Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARUAGUR Str OKTÓBER ' 1992 Hugsanlegt að hækka hlut sjúklinga í lyfjaverði í 30% VERÐ lyfja er að sögn heilbrigðisráðherra 20 miHjónum lægra í septem- ber og október en sömu mánuði í fyrra, vegna aukinnar samkeppni eftir að lyfseðlum var breytt í haust., Þá hefur lyfsala minnkað, en í sumum lyfjaflokkum dregur meira úr heildsöluverði en magni þannig að meira er nú keypt af ódýrari lyfjum. Þetta er til dæmis áberandi hvað sýklalyf varðar, íslendingar hafa keypt dýrari tegundir og meira magn en grannþjóðir, en það er að breytast. Sighvatur Björgvinsson segir að 1.250 milljónir hafí sparast frá miðju síðasta ári í kostnaði ríkisins af lyfj- um sem landsmenn kaupa í apótek- um. Þá var hlutur sjúklings í lyfja- verði 17-18% en var í haust hækkað- ur í 25%. Sighvatur segir að 200 millónir til viðbótar hefðu sparast ef hækkuninni hefði ekki verið frestað frá apríl fram í ágúst. Ráðherrann bendir á að í fyrra hafi Tryggingastofnun borgað rúm- um 8% minna fyrir lyf en 1990, en í Danmörku hafi orðið nærri 57% aukning í kostnaði. „En þótt við höfum skrúfað lyfjakostnað stofnun- arinnar til baka um tvö ár,“ segir hann, „verður ekki komið í veg fyrir að hann fari nokkuð hækkandi, um svona 13% árlega þó ekki væri nema vegna fjölgunar í elstu aldurshópun- um og þess að sjúkrahús útskrifa sjúklinga nú snemma. Og ný, dýr lyf koma áfram á markað. Meðalverð lyíja af hveijum seðli var 2.444 krónur í síðasta mánuði, 200 krónum lægra en í ágúst og tæpum 400 krónum lægra en í júlí. í þeim mánuði hækkaði það raunar um hundrað krónur, svo um einhveij- ar sveiflur hefur verið að ræða. Þess- ar tölur eru fengnar úr þrem dæmi- gerðum apótekum og segir heilbrigð- isráðherra að læknar virðist nú forð- ast að ávísa óþarflega stórum skammti og verð lyfja hafí lækkað. Fyrir þrem mánuðum skyldaði hann lækna til að tiltaka á lyfseðli hvort afgreiða eigi lyfíð sem þeir nefna eða ódýrasta samheitalyfíð. Þannig hafí samkeppni aukist og að undanfömu hafi Tryggingastofnun borist margar beiðnir um verðlækkanir, slíkt hafí áður þótt tíðindum sæta. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær greiðir stofnunin hátt í 400 milljónum króna meira fyrir lyf á árinu, þrátt fyrir aðgerðir heil- brigðisráðherra, en 2,2 milljarða áætlun fjárlaga leyfír. En fmmvarp til frekari lækkunar lyfjakostnaðar hefur verið í undirbúningi í sumar og er enn í vinnslu. Sighvatur von- ast nú til að geta lagt það fram í ríkisstjóm í næstu viku og segist meðal annars vilja breyta álagningu lyíj'a. Þá komi til greina að hækka hlut sjúklings í lyfjaverði í 30-32% eins og tíðkast í Evrópubandalag- slöndum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið taki ekki lengur þátt í kostnaði allra skráðra lyfla, en þannig verður mál- um háttað á Evrópsku efnahags- svæði. Sighvatur segir að með EES leggist einkaumboð lyfja af og það hljóti að ýta undir samkeppni og verðlækkanir. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 31. OKTÓBER YFIRLIT: Yfir iandinu er grunnt lægðardrag sem þokast norðaustur en á sunn- anverðu Grænlandshafi er að myndast lægð sem mun fara norðaustur. SPA: Suðvestan gola eða kaldi suðvestantil og skúrir en suðaustan og austan kaldi og rigning á Noröur- og Austurland en slydda á Vestfjörðum. Síðdegis fer að létta til á Noröaustur- og Austurlandí með suðvestangolu. Hiti á bilinu 1—6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg eða vestlæg átt víðast hvar á landinu og víða næturfrost. Sums staðar slydduól, einkum um vestanvert landið. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg breytileg átt og fremur kalt. Sums staðar smá- él vestanlands en annars þurrt opg víðast léttskýjað. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðaustanstrekkingur og él á Vestfjöröum en ann- ars hæg breytileg átt og víðast þurrt. Fremur kalt í veðri. Nýir veðu rfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. T Heiðskírt / / / / / / / / Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig y sútd = Þoka itifl-. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl.17.30tgær) Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins, en þó er víða hálka á vegum svo sem á Heilisheiði, Fróðárheiði, Kerlingarskarði, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og snjór án fyrirstöðu á heíöum og fjallvegum. Á Norðurlandi er hálka á Vatnsskarði, Siglufjarðar- leið, Lágheiði, öxnadalsheiði og Víkurskarði. Þá er hálka og snjór án fyrirstöðu vfða á Norð-Austuriandi og á fjalivegum á Austfjörðum. öxar- fjarðarheiði og Hellisheiði eystri eru aðeins færar jeppum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 skýjað Reykjavík 4 rignlng Bergen 2 alskýjað Helsinki +6 hátfskýjað Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Narssarssuaq 5 úrkoma Nuuk 4-2 skýjað Ósló 4-3 léttskýjað Stokkhólmur 4-2 skýjað Þórshöfn 4 léttskýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 9 skýjað Borcelona 17 súld BeHín 7 skýjað Chicago 7 alskýjaö Feneyjar 14 rigning Frankfurt 6 þokumóða Glasgow 3 rigning Hamborg 7 hálfskýjað London 9 léttskýjað alskýjað LosAngeles 18 Lúxemborg 3 þoka Madríd 15 skýjað hálfskýjað Malaga 23 Mallorca 22 skýjað Montreal 4-2 skýjað NewYork 12 aiskýjað Orlando 18 þokumóða Parfs 10 léttskýjað Madeira Róm 20 skur vantar Vín 8 rigníng Washlngton 13 þokumóða Wlnnipeg +6 hrfmþoka Húnabær er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Blönduós Bílaverkstæði brennur TÖLUVERT Ijön varð er bOa- verkstæðið Húnabær skemmdist í eldi í gærmorg- un. Tveir bílar voru inni á verkstæðinu þegar eldsins varð vart og eru þeir mikið skemmdir ef ekki ónýtir. Eldsupptök eru ókunn. Að sögn Braga Ámasonar, slökkviliðsstjóra á Blönduósi, varð íbúi á Brekkunni sem var á leið til vinnu kl. hálfátta var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Bragi sagði að um kl. 13 hefði verið búið að slökkva eldinn, sem reyndist mjög erfitt því húsið var einangrað með sagi og leyndist glóðin víða. Eins og fyrr greinir var rekið þarna bílaverkstæði þar sem unnið var við réttingar og bíla- málun. Jón Sig. Samvinna Borgarspítala, Stígamóta, lögreglu og iögfræðinga Neyðarmóttaka fyrir fómarlömb nauðgunar NEYÐARMÓTTAKA fyrir fórnarlömb í nauðgunarmálum verður opn- uð á slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans í byijun næsta árs. Á neyð- armóttökunni mun standa til boða læknisskoðun og meðferð, réttar- læknisfræðileg meðferð, taka og varðveisla sönnunargagna, kreppu- ráðgjöf fyrir fórnarlömb og aðstandendur þeirra, aðhlynning og dvöl á staðnum í allt að sólarhring, aðgangur að löglærðum talsmanni og rannsóknarlögreglu og ráðgjöf varðandi eftirmeðferð líkamlegra áverka og frekari kreppuráðgjöf. í Hjúkrunartíðindum, sem gefín eru út af hjúkrunarstjóm Borgarspít- alans, kemur fram, að árið 1984 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra nefnd til að kanna rannsókn og með- ferð nauðgunarmála og gera tillögur til úrbóta. Að fjórum ámm liðnum skilaði nefndin viðamikilli skýrslu um málið, en það lá niðri þar til heilbrigð- ismálaráðuneytið fól Guðrúnu Agn- arsdóttur lækni að gera tillögur um staðsetningu og skipulag neyðarmót- töku fyrir fómarlömb í nauðgunar- málum. Guðrún lagði til að slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans yrði valin til að sinna þessu hlutverki. Undirbúningur á deildinni, sem og meðal aðila utan hennar, er nú í fullum gangi og ráðgert er að þjón- usta þessi hefjist í byijun næsta árs. í Hjúkmnartíðindum kemur fram, að markmiðið með starfseminni er að koma á skipulagðri þjónustu fyrir fórnarlömb og samhæfa þjónustuna á einn stað. Hjúkmnarfræðingar á slysa- og sjúkravakt, ásamt hópi kvensjúkdómalækna og starfsmanna frá Stígamótum verða í lykilhlutverk- um. Margir aðrir aðilar koma einnig við sögu, rannsóknarlögreglan, lög- fræðingar, starfsfólk á rannsóknar- stofum og annað starfsfólk slysa- og sjúkravaktar. Guðrún Agnars- dóttir veitir verkefninu forstöðu. Þjónustan á neyðarmóttökunni mun standa öllum, eldri en 14 ára, til boða, hvort sem viðkomandi vill kæra nauðgun eða ekki. Samanburður við 1986 á rétt á sér - segir Hörður Sigurgestsson for- stjóri um flutningsgjöld Eimskips HORÐUR Sigurgestsson forsljóri Eimskipafélags íslands segir að sam- anburður á flutningsgjöldum við árið 1986 eigi fullan rétt á sér og vísar á bug þeim ummælum Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra að var- hugavert sé að slá fram tölum með þeim hætti sem Eimskip gerir þegar það auglýsir 35% lækkun flutningsgjalda frá árinu 1986. „Við notum tölur til að rökstyðja mál okkar og til að sýna fram á hvaða árangri við höfum náð. Eg dreg mjög í efa að víða hafi jafn mikil hagræðing átt sér stað,“ sagði Hörður. Verðlagsstjóri segir í frétt í Morg- unblaðinu í gær að gjaldskrá Eim- skips hafí hækkað á annað hundrað prósent á sjö árum fyrir þann tíma sem Eimskip tekur til viðmiðunar í útreikningum sínum. „Á árunum 1979 hækkuðu flutningsgjöldin veru- lega enda höfðu þau ekki hækkað að nokkru marki um margra ára skeið þar sem þau voru undir hörðu eftirliti viðskiptaráðuneytisins. En að mínu mati er það rangt að hækkun- in hafí verið þetta mikil umfram verðlagshækkanir," sagði Hörður. „Ég tel að viðmiðunin frá 1986 eigi fullan rétt á sér. Ég fullyrði að það var einnig lækkun næstu 3-4 árin þar á undan þó sveiflur væru milli ára. Égtel ekki að önnur viðmið- un gefi neitt raunbetri mynd. Allar þessar upplýsingar eru til á Verð- lagsstofnun. Viðmiðunin við 1986 er sjálfsagt orðin til vegna þess að árið 1985 fækkaði fyrirtækjum á flutn- ingamarkaðnum og eðlilegt að miða við það,“ sagði Hörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.