hefði form? í hans huga er þetta sannleiksleit. „Ég held að náin tengsl séu milli feg- urðar og sannleika og myndlistar- menn eru oftast í leit að fegurð í einhverri mynd, eða útlista eigin sýn á fegurð," segir hann. „Um eilífðarhugtök eru að ræða, sem eru jafngild nú og fyrir þúsund árum og eftir þúsund ár. Hugleið- ingar um þessa þætti síast inn í verkin. Hið sígilda er hreinlega áhugaverðara en eitthvert tísku- pjátur sem stendur við í nokkra mánuði og verður að engu að því loknu." SFr Kraftmikil rödd hans hljómar afar fallega - segir þýskur gagnrýnandi um Keith Reed Keith Reed barítónsöngvari kom nýlega fram í fyrsta hlut- verki sínu við óperuhúsið í Det- mold í Þýskalandi, sem var hlut- verk skálkanna íjögurra í Ævin- týrum Hoffmanns. í dagblaðinu Lippische Rund- schau segir: „Keith Reed sem ný- lega var ráðinn að húsinu var sér- deilis áhrifamikill í hlutverkum and- stæðinga Hoffmanns. Kraftmikil barítónrödd hans hljómar afar fal- lega og hún er vel skóluð og blæ- brigðarík. Leikur hans var ekki síðri. Honum tókst að draga upp meitlaða mynd af skúrkunum sem hann lék. Keith fékk reyndar einnig mjög góða dóma í sænskum blöðum í haust fyrir frammistöðu sína í hlut- verki Jagós í Othello. Þá var sagt meðal annars: Keith Reed var ekki þessi venjubundni stóri og drunga- legi fulltrúi illskunnar, heldur var túlkun hans á hlutverkinu lipur og þjál sem gerði hann mun hættulegri. Keith Reed heldur kveðjutónleika í íslensku óperunni á laugardag kl. 14.30. Drög að verkum sem svífa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.