Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 3

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 3 Hjúkrunarfræðing- ar og ljósmæður 7 5% segja upp á Land- spítalanum UM 75% hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum sögðu í gær formlega upp störf- um sínum frá 1. nóvember. Ástæða uppsagnanna er, eins og komið hefur fram, óánægja með launakjör, bæði vegna betri kjara sem hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar segi að bjóðist á öðrum sjúkrastofnunum og vegna hærri launa stétta innan sjúkrahússins, sem hafi sambæri- lega námslengd að baki. 417 hjúkrunarfræðingar og ljós- mæður skiluðu í gær inn uppsögn- um sínum og að sögn Elínborgar Stefánsdóttur, fulltrúa þeirra, eru það um 75% starfandi hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra á sjúkra- húsinu. Elínborg sagði að engar viðræður hefðu átt sér stað milli hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra annars veg- ar og stjórnar Ríkisspítalanna hins vegar vegna uppsagnanna. ♦ ♦ ♦ Ljómandí síldveiði — segir Bjarni Bjarna- son á Súlunni E A. ÁGÆT sOdveiði hefur verið í Berufjarðarál undanfarna daga. Loðnuveiði austur af Langanesi hefur aftur á móti verið tregari. Tíu skip eru á loðnuveiðum og fimmtán á síldveiðum samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyld- unnar. Bjami Bjamason, skipstjóri á Súlunni EA, sagði að komið yrði á miðin eftir um það bil klukkustund þegar í hann náðist seinnipartinn í gær. Hann sagði að eftir löndun í fyrrinótt væri stefnt að því að klára síldarkvótann í nótt en halda síðan á loðnumiðin. Aðspurður sagði Bjarni að ljóm- andi síldveiði hefði verið undan- fama daga. Menn hefðu verið að fá upp í 600 tonn í einu kasti. „Við höfum líka verið að fá fallega sfld. Verst er að hún fer mest öll í bræðslu en það er víst lítið við því að gera. Betra að gera eitthvað við hana en ekkert," sagði Bjami. Hann sagði að landað hefði verið á Nes- kaupsstað og fengjust að meðaltali 5.000 kr. fyrir tonnið. Hljóðið var ekki eins gott í Helga Valdimarssyni, skipstjóra á Berki NK, sem staddur var á loðnumiðun- um um 40 mflur austur af Langa- nesi. Hann sagði að veiði hefði ver- ið treg eiginlega alveg frá byijun vertíðar og benti á að loðnan væri mjög dreifð. Börkur kom á miðin eftir löndun í fyrradag og fékk að- eins nokkur tonn í fyrrinótt. ----♦ ♦ ♦ Eldur í tveim- ur bifreiðum ELDUR kom upp í tveimur bif- reiðum í Reykjavík í fyrrinótt. f annað skiptið er talið að um íkveikju hafi verið að ræða, en lítið sem ekkert tjón hlaust af. Eldur kom upp í bifreið sem stóð við bílapartasölu í Súðarvogi um 15 mínútur eftir miðnættið. Mestar skemmdir urðu vegna reyks. Skömmu fyrir kl. 4 um nóttina kom svo upp eldur í bílgarmi við Grandagarð, hjá Kaffivagninum. Slökkviliðið slökkti eldinn á skömm- um tíma og tjón varð lítið sem ekk- ert, aðallega vegna reyks, eins og í fyrra skiptið. Talið er að um íkveikju hafí verið að ræða. ilsta og glæsilegasta bókaverslui opnar aftur í nýjum búningi. Hlægilegt verð í tilefni dagsins, m.a. óður kr. nú kr. Á íslendingaslóðum í Khöfn 3980,- 1980.- Svartur sjór af síld 3584,- 1780.- Á besta aldri 1910,- 980.- íslenskt vœttatal 3480,- 1780.- Borgfirðingaljóð 4480,- 1980.- Og þó rigndi blómum 4480,- 1980.- Klettur í hafi (Tolli-Einar Mór) 3982,- 1980.- Megas 3400,- 1680.- 50 flogin ór, 1 og II bindi 10328,- 3900.- íslensk-ensk orðabók (kilja) 2079,- 980.- Ég vona (Raisa Gorbatsjov) 2980,- 1480.- Vér íslands böm l-lll (Jón Helgason) 8890,- 4480.- Guðmundur Daníelsson, ritsafn 17810,- 8980.- íslandseldar 3903,- 1995.- Nýir eftirlœtisréttir 1828.- 595.- Nœring og vinnsla 1836- 995.- Eins og hafið 1588,- 495.- Erlendar bœkur - ótrúlegt verð barnadeildinni spjallar Palli páfagaukur viö yngstu viöskiptavinina. Nýi bamabókabíllinn verður stútfullur af tilboðum, m.a. Jóladraumur 1880,- 980.- Bláskjár 980,- 580.- Emil í Kattholti, 3 bœkur saman 2490,- 1480.- Pollýanna 890- 490.- Hvar er Valli? 1482- 880.- Anton og Arnaldur í villta vestrinu 878,- 490.- VERIÐ VELKOMIN Eymnndsson .. Agtarstrw Símar. 13135- 18880

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.