Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 42

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Ásgeir Pálsson sjó- maður frá Eyii við Isa- fjörð - Aldarminning Fæddur 31. október 1892 Dáinn 1. maí 1992 Ásgeir Pálsson fæddist 31. októ- ber árið 1892 á Eyri við ísafjörð, eitt fimm barna hjónanna Helgu Sigurðardóttur og Páls Pálssonar, en ólst upp í Pálsbæ í Hnífsdal hjá móður sinni, eftir að faðir hans féll frá, en þá var Ásgeir á ungum aldri. Líkt og algengt var um vestfirska drengi, var Ásgeir ekki hár í lofti er hann var tekinn að stunda sjóinn og reri hann áraskipum frá ver- stöðvunum við Djúpið og síðar víðar af strönd, og stundaði sjóinn á skút- um og síðar vélskipum. Hann var vörpulegur maður og snarpur til átaka og kappsmaður mikill að hverju sem hann gekk enda fylginn sér. Á árum fyrri heimsstyijaldarinn- ar sótti Ásgeir sjóinn frá Áustfjörð- um og á Eskifírði kynntist hann Stefaníu Benediktsdóttur, mikilli mannkostamanneskju, og gengu þau í hjónaband á Fáskrúðsfírði 14. apríl 1919. Þar bjuggu þau fyrsta ár hamingjuríks hjúskapar síns en síðan hér syðra. Var Ásgeir togara- sjómaður um langt árabil og einnig á farskipum á stríðsárunum, sem voru honum reynslurík líkt og fleiri íslenskum sjómönnum. Löngum og fjölbreyttum sjómannsferli hans lauk nokkru eftir styijaldarlok og starfaði Ásgeir næstu árin við mal- ar- og gijótnám Reykjavíkurborgar en gerðist þá starfsmaður Vatns- veitunnar og starfaði þar fram á áttræðisaldur, og hreint ekki sáttur við að þurfa að hætta að vinna ald- urs vegna, enda var þrek hans með öllu óbugað. Nokkru eftir að Ásgeir kom í land höfðu þau Stefanía og hann flutt inn á Selás þar sem þau höfðu keypt sér land og lítið hús sem þau síðan stækkuðu. Þeim fæddust tvær dætur sem voru Björg, sem lést á fyrsta ári, og Gyða, sem lést í nóv- ember á síðasta ári, en hún var gift Helga Guðmundssyni sem lést árið 1985, en einkadóttir þeirra er Hrönn, ekkja Hermanns Aðalsteins- sonar, en þau eignuðust tvo syni, Helga Steinar og Heimi Þór. Yngri sonur Gyðu er Ásgeir Valur Egg- ertsson, sem þau Asgeir og Stefan- ía ólu upp sem eigin sonur væri. Árið 1985 lést Stefanía, en þau Ásgeir höfðu þá búið í Jökulgrunni við Hrafnistu á hálfan tug ára en mjög náið og hlýtt var með þeim á 66 ára samfylgd. Sjálfur fékk Ás- geir haldið ótrúlega miklu þreki allt þar til hann sofnaði út af í apríllok, misseri áður en hann hafði lifað öld og fram undir hið síðasta hafði hann verið léttur í spori og fylgst vel með öllu og haldið minni sínu óskertu, en fráfall Gyðu í nóv- ember hafði gengið mjög nærri honum, en honum mikil blessun að umhyggju Hrannar og Ásgeirs Vals. En framar öðru sótti hann styrk sinn í lifandi trú, bæn og lest- ur Guðs orðs, en Ásgeir var trúaður og trúrækinn maður og hafði átt samfélag um trú sína innan vé- banda Fíladelfíusafnaðarins. Ásgeir Eggertsson. Ásgeir Pálsson sjómaður fæddist á Eyri við ísafjarðardjúp 31. októ- ber 1892 og hafði því nærri náð 100 ára aldri er hann lést 1. maí sl. Foreldrar hans voru hjónin Páll Pálsson og Helga Sigurðardóttir. Ásgeir ólst upp í Pálsbæ í Hnífsdal hjá foreldrum sínum ásamt systkin- unum Sigurði, Margréti, Salóme og Pálínu. Ásgeir byijaði að vinna á unga aldri við hin ýmsu störf sem féllu til, m.a. á bátum og vélskipum við Djúpið. Sjómennskan varð hans lífs- starf. Á árum fyrri heimsstyijaldarinn- ar réðst Ásgeir til starfa á Aust- fjörðum. Þar kynntist hann konu- efni sínu, Stefaníu Benediktsdóttur frá Eskifirði. Stefanía var dóttir hjónanna Jónínu Guðmundsdóttur, ættaðri frá Kollaleiru við Reyðar- fjörð, og Benedikts Hallgrímssonar, ættuðum úr Þverárhíð í Borgar- fjarðarsýslu, hótelhaldara á Eski- firði og síðar fiskmatsmanns á Austfjörðum. Ásgeir og Stefanía gengu í hjóna- band á Fáskrúðsfírði 14. apríl 1919. Fluttust þau þá til Reykjavíkur og áttu sitt heimili hér í höfuðstaðnum. Þau eignuðust tvær dætur, Björgu, fædda árið 1923, en hún lést á fyrsta ári, og Gyðu, fædda árið 1926. Þegar þau voru komin á miðj- an aldur tóku þau dreng í fóstur, frænda Ásgeirs, Ásgeir Val Egg- ertsson. Stefaníu konu sína missti Ásgeir árið 1985 og Gyða dóttir þeirra lést á sl. ári eftir erfið veik- indi. Gyða giftist árið 1946 Helga Breiðfjörð Guðmundssyni, skósmið. Þau eignuðust eina dóttur barna, Hrönn Guðrúnu, hárgreiðslumeist- ara. Hrönn giftist Hermanni Aðal- steinssyni, viðskiptafræðingi, sem nú er látinn, og eru synir þeirra Helgi Steinar, sem nemur markaðs- fræði í Bandaríkjunum og Heimir Þór, stúdent frá Verzlunarskóla ís- lands. Eins og fyrr segir vann Ásgeir á sjónum árum saman. Hann var skipveiji á Dettifossi um alllangt skeið, m.a. á árum seinni heims- styijaldarinnar, utan síðustu mán- uði stríðsins, þegar hann var í landi vegna meiðsla. Síðar gerðist hann starfsmaður Vatnsveitu Reykjavík- ur. Ásgeir var heiðursfélagi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og Eim- skipafélagi íslands. Síðustu sjö árin var hann vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Þar undi hann hag sín- um einkar vel og var þakklátur fyrir gott atlæti sem honum var veitt. Ásgeir var hár maður, myndar- legur á velli og ljós yfirlitum. Ró- lyndur var hann, ljúfur í viðmóti, glaðsinna og skemmtilegur í tilsvör- um á sinn sérstæða og hógværa hátt. Heimili Ásgeirs og Stefaníu móðursystur var lengi í næsta ná- grenni við okkar og samgangurinn því mikill. Seinna eignuðust þau svo eigið húsnæði í Seláshverfi, þar sem þau bjuggu meira en tvo áratugi. Eigum við ásamt systkinum okkar margar skemmtilegar minningar frá þeirra góða heimili. Frá hús- bóndanum stafaði rósemd og hlýju, húsfreyjan létt og gamansöm og dóttirin Gyða eftirsóttur leikfélagi okkar systra. Ásgeir lifði og dó sem einlgæur trúmaður. Hann var einn hinna hamingjusömu manna sem áttu trú- arsannfæringu og voru aldrei í vafa um hvað tæki við eftir dauðann. Hann var sáttur við lífið og þakklát- ur fyrir það sem honum hafði hlotn- ast. Andlegu þreki hélt hann til hinstu stundar. Á vordögum nú í maíbyijun var Ásgeiri Pálssyni fylgt til hinstu hvíldar af þakklátri fjölskyldu, frændfólki og vinum. Við systurbörn Stefaníu á Njáls- götunni munum ávallt minnast hans sem eins hins besta og vandaðasta manns er við höfum hitt á vegferð okkar. Blessuð veri minning Ásgeirs Pálssohar. Guðfinna og Helga. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E r l A n sími 620200 r Sérfncðingar í l)lóiiiiiski*<‘ytiiii>uin við öll (ii*kiln*ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 óm og skreytingar\ við öll tækifæri + Ástkaer móðir mín og systir okkar, HALLDÓRA HAFLIÐADÓTTIR, Hraunteigi 10, Reykjavík, lóst í Borgarspítalanum föstudaginn 30. október. Kristjána Jónsdóttir, Ástriður Hafliðadóttir, Helgi Hafliðason. t Eiginkona mín, GUÐMUNDA SIGURÐARDÓTTIR, Sólvöllum 5, Húsavík, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 29. október. Halldór Bárðarson. + RÖGNVALDUR SIGURÐSSON, Skálagerði 5, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt 29. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Svafa Rögnvaldsdóttir, Snorri Rögnvaldsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, SÖLVI JÓNSSON vélvirki, Flúðaseli 76, andaðist í Borgarspítalanum 28. október. Erla Bragadóttir og börn, JónJónsson, Ingibjörg Skúladóttir. + Ástkær eiginkona mín, VALGERÐUR GUNNARSDÓTTIR, Bauganesi 31, andaðist 20. október sl. Útförin hefur farið fram. Leifur Guðmundsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LOVÍSA HANNESDÓTTIR, Heiðmörk 9, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju í dag, laugardaginn 31. október, klukkan 14.00. Hannes Sigurgeirsson, Guðrún Magnúsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Emma Magnúsdóttir, Hörður Diego Arnórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir og sonur, HALLDÓR SÆVAR SIGURJÓNSSON, , Ásabraut 25, Sandgerði, sem lést af slysförum 21. október, verður jarðsunginn frá Hvals- neskirkju í dag, laugardaginn 31. október, kl. 14.00. Guðrún Guðmunda Kjartansdóttir, Ingunn Björg Halldórsdóttir, Helgi Sævar Halldórsson, Selma Guðlaug Halldórsdóttir, Ingunn Hilmarsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ GÍSLASON húsgagnabólstrari, Baldursgötu 30, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Svala Konráðsdóttir, Jóhann Jakobsson, Erna Konráðsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Mjöll Konráðsdóttir, Hoybye Cristensen, Drífa Konráðsdóttir, Ingi Gunnar Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Gyðufelli 4, Reykjavík, fyrrum húsmóðir, Stóru-Brekku, Fljótum, veröur jarðsungin frá Árbæjarkirkju, Rofabæ, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Gurí Lív Stefánsdóttir, Óskar Hjaltason, Trausti Hjaltason, Lilja Sigurðardóttir, Ásta Hjaltadóttir, Kjartan Þorbergsson barnabörn og barnabarnabörn. 50202 BÆJARHRAUfl 26, HAfTtARf. 33978 ÁLTHEIHAR 6, REYKJAVÍK BLOMABUÐIN DOGG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.