Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992
17
Hví slærð þú, Óli?
Svar við opnu bréfi Ola Agústssonar, forstödumanns
Samhjálpar hvítasunnumanna
eftirÞórhall
Höskuldsson
í opnu bréfi í Morgunblaðinu 27.
þ.m. verður þér tíðrætt um „ósann-
indi'‘ sem ég á að hafa viðhaft á
kirkjuþingi og hafa dæmt starf
Samhjálpar að áfengismeðferð
„sem annars eða þríðja flokks“.
Þessar staðhæfingar þínar eru fjarri
sanni og þær ályktanir sem þú dreg-
ur af þeim á sama hátt á sandi
byggðar. Þau skeyti sem þú sendir
mér persónulega sem þér alls
ókunnum manni og sem þú vitir
ekki til að þekki starf Samhjálpar
að neinu leyti, leiði ég líka hjá
mér. Þau minna mig helst á við-
brögð Jóns sterka í Skugga-Sveini,
sem sá drauga í hveiju horni. Þeg-
ar hann var minntur á einn til,
varð honum að orði: „Þann draug
þekki ég ekki og þekki ég þó fram
undir fjörutíu.“
Slík skrif, sem ætla öðrum það
sem hann hefur ekki sagt, meiða í
sjálfu sér ekki annan en þann sem
slíkt ritar og gefa því ekki tilefni
til andsvara. Hitt þykir mér alvar-
legra, þegar orð mín og gjörðir á
kirkjuþingi eru notuð af öðrum til
sjálfsréttlætingar eða til að þeir
geti komið höggi á þá sem síst
skyldi. Sé ég mig því tilneyddan til
að setja nokkur orð á blað um þessi
skrif þín.
Lesendum til glöggvunar vil ég
birta hér orðrétta þá tillögu til
þingsályktunar, sem ég mælti fyrir
á kirkjuþingi 26. október sl.:
„Kirkjuþing lýsir yfir stuðningi við
það forvarnar- og meðferðarstarf
sem unnið hefur verið gegn áfeng-
is- og vímuefnaneyslu á undanförn-
um áratugum. Þetta starf er sér-
staklega brýnt nú þegar áfengis-
og vímuefnaneysla fer vaxandi með
þjóðinni og sem hefur í för með sér
að afbrotum fjölgar.
Kirkjuþing tekur undir það álit
að vímuefnavandanum verði best
mætt með öflugu forvarnar- og
meðferðarstarfí, svo að íslenskt
samfélag verði síður eftirsóttur
markaður fyrir eiturlyfjadreifendur.
Á sama tíma og vandinn fer vax-
andi, varar kirkjuþing við öllum
áformum stjórnvalda um að draga
úr þeim forvamar- og meðferðarúr-
ræðum sem nú eru fyrir hendi.
Kirkjuþing tekur jafnframt undir
áhyggjur þeirra sem að áfengis-
vörnum vinna yfir áformum heil-
brigðisyfirvalda, um að afhenda þau
meðferðarúrræði, sem nú standa til
boða, aðilum sem bjóða upp á ódýr-
ari lausnir. Kirkjuþing lýsir yfír vilja
sínum til að styðja allt það starf
sem nú fer fram gegn áfengis- og
vímuefnavandanum og samrýmist
hugmyndum þjóðkirkjunnar um
heilbrigða lífshætti."
Svo mörg voru þau orð sem gefa
bréfritara tilefni til að „leiðrétta
ósannindi", sem ég á að hafa haft
í frammi og hann „undrar sig á að
hægt sé að leyfa sér í skjóli hempu
og hökuls“\ Þegar ég mælti fyrir
þessari tillögu undirstrikaði ég að
tilgangur hennar væri fyrst og
fremst sá að lýsa fullum stuðningi
við það forvarnar- og meðferðar-
starf sem unnið hefur verið á vegum
SÁÁ og geðdeilda hinnar opinberu
heilbrigðisþjónustu og vara við því
að niðurskurðarhnífnum verði svo
ótæpilega beitt, sem fjárlagafrum-
varpið fyrir 1993 gerir ráð fyrir.
Ég minntist hvorki á Samhjálp
eða Krossinn sérstaklega en benti
kirkjuþingsmönnum á hjálögð
gögn, sem fylgdu tillögunni. Þar
var m.a. að finna_ athugasemdir
fangaprests, séra Ólafs Jens Sig-
urðssonar, í greinargerð, og sem
skrifuð var undir fullu nafni hans,
og fleiri gögn, sem flutningsmönn-
um tillögunnar þótti rétt að kirkju-
þingsmenn skoðuðu. Ég vitnaði
m.a. til orða Jóhannesar Berg-
sveinssonar í Morgunblaðinu 24.
okt. sl., þar sem vakin er athygli á
að fyrirhugaður niðurskurður fæli
í sér nær 75% skerðingu fyrir áfeng-
is- og vímuefnaskor Landspítalans
og myndi raska allri starfsemi þar
„En hér er verið að
ræða um meðferð á
sjúkdómi og þar hljót-
um við að gera kröfur
um öll þau bestu úr-
ræði, sem læknavísind-
in og fagleg þekking
hafa yfir að ráða. Það
tel ég í anda heilbrigðr-
ar trúar og þar vil ég
einnig sjá Guð að
verki.“
að meðferð áfengis- og vímefna-
sjúklinga og um leið allri kennslu
heilbrigðisstétta við háskólasjúkra-
húsið varðandi þessa alvarlegu
sjúkdóma. Einnig gat ég um að
gagnvart SÁÁ myndi skerðingin
valda miklum vanda og draga stór-
lega úr þjónustu á eftirmeðferðar-
stöðvum.
Greinargerð er að sjálfsögðu að-
eins tilefni ályktunar eða nánari
skýring, en aldrei kjami hennar.
En að mínum dómi er full ástæða
til þess að kirkjuþing gefí gaum að
þeim áhyggjum sem þar eru settar
fram. Þar talar sá embættismaður
þjóðkirkjunnar, sem nær stendur
afleiðingum áfengis- og eiturlyfja-
vandans en flestir aðrir starfsmenn
hennar. Efast ég ekki um að hann
getur rökstutt þær ábendingar
sjálfur, en þar vekur hann m.a.
athygli á að hugmyndafræði ákveð-
inna trúarhópa um eðli og orsakir
áfengissýkinnar sé ósamrýmanleg
þeim sem aðrir styðjast við. Og það
sem ekki er síður alvarlegt, að
dæmi sé um að sjúklingum sé ráð-
lagt að leita ekki lækninga á geð-
deildum eða meðferðarstöðvum við
áfengissýki.
Þessi atriði nefnir tillagan á
kirkjuþingi þó alls ekki. Þar er að-
eins talað um „ódýrari lausnirí. Ef
þú vilt fella starf Samhjálpar undir
Þórhallur Höskuldsson
þá skilgreiningu, er það þitt mál.
Spamaður er almennt góðra gjalda
verður, en ég óttast að svo stórfelld-
ur niðurskurður, sem hér um ræðir,
sé tvíeggja og muni aðeins draga
úr en ekki auka þjónustuna.
Skýringar þínar á því hvernig
Samhjálp skilgreinir áfengissýkina
vona ég að sýni að stofnunin byggi
ekki á umdeilanlegri hugmynda-
fræði. Hinu neita ég ekki að yfirlýs-
ing þín veldur mér nokkrum áhyggj-
um, að „Samhjálp muni sækja það
af alefli að fá aðstöðu til þess að
sýna hvers trúin er megnug í að
Farmiðar með ofangreindum
skilmálum til Kaupmannahafnar,
Lundúna, Óslóar, Lúxemborgar,
Amsterdam og Gautaborgar kosta
26.900 krónur, en lægstu fargjöld
til þessara borga voru frá 31.460
upp í 33.750 kr. í desember í fyrra.
endurskapa fólk“, svo að ekki sé
talað um þau orð þín að það sé
„eitt af markmiðum heilbrigðis-
áætlunar ríkisstjómarínnar að efla
félagasamtök af þessum toga“.
Gildi trúarinnar til hjálpar og
lausnar í öllum mannlegum vanda,
vefengi ég að sjálfsögðu ekki. Og
opinberlega hefi ég líka aðeins látið
hlý orð falla um alla þá sem vilja
leggja baráttunni við áfengis- og
vímuefnavandann lið í nafni trúar
sinnar. En hér er verið að ræða um
meðferð á sjúkdómi og þar hljótum
við að gera kröfur um öll þau bestu
úrræði, sem læknavísindin og fag-
ieg þekking hefur yfir að ráða. Það
tel ég í anda heilbrigðrar trúar og
þar vil ég einnig sjá Guð að verki.
Persónulega á ég ekki í neinum
útistöðum við Samhjálp eða aðra
og fæ af framansögðu ekki séð að
ég hafi nokkurn „slegið“ með til-
löguflutningi mínum á kirkjuþingi.
Miklu fremur „slærð“ þú mig fyrir
„ósannindrí sem ég hef ekki við-
haft. Ég finn mig þó ekki sáran
eftir og býð þér fúslega hina kinnina
ef þú flokkar orð mín enn undir
„óheiðaríegan áróðurí eða vilt finna
fleiri þér ókunna „drauga“ í þessu
máli.
Að öðru leyti óska ég þér alls
góðs í mikilsverðu starfi þínu og
Samhjálpar gegn áfengis- og vímu-
efnabölinu.
Höfundur er sóknarprestur á
Akureyri og sljórnarmaður í
SÁAN á Akureyri.
Farmiði til Glasgow kostar 22.000
kr. en lægsta fargjald þangað í
desember í fyrra var 24.480 kr.
Mest lækkun verður á fargjaldi til
Stokkhólms. Það var 39.630 kr. í
desember í fyrra en verður nú
28.900 kr. sem er 27% verðlækkun.
Flugleiðir
15-27% lækkunjóla-
fargjalda til Evrópu
SÉRSTÖK jólafargjöld verða í boði hjá Flugleiðum til áfangastaða
í Evrópu á 15-27% lægra verði en í boði var í fyrra. Flugleiðir segja
að með lækkuninni sé stefnt að því að fjölga farþegum og auka tekj-
ur þrátt fyrir lækkunina. Fargjöldin gilda frá 1. til 31. desember
og hefst sala á þeim 1. nóvember. Lágmarksdvalartími er sex dagar
og hámarksdvöl ytra er 30 dagar.
Kvikmynda-
sýning í
Norræna
húsinu
SÆNSKA myndin „Mio min Mio“
verður sýnd sunnudaginn 1. nóv-
ember kl. 14 í Norræna húsinu.
Myndin fjallar um Bosse, sem er
9 ára og býr í Stokkhólmi hjá fóst-
urforeldrum sínum. Lífið er ekki
alltaf auðvelt hjá honum og einn
dag þegar hann situr á bekk í garði
kemur til hans andi. Andinn var
sendur til að ná í Bossa og fara
með hann til Landsins í fjarska.
Bosse fer með honum og þá lendir
hann í ævintýraheimi sem er fullur
af töfraskógum, dularfullum hellum
og söngfuglum en þar leynast líka
aðrir hlutir.
Myndin er ætluð eldri bömum
og er hún um 100 mín. löng með
sænsku tali. Allir eru velkomnir og
er aðgangur ókeypis.
(Fréttatilkynning)
■ Á PÚLSINUM sunnudaginn 1.
nóvember stendur íslenska blúsfé-
lagið fyrir blúskvöldi. Þar kemur
fram hin nýstofnaða blússveit Sig-
urverkið og leikur hún fyrir gesti
órafmagnaðan blús undir áhrifum
zydeco og cajun tónlistar. Til stend-
ur að setja upp sérstök sviðstjöld í
tilefni tónleikanna þannig að sviðið
líti út eins og gömul hlýleg stofa.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega
kl. 22 og standa til kl. 1.
VERÐLÆKKUN
ídyra
veröi frd
Civic
899
000
4dyra
Civic
veröi
frá
178
000
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel
heppnaður bíll jafnt að utan sem innan.
Verð eftir lækkun:
Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,—
Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,-
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er btll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
Líttu við f Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp f
nýjan.
0
HOXDA
ÁRÉTTRI LÍNU