Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 56
MICROSOFT. einarj. WINDOWS. SKULASONHF MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMl 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / A1WREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Æfingaakstur fyrir bílpróf Aksturundir eftirliti for- eldra verði leyfilegnr FORELDRAR og eldri systkini mega leiðbeina ökunemendum við æfíngaakstur, verði frum- varp Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra um breytingar á umferðarlögum samþykkt á Al- þingi. í frumvarpinu, sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í gær, er ekki gert ráð fyrir að þessi æfingaakstur komi i stað venju- legrar ökukennslu undir leiðsögn ■ ökukennara, heldur verði um við- bót að ræða, sem miði að því að unglingar hafí fengið meiri reynslu þegar þeir leggja einir út í umferðina með bílpróf upp á vasann. „Talið hefur verið að það sé að nokkru leyti reynsluleysi um að kenna að ungir ökumenn lenda oft- ar í umferðaróhöppum en aðrir öku- menn,“ segir í athugasemdum með frumvarpi dómsmálaráðherra. „Ástæða þessa sé í sjálfu sér ekki vanþekking á umferðarreglum eða léleg ökukennsla heldur fyrst og fremst of lítil reynsla í akstri. Er talið að úr þessu megi bæta með því að heimila nemanda að æfa sig í akstri með ieiðbeinanda sem þegar hefur hlotið reynslu í akstri þannig ökutækis. Slík heimild er fyrir hendi í nokkrum löndum og er talin hafa skilað árangri. Oft er um það að ræða að foreldri eða eldra systkini sé þannig leiðbeinandi." Áuk þess að leyfa æfíngaakstur undir eftirliti leiðbeinanda eru tíma- mörk æfíngaaksturs fyrir bflpróf rýmkuð í frumvarpinu. Nú mega unglingar hefja ökunám og æfínga- akstur sex mánuðum fyrir 17 ára ■^afmælið, í stað þriggja mánaða sem núgildandi lög kveða á um. -----------♦ ♦ ♦--- Tvö slys á Bústaðavegi TVÖ umferðaróhöpp urðu á Bú- staðavegi á skömmum tima í gærkvöldi. Ekið var á ljósastaur fyrir ofan Borgarspítala um kl. 20 en engin slys urðu á fólki. Ökumaður, sem talinn var ölvaður, var hins vegar fluttur á slysadeild eftir að hafa (^ekið á götuvita á mótum Réttar- holtsvegar og Bústaðavegar um það bil klukkustund síðar. Erró færir Reykjavík nýjar myndir Reuter Listamaðurinn Erró færði í gær Reykjavík- urborg tólf ný verk eftir sig að gjöf. Myndirn- ar eru málaðar sérstaklega fyrir væntanlegt Erró-safn á Korpúlfsstöðum og fjalla um sögu nútímalistar. Markús Öm Antonsson borgar- stjóri veitti myndunum viðtöku á vinnustofu listamannsins í París. Hér afhendir borgar- stjóri Erró í þakklætisskyni mynd af Korpúlfs- stöðum. Myndimar, sem Erró færir borginni nú, fara brátt til Kaupmannahafnar á stóra Erró-sýningu í Charlottenborg, einu frægasta sýningarhúsi Dana. Því næst verða þær sýnd- ar í Finnlandi áður en þær koma heim til Reykjavíkur. Skipafélögin tilkynna breytingar á áformum um flutningsgjaldahækkanir Eimskip hækkar um 4% - Samskip fellur frá hækkun EIMSKIP hefur ákveðið að draga úr hækkun flutningsgjalda nú um mánaðamótin og Samskip hefur dregið samsvarandi hækkun til baka i bili. Eimskip hækkar taxta sína að meðaltali um 4% í stað 6%. Félög- in tilkynntu Verðlagsráði ákvarðanir sínar í gær. Ráðið tók ekki efnis- lega afstöðu til 4% hækkunar Eimskips en áréttaði fyrri samþykkt sína um samkeppni í skipaflutningum. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skips segir að félaginu hafi ekki tekist að koma áformaðri hækkun sinni fram vegna þeirra pólitísku vinda sem blási nú á haustdögum. Ómar H. Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Samskipa sagði að fé- lagið hefði ákveðið að draga fyrri ákvörðun um hækkun til baka og skoða málið nánar í næstu viku. Ómar sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin eftir viðræður við við- skiptavini, starfsmenn Verðlags- Jón Baldvin Hannibalsson á aðalfundi útvegsmanna Tapað fé verst settu útvegs- fyrirtækjanna 20 milljarðar JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, varpaði fram þeirri hugmynd í ræðu á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna á Akureyri í gær að veiðileyfagjald yrði notað til að greiða skuldir verst settu fyrirtækjanna í sjávarútvegi. Aðspurður nánar um þessa hug- mynd sagði Jón Baldvin að ef menn væru sammála um að hluti sjávarút- vegsfyrirtækja væri svo sokkinn í skuldir að ráðstafanir fái ekki bjargað •þeim, segi það sig sjálft að við gjald- þrot fáist lítið borgað upp í kröfur. Ráðherrann sagði í samtali við Morgunblaðið að varlega áætlað væri hér um að ræða um 20 millj- arða króna af heildarskuldum sjáv- arútvegsins. Hann sagði að hinn al- menni skattborgari myndi þurfa að bera þetta tap því skuldirnar væru að mestu hjá ríkisstyrktum bönkum og sjóðum. „Með því að taka upp veiðileyfagjald á þá betur settu sem myndu lifa af hina fjárhagslegu end- urskipulagningu með sterkari stöðu í formi meiri kvóta og meira afla- magns til vinnslu myndi hinn al- menni skattborgari ekki þurfa að bera þessar byrðar en fá í staðinn arð af þessari auðlind sinni.“ Sjá ennfremur fréttir á bls. 28. stofnunar og fleiri aðila. Við ákvörð- unina hafi vegið þungt sá ákveðni vilji markaðarins sem í ljós kom. Ómar sagðist ekkert geta sagt um það hvenær ný ákvörðun yrði tekin. Hann sagði þó ljóst að félagið yrði að finna leiðir til að auka telq'ur sín- ar, ekki dygði eingöngu að lækka kostnað. í bréfi Eimskips til Verðlagsráðs þar sem sagt er frá breyttum áform- um kemur fram að félagið hefur undanfama daga átt viðræður við fjölda viðskiptavina, fulltrúa hags- munasamtaka og fleiri um hækkun flutningsgjaldanna. Gagnrýnt hafi verið að hækkunin nú í nóvember kæmi á óheppilegum tima. Hörður segir að hækkanirnar séu mismun- andi vegna gengisbreytinga, eða á bilinu 2,2% til 11%, en meðalhækkun- in sé 4%. Minnsta hækkunin er á flutningum til Danmerkur en mesta til Bretlands. Flutningar til Banda- ríkjanna hækka um 5,4%. „Við höfum ekki fengið efnisleg rök gegn því að við þurfum á þess- ari hækkun að halda. Hins vegar blása á þessum haustdögum pólitísk- ir vindar sem hafa gert það erfítt að koma þessari hækkun fram,“ sagði Hörður þegar hann var spurður hvort Eimskip væri að láta undan þrýstingi og viðurkenndi að það hefði farið offari í verðlagningu. f bréfínu til Verðlagsráðs segir að þar sem ekki náist jafnvægi í rekstri félagsins með þessari hækkun muni áfram verða unnið að því að auka tekjur þess og ekki síður að lækka kostnað. „Treystir félagið því, að sú viðleitni mæti skilningi viðskiptavina, birgja, stéttarfélaga og annarra. Það er markmið félagsins, að flutnings- gjöld Iækki enn frekar í framtíðinni. Ráðandi forsenda fyrir því er hins vegar sú, að hagnaður sé af rekstri þess,“ segir í bréfí Eimskips. Verðlagsráð tók ekki efnislega afstöðu til nýrrar tilkynningar Eim- skips á fundi í gær. Fram kom á fundinum að taxtar Eimskips hefði lækkað um 4,2% fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Flutningsgjaldið hækkar því nú upp undir það sem verð sem gilti á sama tíma í fyrra. Af þessu tilefni áréttaði Verðlagsráð hins vegar sam- þykkt sína frá því í febrúar en hún var gerð þegar verðlagning flutning- anna var gefín fijáls. Þar er skipafé- lögunum m.a. gert skylt að hafa verðskrár þannig úr garði gerðar að viðskiptavinir eigi auðvelt með að kynna sér verðið áður en til við- skipta kemur. Þar er m.a. vísað til þess að núgildandi verðskrár eru nokkurs konar hámarksgjaldskrár með margvíslegum afslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.