Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Sýning á glerlista- verkum í Smiðjunni SÝNING á glerlistaverkum eftir Höllu Haraldsdóttur verður á veitingastaðnum Smiðjunni á morgun, sunnudaginn 1. nóvember, frá kl. 14 til 17 og verður listamaðurinn á staðnum á þeim tíma, svo og Baldvin Baldvinsson innanhússarkitekt, sem sá um hönnuii Smiðjunnar. Smiðjan hefur fest kaup á 16 glerlistaverkum eftir Höllu og verða því listaverkin áfram á veit- ingastaðnum, en þau eru sérstak- lega teiknuð og unnin fyrir stað- inn. Opið hús verður í Smiðjunni af þessu tilefni og boðið upp á léttar veitingar. Halla Haraldsdóttir er fædd og uppalin á Siglufírði, en er nú bú- sett í Keflavík. Verk hennar eru víða um land, í opinberum stofnún- um og fyrirtækjum auk verka í einkaeign. Baldvin Baldvinsson innanhúss- arkitekt verður einnig í Smiðjunni á morgun, en hann hefur frá árinu 1986 unnið að sjálfstæðum verk- um, m.a. er hann innanhússarki- tekt Smiðjunnar. ♦ ♦ Styrkur, félag krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Glerárgötu 36, 3. hæð, á skrifstofu Krabba- meinsfélags Akureyrar og ná- grennis frá kl. 20 til 22. Opið hús verður hjá félaginu fyrsta mánu- dag í hveijum mánuði í vetur, en auk þess er fyrirhugað að efna til ferðalaga, leikhúsferða, spilavista og fleira. Húseign til sölu Byggóastofnun auglýsir til sölu húseignina Furuvelli 1, Akureyri. Húsið er tveggja hæða steinsteypt bygging um 1.250 m2 ásamt áföstu stálgrindarhúsi á einni hæð um 400 m2. Húsnæðið má nýta undir fjölbreytta starfsemi, s.s. verslanir, iðnaðarframleiðslu, skrifstofur og fleira. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Guðmundsson, Byggðastofnun, Akureyri, í síma 96-21 210. is FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Ibd Á AKUREYRI Athygli er vakin á að breyting hefur orðið á símatímum lækna Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyr . Frá og með 1. nóvember 1992 eru símatímar lækna eftirfarandi: Ari H. Ólafsson miðvikudaga kl. 15.15-15.45 Baldur Jónsson mónudaga-föstudago kl. 11.00-11.30 Brynjólfur Ingvarsson mónudaga-föstudaga kl. 10.00-10.30 Edward Kiernan þriðjudaga kl. 13.00-14.00 fimmtudaga kl. 13.00-14.00 Friðrik E. Yngvason miðvikudaga kl. 13.00-14.00 föstudaga kl. 13.00-14.00 Geir Friðgeirsson mónudaga-föstudaga kl. 11.30-12.00 Ingvar Teilsson mónudaga-fimmtudaga kl. 12.00-12.30 Jón Ingvar Ragnarsson miðvikudaga kl. 13.30-14.00 Jón Þór Sverrisson mónudaga kl. 13.00-14.00 föstudaga kl. 13.00-14.00 Júlíus Gestsson miðvikudoga kl. 14.15-14.45 Magnús Stefónsson mónudago-föstudaga kl. 10.30-11.00 Nick Cariglia föstudaga kl. 11.00-12.00 Póll Tryggvason mónudaga-föstudaga kl. 10.00-10.45 Sigmundur Sigfússon mónudaga kl. 10.00-10.30 fimmtudaga kl. 10.00-10.30 Þorkell Guðbrandsson mónudaga kl. 11.00-11.30 miðvikudaga kl. 11.00-11.30 föstudaga kl. 11.00-11.30 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Dæla sett niður Starfsmenn Hitaveitu Akur- eyrar byijuðu í gær að setja dælu niður í holu sem boruð var á Laugalandi við Þelamörk síðastlið- ið sumar. Reiknað er með að verk* ið taki nokkra daga, en dælan verður sett niður á um 220 metra dýpi. Franz Árnason veitustjóri sagði að gerðar yrðu tilraunadæl- ingar úr holunni í allt að sex mán- uði, en að þeim tíma liðnum ætti væntanlega að liggja fyrir hver árangur dælingarinnar verður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Öldrunarnefnd • •• Fjölga þarf hjúkrunar- rýmum en ekki fækka OLDRUNARNEFND á starfs- svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri hefur sent frá sér bréf tO heilbrigðisráðherra, fjármála- ráðherra og sljómar Ríkisspítala þar sem mótmælt er fyrirhugaðri skerðingu á fjárframlögum til Kristnesspítala. Oldrunamefndin bendir í bréfinu á að á Norðurlandi eystra eru nú samtals 204 hjúkrunarrými fyrir aldraða, en það samsvarar því að 9,78 rými séu til fyrir hveija 100 íbúa sem eru 70 ára og eldri. Sam- bærileg viðmiðunartala fyrir allt landið er 10,0 rými á hv,eija 100. Fæst rými era nú á Reykjavíkur- svæðinu, eða 8,1 á hveija 100 sem era yfír sjötugt. Norðurland eystra er með næstlægstu töluna. „í Kristnesi eru nú 24 hjúkrunar- rými fyrir aldraða. Verði þau lögð niður vegna niðurskurðar á fjár- framlögum verða aðeins eftir 8,63 rými á hveija 100 eldri en 70 ára á Norðurlandi eystra. Á sama tíma er verið að fjölga hjúkranarrýmum um 150 í Reykjvík. Þá verða þar 9,8 rými fyrir hveija 100. Að undanförnu hefur verið talað um neyðarástand í hjúkranarmálum aldraðra í Reykjavík. Því ber að Kristniboðs- samkomur í Sunnuhlíð Kristniboðssamkomur verða í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð dagana 1. til 3. nóvem- ber og 6. til 8. nóvember og hefj- ast þær kl. 20.30. Ræðumenn verða Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Guðlaugur Gunnarsson kristniboði og Skúli Svavarsson kristniboði. Alíir ræðumennimir hafa starfað fyrir íslenska kristniboðið í Afríku og hafa þeir verið að störfum bæði í Eþíópíu og Kenýa. Á samko- munum verður kristniboðið kynnt í máli og myndum með myndbanda- sýningum og litskyggnum. (Fréttatilkynning) fagna ef úr neyðinni verður bætt á næstunni. Hins vegar verður lítill fögnuður á Norðurlandi eystra ef aldraðir þar eiga að fá yfir sig neyð- arástand í staðinn. í stað þess að fækka hjúkrunar- rýmum fyrir aldraða telur Oldrunar- nefnd að frekar hefði þurft að huga að fjölgun á svæðinu, svo aldraðir hér sitji við sama borð og aldraðir hjúkranarsjúklingar annars staðar á landinu," segir í bréfi nefndarinn- ar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Steingrímur Þorsteinsson við hvítabjörninn sem hann stoppaði upp og komið verður fyrir á Byggðasafninu Hvoli. Gaman að fást við svona stór rándýr - segir Steingrímur Þorsteinsson „ÞAÐ ER alltaf gaman að eiga við svona stór rándýr,“ sagði Stein- grímur Þorsteinsson á Dalvík, en hann hefur stoppað upp heljarstór- an hvítabjörn, sem afhentur verður Byggðasafninu Hvoli á Dalvík í kvöld, laugardagskvöld. Það er Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík sem keypti feldinn og Stein- grímur gaf vinnu sína við upp- stoppunina. „Það má segja að tvö elstu og öflugustu fyrirtækin hér í bænum hafi lagt saman í púkk,“ sagði Steingrímur. Björninn var veiddur við Austur- Grænland og feldurinn fór síðan til Tromsö í Noregi þaðan sem hann er keyptur, en hann var unn- in ytra. Steingrímur var um tvo mánuði að stoppa björninn upp og kvaðst hann hafa fengið aðstoð úr ljölskyldunni við verkið. Þetta er þriðji björninn sem Steingrímur stoppar upp, en áður hefur hann unnið við ísbjörn sem er í Ólafs- firði og annan lítinn sem felldur var í Fljótum og er nú í Varmahlíð. Hvítabjörninn er tveir og hálfur metri að lengd og þykir stór, en að sögn Steingríms er talið að há- markslengd ísbjarna sé um þrír metrar. Byggðasafninu Hvoli á Dalvík verður afhentur hvítabjörninn við athöfn í kvöld og á morgun, sunnu- dag, verður safnið opið af þessu tilefni frá kl. 13 til 18 og gefst bæjarbúum þá kostur á að líta skepnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.