Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Þorsteinn Sigurðs- son trésmíða- meistari, Selfossi Fæddur 21. apríl 1913 Dáinn 19. október 1992 Við fráfall Þorsteins Sigurðssonar er genginn einn af traustustu stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandj. Ungur hreifst hann af stefnumálum og anda sjálfstæðis- manna. Það leiddi til virkrar þátt- töku í félagsstarfi sjálfstæðismanna um áratuga skeið. Þorsteinn tók þátt í uppbyggingu og mótun sjálfstæðisfélagsins Oðins og vann því félagi um áratuga skeið ómetanlegt gagn. Á fimmtíu ára afmæli félagsins árið 1988 var hann kjörinn heiðursfélagi þess. Margvís- lega kom Þorsteinn við sögu Óðins. Hann sat í stjórn um árabil og var formaður félagsins 1957 til 1965. Oft lagði hann fram vinnu og fjár- muni til að bæta aðstöðu tii félags- starfsins, og enn munu félagar í Óðni Iengi nota veglegan ræðustól, sem Þorsteinn smíðaði og ber hag- lcik hans vitni. Þorsteinn var kvaddur til margvís- legra trúnaðarstarfa fyrir sjálfstæð- ismenn. Sat hann um tíma í hrepps- nefnd á Selfossi, átti lengi sæti í fulltrúaráði og kjördæmisráði og sótti marga landsfundi flokksins. Þorsteinn var ekki einn þeirra, sem sækjast eftir vegtyllum. Hins vegar var hann sá trausti félagi, sem ávallt var fús til verka og hollráður. Hann naut líka óskoraðs trausts meðal samheija sinna. Þorsteinn hafði aldrei mörg orð um hlutina, en það var líka hlustað á það sem hann sagði. Á sinn hóg- væra og hljóðláta hátt hafði hann oft veruleg áhrif meðai flokksmanna sinna og samborgara hér á Selfossi. Meðal félagsmanna í Óðni og full- trúa í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Ámessýslu er Þorsteins Sig- urðssonar nú minnst af virðingu og þakklæti fyrir samstarfíð á liðnum árum. Minning hans verður þeim sem eftir standa og áfram starfa til hvatningar og fyrirmyndar um margt. Eiginkonu Þorsteins og fjöl- skyldu vottum við innilega samúð. Arndís Jónsdóttir, Selfossi. Hvað er Hel -? Öllum líkn, sem lifa vel - engill, sem til ljóssins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu breiðir, sólarbros, er birta él, heitir Hel. Eilíft líf: ver oss huggun, vöm og hlíf, lif í oss svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kíf? Eilíft líf. (Matthías Jochumsson). í dag verður til moldar borinn Þorsteinn Sigurðsson, trésmíða- meistari á Selfossi. Hann var fæddur í Víðinesi á Kjalarnesi 21. apríl 1913, og var því 79 ára er hann lést. Þeir sem kynntust Þorsteini minn- ast hans m.a. fyrir æviskeið sem einkenndist af ósérhlífni, dugnaði og brennandi áhuga á öllum þeim framfaramálum sem máttu verða hans heimabyggð að gagni. Lengst af ævi sinnar starfaði Þorsteinn sem trésmiður, og árið 1965 stofnaði hann Trésmiðju Þorsteins og Áma. En starfsorka hans nýttist einnig á öðmm vettvangi. Vegna mannkosta sinna valdist Þorsteinn til margvís- legra trúnaðarstarfa fyrir bæinn sinn. Hann átti sæti í sveitarstjóm Selfosshrepps á ámnum 1954- 1966, og var um áratuga skeið for- maður byggingarnefndar staðarins. Það vandasama verk fórst honum ákaflega vel úr hendi, þrátt fyrir gífurlegar annir, en á formannsámm hans var mikill vöxtur og uppgangur á Selfossi. Fyrir þetta langa og giftu- drjúga starf verður seint fullþakkað. Þorsteinn tók einig virkan þátt í starfí Sjálfstæðisflokksins og var alla tíð einarður stuðningsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Hann var um árabil formaður Sjálfstæðisfélagsins Óðins, og heiðursfélagi þess frá ár- inu 1988. Auk þess átti hann sæti í kjördæmis- og fulltrúaráði flokks- ins. Það var oft ánægjulegt að fylgj- ast með Þorsteini á efri ámm þegar leið að kosningum. Þá fylltist hugur hans eldmóði og krafti við að ýta úr vör ýmsum framfaramálum, og miklum tíma eyddi hann meðal flokkssystkina sinna á kosninga- skrifstofum. Eldhugi hans varð mönnum hvatning til dáða. Selfyssingar kveðja nú góðan dreng. Verk hans munu um ókomna framtíð halda minningu hans á lofti. Eftirlifandi eiginkonu hans, Guð- rúnu Valdimarsdóttur, og bömum þeirra, flyt ég samúðarkveðjur. F.h. Sjálfstæðisflokksins á Sel- fossi. Bryndís Brynjólfsdóttir. Enn er höggvið í skörðin. Einn og einn fara þeir til forfeðra sinna frumkvöðlarnir sem áttu svo mikinn þátt í mótun þess samfélags sem við búum hér á Selfossi. Við kveðjum einn þeirra í dag. Það var ljóst orðið á fyrri hluta þessarar aldar að bletturinn við brúna myndi hafa mikið aðdráttar- afl. Byggðakjarni hafði myndast, búið að reisa mjólkurbú og kaupfélag í mótun. Þeir sem þar réðu ríkjum gerðu sér ljóst að til þess að sú stofn- un gæti staðið undir nafni þyrfti duglegt fólk, fólk sem kunni sitt fag og gæti stjórnað. Óhætt er að segja að þetta hafi tekist í öllum meginat- riðum, og deildir kaupfélagsins litu dagsins ljós hver af annarri. Tréverk hefur lengi verið mikill og snar þáttur í lífí okkar allra, eink- um og sér í lagi eftir að moldarkofa- menningunni lauk. Það er tiltölulega lítið mál að vera sæmilegur smiður, en aftur miklu meira mál að vera góður smiður. Þess vegna var valið til þeirrar deildar vandað vel og það tókst. Bygging stóra Kaupfélagshússins og lagning hitaveitunnar var mikið verk og mannfrekt og komu þar margir við sögu. Þeirra á meðal kom ungur maður úr Reykjavík, sem nýlega hafði lokið námi í húsasiuíði, ásamt eiginkonu sinni og þá fæddum börnum og hófu þau búskap í Foss- nesi handan árinnar. Þetta var Þor- steinn Sigurðsson, reyndar má segja að hann hafí verið austanijallsmaður því ungur að árum fluttist hann ásamt foreldrum sínum að Seljat- ungu í Gaulverjabæjarhreppi. Fyrstu misserin vann Þorsteinn við þær byggingar sem kaupfélagið hafði með höndum, en svo kom að því að stofnuð yrði trésmiðja árið 1947 og er Þorsteini falin umsjá þeirrar deild- ar. Fyrstu árin voru Þorsteinn og menn hans í litlu plássi í vesturálmu verkstæðanna en 1953 flytur deildin í austasta braggann á álmunni og umfang hennar eykst mjög. Starfs- mönnum fjölgar og farið er að smíða eldhúsinnréttingar, skápa, glugga og fleira. Á þessum árum sannaðist vel að rétt hafði verið valið verkstjór- ans í Trésmiðjunni. Fólk fór að skipta við smiðjuna víðar að en úr héraði og þóttu vinnubrögð vera af vandaðra tagi og augljóst var að þar átti Þorsteinn mikinn hlut að máli, vandaður, nákvæmur, harður við sjálfan sig og aðra enda komst mað- ur ekki upp með neitt múður á náms- árunum. Mér er minnisstætt atvik sem eitt sinn kom upp. Það var mikið að gera og allir undir fullu álagi, þá kemur upp sú staða að steypa á stórt hús og sleppa átti múrhúðun sem þýddi að hefla þurfti alla klæðning- una öðrum megin. Nú voru góð ráð dýr. Það var enginn tími og allar vélar á fullu. Þorsteinn tekur til sinna ráða og ræðst sjálfur í verkið nokkur kvöld og fram á nóttina og fékk okkur nokkra lærlinga til að hjálpa sér en passaði að ofgera okk- ur ekki. Á þessum kvöldum hófust kynni okkar Þorsteins og einhvem veginn hafa þau ekki liðið mér úr minni. Hann lék við hvern sinn fíng- ur og hafði gaman að þessu áhlaupi, hann var hamhleypa til verka. Þá reyndi einnig mikið á að hafa góða stjóm á hlutunum í sambandi við bmnann og allt það sem honum fylgdi. Þá þurfti að gera allt í senn, smíða það sem brann og endur- byggja aftur. Þá var mikil uppgang- ur hér sem og annars staðar. Þorsteinn fór til Svíþjóðar að líta á sænsk vinnubrögð á sviði innrétt- inga og man ég að þó nokkur breyt- ing varð á vinnubrögðum og einnig fékk hann eitthvað af vélum. Fór framleiðslan að aukast mjög og með tilkomu nýju verkstæðanna varð bylting í trésmiðjunni og fór fram- leiðsla hennar um allt landið. Það var fjöldi nemenda sem vann í Tré- smiðjunni á þessum árum og þurfti sannarlega að hafa bein í nefinu til að hafa góða stjórn á öllu, og Þor- steinn reyndist vel vaxinn þeim vanda. Við strákarnir vorum stund- um svo lítð brokkgengir, stundum vom böll á sunnudögum og mánu- dagarnir hófust kannski ekki alltaf á réttum tíma. En Þorsteinn var ekki mjög harður, hann leit svona á mann þegar maður kom, minnti á að stimpla sig inn og það var nóg, maður skammaðist sín. Auðvitað hafði Þorsteinn sína undirmenn, menn sem sáu hver um sína deildina og höfðu daglega stjórn á okkur og þeim verkum sem unnin vom. Þorsteinn var allt í öllu, aflaði verkefna, gerði tilboð, tók við pönt- unum og afgreiddi þær út. Árið 1965 stofnaði hann ásamt öðmm Trésmiðju Þorsteins og Árna fyrir utan ána og starfaði þar æ síð- an við svipaða framleiðslu og hann hafði áður unnið við hjá K.A. Þorsteinn Sigurðsson fæddist á Kjalarnesi 21. apríl 1913, næstelstur átta bama þeirra Sigríðar Jónsdótt- ur og Sigurðar Eigarssonar sem bjuggu í Víðinesi. Árið 1919 flyst hann ásamt foreldmm sínum eins og áður segir austur fyrir fjall að Seljatungu. Ungur að árum nam hann húsasmíði hjá Magnúsi Vigfús- syni sem þá rak fyrirtæki í Reykja- vík. Árið 1942 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Valdimarsdóttur. Þau hjón eignuð- ust fimm böm sem öll lifa föður sinn. Barnaböm munu vera fímmtán. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu svo eins og áður sagði á Selfoss. Rétt fyrir 1950 flyst fjölskyldan að Austurvegi 31, þar sem þau hjón, ásamt Jóni bróður hans og Sigríði, höfðu byggt hús. Þar bjuggu þau allmörg ár, en þar kom að Þorsteinn og Guðrún byggðu sjálf hús á Birki- völlum 18, þar sem þau bjuggu síð- an. Þorsteinn Sigurðsson var sjálf- stæðismaður. Mikill sjálfstæðismað- ur. Hann hafði fast mótaðar skoðan- ir og fylgdi þeim vel eftir enda vom honum falin ýmis trúnaðarstörf. Mörg ár í sveitarstjórn og en fleiri ár í bygginganefnd, auk þess að vera mörg ár formaður Sjálfstæðis- félagsins Óðins og var auk þess í fleiri störfum fyrir það félag. Á námsámm mínum kom norðan úr landi maður að nafni Geir Ás- mundsson, mikill vinstrisinni og hafði sínar skoðanir. Fyrir kom að þeir Þorsteinn og Geir áttu orðastað um ýmis málefni sem ofarlega vom á baugi og mættust þá stálin stinn. Báðir héldu fast á sínu og rökræddu fast, rifust aldrei, þeir báru fulla virðingu hvor fyrir öðmm. Það fór enginn úr kaffístofunni meðan á þeirra viðræðum stóð. Ég vil að lokum minnast lítils at- viks sem fyrir kom löngu eftir að okkar samstarfi lauk og hann starf- aði í eigin fyrirtæki. Vinkona okkar hjóna gat hafíð byggingu á húsi og vildi byija á kjallara um haust en þá vantaði glugga. Á methraða smíðaði hann gluggana og það tókst. En næsta vor em tveir menn allt í einu milli verka og geta tekið hæð- ina en þá vantar glugga. Aftur fer ég út fyrir á og ber mig illa. Hann horfir á mig smástund og fer síðan að skellihlæja og segir mér að koma út í geymslu, bendir mér á glugga- stæðu og biður mig að taka þetta, það sé að verða fyrir. Ég verð undr- andi yfir þessari óvæntu uppákomu, hann sér það og epyr: Er ekki yfír- leitt byggt ofan á kjallarana? Ég viðurkenni það, en ég veit að ekki em til peningar hér og nú, og er að byija að nota einhver orð, þegar hann segir: Segðu frúnni að hún geti borgað þetta einhvern tíma. Ég spyr hvort. ég eigi ekki að kvitta? Kvitta hvað? Þekkjumst við ekki? Og þar við sat. Hann hafði óumbeð- inn smíðað allt sem eftir var, girt gluggana, smíðað lausafög og allt. Þessi aðgerð hans var til þess að húsið komst upp á stuttum tíma, var selt fokhelt og keypt fyrir það einbýl- ishús. Þegar svo að uppgjörinu kom, þá minnist ég þess ekki að hafa nokkm sinni, með glaðara geði borg- að nokkurn reikning. Nú þegar komið er að kveðju- stund, þá fínn ég að ég kveð þennan mann með mikilli virðingu og þökk. Hann átti sinn stóra þátt í að koma bæði mér og öðmm nemendum sín- um til manns og víst er að margs er að minnast á þessum tíu ára tíma- bili sem við áttum samleið og einnig ýmiss konar samskipti við böm þeirra hjóna. Ég votta eiginkonu hans, bömum, tengdabömum, bamabörnum og öllu hans fólki dýpstu samúð okkar hjóna á Víðivöll- um 17, og bið almáttugan guð að blessa minningu þessa góða og virð- ingarverða manns. Gissur Geirsson, Selfossi. Elskulegur tengdafaðir minn, Þorsteinn Sigurðsson, er til moldar borinn í dag. Mig langar með örfáum orðum að minnast hans og kveðja þessa öldnu kempu hversdagslífsins, sem mér þótti svo ósköp vænt um. Fyrir réttum 25 árum bar fundum okkar fyrst saman. Ég var svolítið kvíðin er við Erlingur gengum upp Birkivellina á leið til míns fyrsta fundar við verðandi tengdaforeldra mína. Sjálf missti ég föður minn þegar ég var á fyrsta ári og var alin upp í stórum systkinahópi eins og Erlingur, en það var enginn pabbi. Mér leið eins og ég væri að eignast föður. En kvíðinn var ástæðulaus. Það sem fyrst vakti athygli mína er ég sá Þorstein voru þessi stóru djúpu og fallegu augu, sem sögðu svo mikið meira en mörg orð. Hann horfði á mig, tók þéttingsfast í hönd- ina á mér og bauð mig velkomna. Frá þeirri stundu var ég hluti af fjöl- skyldunni á Birkivöllum 18 og fyrir það þakka ég. Það voru í rauninni forréttindi að fá að þekkja og umgangast menn eins og Þorstein, af þeim mátti svo margt læra. Þessi óþijótandi elja og vinnusemi var þeim í blóð borinn. Að honum gengnum fækkar um einn af þessum hörðu dugmiklu körlum, sem lifðu tímana tvenna og gáfust aldrei upp þótt á móti blési. Uppgjöf var ekki til í þeirra orðabók. Löng starfsævi Þorsteins varpar ljósi á það trygglyndi og trúmennsku sem voru hans aðalsmerki. Trésmíð- ar voru hans aðalstarf og held ég að hvergi hafí honum liðið eins vel og við vinnu. Hann var ötull talsmað- ur Sjálfstæðisflokksins og voru hon- um falin mörg trúnaðarstörf á þeim vettvangi. Ég mun ekki tíunda hér öll þau verk sem hann vann fyrir flokkinn sinn, en félagið á Selfossi sá ástæðu til þess að gera hann að heiðursfélaga, það segir langtum meira en löng upptalning verka. Hann var einkar vel metinn af þeim sem með honum störfuðu, það sýnir stór hópur vina og velgjörðarmanna. Mér er sagt að hann hafí oft verið harður í hom að taka er hann vann málum sínum fylgi, hafí hvergi gefíð eftir og jafnvel á stundum verið full harður. Mér var hann alltaf ljúfur og blíður. Aldrei fann ég fyrir því að hann, þessi mikli sjálfstæðismað- ur, hefði neitt við það að athuga að ég væri á fullu í starfí fyrir annan stjómmálaflokk. Þvert á móti held ég að hann hafí haft svolítið gaman af því. Og oft tóku kratakerlingin og sjálfstæðismaðurinn góðar rispur í eldhúsinu á Birkivöllunum, það þótti mér gaman og fyrir það þakka ég- Þorsteinn var einn þeirra manna, sem bættu nokkru við lífsþroska allra þeirra sem hann var samvistum við. Hann gerði litlar kröfur til ver- aldlegra hluta. Hann var maður víð- lesinn og fróður um marga hluti svo eftir var tekið, en fyrst og síðast var það vinnan sem veitti honum ánægju. Er það einlæg ósk mín að afkomendum hans hafí hlotnast sem mest af þessum eiginleikum hans í vöggugjöf. Að leiðarlokum þakka ég elsku Þorsteini alla elskusemi í minn garð, hann var mér góður tengdafaðir, Erlingi góður faðir og strákunum góður afí. Blessuð sé minning hans. Hlín. Það er gott að eiga góðan að og geta til hans leitað. Þorsteinn Sig- urðsson frá Seljatungu, föðurbróðir minn, var traustur maður sem átti fulla virðingu þeirra sem til hans þekktu og áttu við hann samskipti eða viðskipti. Það var sama hvenær upp voru borin erindi, alltaf gaf hann sér tíma til þess að gefa þeim gaum. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og sagði sína skoðun af ákveðni, hvort sem um var að ræða smíðaáform viðkomandi eða málefni sem snertu byggðina eða landsmál- in. Þá var honum eigi óljúft að ræða það sem efst var á baugi hveiju sinni í stjórnmálunum. Þorsteinn var einlægur í störfum sínum og lagði metnað sinn í þau verk sem hann tók að sér. Hann starfaði á Selfossi sem trésmíða- meistari, fyrst sem verkstjóri í tré- smiðju Kaupfélags Árnesinga en síð- ar á eigin verkstæði, Trésmiðju Þor- steins og Árna. Verkin báru meistar- anum gott vitni og víst er að það fór enginn bónleiður frá búð hans. Það var gott að biðja Steina frænda, hann var góður smiður og hafði gott auga fyrir því sem betur mátti fara þegar lögð voru drög að ein- hveiju verki. í þeim efnum valdi hann gjaman þá leiðina að settu marki sem vandfarnari var til þess að árangurinn yrði betri og við- skiptavinurinn ánægðari. Og víst er að ekki var þá alltaf spurt hvað tím- anum liði, verkið skyldi unnið. Þannig var Þorsteinn og í störfum sínum að félagsmálum þar sem álit hans vó jafnan þungt við ákvarðana- töku og til hans var oft leitað eftir áliti við undirbúning mála. Hann hafði góðan skilning á þörfum sam- félagsins og tók virkan þátt í upp- byggingu sveitarfélagsins með setu í byggingarnefnd og hreppsnefnd Selfoss. Af þeim vettvangi er hans minnst með virðingu og þökk. Enn- fremur fyrir störf hans að félagsmál- um sjálfstæðismanna á Selfossi og Suðurlandi en Þorsteinn var virkur félagsmaður og fylgdist jafnan vel með bæjar- og þjóðmálum. í þeim efnum var hann samur við sig, taldi ekki eftir stundimar sem gefnar voru til þeirra verka sem félagsmála- störfín kröfðust. Selfoss er ungt bæjarfélag sem hefur notið framsýni og dugnaðar þess fólks sem settist þar að á fyrstu uppgangsárum byggðarinnar. Ahugi þess var virkur í þá veru að skapa staðnum nafn og gera hann að væn- legum kosti til búsetu. Þorsteinn var einn þeirra sem lagði sig ríkulega fram í þeim efnum og hvatti jafnan til þess í öllum samtölum að metn- aði fyrir byggðinni væri haldið á lofti. Þorsteinn kvæntist Guðrúnu Valdimarsdóttur frá Teigi í Vopna- fírði. Þau reistu húsið á Austurvegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.