Morgunblaðið - 03.11.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.11.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Þorkell Fjórburamir fjögurra ára Fjórburasystumar í Mosfellsbæ, þær Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín, áttu ijögurra ára afmæli á sunnudaginn. Að sögn Margrétar Baldursdóttur móður þeirra höfðu þær systur beðið spenntar eftir aftnæl- isdeginum og fjölmenntu vinir þeirra og vandamenn í afmælisveisluna. VEÐUR VEÐURHORFUR / DAG, 3. NOVEMBER YFIRLIT: Við Reykjanes er nærri kyrrstæð lægð. SPÁ: Norðaustan strekkingur og snjókoma norðvestanlands, annars staðar hægari, él eða slydduél. Hiti +3 til +3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustan- og austanátt, víðast fremur hæg. Snjó- eða slydduél sunnanlands og vestan, dólítil rigning með austurströndinni en þurrt og nokkuð bjart veður norðan- lands. Eins til sex stiga frost verður norðantil en hiti um eða rétt yfir frostmarki syðra. Á föstudag er gert ráð fyrir litt breyttu veðurlagi en þó heldur hiýnandi. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30.Svar8lmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. V Heiðskírt / / / f f f f f Rigning ■,A -'rf* A A Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * / * * * * * f * * / * f * * * Slydda Snjókoma v Ý V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnirvindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka rtig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Flestir vegir á landinu eru ógætlega greiðfærir, en þó er víða talsverð hálka, einkum á heiðum. Á Suðuriandi er hálkulaust en hált á Hellisheiði, i Þrengslum og á Mosfellsheiði. Greiðfært er um Vesturland, en hált er á Fróðárheiði, Kerlingarskarði, Bröttubrekku, á Holtavörðuheiði og á Svínadal í Dölum. Fært er til Patreksfjarðar en hálka er á heiðum. Á norðanverðum Vestfjörðum eru vegir víðast greiðfærir en hált 6 heiðum. Þungfært er þó á Hrafnseyrarheiði og Sandheiði. Á Norður- og Austur- landi eru heiðar hálar. Á Norðurlandi er einnig vlða hált á iáglendi. Á Norðurlandi eystra eru vegirnir um Axarfjaröarheiði og Hólssand aðeins taldir jeppafærir. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirllti i síma 91-631500 og í grænnilínu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma htti veður Akureyri +2 skýjaS Reykjavfk 2 slyddué! Bergen 6 rigning Heisinki 6 ekdr á sfð. klst. Kaupmarmahöfn 8 alskýjað Narssaresuaq +8 léttskýjað Nuuk +7 léttskýjað Osló 4 rigning Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Aigarve 18 heiðskírt Amsterdam 8 rigningogsúld Bsrcelona 11 súld Beriín 6 (éttskýjað Chicago 13 skúr Feneyjar 17 léttskýjað Frankfurt 4 skýjað Giasgow 6 skúr á síð.klst. Hamborg 8 skýjað London 14 rigning Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 2 þokaásíð.klst. Madrid 13 skýjað Malaga 19 léttskýjað Mallorca 13 súldásíð.klst. Montreal +3 skýjað NewYork 6 alskýjað Orlando 20 skýjað Faris 8 súld Madeira 20 skýjað Róm 16 þrumuveður Vín 7 súld Washlngton 8 rigning Winnipeg +1 alskýjað Þrír Islendingar innlyksa í Luanda Vonast til að kom- ast úr landi í dag ÞRÍR íslendingar eru innlyksa í Luanda, höfuðborg Angóla, en þar blossuðu upp bardagar milli stjórnarhersins og UNITA-skæruliða- hreyfingarinnar sl. laugardag. íslendingarnir, Kjartan Guðmundsson flugstjóri, Jóhann Jóhannsson flugmaður og Smári Sigurðsson flug- virki, búa á alþjóðlega Meridien-hótelinu og eru allir við bestu heilsu. Þeir vonast til þess að komast úr landi í dag, en flugvöllurinn í borginni er lokaður. Jóhann og Smári urðu vitni að því er þeir stóðu við glugga á hótelherbergjum sínum er stjórnarhermenn skutu til bana þrjá liðhlaupa úr hernum. íslendingamir starfa hjá stærsta olíufélagi Angóla, Sun Angol. „Við eram á hótelinu ennþá, enda er öllum ráðlagt að halda sig innan dyra. Það er rólegt oftast nær, en ég heyrði talsvert á tímabili í dag skothríð og dálítið tjær í borginni heyrði ég stórar sprengjur falla. Þær hafa hugsanlega fallið nálægt flugvellinum, en þó er ekki gott að átta sig á því. Önnur sprengjuhríð var héma nær hótelinu og annað slagið, kannski á um tveggja tíma fresti, heyrist skothríð héma í ná- grenninu," sagði Kjartan Guð- mundsson flugstjóri. Kjartan sagði að nánast enginn væri á ferli í borginni nema her- menn og lögregla. „Það má segja að þetta hafi byijað á laugardags- morgni. Þá var ekki lengur hægt að komast út á flugvöllinn. Þar höfðu verið einhveijar róstur og reyndar var skotið á hóp manna við flugvöllinn á fimmtudaginn. Það sáust þrír menn vera skotnir fyrir framan gluggann hjá okkur nánast. Ég horfði reyndar ekki upp á það heldur félagar mínir. Þeir sáu hvemig gengið var frá einum þeirra sem enn var á lífí með einni hryðju. Þeir hentu tveimur Kkanna í sjóinn í gær og síðan hirtu þeir upp síð- asta líkið í dag [mánudag]. Líklega vora þetta liðhlaupar," sagði Kjart- an. Hann sagði að þeir hefðu búist við að komast úr landi í gær, en því hefði verið frestað. „Eg held að stjómarherinn telji sig vera að ná það góðum tökum á þessu að hann vilji að ástandið verði eðlilegt áður en útlendingum er hleypt úr landi." „Það er mjög óþægileg tilfinning að vera í miðju átakanna, sérstak- lega þegar átökin bratust út. Þá var maður virkilega skelfdur. Oft fannst manni sprengjumar vera að lenda á hótelinu. Þær hafa lent í portum hér á bak við og á húsaþök- um við hlið hótelsins, og byggingin nötrar annað slagið. Ég svaf ekkert fyrstu nóttina. En síðasta nótt var góð. Öll ljós vora slökkt í borginni og við voram reknir í rúmið upp úr kl. níu,“ sagði Kjartan. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvert ferðinni yrði heitið þegar þeir kæmust úr landi. íslendingam- ir hafa verið í Angóla frá 20. októ- ber og til stóð að þeir yrðu þar við störf til 1. desember nk. Smári Sigurðsson Jóhann Jóhannsson Kjartan Guðmundsson r 1 í I I 1 I I I Fimm ára fang- elsi fyrir tilraun til manndráps 23 ÁRA maður, Gunnlaugur Þór Briem, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, er hann skaut af mark- byssu upp i munninn á öðrum manni og fyrir að hafa skotið tveimur skotum út um glugga, en á götunni og læknir. Málavextir vora þeir að 12. maí sl. var Gunnlaugur Þór staddur á heimili sínu í Mávahlíð 24 í Reykja- vík. Honum sinnaðist við gest sinn, 25 ára mann, og beindi að honum einskota markbyssu til að koma hon- um út úr húsinu. Hann skaut úr byssunni upp í munninn á manninum, svo kúlan hafnaði í vinstri kinn, en fór síðan út um eyrað og tætti þar eyrnabijóskið. Þegar sjúkrabíll kom á vettvang sat hinn slasaði á tröppum hússins. Hann brást illa við afskiptum brana- varðanna og læknis. Á meðan brana- verðirnir vora að tala um fyrir honum að koma inn í sjúkrabílinn skaut Gunnlaugur tveimur skotum úr markbyssunni út um glugga á íbúð sinni. í niðurstöðum dómsins segir m.a. að það að skjóta úr byssu í höfuð manns, svo sem ákærði hafi gert, sé þvílíkur verknaður að ákærða hafi ekki getað dulist að langlíkleg- ast var að bani hlytist af. Tilviljun fyrir neðan voru tveir brunaverðir virðist hafa ráðið því að svo fór ekki. Þá segir að það að skjóta tveimur skotum út um gluggann með byss- unni hafi verið til þess fallið að stofna lífi eða heilsu branavarðanna tveggja í hættu og sömuleiðis læknisins, þótt hann hafi verið inni í sjúkrabifreið- inni, en mjög stutt vegalengd sé úr glugganum á 2. hæð og niður á götu fyrir framan húsið. Loks segir að ákærði hafi verið í mikilli vímu vegna notkunar fíkni- efna þegar atburðirnir áttu sér stað en það leysi hann ekki undan refsi- ábyrgð. Refsing hans þótti hæfilega ákvörðuð fimm ára fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá 14. maí sl. Að auki var honum gert að greiða manninum sem hann skaut 300 þúsund krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta, og að greiða allan sakarkostnað. Guðjón St. Marteinsson, héraðs- dómari í Reykjavík, kvað upp dóm- inn. I Í I ! fe I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.