Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 41
31 á Selfossi ásamt foreldrum mín- um og bjuggu þar á efri hæðinni þar til þau fluttu að Birkivöllum 18. Sambýlið á Austurveginum var gott og þaðan eru góðar æskuminningar. Þar var vel um hnútana búið og allt heilt að gerð og búnaði. Sannur metnaður í þágu samfé- lagsins er mikiis virði og á erfíðum tímum mikilvægt að honum sé við haldið. Þeir sem eftir lifa eiga dýr- mætar minningar um þá sem hverfa á brott. Minningin um Steina frænda mun fýlgja okkur inn í framtíðina og minna á mikilvægi þess að hugsa frekar um að gefa en þiggja og að hafa ánægju af því að sjá öðrum vegna vel. Minningin lifir um traustan mann. Við hjónin biðjum góðan guð að styrkja Guðrúnu, böm þeirra, tengdaböm og bamaböm. Sigurður Jónsson. Það var sólríkur haustdagur um miðjan október. Trén á Birkivöllum skörtuðu sum ennþá hinum fegurstu haustlitum í stillunni. Ég og fjöl- skylda mín ákváðum að heimsækja hjónin á Birkivöllum 18. Það voru liðin ár síðan ég kom þar síðast. Þorsteinn Sigurðsson föðurbróðir minn kom til dyra. Hann leit vel út miðað við árin 79. Handtakið þétt og brosið hlýtt sem fyrr. Kona hans, Guðrún Valdimarsdóttir móðursystir mín, var ekki heima þennan dag. Hann bauð okkur brosandi í bæinn. Ég spurði hvemig hann hefði það. Hann kvaðst hafa það ágætt. Bætti síðan við að ekki væri svo mikið starfað þannig að ekki væri von á öðm. Ég tautaði að hann ætti nú skilið að taka því rólega. Það hafa ávallt verið mikil og náin tengslin milli fjölskyldunnar á Birkivöllum 18 og okkar í Gaul- veijabæ. Þau hafa verið meiri og nánari en öll frændsemin í báðar áttir skýrir. Þorsteinn og Guðrún eignuðust fímm böm. Hafa þau ætíð verið manni í huga og reynd sem systkin. Þorsteinn lærði trésmíði og vann við fag sitt alla ævi. Var hann um árabil hjá Kaupfélagi Ámesinga en stofnaði síðan fyrirtækið Trésmiðju Þorsteins og Árna þá kominn yfír fímmtugt. Hann gegndi einnig mörgum trúnaðarstörfum bæði fyrir bæjarfélag sitt og Sjálfstæðisflokk- inn. Steini var mikill mannþekkjari og fylgdist ætíð vel með bæjar- og þjóðmálaumræðu. Hann var hafsjór fróðleiks um menn og málefni. Ekki var hann maður sem tranaði sér fram, né gaf hann sig að öllum. En þeir sem áttu við hann samskipti eða viðskipti fundu fljótt að yfirvegun og traust geislaði frá hans persónu, bæði til orðs og æðis. Hann var bamgóður svo af bar og allra mest er hann gat farið að spjalla við smá- fólkið. Við systkinin frá Gaulveijabæ eig- um öll Steina og Gunnu óendanlega mikið að þakka. Hús þeirra var okk- ur ávallt opið. Við sem sóttum gagn- fræðaskólann og vinnu á Selfossi vomm þar sem heimalingar, fengum lykil, vorum f fæði og gengum þar út og inn. í hádeginu kom Steini heim og fylgdi honum oftast lykt af nýju timbri. Hann var nefnilega aldrei í forstjóraleik og gekk til allra starfa. Þó var stýrt dijúgum vinnu- stað og umsvifin oftast í Reylqavík. Ávallt vom ærin verkefni. Laugar- daga og stundum eftir hádegi á sunnudögum var verið að smíðum. í fjölda ára var hann einnig með bókhaldið sem beið hans eftir vinnu. Laun til hans sjálfs voru oftast af- gangsstærð. Mikið var hann frændi minn oft þreyttur. En kvörtun yfír slíku heyrðist aldrei í nokkurs manns eyru. Vinnusemin og úthaldið var með ólíkindum. Það var kominn tími til að halda heim á leið. Steini fylgdi okkur til dyra. Okkur leið vel eftir hlýjar móttökur. Hann kvaddi innilega. Kanski feigðin hafí hvíslað. Við vink- uðum úr bílnum. Hann stóð á stétt- inni og veifaði til baka. Það var hinsta kveðjan til okkar. Pjórum dögum seinna var hann látinn. Elsku Gunna og þið öll. Samúðar- kveðjur frá okkur systkinum, föður mínum og barnabörnum. Minning Þorsteins Sigurðssonar lifir. Valdimar Guðjónsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 41 Minning Þórey Jónsdóttir frá Moldnúpi Fædd 22. september 1903 Dáin 23. október 1992 Afasystir mín Þórey Jónsdóttir, eða Tóta eins og hún var alltaf köll- uð, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt föstudagsins 23. október sl. Hún var yngst þriggja bama hjón- anna Jóns Eyjólfssonar bónda að Moldnúpi og Sigríðar Þórðardóttur konu hans. Systkini Tótu voru þau Sigríður Anna Jónsdóttir eða Anna frá Moldnúpi eins og hún kallaði sig, rithöfundur og veflistarkona, dáin 1979, og Einar Sigurþór Jóns- son formaður og bóndi að Moldn- úpi, dáinn 1969, auk þess sem frændi þeirra Siguijón Vídalín Guð- mundsson, búsettur í Vestmannaeyj- um, ólst upp með þeim sem bróðir. Við fráfall nákomins ættingja og vinar sækja óhjákvæmilega að ótal minningar um liðnar samverustund- ir. Ein af fyrstu minningum mínum er úr hinni svo kölluðu baðstofu heima í Moldnúpi, en þangað var gott að bregða sér og ekki vorum við bömin gömul þegar Tóta kenndi okkur listina að spila „ólsen", og með auknum þroska lærðum við meira og þóttumst fullnuma í list- inni þegar okkur tókst að vinna hana í „gömlu jónfrú". Það var líkt og Tóta hefði alltaf nægan tíma fyrir okkur og þó svo verk væri að vinna þá var alltaf hægt að spjalla, fara með Ijóð eða segja sögur frá liðnum tímum. Ekki naut hún langr- ar skólagöngu frekar en annað fólk af hennar kynslóð, þó var menntun henni mjög hugleikin og hvatti hún til þess að fólk nýtti sér öll þau tækifæri sem gáfust til menntunar. íslendingasögumar skipuðu önd- vegi í hennar huga auk þess sem hún las ljóðabækur sér til ánægju. Ógrynni ljóða kunni hún og vom þar fremstir í flokki gömlu þjóðskáldin Hallgrímur Pétursson, Jónas Hall- grímsson, Þorsteinn Erlingsson, Kristján Fjallaskáld o.fl. og ekki kunni hún eingöngu ljóðin þeirra, heldur fannst mér barninu sem hún hefði þekkt þá alla persónulega, því hún gat sagt margar góðar sögur af þeim sem ekki finnast á prenti. Kirkjurækin var hún með afbrigð- um og sat alltaf í sínu sama sæti í kirkjunni á Ásólfsskála þar sem hlustað var eftir hveiju orði prests- ins og sálmamir sungnir af innlifun. Það var sérstök upphefð að fá að sitja við hliðina á Tótu og hvísla að henni hvaða sálmanúmer kæmi næst og ég man hvað mér fannst alltaf skrýtið að hún virtist ekkert þurfa að líta í sálmabókina undir söngnum. Messurnar í kirkjunni vom ekki nóg, því á útvarpsmessumar þurfti líka að hlýða og syngja með, og seinna bætti sjónvarpið um betur með helgi- stund síðdegis. Ættfræði var hennar helsta áhugamál og bæri gest að garði var hann spurður spjömnum úr um upp- mna og ætt. Þessi áhugi fannst okkur krökkunum furðulegur og kímdum oft þegar ættrækni bar á góma. Skemmtilegast fannst okkur þó að alltaf tókst Tótu að fínna ættartengsl okkar við helstu mekt- armenn þjóðarinnar. Kettir vom í miklu uppáhaldi hjá Tótu og man ég fyrst eftir gamalli angómlæðu sem var með afburðum viðskotaill við alla nema Tótu. Hún lá á rúminu hennar og engum leyfð- ist að stijúka hana nema Tótu, sem eyddi ómældum tíma í að greiða feldinn meðan hlustað var á útvarp- ið sem bar inn í baðstofu fróðleg erindi og fagran söng sem Tóta kunni vel að meta og bar þar hæst Guðrúnu Á. Símonar og Stefán ís- landi. Eftir andlát Eyjólfínu ömmu minnar 1967 tók Tóta við heimilis- haldi í gamla bænum að Moldnúpi og leysti það verk vel af hendi. Hún tók daginn snemma, minnug þess að dijúg em morgunverkin og oft barst að vitum manns kleinu- eða flatkökuilmur um það leyti sem far- ið var á fætur. Ég sé í minningunni hvar hún stendur úti á tröppum með svuntuna sína brosandi að gá til veðurs eftir baksturinn þegar ég hálfsyfjuð drattast út í fjós að reka út kýmar. Ég heyrði stundum talað um miklar raunir sem Tóta hafði ratað í fyrir mína tíð. Eitt var það að hún hafði dag einn átt erindi upp í heimarafstöð, þá er tilheyrði Moldnúpi, en þá vildi svo illa til að önnur flétta hennar festist í hverfl- inum og með einhveijum undraverð- um hætti hafði Tóta af að rífa sig lausa en eftir sat hárið og hluti húð- arinnar í tækjunum. Bar hún þess merki æ síðan en þó náði hún sér undravel miðað við aðstæður. Aðra raun þurfti Tóta líka að þola þegar hestur hrasaði með hana með þeim afleiðingum að hún verður undir. Miklar kvalir leið hún þá er hún var borin heim í teppum og lá síðan bjargarlaus í rúmi sínu langan tíma á oftir. Ura þessa hluti var Tótu ekki tíð- rætt og sló yfir í aðra sálma bæri þá á góma og vildi heldur segja frá einhveiju skemmtilegu eins og t.d. þegar hún var á vertíð í Eyjum að vaska saltfísk, eða þegar hún fór til Kaupmannahafnar með Önnu systur sinni að skoða aðsetur kóngsins og litast um í þessari gömlu höfuðborg íslendinga. Þessi 89 ár sem Tóta lifði hefur hún upplifað meiri breytingar á þjóð- félagsháttum en ein kynslóð hefur nokkru sinni gert. Hún fæddist á tímum handverksins og upplifði þessa miklu þróun sem orðið hefur á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þó svo hún færi ekki oft af bæ fylgdist hún mjög vel með því sem var að gerast og tók breytingum opnum huga. Þegar ég hugsa til baka stendur eftir góð minning um mikla mann- kostakonu sem bjó vel að sínum og eru þeir sem hana þekktu auðugri en ella eftir þá viðkynningu. Fyrir rúmu ári síðan bilaði heilsan og Tóta lagðist í fyrsta skipti á ævinni inn á spítala þar sem hún gekkst undir uppskurð. Skömmu eftir það fær hún inni á Kirkju- hvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvols- velli, þar sem hún naut fádæma umönnunnar en var síðan orðin svo máttfarin að hún var send á Sjúkra- hús Suðurlands á Selfossi þar sem hún andaðist. Vil ég enda þetta með því að senda starfsfólki beggja þess- ara stofnanna bestu þakkir fyrir góð störf. Árný J. Jóhannesdóttir. Langafasystir mín Þórey Jóns- dóttir, eða Tóta eins og flestir köll- uðu hana, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt föstudagsins 23. október. Tóta átti heima á Moldnúpi alla sína ævi. Þegar ég heyri talað um Tótu, koma upp í huga mér allar þær stundir sem við Tóta áttum saman í baðstofunni hennar. í hvert skipti sem ég kom þangað tók Tóta á móti mér með opnum örmum og nokkrum konfektmolum, þannig að ég hlakkaði alltaf til að heimsækja Tótu frænku. Oft á kvöldin horfðum við saman á Tomma og Jenna eða Tóta sagði sögur frá gömlum tímum. Tóta átti tvö systkini, þau Einar Jónsson og Sigríði Önnu Jónsdóttur. Einar var skipstjóri og bóndi en Sig- ríður, eða Anna frá Moldnúpi, var rithöfundur og ferðaðist heimshom- anna á milli, og í eitt sinn tók Anna Tótu með sér til Kaupmannahafnar. Tóta hafði mikið dálæti á köttum og fyrsti kötturinn sem ég man eft- ir hét Strútur og fáir máttu snerta hann nema Tóta sem í sífellu var að stijúka honum. Tóta var mikil trúarmanneslqa og fór hún oft til kirkju að Ásólfsskála og söng hún með öllum sálmum sem sungnir voru. Tóta fylgdist líka með öllum messum í útvarpi og sjón- varpi. Eitt októberkvöld í fyrra var heilsan orðin það slæm að Tóta var flutt á spítala, og var það í fyrsta skipti á ævinni, þar sem hún gekkst undir aðgerð og tekin var úr henni gallblaðran. Eftir þetta má segja að hún hafi aldrei náð sér á strik. Hún var síðan flutt á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli og hún var þar í tæpt ár. Síðustu jólin átti Tóta heima á Moldnúpi en það var í síð- asta skiptið sem hún kom þangað. í september 1992 var hún flutt á Selfoss þar sem hún andaðist aðfara- nótt föstudagsins 23. október. Jóhann Gunnar Guðmundsson. Halldór Sævar Sigur- jónsson - Minning Fæddur 24. janúar 1967 Dálnn 21. október 1992 Því deyr sumt fólk í blóma lífs- ins, á meðan sumir verða gamlir og þreyttir og fá ekki langþráða hvíld? Tilgangurinn hlýtur að vera einhver með því að elsku Dóri okk- ar var tekinn á brott svo snögglega. Þessi yndislegi strákur skilur eft- ir sig stórt skarð, sem ekki er auð- fyllt. En við eigum minningamar í hjörtum okkar og þær lifa með okkur um aldur og eilífð. Guð styrki alla þá sem eiga um sárt að binda. Alla og Nonni. Okkur langar í fáum orðum að minnast mágs míns og svila, Hall- dórs S. Siguijónssonar eða Dóra eins og hann var kallaður. Hann lést er trilla hans fórst við Sand- gerði miðvikudaginn 21. október sl. Erfitt er að sætta sig við þegar ungur maður í blóma lífsins, aðeins 25 ára gamall, er hrifínn burt frá eiginkonu og þremur ungum böm- um. Dóri var kvæntur systur undir- ritaðs, Guðrúnu Guðmundu Kjart- ansdóttur, og átti með henni bömin Ingunni Björgu 5 ára, Helga Sævar 3 ára, og Selmu Guðlaugu fædda 1. júní sl. Við hjónin minnumst margra góðra samverustunda með þeim og börnum þeirra. Svo vildi til að 3 af 4 bömum okkar voru fædd sömu ár og þeirra böm og því var oft glatt á hjalla er allir voru saman komnir hvort heldur var í fjöl- skylduboðum eða á ferðalagi. Dóri var mikill fjölskyldumaður og reyndi ætíð að haga sínum vinnu- stundum þannig að hann gæti varið sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. Þeirra missir er mikill. Við biðjum góðan guð að blessa minn- ingu hans og veita eiginkonu hans, bömum og öðrum ástvinum styrk í þessari miklu sorg. Minningin um góðan dreng lifir. Elsku Gunna Munda, við vottum þér og börnunum þínum okkar dýpstu samúð. Björn Kjartansson, Elín Björg Birgisdóttir. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa ljóssins Guð í þvi. Gef þú oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur kom og sigra, kom og ver oss hjá. (Frostenson Sbj.E.) Elsku Gunna Munda, Ingunn Björg, Helgi Sævar og Selma Guð- laug, við sendum ykkur og Qöl- skyldum ykkar okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Gunna Sigga og Auður Edda. Dauðinn þvi orkar enn til sanns, út slokkna hlýtur iífíð manns, holdið leggst í sinn hvfldarstað, hans makt nær ekki lengra’ en það, sálin af öllu fári frí flutt verður himna sælu i. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Gunna Munda og böm. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Við vottum ykkur samúð okkar. Hvíli hann í friði. Svanbjörg Clausen, Sverrir Karlsson. Góður drengur er fallinn í valinn. Sá söknuður nístir hjörtu okkar. Þegar ungur maður í blóma lífs- ins er hrifínn burt koma upp ótal spurningar. Hvers vegna? Hver er tilgangurinn? Hvar er réttlætið? En það er ekki okkar að þekkja tilgang- inn. Vegir Guðs eru órannsakanleg- ir. En við treystum því og trúum og huggum okkur við að allt hefur sinn tilgang og öll höfum við okkar hlutverk. Ég kynntist Dóra þegar hann 17 ára gamall, kom inn í fjölskyldu mína sem mannsefni systur minnar, Guðrúnar Kjartansdóttur. Þau vom búin að koma sér upp fallegu heim- ili í Sandgerði. Böm þeirra em þijú, Ingunn Björg 5 ára, Helgi Sævar 3 ára og Selma Guðlaug 5 mánaða. Dóri var búinn að láta draum sinn rætast með því að kaupa trillu og róa til fiskjar. Það vita allir sem eiga ástvini á sjónum, að það situr ákveðinn kvíði í þeim sem í landi em. En Dóri hafði reynslu sem sjó- maður og réttindi og öll öryggismál í lagi. En mennimir áætla en Guð ræður. Við fráfall ástvinar hrannast endurminningar upp og maður ger- ir sér enn betur grein fyrir því hve mikið ríkidæmi er í því fólgið að hafa fengið að eiga hann að vini. Við emm öll ríkari af að hafa feng- ið að þekkja hann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalti (V. Briem.) Ég kveð vin minn og mág með þökk og virðingu. Blessuð sé minn- ing hans. Þóra Kjartansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.