Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Víkingaskipið Gaia tók land á Heimaey 14. júní 1991. Svo sem allir minnast var okk- ar ástsæli forseti, Vigdís Finnbogadóttir, guðmóðir skipsins. Gaia fór frægðarför í minningu Ameríkulandfundar Leifs Eirikssonar, Grænlandskristniboða Ólafs Noregs- konungs Tryggvasonar árið 1000. íslandskristniboðar Ólafs Noregskonungs, samland- ar Leifs, Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason tóku land á Heimaey 10. júní árið 1000. Héraa era framkvæmdir við styttingu Hörgaeyrargarðsins komnar vel á veg, m.a. Garðhausinn með ljósmerkinu horfinn. Hægra megin kemur Hörgeyrin vel í ljós. Nú er unnið að veglegu listaverki eftir Grim Marinó sem þarna á að rísa með tilheyr- andi ljóskeri og sjálfsagt er að koma einnig fyrir hæfilegum steini úr Hörgaeyri með viðeigandi áletrun um sögulegar staðreyndir frá þriðjudaginum 18. júní árið 1000. 1000 ára saga kristni á íslandi eftir Jóhann Friðfinnsson Það var maklegt er Alþingi 26. mars 1990 samþykkti þingsálykt- unartillögu um samningu ritverks um kristni á íslandi. Óðum líður að þeim tímamótum við aldaskil, árið 2000, að haldið verður upp á 1000 ára minni kristnitökunnar. Þakka ber boð Reykjavíkurborg- ar og ristjómar Sögu kristni í 1000 ár fyrir að efna til málþingsins er haldið verður í dag í Viðey. í sögu- legu tilliti er staðurinn einkar vei valinn og ömefnin þar kann ég vel að meta, einhvem tímann var manni kennt, að í Viðey væri aðal- eyjan kennd við Heimaey, en til endanna væri Austurey og Vestu- rey. Þjóðin stendur í mikilli þakkar- skuld við forráðamenn Reykja- víkurborgar fyrir þann metnað og stórhug er sýndur var endurreisn Viðeyjarstofu og umhverfis. Öll getum við nú notið þess er við sækjum okkar kæra höfuðstað heim. Við lofum ætíð minningu sagna- ritaranna, hve arfleifðin er víða skýr og gagnorð. í því sambandi minnist ég á þessum tímamótum 13. kafla kristnisögunnar sem greinir frá íslands kristniboðum Olafs kon- ungs Tryggvasonar, Gissuri hvíta og Hjalta Skeggjasyni og landtöku þeirra á Heimaey í Vestmannaeyj- um þriðjudaginn 18. júní árið 1000. Þar skipuðu þeir upp, nánar tiltek- ið á Hörgaeyri, viði í kirkjuna, en Ólafur konungur hafði boðað að reist skyldi, þar sem þeir kæmu fyrst að landi. Allt gekk þetta eftir og kirkjan, í skjóli Heimakletts, bar nafn Klemensar verndardýrlings sæfar- enda. Ekki hefur verið afsannað að þá hafi risið fyrsta safnaðarkirkja á landi hér, en vitað er að nokkrir kristnir höfðingjar byggðu bæna- hús fyrir sig og sína við híbýli sín. „Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við for- ráðamenn Reykjavíkur- borgar fyrir þann metnað og stórhug er sýndur var endurreisn Viðeyjarstofu og um- hverfis. Oll getum við nú notið þess er við sækjum okkar kæra höfuðstað heim.“ Norðmenn eiga þannig sammert með íslendingum, að reisa fyrstu kirkju sína á eyju, Mostur, út af vesturströndinni. Þessa dagana er unnið að stytt- ingu Hörgaeyrargarðsins við inn- siglinguna á Heimaey. Segja má, að garðurinn hafi nánast lokið sínu mikla hlutverki í meira en hálfa öld, til vemdar flota og mannvirkj- um, er almáttug hönd Guðs stýrði Jóhann Friðfinnsson hraunrennsli til sjávar í jarðeldun- um 1973. Þar sem úthafsaldan, oft ógnar- leg, með hræðilegum afleiðingum hafði brotnað um aldaraðir er nú komið lygna og skjól og þess vegna má garðurinn víkja, svo Hörgaeyr- in kemur vel í ljós. Það er harmsefni, hve saga þjóð- arinnar á öldum áður var oft blóði drifin. En hvemig hefði hún orðið ef ekki hefði notið okkar viðsýnu mannvina, sem fengu því ráðið hve friðsamleg kristnitakan varð í uppðhafi? Og hver væri tunga okkar ef kristninnar menn með Odd og Guðrbrand í forystu hefðu ekki gefið þjóðinni Nýja testamentið og síðar Biblíuna á 16. öld? Það verður fróðlegt og forvitni- legt að fylgjast með og heyra hug- leiðingar og ályktanir er fram koma á Viðeyjarmálþinginu í dag. Söguþjóðin hefur aldrei átt fleiri og betri menntaða lærdómsmenn til að takast á við verkefnið og því væntum við að niðurstöður verði aðgengilegar og áhugaverðar. Þá er tilganginum náð. Höfundur er safn vörður Byggða- safns Vestmannaeyja. Eir verður heimili aldr- aðra, blindra og sjúkra eftir Halldór S. Rafnar Það er sannkölluð hrollvekja að vera gamall, sjúkur og blindur og eiga ekki vísan samastað. Svona er þvi miður komið fyrir mörgum. Það var vegna þessa sem við hjá Blindrafélaginu hófum fyrir nokkr- um ámm athugun á því hvernig unnt væri að létta þessum illa stödd- um meðbræðrum og systrum lífíð. Hvemig hægt væri að skapa sjúk- um, blindum og öldruðum sæmilegt ævikvöld. Blindir og blindravinir aðilar að Eir í fyrstu var athugað hvort við gætum byggt hjúkrunarheimili en við sáum fljótlega að til þess höfð- um við ekki bolmagn. Ýmsir kostir voru skoðaðir en lyktir urðu þær að eftir samtal við þáverandi borg- arstjóra í Reykjavík og ábendingar hans ræddi ég við Pál Gíslason yfir- lækni. Hann var þá ásamt fleirum með hugmyndir um byggingu og stofnun hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Reykjavík. Blindrafélagið ákvað þátttöku í málinu. Við leituð- um samstarfs við Blindravinafélag- ið og um þetta mál og að litlum tíma liðnum voru Blindrafélagið og blindravinir komnir í hóp þeirra samtaka og sveitarfélaga sem standa að Hjúkrunarheimilinu Eir. Með hlutdeild okkar í þessu þarfa framtaki höfum við tryggt nokkrum hluta þeirra sem við berum sérstak- lega fyrir bijósti, þ.e. þeirra sem eru blindir, aldraðir og sjúkir, heim- ili síðasta kafla lífshlaupsins. Meira en helmingur blindra á íslandi yfír sjötugt Hvarvetna í hinum vestræna heimi hækkar meðalaldur fólksins. Jafnframt vex þörfin fyrir heimili þar sem aldraðir sjúkir eigi sama- stað. Á íslandi er helmingur blindra yfir 70 ára gamall. Þetta hlutfall er ennþá hærra sumstaðar erlendis. Hér fyrr meir var augnsjúkdómur- inn gláka aðal blinduvaldurinn. Á síðari árum hafa læknar náð tökum á þessum sjúkdómi. Þótt enn sé ekki þekkt aðferð til þess að lækna gláku er mögulegt að tefja fyrir sjúkdómnum og fólk heldur sjón mun lengur en ella. Aðal blinduvald- ur nú er elli. Hjúkrunarheimilið Eir, sem nú er risið við Gangveg í Grafarvogi, verður á næstu vikum tilbúið að taka á móti fyrstu vistmönnum. Það er vel því þörfm er mikil. í fyrstu mun verða unnt að taka á móti 60 heimilismönnum á almenna hjúkr- unardeild. Áfram verður haldið við innréttingar og búnað, innan dyra sem utan, og tvær sérdeildir, fyrir sjúka blinda og fyrir fólk með heila- bilun (alzheimer-sjúka), verða væntanlega tilbúnar seint á árinu 1993. Alls mun Hjúkrunarheimilið Eir hýsa 120 heimilismenn, þar af er rými fyrir 24 einstaklinga á sér- stakri móttökudeild. Þar mun fara fram greming og endurhæfíng og ýmsir sem þangað koma munu væntanlega hverfa á ný til síns gamla heimilis. Þannig mun þessi deild koma í veg fyrir ótímabæra vistun á hjúkrunarheimili. Sérhannaðar deildir Bæði þeir sem þjást af heilabilun (alzheimer) og sjúkir blindir þarfn- ast nokkurs sérbúnaðar til þess að auðvelda umgang um húsakynnin. Þannig treysta blindir og sjón- skertir mjög á heyrnina til þess að komast leiðar sinnar. Á heimili þeirra sem vart sjá mun dags og nætur er mikil um vert að hljóð, t.d. frá rennandi vatni eða klukku á vegg auðveldi þeim sem leið eiga um að átta sig á því hvar þeir eru staddir og í hvaða átt skuli halda. Þá eru hurðir og hurðarhúnar í sterkum litum mikil hjálp. Á íbúðar- göngum er mikils um vert að her- bergisnúmer séu stór, í sterkum lit og upphleypt. Á Hjúkrunarheimil- inu Eir verður það nýmæli að lyftur í húsinu verða búnar tækjum sem Halldór S. Rafnar „Bygging Hjúkrunar- heimilisins Eirar er mikið og þarft framtak. Heimilið verður brátt tilbúið til þess að taka á móti fyrstu vistmönn- um.“ segja til um á hvaða hæð lyftan er stödd hveiju sinni. Þetta verður blindum ómetanleg hjálp. Bygging Hjúkrunarheimilisins Eirar er mikið og þarft framtak. Heimilið verður brátt tilbúið til þess að taka á móti fyrstu vistmönnum. Ég vona að þrátt fyrir samdrátt og spamað, sem nú um stundir telst tímabær, geti þessi nauðsynlega starfsemi hafist snemma á næsta ári. Þörfin er vissulega mikil. Ég heiti á alþingismenn og -konur að veita okkur lið í þessu máli. Að þetta glæsilega hús komi sem fyrst að þeim notum sem til er stofnað. Mér finnst hryggilegt til þess að hugsa að aldraðir sjúkir þurfi að búa einir og án viðhlítandi umönn- unar. Það sæmir ekki að þeir sem lagt hafa sitt af mörkum á langri starfsævi lifi síðustu árin við niður- lægjandi kjör. Leggið okkur lið Um leið og ég heiti á alþingis- menn að duga okkur vel beini ég líka máli til klúbba og félagasam- taka sem láta mikið gott af sér leiða í samfélagi okkar. Þótt húsið sé komið upp og starfsemin hefjist væntanlega á næstu mánuðum kemur ýmsan búnað til með að vanta. Hér er ekki verið að biðja um stórar gjafir enda þótt þær væru vel þegnar, heldur fyrst og fremst smærri framlög sem myndu flýta fyrir fullbúnaði heimilisins. Við sem stöndum að Hjúkrunar- heimilinu Eir vonum svo sannarlega og vitum reyndar að það muni standa undir nafni. Heimilið ber nafn gyðju Iækninga og líknar. Þar mun verða kappkostað að láta öldr- uðum sjúkum líða svo vel sem kost- ur er. Þar mun líka verða lögð rík áhersla á að aldrað sjúkt fólk lifi við reisn síðustu æviárin. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdasljóri Blindra- félagsins. Hann er einnig formaður fjáröflunarnefndar Hjúkrunarheimilisins Eirar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.