Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 24

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Frumskjöl leyni- samninga Hitlers o g Stalíns fundin Moskvu. The Daily Telegraph. RÚSSNESKIR embættismenn hafa fundið frumskjöl leynisamninga sem Adolf Hitler og Jósef Stalín gerðu fyrir heimsstyrjöldina síðari um skiptingu stórs hluta Austur- og Mið-Evrópu í áhrifasvæði Sovét- manna og Þjóðverja. Skjöiin eru með mikilvægustu sagnfræðiheimild- um 20. aldarinnar. Dmítríj Volkogonov, einn helsti sérfræðingur Rússa í sögu sovéska hersins, sagði að sér hefði komið einna mest á óvart að Stalín hefði fallist á að greiða Þjóðverjum gífurlegar fjár- hæðir fyrir hluta af Litháen. Samningamir em þrír og kennd- ir við Vjatsjeslav Molotov og Joach- im von Ribbentrop, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna og Þýskalands Hitlers. Þeir kveða á um skiptingu Póllands, Eistlands, Lettlands, Lit- háens, Finnlands og Bessarabíu milli áhrifasvæða Þýskalands ann- ars vegar og Sovétríkjanna hins vegar. Volkogonov sýndi kort af svæð- inu, sem fylgdi samningunum, og á því er lína sem sýnir mörk áhrifa- svæða landanna tveggja. Það er á þýsku, dagsett 28. september 1939 og fylgdi öðmm samningnum. Á því em undirskriftir Stalíns og Ribbentrops. Merkilegasta skjalið var í stórri rauðri innsiglaðri möppu, merktri „nr. 34“ og „árið 1987“. Þetta er þriðji leynisamningurinn, sem gerð- ur var 10. janúar 1941. Þar segir að stjóm Sovétríkjanna hafi sam- þykkt að greiða þýsku stjórninni 7,5 milljónir dala, eða 31,5 milljón- Styrjufrétt- in lygisaga Peking. Reuter. FRÉTT Xinhua-fréttastofunnar um ógnarstóra risastyiju, sem starfsmenn á rannsóknarstofu voru sagðir hafa veitt í Yangtze-á í Kína, reyndist lygi- saga, að því er kínverskur emb- ættismaður viðurkenndi skömm- ustulegur í gær. Hann sagði, að ungliði á rann- sóknarstofunni hefði spunnið upp söguna og sent Xihhua-fréttastof- unni. „Ég er þegar búinn að taka piltinn á beinið.“ ir marka, fyrir vesturhluta Lithá- ens. Stjómin í Moskvu hafði sam- þykkt í fyrsta samningnum frá 1939 að Þjóðveijar fengju þennan hluta landsins en Stalín skipti um skoðun. Sagnfræðingar höfðu áður stuðst við örfilmur úr þýskum skjalasöfn- um um samningana en sovéska stjórnin viðurkenndi þær aldrei sem áreiðanlega heimild. Plútonskip Reuter Japanska skipið Akatsuki Maru, sem á að flytja 1,7 tonn af plútoni frá Frakklandi til Japans, var í gær í höfninni í Brest undir vernd franskra herskipa. Hafa grænfriðungar og aðrir mótmælt flutningunum og halda því fram, að gífurleg geislamengun gæti hlotist af ef eitthvað bæri út af. Útlagar frá Kúbu reyna að flýta fyrir falli Kastrós New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FJOLDI bátafólks sem flýr frá Kúbu hefur aukist síðustu vikur vegna hríðversnandi efnahagsástands á eyjunni. Margir útlægir Kúbveijar í Bandaríkjunum spá falli stjórnar Fídels Kastrós innan skamms og ætla sér stóran hlut í stjórnmálum og efnahagsviðreisn á Kúbu. Hinir róttækustu stunda skæruhernað frá Miami og skutu meðal annars á hótel fyrr í mánuðinum. Efnahagur Kúbu hefur ekki verið verri í 34 ára stjórnartíð Kastrós, nú þegar styrkja frá Sovétríkjunum nýtur ekki lengur við. Talið er að þjóðarframleiðslan hafí dregist sam- an um 50 prósent síðan 1989 og innflutningur um þijá fjórðu hluta, skortur er á matvælum, olíu og iyfj- um og yfirvöld hvetja fólk til að búa til kerti vegna rafmagnsleysis. Að- gerðir gegn andófsmönnum hafa verið hertar og nýjar „varnarsveitir" settar á stofn. Bandarísk stjórnvöld hafa látið kné fylgja kviði á 30 ára afmæli Kúbudeilunnar til að auðvelda stjóm Kastrós að feta sömu slóð og komm- únistastjórnir Austur-Evrópu. Fyrr- á árinu samþykkti Bandaríkjaþing að herða viðskiptabann á Kúbu, þannig á það nær nú til erlendra útibúa bandarískra fyrirtækja. Bandarískir sérfræðingar telja ólík- legt að stjóm Kastrós falli á allra næstu mánuðum, en eru sammála um að núverandi stefna muni óhjá- kvæmiiega leiða til hruns. Kúbverskir útlagar í Bandaríkjun- um hyggjast hraða því eftir megni. Þeir eru um milljón talsins, eða um tíundi hluti af íbúatölu Kúbu, og eru ívið betur stæðir en Bandaríkjamenn upp til hópa. Meirihluti þeirra segist hafa hug á að snúa á ný til heima- landsins ef og þegar kommúnisminn hrynur, þar sem þeir myndu hafa gríðarleg fjárhagsleg ítök. Miðstöð útlaganna er í Miami á Flórída, þar sem meirihluti íbúa er spænskumælandi. Sagt er að for- maður stærsta hóps þeirra, Jorge Mas Canosa, hafí hug á að verða forsti Kúbu. Hann er þó sakaður um að fara sínu fram með offorsi og beita fantabrögðum gegn andstæð- ingum. Hann skipulagði herferð gegn blaðinu Miami Herald þegar það lagðist gegn hertum viðskipta- þvingunum, en neitar þó að standa á bak við morðhótanir og skemmdar- verk í því sambandi. Enn herskárri eru þó samtökin Comandos L. í desember í fyrra náðust þrír menn úr samtökunum þegar þeir gerðu strandhögg á Kúbu og var foringi þeirra tekinn af lífi. Nú fyrr í mánuðinum sögðust sam- tökin bera ábyrgð á skotárás á strandhótel á eyjunni af hraðbátum. Tilgangurinn er vafalaust að grafa undan ferðamannaiðnaði, sem er nú helsta gjaldeyrislind stjórnar Kast- rós eftir að Rússar hættu að kaupa af honum sykur. * Grein um Island í bandarísku tímariti Ottast um framtíð menning- arinnar í fjölþj óðasamstarfi í NÝJASTA hefti af bandaríska tímaritinu Newsweek er tveggja síðna grein um ísland og íslensk málefni og aðallega þær erfiðu spurningar, sem þjóðin stendur frammi fyrir varðandi Evrópumál- in. Segir þar meðal annars, að íslendingar óttist, að of náin tengsl við Evrópubandalagið geti reynst sérstæðri menningu þeirra skeinuhætt og höfundurinn vekur athygli á því, að á íslandi einu Evrópulanda sé enginn stjórnmálaflokkur hlynntur aðild að bandalaginu. Höfundur greinarinnar, Daniel Pedersen, segir nokkuð frá ís- lenskum efnahagsmálum, mikil- vægi fiskveiðanna og háum þjóð- artekjum á mann, en nefnir líka, að þjóðin sé* aðeins 250.000 manns og efnahagsstærðir því svo litlar, að þær veki lítinn áhuga erlendis. Evrópulöndin eru lang- stærsti markaður íslendinga og því sé talið líklegt, að samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, verði staðfestur á Alþingi þrátt fyrir efasemdir margra og ótta við, að hann kunni að vera, fyrsta skrefið inn i EB. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, segir í viðtali við greinarhöfund, að hann telji það áhættunnar virði að tengjast evr- ópska markaðssvæðinu og líkir Islendingum við laxinn, sem snúi aftur í ána sína sem lax þótt hann hafi í millitíðinni farið vítt og breitt um ókunna ála. Ólafur Ragnar Grímsson, sem sagður er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tel- ur hins vegar, að hann njóti byij- ar í andstöðu sinni við ÉES. í greininni er rætt við Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra um þá nauðsyn, sem hann telur á samningunum um EES, og haft er eftir Þorvaldi Gylfasyni hagfræðingi, að andstaðan við nánara samstarf við Evrópuríkin rrom I»k lop *t th* wortð. ih* totnfín -w tkrwn t*ki* «f««i oæm t*r. 1»r ; fiol */«.<>>$* í rA.- Iceland: On the Outside Looking In iMfkH♦rrtb iW«>ÍU««-;.I1m| ií U-iík. itíiív m ihf: Ai:hn<x é lh«' líivfev ' líar!<wi U niii ,->««•. •// !»•» hæk >» thc mmpitrtaHiíU." mv« 5iáv.iiíf iHnfn! Iírt*n«r tiri»!«*■•>>. «tná :■> þi««>»;: « m sé hráskinnsleikur stjórnarand- stöðunnar, sem vilji fyrst og fremst fella rikisstjórnina á mál- inu. Höfundurinn kemur víðar við, segir til dæmis frá sérstöðu ís- lenskrar tungu og víkur nokkuð að framtíðarmöguleikum þjóðar- innar í atvinnumálum, að orkusölu og orkufrekum iðnaði. Sandskel sýnir fund Vínlands Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaösins. EIN algengasta skeljategundin við strendur Danmerkur og víðar við evrópskar strendur er amerískrar ættar. Hingað til hefur verið talið að hún hafi borist til Evrópu með enskum eða frönskum Ameríku- förum um miðja 16. öld, eða um fimmtíu árum eftir ferð Kólumb- usar til Ameríku. Nú hafa danskir jarðfræðingar fundið skelina í jarðlögum frá 13. öld. I frétt i dagblaðinu Politiken var skelja- fundinum slegið upp sem sönnun þess að islenskar heimildir segðu rétt frá um ferðir víkinga til Ameríku á undan Kólumbusi. Þegar verlð var að gera jarðfræði- kort nýlega af nyrsta tanga Dan- merkur, Skagen, fundu vísindamenn jarðlög með amerísku skelinni, sem eftir kolefnismælingum eru talin vera frá 1255-1295. Svo mikið er af skel- inni þarna að allt bendir til þess að á þessum tíma hafi hún verið þarna lengi. Skelin sem um ræðir heitir „mya arenaria“ á latínu, en kallast sand- skel á dönsku. Á ensku heitir hún „soft-shelled clam“ og er vinsæll matur víða um Nýja-England. Heim- kynni hennar eru við austurströnd Bandaríkjanna, frá New York og norður eftir, eða einmitt á þeim stað sem álitið er að Leifur heppni hafi komið að og kallað Vínland. Skelin er einstaklega harðgerð, þolir jafnvel ferskvatn. Hún þolir að vera lengi á þurru og jafnvel án súrefnis. Hún gæti því vel hafa þolað sjóferð í vík- ingaskipi, hvort sem hún hefur verið tekin með sem matur eða flækst með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.